Þjóðviljinn - 20.11.1987, Blaðsíða 15
I kvöld
KEA mótið í handknattleik
hefst í kvöld á Akureyri. Þá leika
ísland og ísrael kl. 20 og að þeim
leik loknum, kl. 21.30, mætast
Pólland og Portúgal.
Leikið er í íþróttahöllinni á
Akureyri.
Ogþetta
líka...
Tveir leikmenn
í v-þýsku Bundesligunni hafa verið
dæmdir í átta vikna bann. Þeir eru
Stephan Engels, sem leikur með
Köln, en hann var rekinn útaf í leik
gegn Werder Bremen og Gunther
Thiele, sem leikur með Borrusia
Mönchengladbach. Hann var rekinn
útaf í leik gegn Karlsruhe um síðustu
helgi. Þeir missa þó aðeins af þremur
laiKjum, því v-þýskir knattsþyrnu-
menn fara fljótlega í þriggja mánaða
vetrarfrí.
Anderlecht
liö Arnórs Guðjohnsen, sigraði í fyrri
leik sínum í 2. umferð bikarkeppninn-
ar í Belgíu. Anderlecht sigraði 3.
deildarliðið Jong Lede á útivelli, 0-2.
Þrjú lið úr 1. deild töpuðu leikjum sínu,
St. Truiden, Club Brugge og Beersc-
hot.
Sjö íslenskir
keppendur eru nú á leiðinni til Dram-
men í Noregi og taka þar þátt (
Norðurlandamótinu í karate. Það eru
Atli Erlendsson, sem jafnframt er
þjálfari, Árni Einarsson, Halldór Sva-
varsson, Matthís Friðriksson, Sigur-
jón Gunnsteinsson, Konráð Stefáns-
son og Jónína Olesen. Þá fer formað-
ur Karatesambandsins, Karl Gauti
Hjaltason með, en hann er dómari.
Fatima Whitbread
var í gær kjörin íþróttakona Bretlands
af samtökum íþróttafréttamanna.
Whit bread er heimsmeistari og Evr-
ópumeistari í spjótkasti kvenna og
eini Bretinn sem fékk gullverðlaun á
heimsmeistaramótinu í Róm. Nick
Faldo, golfmaðurinn sem hjálpaði
Bretum að verja Ryder-bikarinn, var
valinn íþróttamaður ársins.
Skólamót
í blaki verður haldið á næsta ári.
Keppt verður í grunskóla-, framhalds-
og háskólaflokki, karla og kvenna.
Það er blaksamband íslands sem sér
um skipulagningu mótsins og þátt-
tökutilkynningar þurfa að hafa borist
fyrir 5. desember í síma 686895 milli
kl. 17 og 19.
Liam Brady
verður ekki valinn í lið írlands, fyrir
lokakeppni Evrópukeppninnar í
knattspyrnu, nema að fjögurra leikja
bann, sem hann var dæmdur í af
UEFA, verði fellt niður. Ef bannið
stendur myndi Brady ekki ná að leika
með nema írland kæmist í úrslit.
Markahæsti
leikmaður frösku deilarinnar fyrir
tveimur árum, Jules Bocande frá
Senagal, er nú kominn til Nice. Boc-
ande var markakóngur þegar hann
lék með Metz, en fór þaðan til Paris
Saint Germain, en gekk illa. Parísar-
liðið hefur nú lánað hann til Nice.
íþróttafélag Kópavogs
fékk nú fyrir skömmu tölvu að gjöf frá
Atlantis hf. Tölvan er af gerðinni Atl-
antis 2200 og með henni fylgdi prent-
ari. Ætlunin er að nota tölvuna undir
bókhald og aðra gagnavinnslu fé-
lagsins.
< Sigurður G. Sveinsson
sigraði í Stjörnu Hi-Tec mótinu í squ-
ash, sem haldið var um síðustu helgi.
