Þjóðviljinn - 01.11.1987, Síða 16

Þjóðviljinn - 01.11.1987, Síða 16
Igl REYKJKMIKURBORG Igl Jlauátfsi Stödu% Stöður á dagheimilinu Bakkaborg v/ Blöndu- bakka: Staða forstöðumanns er laus til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Einnig staða yfirfóstru. Upplýsingar gef framkvæmdastjóri og umsjón- arfóstrur á skrifstofu Dagvista barna, sími 27277. REYKJKJÍKURSORG |g| JLcuimk Stödcci Þjónustuíbúðir aldraðra Dalbraut 27. Starf vaktstjóra er laust til umsóknar, sjúkraliða- menntun áskilin. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377 alla virka daga. Igl REYKJKMÍKURBORG Igl V Jlau&vi StidÁvi Félagsráðgjafar Félagsmálastofnun Reykjavíkur auglýsir lausa stöðu sérfulltrúa við fjölskyldudeiid. Fulltrúinn fer með ýmis sérverkefni einkum á sviði barna- verndar, t.d. vistanir barna á vistheimilum, ráð- gjöf við Mæðraheimilið og fjölskylduheimili. Askilin er starfsreynsla á sviði barna- og fjöl- skylduverndar. Upplýsingar gefur yfirmaður fjöl- skyldudeildar í síma 25500. Umsóknarfrestur til 20. nóvember n.k. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Auglýsing frá Fisksjúkdómanefnd 1. Fisksjúkdómanefnd hefur á fundi sínum hinn 9. september 1987 ákveðið skv. heimild í 16. gr. reglugerðar nr. 403/1986 um varnir gegn fisk- sjúkdómum og heilbrigðiseftirlit með fiskeldis- stöðvum, að leyfilegt sé á þessari riðtíð, að taka villta laxfiska til undaneldis. Undantekning frá þessu leyfi eru eftirtaldar ár, en úr þeim má ekki taka villta laxfiska til undaneldis nema með sérstöku leyfi Fiskisjúkdómanefndar: Elliðaár, Reykjavík Kiðafellsá, Gullbringu- og Kjósarsýslu Laxá í Leirársveit, Borgarfjarðarsýslu Haukadalsá, Dalasýslu Staðarhólsá, Dalasýslu Hvolsá, Dalasýslu Svalbarðsá, Norður-Þingeyjarsýslu Sogið, Árnessýslu. 2. Fisksjúkdómanefnd hefur ákveðið að skipta landinu í 7 svæði m.t.t. flutnings á lifandi villtum laxfiskum vegna varna gegn smitsjúkdómum. Svæðin afmarkast á eftirfarandi hátt: Svæði 1. Frá Reykjanestá til Öndverðarness. Svæði 2. Frá Öndverðarnesi til Horns. Svæði 3. Frá Horni til Gjögurtáar. Svæði 4. Frá Gjögurtá til Rifstanga. Svæði 5. Frá Rifstanga til Eystrahorns. Svæði 6. Frá Eystrahorni til Reynisfjalls. Svæði 7. Frá Reynisfjalli til Reykjanestáar. Ár sem falla til sjávar milkli þessara kennileita tilheyra sama svæði og inni í landi ráða vatnaskil. Óheimilt er að flytja lifandi villta laxfiska til undan- eldis milli þessara svæða nema að fengnu leyfi Fisksjúkdómanefndar. Fisksjúkdómanefnd Áhugamennska á undanhaldi Þegar ákveðið var að leika úti- leikinn gegn Sovétmönnum í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu þann 28. október var ekki gert ráð fyrir að sú dagsetning væri óhentug. Reiknað var með að íslenska landsliðið yrði að mestu leyti skipað atvinnumönnum sem væru komnir á fullan skrið með sínum félögum á þess- um tíma, og því gerði ekki mikið til þótt leikmenn ís- lensku liðanna hefðu ekki leikið deildaleik í tæpa tvo mánuði. En reyndin varð önnur. Atvinnumennirnir heltust úr lest- inni einn af öðrum og þegar til kom voru í 16 manna hópnum tíu áhugamenn frá íslandi og tveir frá Noregi sem höfðu einnig lokið sfnu leiktímabili þótt skemmra væri síðan. Tveir atvinnumann- anna hafa ekki verið í náðinni og setið á varamannabekk síðustu vikurnar, einn kom frá liði í neðri hluta 2. deildarinnar í Sviss og sá fjórði frá liði sem er að hluta til skipað áhugamönnum þótt það eigi sæti í belgísku 1. deildinni. Sem sagt, sextán manna hópur sem virtist engar forsendur hafa til að geta veitt hinu snjalla sov- éska landsliði, einu því besta í heiminum, markverða keppni. Margir óttuðust stóran skell, enn verri en gegn Austur- Þjóðverjunum í vor, og almennt var talið að allt undir 5-0 ósigri yrði vel viðunandi. Þessar forsendur hefðu getað dugað til að draga úr íslensku leikmönnunum allan kjark. Þeir efldust hinsvegar við mótlætið og náðu betri úrslitum í Svartahafs- borginni Simferopol en lið sem hafa verið hærra skrifuð. Það get- ur verið grátbroslegt að tala um sigur í tapleik en tveggja marka tapið var vel undir þeim mörkum sem sett voru hér heima við þol- anleg úrslit. ísland hafnaði í fjórða sætinu í sínum riðli og eins og áður hefur verið bent á kann það að reynast mikilvægt. Þann 12. desember nk. verður dregið í riðla fyrir heimsmeistarakeppnina og þá lendir ísland í fjórða styrkleika- flokki Evrópu, ekki þeim fimmta og síðasta eins og oftast