Þjóðviljinn - 27.10.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.10.1987, Blaðsíða 6
TILLOGUR >EFAB FYRIR LANDSFUND AB Dagheimilið Blöndubakka 2 Fóstrur og þroskaþjálfar ásamt ófaglærðu starfs- fólki óskast til starfa sem fyrst. Um er að ræða stuðningsvinnu með einstökum börnum og almennt starf á deild. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 71240. Félagatal Vbf. Þróttar Vegna útgáfu sögu og félagatals Vbf. Þróttar liggur frammi próförk á afgreiðslu stöðvarinnar, Borgartúni 33, til 31. okt. n.k. Eru allir sem hlut eiga að máli beðnir að koma og lesa yfir próförk sem þeim tilheyrir og gera athugasemdir ef ein- hverjar eru. Ritnefnd Borgnesingar Nýr umboðsmaður, Inga Björk Halldórsdóttir, Kveldúlfsgötu 26, sími 71740, hefur tekið við dreifingu blaðsins. Afgreiðsla Þjóðviijans AiÞÝDUBANDAIAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Rabbfundur í aðdraganda landsfundar verður haldinn í kvöld, þriðjudagskvöld að Hverfis- götu 105, og hefst klukkan 20.30. Svavar Qestsson mætir á fundinn og kynnir drög að stefnuályktun landsfundar: Framtíðarsýn. Fundurinn er öllum opinn en landsfundarfulltrúar frá Fteykjavík eru sérstaklega boðaðir. Stjórnln Alþýðubandalagið í Kópavogi Aðalfundur bæjarmálaráðs Aðalfundur bæjarmálaráðs ABK verður haldinn í Þinghóli, fimmtudaginn 29. október kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið Kjósarsýslu Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Kjósarsýslu verður haldinn miðvikudag- inn 28. október kl. 20.00 í Hlégarði. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Önnur mál. Sem sérstakir gestir á fundinn koma þeir: Svavar Gestsson form. Alþýðu- bandalagsins, Geir Gunnarsson alþm., og Ólafur Ragnar Grímsson vara- þingm. Munu þeir flytja stutt ávörp í tilefni Landsfundar og ræða flokksstarf- ið, einnig munu þeir fjalla um það sem efst er á baugi í stjórnmálunum. Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti á fundinn. Stjórnln Alþýðubandalagið á Siglufirði heldur félagsfund þriðjudaginn 27. október, kl. 20.30 í Suðurgötu 10. Dagskrá: 1. Landsfundur Alþýðubandalagsins. 2. Bæjarmál. Stjórnln Húsnœðismál Öflugur Félagsíbúðasjóður Landsþing ÆFAB leggur til að eftirfarandi tillaga í húsnæðis- málum verði lögð fyrir landsfund AB. Til að koma megi upp félags- legu íbúðakerfi, sem bjóði upp á einhvern valkost til hliðar við sér- eignakerfið sem nú er ríkjandi í húsnæðismálum íslendinga, þarf að gera stórátak. Tillögur ÆFAB eru: Sett verði lög um Félagsíbúða- sjóð. Markmið laganna verði: - að stuðla að jafnrétti í húsnæð- ismálum, einkum þeirra þjóð- félagshópa er erfitt eiga upp- dráttar á almennum húsnæðis- markaði. - að stuðla að valfrelsi í húsnæð- ismálum, þannig að leigjendum og eigendum íbúðarhúsnæðis sé gert jafn hátt undir höfði. - að auka jafnræði milli byggðar- laga og landshuta í húsnæðis- málum, þannig að unnt verði að draga sem mest úr nei- kvæðum áhrifum markaðss- veiflna fyrir búsetujafnvægi í landinu. Skipulag og hlutverk sjóðsins verði: Félagsíbúðasjóðurinn skal starfa í tengslum við Húsnæðis- stofnun ríkisins sem félagsíbúða- deild stofnunarinnar, en lúta sérstakri stjórn. Málefni sjóðsins skulu heyra undir félagsmála- ráðuneytið. Sjóðurinn á að starfa við hlið hins almenna íbúðalán- akerfis, að framgangi félagslegra jafnréttismarkmiða í húsnæðism- álum. Á vegum sjóðsins skal fara fram áætlanagerð um virka upp- byggingu félagslegs húsnæðis í öllum landshlutum, er á hverjum tíma byggir á fyrirliggjandi rannsóknamiðurstöðum um þörf einstakra sveitarfélaga og al- mannasamtaka fyrir leiguíbúðir og aðrar félagslegar íbúðir. Hlutverk Félagsíbúðasjóðs skal vera að fjármagna hinn fé- lagslega hluta opinbera húsnæð- islánakerfisins. Félagslegt húsn- æði skal vera húsnæði, sem annað hvort er í eigu og/eða byggt af sveitarfélögum, stofnunum eða fyrirtækjum á þeirra vegum, al- mannasamtökum með velferðar- markmið, húsnæðissamvinnufé- lögum eða öðrum þeim aðilum sem ekki láta husnæði í té í hagn- aðarskyni. Fjármögnun sjóðsins skal vera með þeim hætti að hann geti fjármagnað a.m.k. einn þriðja hluta af árlegri húsnæðis- þörf landsmanna. Stjóm lánasjóðsins skal skipuð 7 einstaklingum og 7 til vara. Stjómarmenn skulu vera