Þjóðviljinn - 27.10.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.10.1987, Blaðsíða 3
Utanríkismál Steingrímur greinir fra fundi með Shulfz í Bnissel Steingrímur Hermannsson er nýkominn heim af fundi utan- ríkisráðherra Atlantshafsbanda- lagsins í Brussel. Á fundi þessum reifaði George Shultz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, gang nýafstaðinna viðræðna sinna og sovéskra ráðamanna í Moskvu. Steingrímur sagði Shultz hafa haldið því fram að ekki þyrfti nema nokkrar vikur til að ganga endanlega frá samningi um eyðingu skamm- og meðaldrægra kjarnfiauga risaveldanna. Málið snérist nú einkum um ýms flókin lagaleg atriði og yrði kappkostað að leysa þau á Genfarfundinum sem fyrst. Hinsvegar væri óljóst hvenær af leiðtogafundi yrði þar eð Mík- ael Gorbatsjof hefði sagt hann litlum tilgangi þjóna ef engin ár- angur væri sjáanlegur í viðræðum um stjömustríðsáætlunina og túlkun ákvæða Gagnflaugasamn- ingsins (ABM) frá árinu 1972. Steingrímur kvaðst hafa spurt Shultz að því hvort Murmansk- ræðu Gorbatsjofs hefði borið á góma en í henni lagði Sovétleið- toginn fram tillögur um viðræður NATÓ og Varsjárbandalagsins, meðal annars um friðlýsingu á Norður-Atlantshafi. Shultz hefði svarað því neitandi og ekki sagst ætla að vekja máls á þeim til- lögum við Sovétmenn fyrr en þær hefðu verið ræddar ítarlega af NATÓ ríkjunum. Aðspurður sagði Steingrímur að íslendingar hefðu enn ekki mótað eigin til- lögur í þeim efnum. Steingrímur tjáði frétta- mönnum að íslensk stjórnvöld hygðust taka þátt í störfum Kjarnorkuáætlunarnefndar NATÓ á næstunni. Sér þætti eðli- legt að við kappkostuðum að vera sem best heima í þeim efn- um sökum umræðunnar um víg- væðingu í höfum og hemaðarlega mikilvægrar legu lslands. -ks. mETÍlU Framsóknarflokkur Veist að krötum Jón Baldvin gagnrýndur fyrir rhatarskattinn og niðurskurð við íþrótta- hreyfinguna. Jón Sigurðsson gagnrýndurfyrir aðgerðarleysi í Utvegs- bankasölunni. Jóhanna Sigurðardóttir gagnrýndfyrir vinnubrögð við húsnœðismálafrumvarp Fulltrúarráð framsóknarfélag- anna í Reykjavík veitist að öllum ráðherrum Alþýðuflokks- ins í stjórnmálaályktun, sem sam- þykkt var á aðalfundi fulltrúa- ráðsins nú um helgina. í ályktuninni er skorað á ríkis- stjórnina að fresta matarskattin- um og nota tímann til að móta víðtækar og vandaðar hliðarráð- stafanir. Telur fulltrúaráðið að það sé í samræmi við stjórnar- sáttmálann að afnema undanþág- ur til að gera söluskattskerfið skilvirkara. „Hinsvegar kemur ekki til greina að það verði notað sem skattálagning á þá, sem flesta munna hafa að fæða. Því em víðtækar og þaulhugsaðar hliðarráðstafanir nauðsynlegar.“ Þá segir að stjórnarsáttmálinn verði lítils virði, ef einstakir ráð- herrar túlki efni og innihald hans samkvæmt þrengstu eigin skoð- unum. Er þar bent á niðurskurð til íþróttamála, sem gangi þvert á stefnu Framsóknarflokksins. Þá lýsir fulltrúaráðið furðu sinni á aðgerðarleysi bankamál- aráðherra í Útvegsbankanum og telur einsýnt að selja beri Sam- bandinu bankann. Að lokum átelur fulltrúaráðið Sigurjón Pétursson fímmtugur í gær héldu vinir og félagar Sigurjóns Péturs- sonar borgarfulltrúa í Reykjavík það hátíðlegt að hann er kominn á sextugsaldurinn. Sigurjón gegnir margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir hreyfingu vinstrimanna á íslandi. Hann á m.a. sæti í stjórn Útgáfufélags Þjóðviljans, í framkvæmdastjóm Al- þýðubandalagsins og stjórn Sigfúsarsjóðs. Á merk- um tímamótum árnar Þjóðviljinn Sigurjóni allra heilla. Hér má sjá afmælisbarnið taka utan af einni af fjölmörgum gjöfum sem honum bárust. Kvóti á smábáta Seíur okkar menn á hausinn Formaður Landssambands smábátaeigenda: Verið að hegna okkurfyrir aukinn þorskafla togara. Þráttfyrir200 báta fjölgun hefur aflinn aukist aðeins um 200 tonn Þessar tíllögur sjávarútvegs- ráðuneytisins um kvóta á smábátana er tilræði við stéttina og í raun skilaboð til okkar manna að hér með séu þeir komn- ir á hausinn, segir Aríhur Boga- son formaður Landssambands smábátaeigenda í samtali við Þjóðviljann. Á fundi samráðsnefndarinnar um mótun næstu fiskveiðistjórn- ar síðastliðin föstudag, lagði sjáv- arútvegsráðuneytið fram tillögu þess efnis að kvóti verði settur á smábáta undir 10 tonnum sem ekki hefur verið áður. Þá er einn- ig lagt til að bátum undir 