Þjóðviljinn - 17.11.1987, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 17.11.1987, Qupperneq 9
Búvísindadeildin 40 ára þessi mál. Hvernig rannsókna- maðurinn gerði helst gagn. Hún lýsti vel þeim ógöngum, sem afkastakrafa af þeirri gerð, sem að framan greinir, hafi leitt til á hennar fagsviði í Bandaríkj- unum. Menn neyðast til að velja rannsóknaverkefni, sem uppfylli tvenn skilyrði: Framkvæmdin má ekki taka langan tíma og rann- sóknin verður að vera af þeirri gerð, sem gefur eitthvað til að skrifa um, ekki ósvipað og við leggjum áherslu á við val náms- verkefna. Svo er best að tryggja skjóta og örugga birtingu greinarinnar með því að komast í ritstjórn, eða editorial board, tímarits. Af þessu leiddi að mestur hluti rannsókna og ritgerða verður það sem hún kallaði rubbish - rusl, best geymt í ruslakörfu. Enda hafi könnun leitt í ljós að auk höf- undar og prófarkalesara lesi að meðaltali 4 einstaklingar hverja grein með einhverri athygli. Hinn valkosturinn, fram- kvæmdur til hins ítrasta, er líka hættulegur. Rannsóknamannin- um hættir til að glata virðingu fyrir verkefnum sínum og þau verða átakalaus. Afleiðingin verður stöðnun. Okkar hætta liggur frekar í þessu. Miðlun upplýsinga Án þess að það hafi verið gerð samþykkt þar um held ég að megi fullyrða, að rannsóknamönnum á Hvanneyri þyki fílabein dýrt byggingarefni og óhentugt. Til- raunaverkefni hafa ráðist af þörf- um hvers tíma og birting niður- staðna einkum beinst að ráðu- nautum og bændum. Frumtölur eru birtar í árlegri tilraunaskýrslu, sem dreift er í fjölritaröð skólans, þannig að þeir, sem áhuga hafa á tilteknum verkefnum, geta fylgst með þeim. í tilraunaskýrslunni er venjulegast um mjög takmark- aða úrvinnslu að ræða. Eftir atvikum birtast svo megin efni tilraunanna í greinum í Frey, fjölritum, á ráðunautafundum og síðan fleiri miðlum. Ekki nauðsynlega úr penna starfs- manna skólans. Sú góða regla er nefnilega viðhöfð að meiru skipti að niðurstöðurnar séu kynntar notendum en hver gerði rannsóknina. í megindráttum eru tilraunagögn öllum opin, sem þau vilja nota. Fyrir nokkru tók ég saman skrá um fóðurræktartilraunir á Hvanneyri frá 1955 og reyndi að finna hvar og hvað mikið hafi ver- ið sagt frá þessum tilraunum þannig að öllum sé aðgengilegt. Þetta eru 297 tilraunir, margar stóðu aðeins eitt ár en aðrar mörg ár eftir viðfangsefninu. Það er skemmst frá því að segja, að nær allar tilraunir, sem kalla má að hafi leitt af sér marktækar niður- stöður, hafa verið kynntar meira og minna í rituðu máli, auk til- raunaskýrslna. Af stórum tilraunaflokkum gegnum árin má nefna áhrif kölkunar á jarðveg og jarðar- gróða, heyverkun í samvinnu við Verkfæranefnd og Bútæknideild, ýmsa þætti er snerta kynstarfsemi og frjósemi sauðfjár, húsvistar- rannsóknir í samvinnu við Bú- tæknideild og fleiri, matjurta- rannsóknir, ýmsar jarðvegsrann- Ríkarð Brynjólfsson deildarstjórí Búvísindadeildar. Folke Rasmussen, fyrrverandi rektor Landbúnaðar og dýralæknaháskólans I Kaupmannahöfn. Fyrir nokkru var minnst 40 ára afmælis Búvísindadeildarinnar á Hvanncyri, svo sem frá hefur ver- ið greint hér í blaðinu. Meðal þeirra sem þar fluttu erindi, var Ríkarð Brynjólfsson, deildar- stjóri við Búvísindadeild. Rakti hann í ræðu sinni aðdragandann að stofnun deildarinnar, hlutverk hennar, þróun og starfsemi. Allt var þetta vel og ítarlega rakið en er of langt mál til þess að unnt sé að birta það hér. Hér fer hinsvegar á eftir síðari hluti er- indis Ríkarðs: Það væri að æra óstöðugan að telja upp þau verkefni, sem unnið hefur verið