Þjóðviljinn - 20.11.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.11.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Betri kannanir, Nú í vikunni hafa birst úrslit tveggja skoðana- kannana um flokkafylgi, annarsvegar í DV, hins- vegar í Helgarpóstinum. Þetta fyrirbrigði nútímamenningar, að ráða af- stöðu almennings af viðbrögðum nokkurra vel val- inna svarenda, átti lengi erfitt uppdráttar hér- lendis. Fyrstu skoðanakannanir um fylgi við flokka og málefni voru gerðar af vanefnum um miðjan síðasta áratug, og þeir stjórnmálamenn sem hverju sinni voru óánægðir með niðurstöðurnar áttu hægt um vik að afgreiða kannanirnar sem markleysu. Kannnendum hefur síðan vaxið fiskur um hrygg. Sérfræðiþekking hefur aukist á þessu sviði, kannanir ýmsar eru að verða óaðskiljan- legur hluti vöruþróunar og markaðssóknar hjá al- vörufyrirtækjum og þjónustustofnunum, og það fer í vöxt að málefnahópar nýti sér þjónustu könnunarfyrirtækja til að kanna stöðu sína í al- menningsáliti. Og á skrifstofum stjórnmálaflokk- anna leggjast forystumennirnir yfir hverja könnun um flokkafylgi með mikilli íhygli. Fólk er farið að taka mark á skoðanakönnunum. Það er viðurkennd staðreynd meðal félags- fræðinga og áhugamanna um stjórnmál að skoð- anakönnun er í flestum tilvikum ekki aðeins augnabliksmynd af almenningsafstöðu, heldur hefur könnunin einnig áhrif á þá afstöðu, í mismikl- um mæli eftir samhengi máls. Eitt nýlegt dæmi af mörgum er að sól Steingríms Hermannssonar fór þá fyrst að skína í kosningabaráttunni í vor að fram var komin könnun sem benti til þess að þingsæti hans væri í hættu á Reykjanesi. Þessa könnun nýttu framsóknarmenn sér óspart, og hún á drjúg- an þátt í því að Steingrímur flaug inná þingið og kippti með sér öðrum manni, - sem fæstir gerðu sér yfirhöfuð grein fyrir að væri í framboði. Aukinn vegur skoðanakannana leggur þá skyldu á herðar könnuðum að standa að verki sínu með þeim hætti að ekki verði að fundið. Áhrif könnunarniðurstöðu geta einfaldlega verið svo mikil að annað er ekki forsvaranlegt. Þær kannanir um flokkafylgi sem birtust í HP og DV nú í vikunni sýna niðurstöður sem ekki verða til að auka traust til þessarar loftvogar um almenn- ingsálit. Kannanirnar fóru fram sömu helgina, en tölur kannenda eru einsog annar sé í Kína og hinn á Grænlandi. Alþýðuflokkurinn fær í annarri könnu- ninni meira fylgi en í aprílkosningunum, í hinni hefur hann tapað fjórðungi kjörfylgis síns. Alþýðu- bandalagið fær í annarri könnuninni lægstu fylgis- tölu allra tíma, í hinni fær það hinsvegar skástu niðurstöður sínar í könnun eftir kosningar. Sjálf- stæðismenn fá þau skilaboð í annarri könnuninni að þeir séu loks að rétta við, en hin sýnir status kvó í íhaldsfylgi. Og blessaður Framsóknarflokk- urinn hlýtur að vera aldeilis hlessa. í annarri könnuninni fær maddaman næstum 30 prósent, sem er meira fylgi en flokkurinn hefur fengið nokkru sinni síðan árið 1931. í hinni fær flokkurinn sama fylgi og í vor. Munurinn er rúm tíu prósent, og mætti með einkar hógværum hætti halda því fram að hér sé veiðin sýnd en ekki gefin. Skemmst frá sagt er samverkan þessara kann- ana áfall fyrir könnuðina, og menn hljóta að leiða að því getum að önnur hvor könnunin sé vægast sagt óvönduð, - ef ekki báðar. Þessar tölur stand- ast einfaldlega ekki. Það er til dæmis undarlegt að þeir á DV segja úrtak sitt 600 manns, og ekki verður betur séð en að allir svari, -sem ekki getur þýtt annað en að ef einhver er ekki heima er hringt í næsta mann. Kannski bara í