Þjóðviljinn - 27.10.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.10.1987, Blaðsíða 2
FRETTIP Húsnœðismálin Skæmhemaður stjómarliða Núverandi ogfyrrverandifélagsmálaráðherra íhársaman á Alþingi vegnafrumv- arps um breytingar áhúsnœðislánakerfinu. Kvennalisti og Alþýðubandalag styðja frumvarp félagsmálaráðherra í megindráttum mm-SPURNINGIN— Spurt meðal starfsfólks Kópa- vogshælis Hvemig líst þér á fram- komnar tillögur Þroska- hjálpar um aö draga verulega úr starfsemi Kópavogshælis og fækka vistmönnum úr 155 í 30 á næstu árum? Emelía Harðardóttir sérhæfður aðstoðarmaður: Ég veit ekki hvað tillaga Þroska- hjálpar gengur útá í smáatriðum. All- avega sýnist mór það ekki raunhæft að fækka vistmönnum niður í 30. Ég hefði haldið að 80 til 90 væri nær lagi. Það eru það margir sem ekki eru færir um að vera á sambýli. Árni Már Björnsson yfirþroskaþjálfi: Ég tel þessar hugmyndir raunhæf- ar í megindráttum. En þess þarf virki- lega að gæta að því fólki sem kæmi til með að flytjast í sambýli, yrði tryggð fólagsleg aðstaða og atvinnumögu- leika. Aftur á móti er ekki hægt að leggja Kópavogshælið niður og þá starfsemi sem hér fer fram. Kristjana Sigurðardóttir þroskaþjálfi í Húsinu við Kópa- voashæli: Eg held að þessi hugmynd Þroska- hjálpar sé framkvæmanleg að hluta. Ég held að allir séu sammála um að hafa einingarnar fremur minni en stærri. Margrét Ásgeirsdóttir þroskaþjálfi, í Húsinu við Kópa- vogshæli: Eg er hrædd um að þessar hug- myndir geti orðið til þess að fjár- veitingavaldið haldi að sér höndum með fjárveitingar til Kópavogshælis- ins. Það er þó margt gott um hug- myndi Þroskahjálpar að segja, en ég held þó að ekki verði unnt að koma svona mörgum á sambýli eins og Þroskahjálp virðist álíta. Jóhanna Sigurðardóttir, fé- lagsmálaráðherra, veittist harðlega að gagnrýni Framsókn- armanna og Sjálfstaeðisflokks- manna á svokaliað stjórnarfrum- varp um húsnæðislánakerflð. Sagði hún gagnrýnina óvægna, ómaklega og lágkúrlega. Alexander Stefánsson, fyrr- verandi félagsmálaráðherra, svaraði Jóhönnu fullum hálsi og sagði að ákveðnir aðilar hafi haf- ið skæruhernað gegn húsnæðisl- ánakerfinu og notað eigin reikniforsendur til að dæma kerf- ið gjaldþrota, en þessir áróð- ursmeistarar sætu nú í félags- málaráðuneytinu og fara með málefni húsnæðisstofnunar. Til þessara hörðu orðahnipp- inga kom þegar Jóhanna mælti fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins. Sagði hún að formaður annars þingflokksins sem væri með krötum í ríkisstjórn hefði verið með skæting opinberlega auk þess sem þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins hefði skilað skri- flegri yfirlýsingu til hennar um að hann styddi ekki frumvarpið nema með fullt af fyrirvörum, en það bréf hefði henni ekki borist fyrr en tveimur dögum eftir að fnimvarpið var lagt fram, þrátt fyrir að hún hefði ítrekað reynt að fá breytingatillögur frá sam- starfsflokkunum í ríkisstjórn. Þá hefði fulltrúaráð Framsókn- arflokksins í Reykjavík sam- þykkt um helgina ályktun, þar sem frumvarpið var sagt óljóst og illa orðað. Skerðing fyrir hendi Jóhanna sagði að helsta gagnrýnisatriðið væri það að með þessu frumvarpi ætti að taka upp skömmtunarkerfi. Benti hún á að samkvæmt núgildandi lögum er Húsnæðismálastjórn heimilt að synja fólki um lán hafi það ekki að mati stjórnarinnar nægar tekj- ur til að standa undir greiðslu- byrði lánanna. Sagði hún að eng- inn hefði mótmælt þessu skerð- ingarákvæði gagnvart láglauna- fólki á sínum tíma, en nú þegar á að skerða lán til þeirra efnameiri, þeirra sem eiga margar íbúðir fyrir eða skuldlausar eignir, þá reka ýmsir upp ramakvein, ekki bara stjórnarsinnar, heldur hafi það líka verið gagnrýnt í Vinn- unni, málgagni ASÍ. Að sögn Jóhönnu stóðust þær forsendur ekki, sem húsnæðis- lánalögin höfðu til viðmiðunar. Sagði hún að ef ekki yrði gripið í taumana stefndi í gjaldþrot kerf- isins innan tveggja áratuga, því væru þessar aðgerðir til að minnka sjálfvirknina í kerfinu, nauðsynlegar. Þó væri hér aðeins um eitt skref að ræða því margt annað þyrfti að gera til að koma þessum málum á hreint. Hvað ákvæðið um breytilega vexti í frumvarpinu varðaði, þá sagðist félagsmálaráðherra tilbú- inn til að fresta gildistöku þess, því hún bjóst við að það tæki þingheim langan tíma að útfæra það, en frumvarpið þolir enga bið þar sem um 4000 manns bíða nú þegar eftir lánsloforði, en slík lof- orð verða ekki afgreidd fyrr en eftir gildistöku laganna. Vanhugsaö spor Alexander Stefánsson sagði það óvenjulega málsmeðferð hjá félagsmálaráðherra að hefja mál- flutning sinn með árásum á sam- starfsflokka í ríkisstjórn. Sagði hann að þingflokkur Framsóknar hefði fallist á að