áður. Það gefur möguleika á hagstæðari andstæðingum en oft áður, en úr flestum riðlanna í Evrópu komast tvö lið áfram í lokakeppnina á Ítalíu árið 1990. ísland gæti hugs- anlega blandað sér í baráttuna um þann fjarlæga möguleika. Sá kjarni sem byggður hefur verið upp á markvissan hátt síðustu misserin í 21-árs landsliðinu og síðan í ólympíuliðinu hefur staðið sig af mikilli prýði og gefur fyrir- heit um að breiddin í íslenskri knattspyrnu sé sífellt að aukast. í handknattleiknum voru landslið líka í sviðsljósinu um síð- ustu helgi. Piltalandsliðið, undir 21 árs, skyggði að þessu sinni á A-landsliðið með glæsilegum sigri á alþjóðlegu móti í Vestur- Þýskalandi. Mótherjar þar voru Norðmenn, sem eru geysisterkir í þessum aldursflokki og slógu t.d. íslenska liðið útúr heimsmeist- arakeppninni sl. vor, og stór- þjóðirnar Tékkar og Vestur- Þjóðverjar. í 21-árs liðinu er sterkur hópur leikmanna sem er kominn með ótrúlega mikla reynslu og á að geta tekið við af þeim sem nú skipa okkar ágæta A-landslið í fyliingu tímans. A-landsliðið lék á sama tíma á móti í Sviss og náði ekki umtals- verðum árangri. Tveggja marka tap í jöfnum leik gegn Austur- Þjóðverjum sýndi reyndar enn og aftur að leikir okkar við hæst skrifuðu handknattleiksþjóðir heims eru nú orðið undantekn- ingarlítið jafnir og tvísýnir og geta endað á hvorn veginn sem er. Gestgjafarnir Svisslendingar voru sigraðir með einu marki - ísland á að sigra þá í fjórum leikjum af hverjum fimm miðað við styrkleika. Fjögurra marka sigur á Austurríki er ekki til að hrópa húrra fyrir, kröfurnar til íslenska landsliðsins eru orðnar það miklar að leikir gegn þjóðum í þeim styrkleikaflokki eiga að vinnast með meiri mun. En þetta var byrjunin á þessum vetri hjá liðinu og eðlilegt að á ýmsu gangi. Undirbúningurinn sem framundan er miðast við að liðið verði í toppformi í heimsbikar- keppninni sem haldin verður í Svíþjóð snemma í janúar. Eins og staðan er í 1. deildinni stefnir allt í að hið kornunga lið FH stingi af og verði íslands- meistari í vetur. Svo mikið er víst að Hafnfirðingarnir verða að fara að tapa stigum til þess að aðrir eigi möguleika. Meistarar Vík- ings eru bæði búnir að tapa fyrir Breiðabliki og Stjörnunni og eiga þungan róður fyrir höndum til að vinna þann mun upp. Valsmenn eru í augnablikinu líklegustu keppinautar FH-inga, þeir virð- ast loksins vera komnir með það jafnvægi í sitt lið sem þarf til þess að ná langt. Víkingana má alls ekki afskrifa samkvæmt fenginni reynslu og það verður spennandi að fylgjast með leikjum þessara þriggja í vetur. Víkingur og Stjarnan halda uppi heiðri Islands í Evrópu- keppninni nú um helgina. Gegn Norðurlandaliðunum Kolding og Urædd ætti styrkur 1. deildarinn- ar að koma nokkurn veginn í ljós. Þó Danir séu öflugri handknatt- leiksþjóð en Norðmenn má búast við að Stjarnan eigi erfiðari leiki fyrir höndum gegn Urædd. Norska liðið er sjóað í Evrópuk- eppninni og hefur oft náð góðum úrslitum þar. Sló t.d. Val út í fyrra og komst alla leið í fjögurra liða úrslit. Stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum í Evrópu- leikjum og Víkingar og Stjarnan þurfa á öllum mögulegum liðss- tyrk að halda til að ná nægjanlegu forskoti fyrir útileikina. Aðeins aftur að knattspyrn- unni í lokin. Stjarnan sem leikur í 3. deild skaut 1. deildarfélögun- um á höfuðborgarsvæðinu ref fyrir rass í vikunni með því að krækja í Skagamanninn snjalla, Sveinbjörn Hákonarson, fyrir næsta tímabil. Þetta sýnir að það er ekki lengur aðeins í 1. deildinni sem bolmagn er fyrir hendi til að koma til móts við vax- andi kröfur okkar bestu knatt- spyrnumanna. Fleiri góðir eiga eftir að skipta um félög á dramat- ískan hátt á næstu dögum og vik- um - hér hefur snjóbolta verið velt af stað undan brekku, hann á eftir að hlaða enn frekar utaná sig og verður ekki stöðvaður svo auðveldlega. Knattspyrnan erí æ ríkara mæli farin að snúast um peninga hérlendis eins og í öðrum löndum - meiri peningar gera kröfur um betri árangur og það er sennilega farsælast fyrir alla að gera sér grein fyrir því að áhuga- mennskan í íslenskri knattspyrnu er á hröðu undanhaldi - hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Víkingar eiga erfiðan Evrópuleik fyrir höndum um helgina, og Stjarnan sömu- leiðis. ÍÞRÓTTASPEGILL VIÐIR SIGURÐSSON 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. nóvember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.