kunningjann? Kannski barasta ekki neitt? Og það eykur ekki traust á Skáíss- könnuninni að forstjórinn skuli á birtingardaginn þurfa að hlaupa um borg og bý með leiðréttingar á niðurstöðunum, - þar á bæ virðast starfsmennirn- ir ekki einusinni kunna prósentureikning til fullnustu. Við svonalöguð vinnubrögð er auðvitað ekki búandi, hvorki fyrir stjórnmálaflokka né almenn- ing. Þegar þessar kannanir tvær bætast við ýmsa skoðanakönnunaruppákomu frá því í vor - til dæmis könnunartilraun Stöðvar tvö á kjördag - er vonandi að menn setjist niður og fari að hugsa. Forsvarsmenn þeirra fyrirtækja og stofnana hérlendis sem við þetta fást eiga auðvitað að setj- ast á rökstóla og móta sér samræmdar reglur um framkvæmd og birtingu. Reglur sem standast stranga skoðun félagsfræðinnar og taka tillit til aðstæðna allra, reglur sem tryggja að hægt sé að nota í alvöru það þarfa tæki sem skoðanakönnun getur verið við þjóðmálastörf. Geri kannendurnir þetta ekki sjálfir hlýtur alþingi að grípa í taumana. -m KUPPT OG SKORHÐ Er verið að plata okkur? Á dögunum birti Morgunblað- ið leiðara sem hét „Hvað er að gerast í Moskvu?" Við þeirri spurningu fékkst reyndar ekkert svar, einna helst var á leiðarahöf- undi að skilja að í rauninni gæti enginn vitað hvað væri á seyði hjá Gorbatsjov. Látum svo vera. En hitt er eftirtektarvert, að Morg- unblaðið hallast mjög að þeirri kenningu, að ekkert sem heitir geti breyst í Sovétríkjunum og að umbótabrölt Gorbatsjovs sé varla annað en tilraun til að þyrla ryki í augu Vesturveldanna. Er vísað til þess að það hafi gerst áður að nýir valdamenn í Kreml (til dæmis Khrústjov og Androp- ov) hafi rekið „eins konar áróð- ursherferð á Vesturlöndum til þess að sannfæra vestrænar þjóð- ir um að nýir tímar væru í aðsigi austur þar“. Þessi dæmi eru ekkert sérlega sannfærandi. Hvorki á dögum Khrústjofs né Andropovs fór mikið fyrir sovéskum áróðri í þá veru, að þeir væru nýjungamenn miklir - miklu frekar að allr áherslur væru á hefðina, sam- hengið í stefnu sem væri alltaf rétt hvað sem liði „frávikum frá len- ínskum meginreglum" eða þvíumlíku. Satt að segja er það miklu frekar vegna nýjungagirni vestrænna fjölmiðla sjálfra, að þeir hallast til að sjá feiknaleg umskipti í öllum mannaskiptum, heima fyrir sem erlendis. Enda er það partur af „hönnun" á hverj- um leiðtoga í fjölmiðlum að með honum hefjist nýr tími, ný við- miðun, sókn til „nýrra landa- mæra“ og þar fram eftir götum. Af innri þörf Hitt er svo rétt að einmitt núna leggja Sovétmenn á það mikla áherslu í hvert skipti sem þeir tala vestur á bóginn að með Gorbat- sjov sé hafið mikið breytinga- skeið, gott ef þeir vilja ekki kenna það við byltinguna sjálfa. En það er heldur billegt að af- greiða það tal sem slóttuglega of- inn blekkingavef eins og gall- harðir íhaldsmenn bandarískir gera um þessar mundir - og Morgunblaðið hallast á sömu sveif. í fyrsta lagi eru nú sterkari forsendur fyrir því að tala um meiriháttar breytingaren nokkru sinni síðan Stalín safnaðist til feðra sinna 1953. Með glasnost og perestrojku eru stigin stærri skref til málfrelsis og tilrauna með frávik frá altækum áætlun- arbúskap en dæmi eru til síðan á þriðja áratugnum og það eru ekki lítil tíðindi. Og svotil allir Kreml- arfræðingar, rauðir, bleikir og bláir, koma sér saman um það, að þessar breytingar eigi sér brýnar forsendur í sovésku samfélagi sjálfu og eru þar með sammála Gorbatsjov sjálfum sem segir, að með þeim verði Sovétríkin að duga eða drepast. En af hverju er þá svo mjög talað í vesturátt um