Þjóðviljinn - 20.11.1987, Blaðsíða 9
HEIMURINN
Lögreglumenn á verði við Elyséehöll. Þar vilja margir búa.
bentu skoðanakannair til þess að
fylgi „þjóðfylkingar" Le Pen
hefði eitthvað rénað, en eftir sit-
ur harðsnúinn kjarni, sem er enn
fjær því en áður að styðja stjórn-
arflokkana og er vafalaust
hlynntur því vígorði, að Chirac
skuli aldrei verða forseti. En til
þess virðist leikurinn einmitt hafa
verið gerður.
Innan stjórnarflokkanna er
líka töluverð sundrung. Ray-
mond Barre, sem hefur jafnan
verið andvígur „sambúðarstefn-
unni“ - því að Chirac tæki að sér
að vera forsætisráðherra hægri
stjórnar meðan Mitterrand sæti í
forsetaembætti - setur sig aldrei
úr færi að gagnrýna stjórnarstefn-
una eða hnýta í hana á lævíslegan
hátt. Hefur hann þegar fengið
nokkurn byr í seglin vegna verð-
bréfahrunsins og erfiðleika
stjórnarinnar í efnahagsmálum
og öðru. Chirac forsætisráðherra
hefur neyðst til að svara honum,
því sú hætta er fyrir hendi, að
Mitterrand uppskeri vinsældirnar
af.því sem ve ltekst, hann sjálfur
óvinsældirnar fyrir það sem mið-
ur fer, og hægri menn fari að líta á
Barre sem besta valkostinn!
Ýmsir aðrir leiðtogar stjórnar-
sinna virðast vera á báðum áttum
og vilja jafnvel hvorugan styðja:
þrálátur orðrómur segir að þetta
eigi m.a. við um Giscard d’Esta-
ing fyrrverandi forseta, sem
reikni fastlega með því að Mitter-
rand nái kjöri og elur með sér
vonir um að verða þá forsætisráð-
herra! Þessi staða á vafalaust sinn
þátt í að Chirac hefur átt í erfið-
leikum með að framkvæma ýmis
atriði í hægri stefnu sinni (áður en
verðbréfahrunið setti strik í sölu
ríkisfyrirtækja). En hún hefur
líka haft aðrar og mjög skýrar af-
leiðingar: undanfarna mánuði
hefur stjórnarsinnum gengið
mjög illa í aukakosningum af
hvaða tagi sem er, og hefur
þráfaldlega komið fyrir að þótt
þeir hafi samtals hreinan meiri-
hluta í fyrri umferð tapi þeir samt
fyrir vinstri frambjóðanda í hinni
síðari vegna klofnings og úlfúðar.
Fjárdráttur
og vopnasala
Það er sennilega einmitt vegna
þessara erfiðleika að stjórnar-
sinnar reyna að klekkja á and-
stæðingum sínum með því að núa
þeim upp úr alls kyns hneykslis-
málum bæði nýjum og gömlum:
telja sósíalistar jafnvel að sérstök
„nefnd“ hafi verið sett á laggirnar
á vegum Gaullistaflokksins (eða
Chiracs sjálfs) til að leita að slík-
um málum og „virkja" þau -
þannig að sósíalistar fundu mót-
leiki eða komu með eitthvað á
móti sjálfir - og er mál „þróun-
arfélags" eins gott dæmi um það.
Þegar hægri menn komust til
valda eftir kosningarnar 1986,
kom í ljós að þetta hálfopinbera
„þróunarfélag" hafði verið notað
til að ná allháum fjárupphæðum
úr opinberum sjóðum, og bárust
böndin að ráðuneytisstjóra ein-
um. Sá maður hvarf þó á dular-
fullan hátt og slapp til Brasilíu, en
þaðan sendi hann skýrslur og yf-
irlýsingar, þar sem hann hélt því
fram að Christian nokkur Nucci,
einn af ráðherrum sósíalista,
hefði staðið á bak við fjárdráttinn
og hefðu peningarnir farið í kosn-
ingasjóð flokksins.
Um síðir kom ráðuneytisstjór-
inn fyrrverandi aftur til Frakk-
lands, þar sem hans beið gisting í
tugthúsinu, en þá leysti hann enn
betur frá skjóðunni og skýrði frá
því að háir herrar í innanríkis-
ráðuneyti hægri stjórnarinnar,
sem sýnt hefðu uppljóstrunum
hans áhuga, hefðu auðveldað
honum flóttann til Brasilíu: hefði
franska leyniþjónustan útvegað
honum vegabréf á fölsku nafni...
Þetta síðasta atriði sannaðist:
vegabréfið fannst og bárust
böndin því ótvírætt að leyniþjón-
ustunni. En ekki var þó hægt að
rannsaka þá hlið málsins frekar,
því innanríkisráðherrann lét sam-
stundis flokka þetta falska vega-
bréf, og allt sem því viðkom sem
„hernaðarleyndarmál". Eftir
þetta var sú skoðun ríkjandi í
Frakklandi, að hneykslismálið
væri „jafntefli": verið getur að
Christian Nucci sé sekur um fjár-
drátt og verður hann látinn svara
til saka um það, en hitt dylst eng-
um að ráðuneytisstjórinn fyrrver-
andi var leikbrúða í höndum nú-
verandi valdhafa og fékk að
öllum líkindum alls kyns „fyrir-
greiðslu" út á það að ákæra só-
síalista sem mest.