úr röðum eftirtalinna aðila: Að- ildarfélaga ASÍ, aðildarfélaga BSRB, samtaka sveitarfélaga, samtaka leigjenda, samtaka námsmanna, samtaka öryrkja og fatlaðra og samtaka aldraðra. Félagsmálaráðherra skipar stjórnarmenn og varamenn til tveggja ára í senn. Hlutverk sjóðsstjórnarinnar skal vera: a) Að móta meginþætti í starf- semi Félagsíbúðasjóðs, þar á meðal útlánastefnu sjóðsins. b) Að fjalla um fjármagns- og framkvæmdaáætlanir sjóðsins í samráði við forstöðumann. c) Að hafa eftirlit með starfsemi sjóðsins og skera úr um vafa- atriði er upp kunna að koma í sambandi við lánveitingar hans. Fjármögnun sjóðsíns skal vera: a) Með tekjum af eigin fé sjóðs- ins, þ.e. afborgunum, vöxtum og verðtryggingu af veittum lánum. b) Með árlegum framlögum úr ríkissjóði sem nemi tekjum hans af 1% launaskatti og framlagi á fjárlögum, ef þarf, til þess að sjóðurinn geti fjár- magnað a.m.k. einn þriðja hluta af árlegri húsnæðisþörf landsmanna. c) Með framlagi sveitarfélaga sem nemi 10% af því fjármagni sem sjóðurinn lánar til hús- næðis í viðkomandi sveitarfé- lagi ár hvert. d) Með sérstökum lántökum sem ákveðnar verða í fjárfestingar og lánsfjáráætlun, þar á meðal V3 hluta tekinna lán Húsnæðis- stofnunar hjá lífeyrissjóðun- um. Lánveitingar Félagsíbúðasjóðs Úr Félagsíbúðasjóði er heimilt að veita lán til bygginga eða kaupa: 1. Verkamannabústaða og/eða kaupleiguíbúða. 2. Leiguíbúða sveitarfélaga. 3. Leigu eða hlutareignaíbúða í eigu húsnæðissamvinnufélaga. 4. Námsmannahúsnæðis. 5. Leigu eða hlutareignaíbúða í eigu fatlaðra. Lánveitingar til verkamanna- bústaða og/eða kaupleiguíbúða Lánshlutfall skal vera 90% eðlilegs byggingarkostnaðar eða kaupverðs ef um verkamanna- bústaði er að ræða en 100% ef um kaupleiguíbúðir eiga í hlut. Lánið skal veitt til allt að 50 ára, með 2,5% ársvöxtum. Lán tU leiguíbúða sveitarfélaga Lánshlutfall skal vera 100% eðlilegs byggingarkostnaðar eða kaupverðs. Lánið er veitt til allt að 60 ára, með 2% ársvöxtum. Lán tU leigu eða hlutareignaíbúða húsnæðissamvinnufélaga Lánshlutfall til hlutareignaí- búða húsnæðissamvinnufélaga skal vera 90% eðlilegs bygging- arkostnaðar eða kaupverðs, en 100% ef um leiguíbúð er að ræða. Lán til húsnæðissamvinnufélaga skal veita til allt að 50 ára, með 2,5% ársvöxtum. Lán tU námsmannahúsnæðis Lánshlutfall til námsmanna- húsnæðis skal vera 100% eðlilegs byggingarkostnaðar eða kaup- verðs. Lánið skal veita til allt að 60 ára, með 2% ársvöxtum. Lán til leigu eða hlutareigna- íbúða fatlaðra Lánshlutfall til hlutareigna- íbúða fatlaðra skal vera 95% eðli- legs byggingarkostnaðar eða kaupverðs, en 100% ef um leiguí- búð er að ræða. Lánin skal veita til allt að 60 ára, með 2% ársvöxt- um. Lán tU leigu eða hiutareignaíbúða aldraðra Lánshlutfall til hlutareignaí- búða aldraðra er 90% eðlilegs byggingarkostnaðar eða kaup- verðs, en 100% ef um leiguíbúð er að ræða. Lán eru veitt til allt að 60 ára, með 2% ársvöxtum. Öll lán úr Félagsíbúðasjóði skulu vera að fullu verðtryggð og miðast höfuðstóll lánsins við lánskjaravísitölu eins og hún er á hverjum tíma. Lánin skulu tryggð með 1. veðrétti í hlutað- eigandi fasteign. Lán sjóðsins skulu vera vaxtalaus fyrstu þrjú árin en endurgreiðast síðan að fullu með jöfnum greiðslum vaxta og afborgana að viðbættum verðbótum. Félagsíbúðaráð f öllum kaupstöðum landsins, svo og í kauptúnum með 1000 íbúa eða fleiri, skal starfa sérstakt félagsíbúðaráð, er vinnur að sam- ræmingu aðgerða til þess að auka framboð á félagslegu íbúðahús- næði. í félagsíbúðaráði í kaup- stöðum eða kauptúnum með 2000 íbúa eða fleiri, eiga sæti fimm fulltrúar. Fél- agsmálayfirvöld, húsaleigunefnd og fulltrúaráð verkalýðsfélaga skulu tilnefna hver sinn fulltrúa, og jafnframt skal bæjarstjórn kjósa tvo fulltrúa úr röðum leigjenda, aldraðra, öryrkja og námsmanna. í félagsíbúðaráði í kaupstöðum eða kauptúnum með færri en 2000 íbúa eiga sæti 3 fulltrúar. Félagsmálayfirvöld og stjórn stærsta verkalýðsfélags í viðkomandi byggðarlagi skulu tilnefna hvor sinn fulltrúa, og jafnframt skal bæjarstjórn kjósa einn fulltrúa úr röðum leigjenda, aldraðra, öryrkja og náms- manna. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 27. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.