frumvarpið yrði lagt fram án skuldbindinga um að þingmenn flokksins styddu frum- varpið í þessu horfi. „Frumvarpið er vanhugsað spor aftur á bak,“ sagði Alexand- er. Gagnrýndi hann að ekki hefði verið leitað samráðs við lífeyris- sjóðina og aðila vinnumarkaðar- ’ ins og sagðist hann óttast um hús- næðislánakerfið og stuðning áð- urnefndra aðila við það, ef frum- varpið næði fram að ganga. Sagði hann að samkomulagið við aðila vinnumarkaðarins mætti ekki eyðileggja með flausturslegum aðgerðum stjórnvalda. Alexander sagði að allt frá því að nýja húsnæðislánakerfið varð til hafí ákveðnir aðilar verið með skæruhernað gegn lögunum og notað til þess eigin reikniforsend- ur til að dæma kerfið gjaldþrota, en þessi svartsýni hefði orðið til þess að mun fleiri sóttu um lán en ella hefðu gert. Sagði hann að nú færu þessir áróðursmeistarar með þennan málaflokk og spurði hann hvort ætlun þeirra væri að eyðileggja húsnæðislánakerfið. Að lokum sagði Alexander að þetta væri ekki mál eins ráðherra, heldur þjóðarinnar allrar, sem vildi öryggi á þessu sviði. Athyglisveröur hávaði Kristín Halldórsdóttir sagði hávaðann í einstaka stjórnarlið- um athyglisverðan og sagðist hún bíða spennt eftir tillögum frá þeim sem gagnrýndu frumvarpið. Þó sagðist hún vonast til þess að deilur stjórnarliða komi ekki í veg fyrir málefnalega umræðu um frumvarpið og að þær breytingar verði gerðar á húsn- æðislánakerfinu, sem nauðsyn- legar eru. Kristín gagnrýndi aðgerðar- leysi fyrri ríkisstjórnar í þessum málum og benti á að Kvennalist- inn hefði gagnrýnt frumvarpið um húsnæðislánastofnun þegar það kom fram. Hvað frumvarpið sem Jóhanna mælti fyrir nú varð- aði, þá sagði Kristín að Kvenna- listinn styddi meginmarkmið frumvarpsins. Síðan taldi hún upp nokkur atriði í frumvarpinu sem henni fannst ekki ganga nógu langt einsog t.d. hvort ekki væri réttara að sá sem ætti fullnægjandi húsnæði fyrir fengi ekki lán frekar en það væri miðað við þann sem ætti tvær íbúðir fyrir. Hvaða mismunandi vaxta- greiðslur áhrærir þá styður Kvennalistinn slíkt. Sagði Kristín að eðlilegt væri að einungis þeir sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta skipti eða eru að stækka við sig vegna breyttrar fjölskyldu- stærðar, njóti niðurgreiddra vaxta, auk þess sem þeir einir hafí forgang við úthlutun lána. Fjöreggið í höndum misindismanna „Það var á Alexander Stef- ánssyni að heyra, að honum fynd- ist fjöreggið sitt frá því að hann var félagsmálaráðherra, vera komið í hendurnar á hálfgerðum misindismönnum," sagði Stein- grímur J. Sigfússon. Taldi Steingrímur þessa um- ræðu milli núverandi og fyrrver- andi félagsmálaráðherra hina sérkennilegustu og því væri full ástæða til að spyrja enn einusinni hvort hér væri á ferðinni stjórn- arfrumvarp eða eitthvað annað. Steingrímur sagði að af mál- flutningi Jóhönnu hefði mátt ráða að engar breytingatillögur hefðu borist frá stjórnarsinnum fyrr en á öðrum degi eftir að frumvarpið var lagt fram og fór hann fram á að bréfi þingflokks Sjálfstæðisflokksins yrði dreift til stjórnarandstöðunnar svo hún gæti kynnt sér málið. Þá sagði hann að á Alexander væri það fyrst og fremst að skilja að frumvarpið væri ótímabært, óþarft og yitlaust. Þar sem Alex- ander er formaður félagsmála- nefndar blæs því ekki byrlega fyrir frumvarpinu, en mikil nauð- syn er á að það fái skjóta af- greiðslu þar sem um 4000 manns bíða eftir úrlausn á umsóknum. Steingrímur rakti meginatriðin í ræðu Jóhönnu um hvernig á- standið er, að biðtíminn væri kominn á þriðja ár og að hann muni lengjast ef ekkert er aðhafst og að þrátt fyrir þessar ráðstafan- ir muni hann lengjast. Hann vakti athygli á því að hvorki Jóhanna né Alexander hefðu minnst á það að framlag ríkissjóðs hefur verið mun minna en reiknað var með í samkomulagi aðila vinnumark- aðarins og það væri því í raun ríkissjóður sem hefði brotið samkomulagið milli aðila vinn- umarkaðarins og ríkisstjórnar- innar og ætti stóra sök á þessum langa biðtíma og að í óefni horfði varðandi vaxtamuninn. Steingrímur sagði að Alþýðu- bandalagið væri í meginatriðum sammála þeirri hugsun sem kæmi fram í frumvarpinu og sagðist hann hafa fallið fyrir þeim rökum félagsmálaráðherra, að þar sem hægt væri að takmarka lánsrétt þeirra verst stöddu ætti að vera hægt að takmarka lánsrétt þeirra sem best eru settir. Þegar hér var komið sögu var umræðum frestað en sex voru eftir á mælendaskrá. -Sáf 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 27. október 1987 Alxeander Stefánsson segir Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra, að frumvarpið um húsnæðismál sé vanhugs- að spor afturábak.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.