Hann sigraði Hörð Þorsteinsson í úr-
slitaleik, en þetta er fyrsta mót Harðar
sem hann sigrar ekki í. Mótið var fjöl-
mennasta Stjörnumótið til þessa.
Keppendur voru 34 þaraf tvær konur.
Jan Sörensen
Daninn sem leikur með Ajax, vill nú
fara frá félaginu. Hann hefur verið á
varamannabekknum í heilt ár, síðan
hann kom frá Feyenoord og aðeins
leikið sex leiki með aðalliðinu. Hann
lék þó með varaliðinu um síðustu
helgi og það komst áfram í bikar-
keppninni, en aðalliðið féll út.
Krlstján Arason skorar eitt af fjórum mörkum sínum í gær. Hann náði sér þó ekki á strik. Mynd:E.ÓI.
Neistann vantaöi
Tap gegn Pólverjum í slökum leik. Sterkir Pólverjar
verri,“ sagSi Alfreð Gíslason áhorfendum,“ sagði Þorgils óttar
Það var erfitt að ímynda sér að
liðin í gær væru Jþau sömu og dag-
inn áður, þegar Islendingar mættu
Pólverjum í annað sinn. Island náði
ekki að fylgja glæsilegum sjö marka
sigri eftir og tapaði, 22-25.
„Þetta var slakur leikur hjá okk-
ur og góður hjá Pólverjum. Við lék-
um mjög illa og klúðruðum að
minnsta kosti 6-8 færum þar sem
við vorum í algjörum dauðfærum.
Með slíkri nýtingu vinnur maður
ekki sigur yfir Pólverjum,“ sagði
Bogdan Kowalczyk, þjálfari ís-
lenska landsiiðsins.
Það var augljóst frá fyrstu mín-
útu að krafturinn, sem færði fslend-
ingum sjö marka sigur yfir Pólverj-
um í fyrrakvöld, var ekki fyrir
hendi. Leikurinn var þó jafn fram-
an af og íslendingar lengst af 1-2
mörkum yfir. f hálfleik var jafnt,
13-13.
Síðari hálfleikurinn byrjaði vel
og þegar tíu mínútur voru liðnar af
honum var staðan 16-15, íslending-
um í vil. Þá kom mjög slæmur kafli
og Pólverjar skoruðu fimm mörk
gegn einu. Staðan þá 17-20.
Islendingar gáfust þó ekki upp og
jöfnuðu 21-21, en Pólverjar gerðu
út um leikinn með þremur mörkum
í röð á síðustu mínútunum. Á þess-
um kafla fóru fslendingar illa með
dauðafæri og misnotuðu m.a. tvö
hraðaupphlaup og eitt vítakast.
,3»eir voru betri en í gær og við
markahæsti maður íslenska liðsins.
„Þeir sýndu hvað þeir geta, en það
sem réð úrslitum var ömurlegur
varnarleikur. Við fengum á okkur
ódýr mörk og það er erfitt að vera
alltaf að bæta upp fyrir þau. Það
munaði líka miklu að markverðir
þeirra vörðu mjög vel og svo að
sjálfsögðu Bogdan Wenta. Hann
skoraði átta mörk í fyrri hálfleik,
þótt hann væri lengst af tekinn úr
umferð“.
Séu leikirnir tveir bornir saman
eru þeir eins og hvítt og svart. Það
var engu líkara en Pólverjarnir
hefðu fengið alla leikgleðina frá fs-
lendingum og þeir léku á als oddi.
Þeir voru fáir Ijósu punktarnir í
leik íslenska liðsins. Einkum ef
leikurinn er borinn saman við fyrri
leikinn sem var frábær. Það er erfitt
að fylgja slíkum leik eftir, en engu
að síður var leikur fslands með
slakasta móti.
