Þjóðviljinn - 20.11.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.11.1987, Blaðsíða 3
ÖRFRÉTTIR' Gott bókasafn er undirstaða háskólastarfs, en efling Háskólabókasafnsins er vafalaust sá þáttur í uppbyggingu skólans sem lengst og mest hef- ur verið vanræktur, segir í ályktun Heimspekideildar Háskólans þar sem þeirri áskorun er beint til ríkisstjórnar og Alþingis að taka ekki máttinn úr átakinu við bygg- ingu Þjóðarbókhlöðunnar. Félagiö Bændasynir sem stendur fyrir útgáfu Bænda- blaðsins hefur ákveðið að stofna hlutafélag um reksturinn. Rekst- ur blaðsins hefur gengið ágæt- lega að sögn eigenda og er hug- myndin ef vel tekst til með hluta- fjársöfnun að auka útgáfu félags- ins með útgáfu mánaðarlegs dreifbýlisblaðs. í Minnesota ríki í Bandaríkjunum hefur verið stofnaður námssjóður til að styrkja íslenska námsmenn sem ætla að stunda nám við Minnes- otaháskóla. Sjóðurinn er stofn- aður í nafni Valdimars Björns- sonar fyrrverandi fjármálaráð- herra ríkisins, en Háskóli íslands og Minnesotaskólinn hafa und- anfarin 5 ár skipst á nemendum. Botnlíf Mývatns hefur verið ítarlega kannað af vís- indamönnum undanfarin ár og nú er komið út fjölrit frá Náttúru- verndarráöi þar sem gerð er grein fyrir niðurstööum þessara rannsókna. Þá hefur ráðið einnig gefið út náttúruverndarkort af Mývatnssveit. Á kortinu er m.a. sýnt hvernig verndargildi ein- stakra landssvæða og jarðmynd- ana við Mývatn er metið. Framtíð apóteksins er yfirskrift ráðstefnu sem Lyfja- fræðingafélagið gengst fyrir á degi lyfjafræðinnar á Loftleiðum á laugardag. Ráðstefnan hefst kl. 10 og er öllum opin. Atvinnuástandið í október var með albesta móti. Skráðum atvinnuleysisdögum hefur fækkað um 40% frá sama manuði í fyrra og aðeins einu sinni á þessum áratug hafa verið skráðir færri atvinnuleysisdagar í október. Ríkisútvarpið opnaði í gær svæðisútvarp fyrir Austurland í símstöðinni á Egils- stöðum. Fastar útsendingar verða síðdegis alla virka daga. FRETTIR Skólastefna KÍ Aukin ábyrgð kennara Kennarasamband íslands kynnirnýja skólastefnu. Svanhildur Kaaber: Ahersla lögð á sjálfstœði skóla. Víkjum frá miðstýringunni Islenskt skólakerfi hefur ein- kennst af mikilii miðstýringu og sjálfstæði skóla og fræðsluum- dæma verið takmarkað, segir í nýútkominni Skólastefnu Kenn- arasambands Islands: Kennarar þurfa að eiga kost á því að taka að sér aukna ábyrgð hvað varðar mótun og stjórnun skólastarfs. Frá v.: Helgi Magnússon safnvörður, Steindór Steindórsson frá Hlöðum, Örlygur Hálfdánarson bókaútgefandi, Ásgeir S. Björnsson lektor. Mynd: E.ÓI. Bœkur íslenskt þjóðlíf í þúsund ár Heimildarverk um gamalgróið þjóðlífog horfna lífshœtti Segja má að Daníel Bruun hafi verið einn af brautryðjendum í rannsóknum menningarminja á íslandi. Þessi afkastamikli áhuga- maður vann Islandi ómetanlegt gagn. Hann fór um flestar byggð- ir landsins á ferðum sínum, og er því Ijóst, að athuganir hans og rannsóknir hafa verið óvenju víð- feðmar, enda ferðaðist hann hcr um í fjölda sumra. Með rannsóknum sínum og könnunum hefur Daníel Bruun bjargað ómældum fróðleik og þekkingu um íslenska menning- arsögu allt frá minjum frá land- námi og fyrstu byggð