að. Nær að spyrja hvort þau hafi orðið til gagns. Svarið við því er þríþætt. í fyrsta lagi er val verkefna, í öðru Iagi framkvæmd og uppgjör og í þriðja lagi miðlun niðurstaðna til annarra rannsóknamanna, leið- beinenda og notenda, sem oftast eru bændur. Hér er komið að gömlu álita- máli, sem sé hvaða umhverfi gefi frjóastar og bestar rannsóknanið- urstöður. A vísindamaðurinn að sitja í sínum fílabeinsturni og eiga helst samskipti viðkollega sína í öðrum slíkum, miða jafnt verk- efnaval og miðlun niðurstaðna við þarfir þeirra? Eða á hann að leita verkefna meðal þeirra, sem nota niðurstöðurnar og koma þeim á framfæri beint með alþýð- legri miðlun? Hvorttveggja hefur sína kosti og galla og leiðir í ógöngur eitt sér. Meðalvegurinn gullni á hér best við sem víðar. En meðalhófið er vandratað Úti í hinum stóra heimi ná vís- indamenn orðstír með ritun vís- indalegra ritgerða og stöðugt eykst krafan um að vísindamenn sanni rétt sinn til starfa með birt- ingu ritgerða fyrir aðra rann- sóknamenn. Fyrir nokkrum vik- um stóð hér írsk vísindakona, sem starfar við félagsfræðideild Rannsóknastofnunar landbúnað- arins þar í landi, og ræddi m.a. Ofterþörfen nú er nauðsyn Úr rœðu Ríkarðs Brynjólfssonar á 40 ára afmœli Búvísinda- deildarinnar á Hvanneyri ■ Á afmælishátíðinni mættu fjórir af þeim sem fyrstir útskrifuðust frá Búvísindadeildinni. Frá v. Aðalbjörn Benediktsson, Egill Bjarnason, Skafti Benediktsson, Bjarni Arason. Framan við þá situr Guðmundur Jónsson, fyrrum skólastjóri á Hvanneyri, einn ötulasti baráttumaðurinn fyrir stofnun Búvísindadeildarinnar. sóknir svo sem vatnsleiðni jarð- vegs, rannsóknir á áhrifum vot- meðferðar á tún, vorheysfóðrun mjólkurkúa og áfram mætti telja. Hér um veggi hanga skilti með niðurstöðum nokkurra verkefna, sem starfsmenn skólans hafa unnið að. Tímamót með ýmsum hætti f dag er tímamótadagur í sögu búnaðarmenntunaráíslandi. Af- mælisdagur. Það er kannski ekki réttmætt að dæma í eigin máli, en ég hygg að ótvírætt sé að betur gert en ógert að Framhaldsdeild/Búvís- indadeild hafi þjónað íslenskum landbúnaði dyggilega með menntun starfsmanna hans og rannsóknum. Það eru einnig tímamót í að- stöðu nemenda og kennara um þessar mundir. Nemendur búa nú í fyrsta sinn í sérstöku húsnæði og rannsóknaaðstaða hefur stór batnað með flutningi rannsóknarstofunnar í þetta nýja hús (nýtt rannsóknahús var vígt á afmælinu). Einnig er það okkur mikið gleðiefni að Bútæknideild sér nú hilla undir lausn á húsnæð- isvanda sínum. Þessi tímamót eru þó léttvæg hjá þeim tímamótum, sem land- búnaðurinn stendur á. En óþarfi að fjölyrða um það hér. Úr nýja Rannsókna húsinu. Oft er þörf en nú er nauðsyn Okkar, sem þjónum landbúnaðinum í einni eða ann- arri mynd, er það hlutverk að styðja þessa umbreytingu með rannsóknum, leiðbeiningum og þjónustu. Þörfin fyrir vel menntaða leiðbeinendur er nú meiri en nokkru sinni fyrr. Ráðunautar, hversu góð sem menntun þeirra hefur verið í upphafi, verða að halda henni við, bæði grundvall- aratriðum og hagnýtum nýjung- um. Þetta hlutverk, endur- menntun ráðunauta, er Búvís- indadeild falið með lögum. Að- eins hefur verið farið af stað með þessháttar starf í samvinnu við stofnanir og félög, en nauðsyn- legt er að það verði fastur liður í starfi deildarinnar. Á sama hátt verðum við að stuðla að bættri menntun og sérhæfingu með því að hvetja kandidata, nýja og gamla, til aðnýta sér þá mögu- leika, sem felast í fjórða árs námi. En umfram allt er nú nauðsyn, ekki síst vegna boðaðs niður- skurðar, ef af verður, að stofnan- ir landbúnaðarins