Þjóðviljinn - 17.11.1987, Side 7

Þjóðviljinn - 17.11.1987, Side 7
Umsión SigurðurÁ. Friðþjófsson rr\ • •• • Tjormn Lifandi Tjöm eða gular plastendur Fjörugar umrœður umþingsályktunartillögu Guðrúnar Helgadóttur o.fl. um að rannsókn verði gerð á lífríki Tjarnarinnar Framtíð Tjarnarinnar snertir unga sem aldna og þjóðina alla. Verða plastendur á Tjörninni í framtíðinni í stað lifandi anda? Myndin var tekin á fundi sem Tjömin lifi efndi til á sunnudag. Mynd Sig. Spurt um... ...verðlagsmál Jón Magnússon spyr við- skiptaráðherra um það hvort ný- lega hafi verið gerðar kannanir um það hversvegna almennt vöruverð sé hærra hér á landi en í nágrannalöndunum. Einnig hvort samkeppnishömlur eða samráð söluaðila og framleiðenda um verðlagningu valdi hækkunum á vörutegundum sem frjáls álagn- ing gildir um. Þá spyr hann hvort farmgjöld hér séu eðlileg miðað við farmgjöld í nágrannalöndun- um. Hafi slíkar kannanir verið gerðar vill fyrirspyrjandi vita niðurstöðurnar, en hafi þær ekki verið gerðar spyr hann hvort ekki sé full ástæða til að slíkar kann- anir verði gerðar. ...ráðningu þjóðgarðs- varðar Kristín Halldórsdóttir spyr menntamálaráðherra um ráðn- ingu Náttúruverndarráðs í stöðu þjóðgarðsvarðar. Hún spyr hvort ráðherra hafi kynnt sér vinnu- brögð Náttúruverndarráðs við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarð- ar í Skaftafelli og hvort hann geti upplýst hvaða forsendur lágu til grundvallar þeirri ráðningu og til hve langs tíma ráðningin er. Þá spyr hún hvort ráðherra sé sam- þykkur því mati Náttúruverndarr- áðs sem lýsir sér í vali þess úr hópi sex umsækjenda um stöðu- na. ...viðmiðun við verðtryggingu Kristín Halldórsdóttir spyr við- skiptaráðherra hvort hann hafi einhveráform um að endurskoða lánskjaravísitölu eða að taka upp aðra viðmiðun við verðtryggingu. ...lánasjóð iðnaðarins María E. Ingvadóttir spyr iðn- aðarráðherra hvenær vænta megi frumvarps um breytingar á lögum um Iðnlánasjóð, sem um getur í fjárlagafrumvarpinu. Hún spyr einnig hvernig bregðast eigi við tekjumissi sjóðsins frá næstu áramótum og þar til lögin hafa verið endurskoðuð. ...heimsóknir herskipa og kjarnavopn Hjörleifur Guttormsson spyr utanríkisráðherra hvernig hann hyggist tryggja að sú stefna sé undantekningarlaust virt að ekki séu kjarnavopn í skipum sem koma inn í íslenska lögsögu og íslenskar hafnir. Jafnrétti Kynjakvóti hjá hinu opinbera í nefndum, stjórnum og ráðum, sem skipuð eru beint af ráðuneytum eða á vegum opin- berra stofnana og fyrirtækja, skulu ekki vera færri en 40% af hvoru kyni. Gildir það bæði um aðalmenn og varamenn. Þetta er inntakið í breytingatil- lögu við jafnréttislögin, sem þau Hjörleifur Guttormsson og Guð- rún Helgadóttir hafa flutt á Al- þingi. I greinargerð með frumvarp- inu segir að þrátt fyrir að í lögun- um standi að leitast skuli við að hafa sem jafnasta tölu kynja í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum hins opinbera sé hlutur kvenna mjög rýr. í stjórnum, ráðum og nefndum kosnum af Alþingi reyndust aðeins 12% fulltrúanna vera konur í könnun sem Jafnréttisráð gerði 1985, eða 267 konur af 2205 fulltrúum. Hjá borgar- og bæjarstjórnum reyndist ástandið aðeins skárra í könnun sem var gerð í ár eða um 27,4%. -Sáf Einusinni var borgarstjórinn ungur og skemmtiiegur og gaf þá út hljómplötu ásamt fleiri ung- um og skemmtilegum mönnum undir nafni Matthildinga. Þar var lagt til að Tjörnin yrði fyllt af matarlími og flutt upp í Árbæ, sagði Guðrún Helgadóttir þegar hún mælti fyrir þingsá- lyktunartillögu, sem hún flytur ásamt fleiri þingmönnum, um að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að borgaryfirvöld í Reykjavík hefji nú þegar ítarlega rannsókn á líf- riki Tjarnarinnar, einsog lög um náttúruminjar gera ráð fyrir, áður en framkvæmdir við ráð- húsið hefjast. Umræða um þessa þingsálykt- unartillögu fór fram á Alþingi í gær og voru nokkrir enn á mæl- endaskrá þegar umræðum var frestað eftir rúmlega tveggja tíma orðaskipti. í máli Guðrúnar kom fram að ýmsir formgallar væru í meðferð borgaryfirvalda á framkvæmdum við ráðhúsið. Sagði hún eðlilegt að Alþingi fjallaði um þetta mál þar sem Tjörnin heyrði undir lög um náttúruminjar og væri eign allrar þjóðarinnar. Ymsir þeirra sem tóku til máls voru þó á þeirri skoðun að mál þetta heyrði ein- göngu undir borgarstjórn, þar á meðal tveir þingmenn Framsókn- arflokks og flestir ræðumenn Sjálfstæðisflokks. Eyjólfur Konráð Jónsson var þó ekki í þeirra hópi. Sagðist hann ekkert