þessar breytingar - eins og bók Gorbat- sjovs hin margþýdda ber vitni um? Það er ekki síst vegna þess, að einmitt vegna þess að perest- rojkan hefur í för með sér rót- tækar breytingar ef hún tekst, þá mætir hún miklu andófi innan- lands. Breytingar sem skerða hag og forréttindi margra hópa, fjöl- mennra og áhrifamikilla. Og því er það, eins og einn af fremstu blaðamönnum glasnostskeiðsins, Korotitsj, tók fram í viðtali hér í blaðinu fyrir skömmu, að úrslitin eru tvísýn. Menn vona hið besta, en það er ekki hægt að tryggja umbótunum sigur fyrirfram. Af þeim sökum varðar það miklu að Gorbatsjov nái þeim árangri í samningum við Bandaríkin, sem styrki hann inn á við. Og í þessu samhengi er sá árangur einna mest virði, að samið verði um niðurskurð á vígbúnaði, sem létti af Sovétmönnum þungum efna- hagslegum byrðum og auðveld- aði þeim að bæta lífskjör almenn- ings. En ef þau ekki batna fljót- lega, þá verður róður perest- rojkumanna þungur. Hverjum í hag? Það er einmitt þess vegna að meira að segja margir sovéskir útlagar hvetja nú Vesturveldin til að koma til móts við Gorbatsjov og auðvelda honum þannig bar- dúsið heima fyrir. Af þeirri ein- földu ástæðu, að ef honum mis- tekst þá megi menn eiga von á afturhvarfi til harðræðis sem mundi bitna illa á sovésku fólki og þar að auki tefla heimsfriði í tvísýnu. Og sé þetta dæmi rétt upp sett (sem flest bendir reyndar til) þá er ekki að undra þótt upp komi sú samstilling væntinganna sem endar á því, að - eins og segir í leiðara Morgunblaðsins: „Á margan hátt hefur sovéski leiðtoginn orðið einn vinsælasti stjórnmálamaðurinn á Vestur- löndum“. Hitt er svo annað mál, að til eru þeir sem sjá mjög ofsjónum yfir þessum vinsældum Gorbatsjovs. Ekki síst þeir sem eru miður sinn vegna þess hve lágt skrifaður forseti Bandaríkjanna er um þessar mundir. Og það hangir fleira á spýtunni en afbrýðissemi af þessu tagi, sem skýtur upp kolli í margnefndum leiðara Morgun- blaðsins. Til eru og þeir sem blátt áfram óska þess að Gorbatsjov mistakist - hverjar sem afleiðing- arnar verða fyrir sovéska þegna og heiminn allan. Vegna þess blátt áfram að þeim eru pólitísk þægindi í því að viðhalda ósk- mynd sinni af Sovétríkjunum sem Óvininum, sem Heimsveldi Hins Illa, sem sé svo skelfilegt að ekki taki því að gefa gaum að öðrum vandamálum, hvorki heima fyrir né í hinum blásnauða þriðja heimi. áb. þlOÐVILJINK Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. FramkvœmdastjórliHallurPállJónsson. Rlt8tjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Frótta8tjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir, KristóferSvavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), MagnúsH. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, RagnarKarlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitatelknarar: Sævar Guöbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrót Magnúsdóttir. Skrlf stofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglý8inga8tjóri: Sighður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: UnnurÁgústsdóttir, OlgaClausen, GuðmundaKrist- insdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu-og afgrelðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Útbreiðsla: G. MargrétÓskarsdóttir. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 6811310. Umbrot og aetning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 65 kr. Áekrlftarverð á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. nóvember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.