snúi bökum saman og leiti sameiginiega leiða til að bregðast við vandanum. Það skipulag, sem er á kennslu, leiðbeiningum og rann- sóknum í landbúnaði byggir á gömlum grunni þegar kjörorð landbúnaðarins var meira og meira. Nú mætti kjörorðið vera betra en ekki meira. Við aðstæð- ur þarf að endurmeta allt kerfið frá grunni, ekki til að henda því, sem gamalt er, heldur til að byggja á reynslunni og þeim stofnunum sem fyrir eru nýja heild, sem starfi ótrauð að sama marki. Menntamálaráðherra skipaði nýlega nefnd með fulltrúum stofnana, sem kenna á háskóla- stigi hér á landi, sem samráð- svettvang og til ráðgjafar fyrir ráðuneytið. Ef til vill er ástæða til að gera eitthvað slíkt í landbún- aðargeiranum. Verkefnin eru óþrjótandi. Hvernig á að skipuleggja leið- beiningaþjónustuna ef hún á að byggja að verulegu leyti á sjálfs- aflafé? Hvernig verður best stað- ið að símenntun bænda og ráðu- nauta? Hvernig á að þjóna nýbú- greinum? Þannig mætti lengi telja. Búsvísindadeild hefur, eins og aðrar stofnanir innan landbúnað- arins, reynt að gera sitt besta. En alltaf er hægt að gera betur og það hlýtur að vera okkar heit- strenging á þessum tímamótum. - mhg Þriðjudagur 17. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 13 FARARHEILL 87 EFNIR TIL SAMKEPFNI UM GERÐ HANDRITS AÐ MYNDBANDITIL NOTKUNAR VIÐ UMFERÐARFRÆÐSLU J/f Skila skal frumsömdu handriti að myndbandi, sem er 2x20 mínútur, til notkunar við umíerðarfræðslu í þremur efstu bekkjum grunnskóla, 7.-9. bekk. Handritum skal skila sem kvikmyndahandritum, þar sem fram kemur skýr lýsing á mynd, efnisatriðum og öðrum nauðsynleg- um upplýsingum. Mff Sérstök dómnefnd verður skipuð og er Sigurður Helgason, c/o Fararheill ’87, Suðurlandsbraut 6,108 Reykjavík, sími 91-37320, trúnaðarmaður hennar og veitir hann allar nauðsynlegar upplýsingar. JtB Veitt verða ein verðlaun kr. 150 þúsund fyrir besta hand- ritið að áliti dómnefndar. Verðlaunin framselja rétt til gerðar og sýn- ingar myndarinnar til Fararheillar ’87. Gera ber sérstakan samning um framleiðslu hennar. Jafnframt kemur til greina að nýta íleiri hug- myndir samkvæmt samkomulagi. J//J Handritum skal skila ómerktum, ásamt lokuðu umslagi með nafni höfundar. Þau skulu send til Fararheiilar ’87, c/o Samband ís- lenskra tryggingafélaga, Suðurlandsbraut 6,108 Reykjavík, í síðasta lagi 15. desember 1987. Þátttakandi samþykkir reglur samkeppn- innar með afhendingu handrits. PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNIN Rafeindavirkjanám - lokaáfangi Póst- og símamálastofnunin býöur rafeinda- virkjanemum á 7. önn í bóklegt nám og starfs- þjálfun, sem hefst í byrjun janúar 1988. Útskrifast þeir þá sem rafeindavirkjar frá Póst- og símaskólanum eftir 13 mánuði. Starfsþjálfun, sem er fólgin í uppsetningu og við- haldi á mörgum og mismunandi tækjum og kerf- um, fer fram í ýmsum deildum stofnunarinnar í Reykjavík og víðsvegar um landið. Laun eru greidd á námstímanum. Umsóknir, ásamt prófskírteini eða staðfestu afriti af því, berist Póst- og símaskólanum fyrir 10. desember n.k. Nánari upplýsingar eru veittar í Póst- og síma- skólanum í síma 91-26000. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Póst- og símaskólanum, hjá dyravörðum Landsímahúss- ins við Austurvöll og Múlastöðvar við Suður- landsbraut og ennfremur á póst- og símstöðvum. Reykjavík 12.11. 87 Skólastjóri þlÓHVILJINN Höfuðmálgagn síjómarandstöðunnar Áskriftarsími (9Í) 68 13 33. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 17. nóvember 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.