hafa á móti því að svona tillaga væri til umræðu, hinsvegar stæði það þó nær Al- þingi að ræða um fyrirhugaða byggingu „hins hroðalega þing- húss“ og taldi hann tímabært að stöðva framkvæmdir við það „margfalda hneyksli sem nú er verið að undirbúa." Þær Kristín Einarsdóttir, Þór- hildur Þorleifsdóttir og Guðrún Agnarsdóttir sögðust allar styðja tillöguna enda þær Kristín og Þórhildur meðflutningsmenn. Hjörleifur Guttormsson hefur mælt fyrir þingsályktunartil- lögu um framtíðarskipan kennar- amenntunar, sem hann flytur ásamt Svavari Gestssyni, Guð- rúnu Helgadóttur, Skúla Alex- anderssyni og Ragnari Arnalds. Tillaga þessi var flutt á síðasta þingi en hlaut ekki endanlcga af- greiðslu þá. Tillagan gerir ráð fyrir að sett verði á fót nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins með fulltrúum frá samtökum kennara Sagðist Guðrún óttast að ef af þessum framkvæmdum yrði og framkvæmdum við umferða- ræðar að ráðhúsinu gæti svo farið að eingöngu gular plastendur yrðu á Tjörninni í framtíðinni. Sagði hún að foreldrar færu ekki niður á Tjörn til að gefa plastönd- unum. Þeir Stefán Guðmundsson og Ólafur Þ. Þórðarson býsnuðust yfir því að Alþingi skyldi ræða þetta mál sem ætti heima í borg- arstjórn Reykjavíkur og Hjör- leifur Guttormsson svaraði þeim til og sagði þetta mál snerta alla landsmenn þar sem verndun á stöðum sem settir hefðu verið á náttúruminjaskrá vörðuðu alla þjóðina. Hann spurði þingmenn- ina hvort umhverfi Mývatns, Gullfoss og Geysis varðaði ekki Alþingi. og stofnunum, sem annast kenn- aramenntun. Nefndin á að fjalla um inn- byrðis tengsl menntastofnana, hvernig tryggð verði nauðsynleg endurnýjun og endurskoðun ein- stakra greina í kennaranámi, hvernig tengja megi nám í uppeldis- og kennslufræðum námi í væntanlegum kennslu- greinum kennaraefna, hvaða leiðir séu vænlegastar til að tryggja endurmenntun og starfs- tengda framhaldsmenntun kenn- Júlíus Sólnes og Albert Guð- mundsson sögðust styðja til- löguna og varaði Júlíus við þeim framtíðaráformum sem fyrirhug- uð eru varðandi umferðaræðar í kringum Tjörnina en Albert sagðist á móti því að öllu væri troðið ofan í Kvosina. Páll Pétursson og Eiður Guðnason sögðu að mál þetta skipti Alþingi vissulega máli þar sem ráðhúsið þrengdi að þing- staðnum. Fóru þeir báðir fram á að forseti sameinaðs þings fylgd- ist vel með framkvæmdum. Sólveig Pétursdóttir, Halldór Blöndal og Geir H. Haarde tóku upp hanskann fyrir Davíð og töldu að málið ætti heima í borg- arstjórn en ekki á Alþingi. Umræðan um þessa þingsá- lyktunartillögu tók á sig ýmsa mynd. Taldi Ólafur Þ. Þórðarson ara og skólastjóra og ýmsa aðra þætti kennaramenntunar og skólastarfs. Liður í störfum nefndarinnar er að afla vitneskju um hvernig háttað er kennaramenntun er- lendis, einkum í löndum OECD, en skýrsla OECD um menntastefnuna á íslandi, þar sem mjög harður dómur var kveðinn upp, sýnir að brýn þörf er á að þessi mál séu skoðuð. -Sáf t.d. að með þessu væri verið að fara fram á að Alþingi tæki að sér dómsvald og spurði hann Guð- rúnu Helgadóttur hversvegna ekki væri kært fyrst hér væri um lögbrot að ræða. Guðrún sagði að flutnings- menn hefðu talið eðlilegra að ríkisstjórnin ræddi fyrst við borg- arstjórn áður en gripið yrði til þess að kæra málið. Hinsvegar sagði hún að það kæmi sér ekki á óvart að kært yrði ef borgaryfir- völd færu ekki að lögum og létu kanna áhrifin á lífríkið. -Sáf Börn á forskólaaldri Ríkisframlög vegna dagvistunar Ásmundur Stefánsson hefur iagt fram frumvarp um að ríkið greiði sveitarfélögunum 8000 krónur á mánuði vegna hvers barns á almennu dagheimili og fasta krónutölu sem sé sama hlut- fall kostnaðar vegna barna á vöggustofum og leikskólum. Er gert ráð fyrir að fjárhæðin verði endurskoðuð miðað við hækkun framfærsluvísitölu frá 1. nóvem- ber. í frumvarpinu er gert ráð fyrir fjögurra ára aðlögunartíma lag- anna þar sem kostnaður ríkis- sjóðs geti orðið 1,3 milljarðar króna. í greinargerð með frumvarp- inu kemur fram að ríkið fær með sköttum frá foreldri sem vinnur úti og er með 50 þúsund krónur í mánaðartekjur, sem samsvarar greiðslu vegna tveggja barna. Flutningsmaður telur því ekki ó- sanngjarnt að gera þessa kröfu til ríkissjóðs. -Sáf Þriðjudagur 17. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Kennarar Menntun endurskoðuð Hjörleifur Guttormsson ogfleiri þingmenn Alþýðubandalagsins flytja þingsályktunartillögu umframtíðarskipan kennaramenntunar

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.