Þjóðviljinn - 20.11.1987, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBANDALAGJÐ
Vesturland
Aðalfundur kjördæmisráðs
Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður hald-
inn sunnudaginn 22. nóvember kl. 13.30 í Röðli, Borgarnesi.
Stjórnln
Alþýðubandalagið Akranesi
Félagsfundur
mánudaginn 23. nóvember, í Rein klukkan 20.30. Dagskrá: Landsfundur-
inn og flokksstarfið. - Stjórnln.
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Morgunkaffi
Laugardaginn 21. nóvember hellir Valþór Hlöðvers- y. ,S~ J
son bæjarfulltrúi uppá könnuna frá 10 til 12 1 Þing- hóli, Hamraborg 11. Allir velkomnir.
Stjórnln I
AB Siglufirði
Aðalfundur
Alþýðubandalagsins á Siglufirði verður haldinn sunnudaginn 22. nóv. n.k.
kl. 14.00 í Suðurgötu 10.
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Fréttir af landsfundi
3. önnur mál
Stjórnln
Alþýðubandalagið í Hafnarfirði
Bæjarmálaráðsfundur
Fundur í bæjarmálaráði verður haldinn laugardaginn 21. nóvember kl.
10.00 í Skálanum, Strandgötu 41.
Fundarefni: Undirbúningur fjárhagsáætlunar og helstu framkvæmdir á
næstunni. - Stjórnln. ______________
AESKULÝÐSFYLKINGIN
Æskulýðsfylkingin Hafnarfirði
Aðalfundur
Æskulýðsfylkingin í Hafnarfirði boðar til aðalfundar laugardaginn 21. nóv-
ember nk. kl. 16.00 í Risinu, Strandgötu 41. Venjuleg aðalfundarstörf.
Mætum hress og kát. - Stjórnln.
Æskulýðsfylkingin
Til allra félagsmanna ÆFAB
Sunnudaginn 22. nóvember kl. 13.00 byrjar vinnudagur Æskulýðsfylking-
arinnar, að Hverfisgötu 105. Fyrir liggur fjölbreytt og skemmtilegt uppbygg-
ingarstarf sem þú mátt ekki missa af.
Kaffi og með því á staðnum.
Mætum öll, þó ekki sé nema í kaffið.
Framkvæmdaráð
Hafðu samband við okkur
LANDSFUNDUR AB
Stöðvum hvalveiðamar
Meðal samþykkta á landsfundi Alþýðubandalagsins 5.-8. nóvember
voru ályktanir um stöðvun hvalveiða, um flóttamannavandann, á-
standið í Chile og atkvæðagrdðslu um hermálið. Birtast þær hér að
neðan. Aðrar ályktanir landsfundarins birtust í Þjóðviljanum 10., 12.
og 19. nóvember.
Samþykktumþjóð-
aralkvæðagreiðslu
um herinn
Landsfundurinn skorar á þá
þingmenn á Alþingi íslendinga
sem eru andstæðingar erlendra
herstöðva í landinu, að þeir sam-
einist um tillögu að þjóðarat-
kvæðagreiðslu um veru banda-
rískra herstöðva í landinu.
Ályktunumftótta-
mannavandann
Landsfundur Alþýðubanda-
lagsins átelur geðþóttastefnu ís-
lenskra stjórnvalda varðandi
vanda flóttamanna. Telur fund-
urinn að þau vandamál séu engri
þjóð óviðkomandi. íslendingum
ber, eftir því sem eðlilegt má telja
miðað við stærð þjóðfélagsins, að
taka þátt í lausn þess vandamáls
að taka við þeim aðilum, sem
neyðst hafa til að flýja heimaland
sökum stjórnmálaskoðana eða
annarra þeirra ástæðna sem gera
þeim ófært að lifa í heimalandi
sínu.
Jafnframt áréttar fundurinn að
pólitískt hæli er í flestum tilvikum
bráðabirgðaráðstöfun.
Það er réttur sérhvers manns
að fá að lifa við tryggar aðstæður í
sínu heimalandi.
Ályktun um Chile
8. landsfundur Alþýðubanda-
lagsins samþykkir að fela stjórn
flokksins að senda skeyti til Pin-
ochets forseta Chile og mótmæla
harðlega fangelsunum á forystu-
mönnum verkalýðshreyfingar-
innar þar í landi, á undanförnum
dögum.
Samþykktumhval-
veiöar íslendinga
Landsfundur Alþýðubanda-
lagsins 1987 telur að hvalaveiðar
hér við land skuli stöðvaðar hið
fyrsta og þar til á óyggjandi hátt
sé sýnt fram á að hvalastofnar séu
ekki í hættu vegna þeirra svo að
íslendingar geti uppfyllt skuld-
bindingar sínar við Alþjóðahval-
veiðiráðið og hafréttarsáttmála
Sameinuðu þjóðanna.
MINNING
Svanur Ágústsson
Fœddur 21. september 1933 - Dáinn 13. nóvember 1987
í dag, 20. nóvember, verður til
hinstu hvílu borinn frændi okkar,
Svanur Ágústsson framkvæmda-
stjóri. Hann lést á Landspítalan-
um þann 13. nóvember eftir
stutta sjúkrahúslegu.
Svanur fæddist í Reykjavík
þann 21. október 1933 og var
hann því aðeins 54 ára gamall er
hann lést. Hann var sonur hjón-
anna Valgerðar K. Tómasdóttur
og Ágústar Jónssonar frá Varma-
dal á Kjalarnesi, lögreglumanns
og síðar heildsala í Reykjavík.
