Þjóðviljinn - 20.11.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.11.1987, Blaðsíða 5
Málefni bama rædd á þingi Guðrún Helgadóttir mœltifyrirfrumvarpi um umboðsmann barnasl. miðvikudag „Það er löngu kominn tími til þess að konur horfíst ískalt í augu við þær breytingar sem átt hafa sér stað í þjóðfélaginu,“ sagði Guðrún Helgadóttir þegar hún mælti fyrir frumvarpi um um- boðsmann barna, sem hún flytur ásamt þeim Árna Gunnarssyni og Hjörleifi Guttormssyni. Frumvarpið er nú endurflutt þar sem ekki tókst að afgreiða það á síðasta þingi. Það gerir ráð fyrir því að embætti umboðs- manns barna verði stofnað og að hann vinni að þeim málefnum sem snerta hagsmuni barna og hafi frumkvæði að úrbótum þar sem hann telur að á rétt barna sé gengið, einnig á hann að fylgjast með því að samþykktir og á- kvarðanir stjórnvalda, er snerta hagsmuni barna, séu fram- kvæmdar á tilsettum tíma. Meðal verka umboðsmannsins er að vekja athygli á árekstrum sem kunna að eiga sér stað milli hagsmuna barna og fullorðinna. Hann á einnig að vera opinberum aðilum og einstaklingum til ráð- gjafar um allt sem verða má til hagsbóta fyrir börn og hafa náið samstarf við þá aðila sem með málefni barna fara. Þá á hann að gangast fyrir rannsóknum á að- stæðum barna í samfélaginu og veita upplýsingar um stöðu þeirra. .Guðrún sagði að sú breyting hefði átt sér stað að konur sæktu nú í mun meira mæli út á vinnu- markaðinn en áður en aðrar breytingar hefðu ekki orðið sam- ferða. Þar sem litið væri á böm og gamalmenni sem óarðbæra þegna þjóðfélagsins yrðu þessir þegnar úti. Hún benti jafnframt á að börnin kæmu til með að verða arðbærir þegnar þegar fram í sækti. „Það er tómt mál að tala um nýsköpun í atvinnulífinu ef við rækjum ekki skyldur okkar við fyrstu uppvaxtarár barnanna,“ sagði Guðrún og benti á að börn byggju að mörgu leyti við verri uppvaxtarskilyrði í dag en fyrir 15 árum. Jón Sigurðsson sagði þetta frumvarp svipað þingsályktun- artillögu sem Alþýðuflokicurinn flutti árið 1978. Tók hann undir að vinna þyrfti ötullega að því að gæta að hag barnanna og vitnaði í Winston Churchill „ekki er til betri fjárfesting en að gefa börn- um mjólk.“ Þó sagðist hann hafa vissar efasemdir um að þetta væri rétta leiðin og taldi skynsamlegra að efla barnaverndarráð í stað þess að setja á fót sérstakt emb- ætti. „Það er ekki algengt að mál- efni barna komi til umræðu á Al- þingi,“ sagði Árni Gunnarsson. Sagði hann að börn liðu fyrir um- hyggjuleysi vegna mikillar vinnu foreldranna og að nútímaþjóðfé- lagið væri andsnúið börnum. „Fátt er nútímabörnum nauðsyn- legra en að fá foreldra sína aftur. Kristín Halldórsdóttir sagðist sammála markmiði og tilgangi frumvarpsins en sagðist þó frekar hallast á skoðun dómsmálaráð- herra, að efla bæri barnavern- darráð frekar en að stofna sérs- takt embætti umboðsmanns. Ólafur Þ. Þórðarson sagði þetta hið mætasta mál og það væri vel að Alþingi ræddi stöðu barna í samfélaginu. Taldi hann þó verkefni umboðsmannsins frekar eiga heima hjá sveitar- stjórnum en að vera á landsvísu og sagði hann að embættið gæti verið í tengslum við fræðsluskrif- stofurnar. Tók þó fram að hann hefði ekki fullmótaðar skoðanir í þessu máli. Guðrún Helgadóttir tók aftur til máls og sagðist tilbúin að hlusta á aðrar hugmyndir varð- andi þetta mál. Efaðist hún þó um að rétt væri að hafa þetta mál á verksviði sveitarstjórna og vís- aði til ráðhúsmálsins í Reykjavík en eitt af hlutverkum umboðs- mannsins á að vera að fylgjast með skipulagsmálum og hvort tekið sé tillit til barna í þeim. „Ætli borgarstjórinn hafi spurt litlu börnin hvort rétt sé að setja ráðhúsið í Tjörnina og ógna þannig lífríki hennar?“ Hún sagði okkur komin á ystu nöf ef við- snerum ekki af þeirri braut sem við værum nú á varðandi uppeldi barna. Að lokum sagði Guðrún að þetta væri sennilega þýðingar- mesta málið sem þingmenn myndu fjalla um á þessu þingi. ríSáf Nútímaþjóðfélagið er andsnúið börnum. Þetta kom fram í umræðu um frum- varp Guðrúnar Helgadóttur, Árna Gunnarssonar og Hjörleifs Guttormssonar, um að stofnað verði embætti umboðsmanns barna. Greiðsluskil vegna skreiðar Þingmenn allraflokkafarafram á skýrslu um veitingu leyfa til útflutnings skreiðar Þingmenn allra flokka hafa beðið viðskiptaráðherra um skýrslu um veitingu lcyfa til út- Spurt um... ...