og til híbýlahátta fólks á 19. og 20. öld. Hafa aðrir í rauninni ekki náð lengra í þeim efnum, og eru þá ekki taldar sérrannsóknir ein- stakra þátta innan menningars- ögunnar. Þannig hefst formáli Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar að nýútkomnu stórvirki í bókaút- gáfu, ritverkinu „íslenskt þjóðlíf í þúsund ár“ eftir Daníel Bruun, í þýðingu Steindórs Steindórs- sonar frá Hlöðum. Bókaútgáfan Þingflokkur Alþýðubandalagsins Deilur um fulltrúana Rættum Svavar, Steingrím, Margréti íframkvœmdastjórn- ekki Guðrúnu Helgadóttur. Framhald af formannsslagnum? Afundi þingflokks Alþýðu- bandalagsins í fyrradag kom upp ágreiningur um val á fulltrú- um þingflokksins í framkvæmda- stjórn flokksins og virðist meiri- hluti þingflokksins ekki sætta sig við að Guðrún Helgadóttir sé þar áfram einn þriggja fulltrúa. Náttúruverndarráð Afstöðulaust Við höfum ekkert fundað um málið ennþá. Ég reikna með að við gerum það í næsta mánuði, sagði Eyþór Éinarsson formaður Náttúruverndarráðs aðspurður um afstöðu ráðsins til þess að ráðhússkipulagið hafí ekki verið borið undir ráðið í samræmi við Náttúruverndarlög. til með að hafa í för með sér meiri háttar röskun á umhverfinu. Eyþór vildi ekki gefa upp sína skoðun á því hvort eðlilegt hefði verið að leita umsagnar ráðsins varðandi byggingu ráðhúss við og í Tjörninni, en sagði að Náttúru- verndarráð myndi byrja á því að kanna hvort Umhverfisverndar- Eyþór sagði að það væri túlk-'*v,ráð eða Náttúruverndarnefnd unaratriði hvort það væn nauðsynlegt að leita umsagnar ráðsins vegna byggingarinnar en í lögunum væri kveðið á um nauð- syn þess, kæmu framkvæmdirnar Reykjavíkur hefði fengið fram- kvæmdirnar til umsagnar. Þegar þær upplýsingar lægju fyrir myndi Náttúruverndarráð fjalla um málið. -K.Ól. Ragnar Arnalds, núverandi formaður þingflokksins, sagði við Þjóðviljann í gær, að ekki hefði staðið til að velja fulltrúana fyrr en í næstu viku, en málið hefði verið rætt á fundinum í fyrradag, meðal annars í sam- hengi við kjör á nýjum formanni þingflokksins. Ragnar sagðist hafa nefnt nafn Steingríms J. Sigfússonar í því sambandi og líti hann svo á að formaður þingflokksins eigi einn- ig að sitja í framkvæmdastjórn. Ragnar sagði að aðrar hugmyndir um fulltrúa hefðu verið ræddar á fundinum en ekkert ákveðið. Meirihluti þingflokksins mun hafa í huga þau Svavar Gestsson og Margréti Frímannsdóttur til viðbótar við Steingrím. f síðustu framkvæmdastjórn sátu úr þing- flokknum Ragnar, Steingrímur og Guðrún auk flokksformanns- ins Svavars. Guðrún vildi í gær ekkert segja Stjórn og skólamálaráð Kenn- arasambandsins afhenti í gær ráð- herrum mennta- og fjármála Skólastefnu sína. Hún var sam- þykkt á fulltrúaþingi sambands- ins í sumar leið, og að sögn for- manns KÍ, Svanhildar Kaaber, er þetta í fyrsta skipti sem heildstæð stefna er sett fram, þar sem tekið er á öllum meginþáttum skóla- starfsins. Mikið grasrótarstarf liggur að baki Skólastefnunni. Að sögn Svanhildar hafa á annað þúsund kennarar um allt land tekið þátt í mótun hennar. Kennarasambandið leggur megináherslu á að starf kennara verði skilgreint á ný og metið að verðleikum. Þá telur sambandið að hver einstakur skóli eigi að meta nám og starf sinna nemenda í samræmi við þau markmið sem sett eru fram í skólanámsskrá. Tilgangur skólastefnu er að hafa áhrif á skólastarf í landinu og styrkja kennara í starfi. Eftir áramótin munu kennarar standa fyrir kynningarherferð meðal foreldra. Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í ávarpi er honum var afhent ein- tak af Skólastefnu í gær að í öllum meginatriðum færi þessi stefna saman við sína stefnu og mennta- málaráðuneytisins í skóla- og menntamálum. HS Örn og Örlygur gefur verkið út og hefur unnið að útgáfunni í rúman áratug. Ritið er í tveimur stórum bindum, um 600 blað- síður og í fallega skreyttri bókar- öskju. í tengslum við útgáfuna efnir bókaútgáfan Örn og Örlygur til sýningar á myndum og teikning- um úr safni Daníels Bruun í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Verður hún opnuð nk. laugardag kl. 2 og stendur til áramóta. Sýn- ingin er öllum opin og aðgangur ókeypis. _ mhg. um þetta mál, en Ragnarsagði að hún hefði gengið af fundi, „þegar hún varð vör við að hún var ekki talin sjálfkjörin í stjórnina." Eftir framkvæmdastjórnar- kjörið á landsfundi Alþýðu- bandalagsins hefur ríkt nokkur spenna innan flokksins um full- trúa þingmanna, þar sem talið var að val þingflokksins gæti gef- ið vísbendingar um sáttahug eða framhald skotgrafahernaðar í flokksforystunni. Guðrún, sem nú virðist munu víkja úr framkvæmdastjórn, studdi Ólaf Ragnar Grímsson til formennsku í flokknum, en þau Svavar, Steingrímur og Margrét voru öll í hópi yfirlýstra stuðn- ingsmanna Sigríðar Stefánsdótt- ur. Álfheiður Ingadóttir sat þing- flokksfundinn sem varamaður Svavars, en þeir Geir Gunnars- son og Hjörleifur Guttormsson voru fjarverandi. -m Skógrækt 280 þús. plöntur 150 unglingarað störfum í Reykjavík Skógræktarfélag Reykjavíkur var athafnasamt í sumar, eins og þess hcfur raunar jafnan verið háttur. I Heiðmörk voru gróður- settar um 80 þús. plöntur og á útivistarsvæði borgarinnar um 200 þús. Við það unnu 150 ung- lingar á vegum Reykjavíkurborg- ar. Mest var gróðursett í Heið- mörk eða um 100 þús. plöntur. Þær skógarplöntur sem ung- lingarnir hafa gróðursett undan- farin ár eru nú að verða að gróskumiklum trjám, svo sem í holtunum umhverfis Breiðholt 1 og 3. Nú er að mestu fullplantað í Breiðholtið, Selásinn, Elliðaár- hólma og Öskjuhiíð. Þá var og tekið í notkun nýtt 450 ferm. gróðurhús. Heildar- plöntuframleiðslan var um 600 þús. Vetrarstarf félagsins er nú að hefjast. Jólatrjáasala verður í Skógræktarstöðinni í Fossvogi svo sem verið hefur undanfarin ár. Fræðslufundir hafa verið skipulagðir og verður hinn fyrsti þeirra í Norræna húsinu mánu- daginn 23. nóv. kl. 20.00. Þar munu landslagsarkitektarnir Ein- ar E. Sæmundsen og Reynir Vil- hjálmsson segja frá þjóðgörðum í Norður-Ameríku, trjágróðri þar og landslagi og sýna myndir. Stjórn Skógræíctarfélags Reykjavíkur er nú þannig skipuð: ÞorvaldurS. Þorvaldsson formaður, Jón Birgir Jónsson varaform., Ólafur Sigurðsson rit- ari, Björn Ófeigsson gjaldkeri og Bjarni K. Bjarnason meðstjórn- andi. -mhg Föstudagur 20. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.