Þannig gekk um stund, að eng-
inn hafði betur í þessum „afhjúp-
unum“. En síðasta „hneykslis-
málið“ sem komst á dagskrá var
þó engan veginn „jafntefli".
Stjórnarsinnar grófu skyndilega
upp gamalt vopnasölumál, sem
áður höfðu borist fréttir af, og
blésu það út í miklar víddir:
þannig var að á valdatímum só-
síalista hafði fyrirtæki eitt selt ír-
önum mikið magn af sprengikúl-
um leynilega, að því er virtist
fyrst og fremst til að komast hjá
gjaldþroti, og héldu stjórnarsinn-
ar því nú fram að sósíalistar hefðu
hiimað yfir söluna og hefði hluti
af ágóðanum lent í þeirra eigin
flokkssjóði. Málið er allavega
harla gruggugt: þótt hér hafi ver-
ið um ólöglega vopnasölu og
jafnvel smygl að ræða - notaðir
voru milliliðir og leppar í ýmsum
öðrum löndum - og það hafi ver-
ið einn af ráðherrum sósíalista
sem fyrirskipaði rannsókn á mál-
inu, bendir samt allt til þess að
vopnasalan hafi ekki getað átt sér
-stað nema háttsettir menn hafi
verið í vitorði með vopnasölun-
um. Engar sannanir eru fyrir því
að nokkur hluti ágóðans hafi lent
í sjóðum sósíalistaflokksins, en
böndin berast eigi að síður að
samstarfsmönnum þáverandi
hermálaráðherra eða jafnvel ráð-
herranum sjálfum. Sá er enginn
annar en Charles Hernu, sem
neyddist síðar til að segja af sér
vegna sprengitilræðisins gegn
skipi Grænfriðunga í Auckland á
Nýja Sjálandi, og þykir þetta
tvennt nokkuð mikið af því góða
fyrir einn mann.
En þar sem Charles Hernu var
og er náinn vinur Mitterrands
forseta, þykir öllum sýnt að til
hans sé leikurinn gerður: eigi að
koma honum á þá skoðun að
vænlegast sé að draga sig í hlé nú
þegar vinsældir hans eru í há-
marki og taka ekki þá áhættu að
spilla þeirri mynd, sem hann
lætur eftir sig í sögunni, með því
að leggja út í hæpinn kosninga-
slag og tapa. Engin leið er að sjá
fyrir hver verður niðurstaða
þessa vopnasölumáls og á hverj-
um það bitnar að lokum, þótt
sýnt sé að sósíalistar verði fyrir
skakkaföllum, einfaldlega vegna
þess að almenningur fyrirgefur
þeim ekki, að hafa ekki getað
komið í veg fyrir vopnasölu til
erkiklerkanna, hver sem sök
þeirra kann að vera að öðru leyti.
En hins vegar segja kunnugir
menn að málið muni hafa allt aðr-
ar afleiðingar á öðrum sviðum:
það muni ekki draga úr kjarki
Mitterrands heldur þvert á móti
hvetja hann til að láta ekki undan
heldur halda baráttunni áfram...
e.m.j.
Nám íTannsmíði
Ákveöiö hefur verið að taka 4 nemendur til náms í
Tannsmíðaskóla íslands í janúar 1988.
Inntökuskilyrði eru grunnskólapróf og kunnátta í
ensku og einu Norðurlandamáli er svarartil stúd-
entsprófs. Auk þess þarf að fylgja vottorð um
eðlilegt litskyggni. í umsókn skal tilgreina aldur
(kennitölu), menntun og fyrri störf.
Umsóknir skal senda til T annsmíðaskóla íslands,
Vatnsmýrarvegi 16,101 Reykjavíkfyrirö. des-
ember næstkomandi.
Menntamálaráðuneytið
Ræstinganámskeið
Námskeið ætlað ræstingastjórum og fólki sem
hefur umsjón með ræstingum verður haldið dag-
ana 30. nóv.-2. des. kl. 8.30-16.00. á Iðntækni-
stofnun íslands, Keldnaholti.
Þátttökugjald er kr. 12.500.-
Innifalin eru námsgögn og matur.
Upplýsingar og innritun í símum 687440 og
687000.
FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS
Hefur þú
áhuga á
íþróttafréttamennsku?
Þjóðviljann vantar íþróttafréttamann/konu til
starfa. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf
sem fyrst og ekki síðar en um áramót. Til
greina kemur einnig Vz starf.
Skriflegar umsóknir með upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist framkvæmda-
stjóra Þjóðviljans fyrir 26. nóvember n.k.
Þjóðviljinn
Síðumúla 6
108 Reykjavík
ÞJÖÐVIIJINN
blaðið
sem
vitnað
erí
44$
Faðirokkar
Gunnar Þorvarðarson
rafeindavirkjameistari
Stífluseli 8
Reykjavík
andaðist á Landspítalanum að kvöldi 18. nóvember.
Lárus Gunnarsson Árni Gunnarsson
Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Föstudagur 20. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9