Alfreð Gíslason átti mjöggóðan
leik í fyrri hálfleik og hélt Islend-
ingum lengi vel á floti, skoraði m.a.
fimm síðustu mörk íslands í fyrri
hálfleik. Kristján Arason var sterk-
ur í vörninni, en náði sér ekki á
strik í sókninni. Þorgils Óttar
Mathiesen átti góðan leik. Aðrir
voru nokkuð frá sínu besta.
„Þetta var slakt hjá okkur og
þetta var kannski spurning um van-
mat hjá okkur, blaðamönnum og
Mathiesen, fyrirliði íslenska lands-
liðsins. „Við getum miklu betur, en
náðum ekki að fylgja fyrri leiknum
eftir. Pólverjarnir voru líka miklu
betri, en engu að síður hefðum við
ekki þurft að tapa þessum leik og
fórum illa með færi á lokamínútun-
um.
Mörk Islands: Alfreð Gíslason
8(1 v), Þorgils Óttar Mathiesen 4,
Kristján Arason 4, Páll Ólafsson 2,
Karl Þráinsson 2 og Jakob Sigurðs-
son 2.
Mörk Póllands: Bogdan Wenta 9,
Leslaw Dzuiba 5, Krzysztof Staszew-
ski 4, Zbigniew Plechoc 2, Marek
Kordowiecki 2, Ryszard Maslon 1,
Dariusz Bugaj 1 og Grzegorz Subocl
1. -Ibe
England
Arsenal til
Sheffield
í gær var dregið í 8-liða úrslit í
deíldarbikarnum í Englandi.
Arsenal, sem sigraði í keppn-
inni í fyrra, mætir Sheffield We-
dnesday á útivelli. Þess má geta
að Arsenal hefur ekki tapað í síð-
ustu 14 leikjum.
Manchester United, sem sigraði
Bury naumlega í fyrrakvöld,
mætir sigurvegurunum 1986, Ox-
ford á útivelli.
Everton, sem hefur eins og
Manchester United, aldrei sigr-
aði í deildarbikarnum, tekur á
móti Manchester City og Luton
mætir annaðhvort Reading eða
Bradford, á heimavelli.
-Ibe/Reuter
Körfubolti
Helmingsmunur
Keflvíkingar áttu ekki í miklum erf-
iðleikum með ÍR-ingana og undir lok-
in var þetta aðeins spuming um hvort
þeim tækist að ná þriggja stafa tölu og
það tókst, 104-52.
ÍR-ingarnir virtust ekki alveg átta
sig á því að leikurinn væri byrjaður og
áður en nokkur vissi af voru
Keflvíkingarnir komnir með 17 stiga
forskot. Eftirleikurinn var auðveldur
hjá Keflvíkingum og í síðari hálfleik
leiddu þeir með um 40 stigum.
Vörn Keflavíkur var eins og best
verður á kosið og voru þeir einna at-
kvæðamestir þar, Axel Nikulásson og
Magnús Guðfinnsson. Hreinn Þor-
kelsson lék mjög vel í sókn ÍBK og
var óragur við að skjóta. f heild átti
lið ÍBK góðan leik.
ÍR-ingar áttu ekki eins glæstan leik
og var vörn þeirra galopin og varla að
þeir hirtu frákast. Sóknarleikurinn
var ekki upp á marga fiska, lélegar
sendingar og hittnin lítil. Þeir Karl
Guðlaugsson og Jón Örn Guðmunds-
son voru einu mennirnir í ÍR-liðinu
sem áttu þokkalegan leik.
-SÓM
Keflavík 20. nóvember
ÍBK-ÍR 104-52 (55-23)
20-3, 35-11, 47-13, 55-23, 67-25,
82-41, 97-49, 104-52.
Stlg ÍBK: Hreinn Þorkelsson 23,
Guðjón Skúlason 20, Magnús Guð-
finnsson 15, Falur Harðarson 9, Jón
Kr. Gíslason 7, Matti Oswald Slefáns-
son 6, Ólafur Gottskálksson 4.