íþróttasjóð Ingi Björn Albertsson og Skúli Alexandersson spyrja menntamálaráðherra um hver verði ógreidd hlutdeild íþrótta- sjóðs í byggingu íþrótta- mannvirkja um næstu áramót, sundurgreint eftir tegundum mannvirkis og eignaraðild. Þá spyrja þeir hver sé áætlaður kostnaður við að Ijúka þeim íþróttamannvirkjum sem nú eru í byggingu, einnig sundurgreint eftir tegund og eingaraðild. Að lokum spyrja þeir hverju óaf- greiddar beiðnir til sjóðsins um byggingu íþróttamannvirkja nemi. Farið er fram á skriflegt svar. flutnings skreiðar á tímabilinu 1976-1986, ásamt yfírliti um greiðsluskil einstakra útflytj- enda. Þingmennirnir sem fara fram á þetta eru Guðmundur H. Garð- arsson, Halldór Blöndal, Ólafur Þ. Þórðarson, Salóme Þorkels- dóttir, Sturla Böðvarsson, Jó- hann Einvarðsson, Kristín Hall- dórsdóttir, Margrét Frímanns- dóttir og Hreggviður Jónsson. Auk þess sem farið er fram á sundurliðun á útflutningsverði einstakra sendinga eftir útflytj- endum og yfirliti um gjaldeyris- skil vegna viðkomandi sendinga, sem og hversu mikið kann að vera óuppgert og útistandandi af skreiðarútflutningi umrætt tíma- bil, er þess óskað að leitað verði umsagna helstu aðila, sem koma við sögu, hvort það fyrirkomulag sem var við lýði á þessu tímabili hafi verið þjóðhagslega hag- kvæmt og skilað þeim árangri sem að var stefnt. -Sáf VMSÍ Aðgerðir undirbúnar s VMSI: Atvinnurekendur tefja vísvitandi tímann. Setja málin í illleysanlegan hnút og valda þjóðfélaginu miklum skaða Eftir að slitnaði upp úr við- ræðum Verkamannasambands- ins og Vinnuveitendasambands- ins sendi Verkamannasambandið frá sér eftirfarandi tilkynningu: Þegar VMSÍ og aðildarfélög þess gengu til samninga um sl. áramót, var það gert við aðstæð- ur þar sem spáð var versnandi þjóðarhag á yfirstandandi ári. Verkalýðshreyfingin ljáði þessum útreikningum eyra og samdi um óbreyttan heildarkaup- mátt út árið 1987. Strax í aprfl var ljóst, að for- sendur útreikninga Þjóðhags- stofnunar voru brostnar og launahækkanir ýmissa starfs- stétta fóru langt fram úr samning- um ASÍ að frumkvæði ríkis- stjórnar og atvinnurekenda. Þá var atvinnurekendum gerð grein fyrir því að verkalýðshreyfingin vildi fá viðræður um leiðréttingu þeirra kauptaxta sinna sem mest skekkja var komin á, þrátt fyrir að samningar væru bundnir til áramóta. Vinnuveitendur hafa ekki mót- mælt því, að ákveðinna leiðrétt- inga væri þörf, en drógu það mánuð eftir mánuð að ganga í þetta verk. Fyrst töldu þeir sig ekki geta samið vegna væntan- legra alþingiskosninga, síðan var það óvissa um ríkisstjórnarmynd- un, þar næst vangaveltur vegna verðbóta 1. október, þá var kom- ið að þingi VMSÍ og loks var það síðasta hálmstráið: fall dollarans. Staðreynd málsins er sú, að á sama tíma og góðæri hefur ríkt í landinu, er tekjuskiptingin hvað ójöfnust. Félagsmenn VMSÍ hafa að mestu orðið útundan í góðær- inu. VMSÍ fór fram á leiðréttingu á kjörum þessa fólks sem sat eftir svo og á hækkun á launum fisk- vinnslufólks. í stuttum viðræðum í septemb- er - áður en dollarinn fór að falla verulega - komu atvinnurekend- ur sér undan öllum alvarlegum viðræðum. Þeir hafa ekki komið til móts við VMSÍ að neinu leyti. Einu hugmyndir þeirra hafa verið til skerðingar og takmörkunar á gildandi samningum. VMSÍ átelur harðlega þessa óábyrgu afstöðu atvinnurek- enda. Með heimatilbúinni þjóð- hagsspá, sem er enn einn fyrir- slátturinn - eru þeir að setja mál- in í illleysanlegan hnút, sem valda mun þjóðfélaginu miklum skaða. VMSÍ telur sig ekki geta setið lengur yfir samningaviðræðum sem greinilega eru notaðar af at- vinnurekendum til þess eins að tefja tímann og telur því áfram- haldandi viðræður með öllu til- gangslausar að óbreyttri afstöðu atvinnurekenda, enda hafa þeir ekki á nokkurn hátt gefið til kynna að þeir séu reiðubúnir til að semja um kauphækkanir eins og mál standa nú, en lagt allt kapp á að útlista efnahagslegt hrun á næsta ári. í ljósi þeirra staðreynda að samningar eru ekki lausir fyrr en um næstu áramót, hvetur fram- kvæmdastjórn VMSÍ öll aðildar- félög sín til víðtækra fundahalda og að vera reiðubúin til aðgerða um leið og samningar losna. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.