100 tonnum verði skipt í tvo flokka: Annarsvegar bátar undir 6 tonn- um og hinsvegar bátar yfir 6 tonn- um. Bátum undir 6 tonnum er samkvæmt tillögunni bannað að veiða í net, banndagakerfið með 66 dögum gildir áfram og þorsk- kvótinn verði 40 tonn yfir árið. Bátar yfir 6 tonn samkvæmt til- lögunni verða eingöngu á afla- marki og mega ekki framselja kvóta, en mega kaupa hann. 6-8 tonna bátar fá 40 tonna þorsk- Ríkisstjórnin P Stefnuræöan í kvöld orsteinn Pálsson, forsætis- ráðherra, mun flytja stefn- uræðu ríkisstjórnarinnar f kvöld og í framhaldi af því verða um- ræður um ræðuna. Stefnuræð- unni og umræðunni verður sjón- varpað beint. Umræðan verður í tveimur umferðum og kemur Alþýðu- bandalagið næst á eftir forsætis- ráðherra, þá Alþýðuflokkur, Borgaraflokkur, Framsóknar- flokkur og Kvennalisti. Stefán Valgeirsson talar á milli umferð- anna. í fyrri umferð tala þau Svavar Gestsson og Margrét Frímanns- dóttir fyrir hönd Alþýðubanda- lagsins en Ragnar Amalds í seinni umferð. -Sáf þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið af félagsmálaráðherra við undirbúning að nýju húsnæðis- málafrumvarpi, þar sem ekki hafi verið haft viðunandi samráð við aðila vinnumarkaðarins né sam- starfsflokka í ríkisstjóm. Þá álítur fulltrúaráðið að veigamikil atriði í frumvarpinu séu óljós og illa skilgreind og krefjist vem- legrar endurskoðunar. -Sáf kvóta og bátar frá 8-10 tonna fá| 70 tonna þorskkvóta. Þeir sem aflað hafa meira á síðustu ámm geta fengið að hámarki 120 tonna kvóta. Að sögn Arthúrs Bogasonar em þessar kvótatillögur ráðu- neytisins alvarleg aðför að smá- bátaeigendum og verið að hegna þeim að ósekju fyrir það að þorskaflinn sé 27 þúsund tonnum meiri fyrstu 9 mánuði ársins en gert var ráð fyrir að veiða mætti í ársbyrjun. „Þeir skilja það ekki þessir háu herrar að það em fyrst og fremst togaramir sem hafa veitt allan þennan þorsk. Á þessum sama tíma hafa smábátar aðeins veitt 200 tonnum meira en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir fjölgun þeirra um 200 á árinu,“ sagði Árthúr Bogason. grh fÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Útgerð á Suðurnesjum Afall „Þetta er alveg agalegt að þurfa að horfa upp á söluna á Dag- stjörnunni KE til Útgerðarfélags Akureyringa h/f, beint fyrir framan neflð á okkur, á sama tfma og við erum á fullu við að- koma Útgerðarfélaginu Eldey á fót, sem hefur þann tilgang að stemma stigu við sölu skipa og báta frá Suðurnesjum meira en orðið hefur,“ segir Logi Þormóðs- son fiskverkandi í Sandgerði og einn af forvígismönnum að undir- búningi að stofnun Útgerðarfé- lagsins Eldeyjar, í samtali við Þjóðviljann. Útgerð og fiskvinnsla á Suður- nesjum varð fyrir enn einu áfall- inu um helgina þegar Dagstjarn- an KE, 743 brúttórúmlestir að stærð, smíðuð 1969 í Englandi, var seld til Ú.A. á Akureyri fyrir 180 milljónir króna, en húftryg- ging skipsins er aðeins um 82 milljónir króna. Heildarkvóti skipsins er um 2 þúsund lestir og þar af þorskkvóti um 1700 tonn. Mismunurinn á kaupverði og húftryggingunni er vafalaust verðmæti kvótans. Að sögn Loga er þetta þriðja skipið sem er selt frá Suðurne- sjum frá því menn þar syðra fóru af stað með stofnun Útgerðarfé- lagsins Eldeyjar. Hinir tveir bát- arnir eru Þórkatla 2 sem seld var til Hornafjarðar og Binni í Gröf sem seldur var til Súðavíkur. „Þorskkvóti Dagstjömunnar hækkar um 600 tonn með því að fara á norðursvæðið til Akur- eyrar, þannig að kvótagróðinn miðað við fiskmarkaðsverð er vel yfir 20 milljónir króna, sem Út- gerðarfélag Akureyringa græðir á kaupunum," segir Logi Þórm- óðsson. grh Herstöðva andstœðingar Ný miðnefnd Á landsráðstefnu Samtaka her- stöðvaandsæðinga, sem haldin var í Reykjavík á laugardaginn, var kjörin ný miðnefnd. í henni sitja: Aðalmenn: Amar Már Ólafsson, Auður Haraldsdóttir, Dýrleif Bjama- dóttir, Guðrún Bóasdóttir, Ingi- björg Haraldsdóttir, Jóhann Bjömsson, Jón Proppé, Jón Torfason, Ragnar Karlsson, Rakel Kristjánsdóttir, Sveinn Rúnar Hauksson, Tómas Jó- hannesson. Varamenn: Amþór Helgason, Atli Gísla- son, Ámi Hjartarson, Ástríður Karlsdóttir, Bima Þórðardóttir, Bjami Harðarson, Emil Bóas- son, Guðmundur Georgsson, Gunnar Karlsson, Jóhanna Páls- dóttir, Siggerður Þorsteinsdóttir, Þorleifur Friðriksson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.