Þjóðviljinn - 01.11.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.11.1987, Blaðsíða 4
Uppnám í listheimum: Falsaði Goya verk eflir Rembrandt og fleiri meistara? Kanadískur listfræðingur, Rolph Medgessy, telursig hafa komist að því eftirtuttugu ára rannsóknir að ýms heimskunn verk sem talin hafa verið eftir Rembrandt, Michelangelo, Leonardoda Vinci, Velazquez og fleiri séu í rauninni eftir Francico Goya- sem hafi reyndarskilið eftirá myndunum fangamark sitt svo lítið bæri á. Söfnin sem eiga myndirnar mótmæla harðlega þessum kenning- um. Það er starfsbróðir Medgessys, franski listfræðingurinn Didier Pouech, sem hefur komið niður- stöðum hans á framfæri og er sjálfur sannfærður um að Goya hafi gert listfræðingum meirihátt- ar grikk. Öngvir smákarlar Það er ekki nýtt að menn deili um það hvort til dæmis myndir þær sem Rembrandt er skrifaður fyrir séu í raun eftir aðra menn. En þá hafa menn yfirleitt læri- sveina hans og samverkamenn grunaða og oft eru spurningar um réttan höfund myndar flæktar í einatt óljósa verkaskiptingu á vinnustofum málara hér áður fyrr. En það er nýtt að mynd eins og t.d. „Maðurinn með gullna hjálminn" sem hangir á safni í Berlín, sé talin eftir annan stór- meistara málaralistar, nánar til- tekið Goya. En þeir Medgessy og Pouech halda því fram að svo sé og telja það sannað með því að í göfugum feldi þeirrar myndar séu „lýs“ faldar - nánar tiltekið nafn Goya letrað örsmáum stöfum og haglega falið, en megi þó finna það undir stækkunargleri. Didier Pouech telur og að það geti vel komið heim og saman við æviferil Goya og skapgerð að hann sýndi af sér þennan prakkaraskap. Rolph Medgessy er frægur fyrir smámunasemi og því hafa fáir af því vitað til þessa að hann hefur um tuttugu ára skeið verið að safna gögnum um falsanir Goya á söfnum heimsins: hann vildi vera viss í sinni sök. Og li- Hendrickje sefur. British Museum hefur lengi verið stolt af þessari fögru teikningu Rembrandts - nú er sagt að Goya hafi signerað hana eins og örvarnar benda á. stinn sem hann kemur með er ekki ómerkilegur. Hann segir að „Venus fyrir framan spegil" eftir Velazquez (National Gallery í London), „Mærin á klettinum" (Louvre í París) og allmargar teikningar eftir Leonardo da Vinci og „Höfuð æpandi manns“ eftir Michelangelo (Uffizisafnið í Flórens) séu meðal þeirra verka sem Goya hefur gert. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 1. nóvember 1987 Þokkagyðjurnar þrjór Þennan lista má lengja með Rubens, Cortona, Andrea del Sarto, listamennirnir sem Goya á að hafa hermt eftir eru alls um þrjátíu. Ein þessara mynda er Þokkagyðjurnar þrjár, sem menn hafa talið vera eftir Rafael. Sú mynd hefur jafnan þótt dularfull. Hún á sér nefnilega mjög ná- kæma samsvörun í veggmynd sem fannst í húsi einu í rústum Pompei. Og þá spyrja menn: hvernig gat Rafael, sem lést árið 1520, vitað af því málverki, sem enginn hafði þá séð - uppgröftur í Pompei byrjaði ekki fyrr en 1748? Það var þetta sem kom Me- dgessy á sporið. Hann rannsakaði mjög grannt hina for- nu frummynd og mynd Rafaels og þá kom hann auga á hinar ör- smáu merkingar Goya. Það er líka vitað af kópíu af myndinni fornu sem talið er að Goya hafi gert. Til alls vís Goya dvaldi á Ítalíu á árunum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.