Stlg ÍR: Kart Guðlaugsson 17, Jón
örn Guðmundsson 16, Vignir Hilm-
arsson 6, Jóhannes Sveinsson 4 Björn
Steffensen 4, Halldór Hreinsson.
Dómarar: Kristján Albertsson og
Jón Otti Ólafsson - góðir.
Maður lelksins: Hreinn Þorkelsson
IBK.
Landslið/U-21
Bjargvætturínn
í markinu!
Handbolti
Héðinn brotinn
Gœti misst af HM U-21 árs
Svo gæti farið að stórskyttan
Héðinn Gilsson missti af
Heimsmeistarakeppni U-21 árs í
Júgóslavíu. Hann handarbrotn-
aði í leik íslands gegn Portúgal í
fyrrakvöld.
„Ég sótti að vörninni og fékk
högg á höndina. Ég fór útaf og
hélt að þetta myndi batna, en svo
var ég slæmur daginn eftir og lét
líta á þetta. Þá kom í ljós sprunga
yfir vinstri höndina", sagði Héð-
inn Gilsson í samtali við Þjóðvilj-
ann í gær.
Þetta er svipað brot og hjá
Birgi Sigurðssyni Framara, en
það tók hann fimm vikur að ná
sér. Við megum þó þakka fyrir að
þetta er vinstri höndin, en ekki
„fallbyssuhöndin.
„Ég vona að ég komist til Júgó-
slavíu. Þeir fara 1. desember og
það gæti verið hægt að bjarga
þessu með spelku." -Ibe
íslenska landsliðið U-21 árs
getur þakkað Guðmundi A.
Jónssyni fyrir jafntefli gegn ísra-
el, 19-19. Hann varði mjög vel og
þegar fjórar sekúndur voru til
leiksloka skoraði hann jöfnunar-
markið, yfir þveran völlinn.
íslendingar mega reyndar
þakka fyrir annað stigið því þeir
léku ekki sérlega vel. Það var
mikil deyfð yfir leik íslands og
virtist sem að þeir hefðu ekki trú
á því að þeir gætu sigrað án Héð-
ins, en hann meiddist í leiknum á
móti Portúgal í fyrrakvöld.
Jafnt var þó á öllum tölum í
fyrri hálfleik og var Skúli Gunn-
steinsson átti mjög góðan leik
framan af á línunni og skoraði
helming marka íslenska liðsins í
fyrri hálfleik eða fjögur mörk.
ísrael leiddi með einu marki í
leikhlé, 8-9.
Lognmollan hélt áfram, fram
undir miðjan síðari hálfleiks, en
þá tóku ísraelsmenn kipp og
skoruðu 5 mörk á móti engu frá
íslensku drengjunum og þegar
sex mínútur voru til leiksloka var
útlitið ekki bjart fyrir fslenska lið-
ið, tveimur færri en ísraelsmenn
og 5 mörkum undir, en með góðri
baráttu og góðum stuðning áhor-
fenda náðu þeir að saxa á for-
skotið og þegar fjórar sekúndur
voru eftir var dæmd lína á ísrael
og Guðmundur Arnar greip bolt-
ann og þeytti honum í markið
hinum megin á vellinum við mik-
inn fögnuð áhorfenda.
Eftir að hafa séð tvo leiki með
U-21 er eitt sem stendur sérstak-
lega upp úr, en það er nýtingin á
vítaköstunum en hún er í einu
orði sagt léleg. Þeir fengu sex víti
í fyrri leiknum'og nýttu tvö, en í
þeim sfðari fengu þeir sjö og
nýttu fjögur.
Mörk íslands: Skúll Gunnsteinsson
4, Sigurjón Siqurðsson 4(3v), Pétur
Pedersen 3, 'Gunnar Beinteinsson,
Árni Friðleifsson 1, Sigurður Sveins-
son 1 (1 v), Bjarki Sigurðsson 1, Guð-
mundur Arnar Jónsson 1.
-Ó.St
Föstudagur 20. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15