Eftir skilnað foreldra hans ólst
Svanur upp ásamt systur sinni
Björgu hjá móður þeirra, sem
lengst af sá fjölskyldunni far-
borða með saumaskap. Eignuð-
ust þau systkini tvær hálfsystur,
Díönu og Hrafnhildi, úr seinna
hjónabandi Ágústar. Valgerður
giftist síðar Jóhannesi Kol-
beinssyni smiði og fararstjóra hjá
Ferðafélagi íslands.
Um tvítugt hélt Svanur út til
náms og lærði hann til mat-
reiðslumeistara í Álaborg í Dan-
mörku. Strax að loknu námi
starfaði hann um hríð sem bryti á
millilandaskipum þar til hann
réðst til ábyrgðarstarfa hjá Loft-
leiðum hf., þar sem hann starfaði
í átta ár. Síðustu sautján árin
starfaði Svanur sem fram-
kvæmdastjóri Þjóðleikhúskjalla-
rans með stuttu hléi þegar hann
tók að sér rekstur Sjálfstæðis-
hússins á Akureyri.
Stuttu eftir heimkomuna frá
Danmörku steig Svanur hið
mesta gæfuspor er hann árið 1959
kvæntist eftirlifandi eiginkonu
sinni, Stellu Þorvaldsdóttur.
Eignuðust þau þrjú börn: Ágúst,
f. 1960, Svandísi, f. 1963 og Þor-
vald, f. 1965.
Það var árið 1974 sem veikindi
Svans hófust, sem að lokum
drógu hann til dauða. f blóma
lífsins, aðeins41 árs að aldri, fékk
Svanur hjartaáfall sem kallaði á
bráðan hjartauppskurð í Lond-
on. Starfsgleði og ósérhlífni
Svans lýstu sér best í því, að hann
var kominn til fullra starfa áður
en heilsa hans gaf tilefni til. Þessi
ósérhlífni, ásamt því að Svanur
átti það til að tala með nokkurri
léttúð um sjúkdóm sinn, gerði
það að verkum að fáir utan nán-
ustu fjölskyldu gerðu sér Ijóst
hvert stefndi síðustu mánuðina.
Fráfall Svans kom því mörgum á
óvart. Það er kannski einkenn-
andi fyrir skapgerð hans, að
nokkrum dögum fyrir andlát sitt
á hann tal við systur sína um mat-
arboð um jólin, á sama tíma og
hann trúir konu sinni fyrir því, að
hann sé hræddur um að þetta
verði sín síðasta ferð á sjúkrahús-
ið. Engum sem til þekkir duldist
hversu mikíll styrkur það var
Svani í veikindum hans að hafa
Stellu sér við hlið. Dugnaður
hennar og rósemi er öllum öðrum
mikill styrkur á þessum erfiða
tíma.
Við systkinin eigum margar
skemmtilegar minningar tengdar
Svani frænda, allt frá því er hann
íklæddist jólasveinabúningi og
skreið inn uin stofugluggann á
aðfangadagskveldi fyrir u.þ.b. 25
árum með stóran gjafapoka á
bakinu. Það var alltaf líf og fjör
þar sem Svanur fór, enda hafði
hann sérstakt lag á að auðga sam-
verustundirnar með góðri
frásagnar- og kímnigáfu. Hann
var mikil félagsvera og hafði yndi
af samskiptum við aðra. Einnig
átti Svanur mörg áhugamál og
það var fátt sem við gátum ekki
rætt við hann um. Seinni ár áttu
næringarfræði og náttúrulækn-
ingar hug hans allan og viðaði
hann að sér miklum fróðleik um
þessi mál með lestri erlendra
tímarita. Það var ekki aðeins
fróðlegt að sitja og hlusta á hann
útskýra mikilvægi næringarfræð-
innar, það var ekki síður ánægju-
legt að sjá hversu mikla ánægju
hann fékk út úr því að geta miðl-
að öðrum af þekkingu sinni.
Svanur var einnig gæddur
miklum tónlistarhæfileikum og
minnumst við systkinin margra
góðra stunda þegar Svanur tók
lagið með okkur og spilaði undir
á gítar. Það voru ekki mörg
hljóðfæri sem Svanur gat ekki
fljótlega náð lagi úr. Þó var gítar-
inn honum alltaf kærastur. Þessir
tónlistarhæfileikar komu sér
einnig vel á námsárunum í Dan-
mörku, en þá spilaði Svanur um
tíma með danshljómsveit og gat
þannig unnið sér inn einhvern
aukapening ásamt því að eiga
góðar stundir með góðum fé-
lögum. Auk tónlistarinnar hafði
Svanur yndi af útiveru og áttu
fjölskyldur okkar ótaldar ánægj-
ustundir saman við stangveiði
eða siglingar á báti sem hann
smíðaði í félagi við föður okkar.
Allir sem kynntust Svani og
Stellu vita að þau voru höfðingjar
heim að sækja. Jafnvel þótt fyrir-
vari heimsóknar okkar væri oft á
tíðum einginn var Svani hægt um
vik að töfra fram hina gómsæt-
ustu rétti úr eldhúsinu á ör-
skömmum tíma. Það brást aldrei
að móttökurnar voru hlýjar og
hjartanlegar og aldrei fundum
við annað en að komu okkar bæri
upp á besta mögulega tíma. Þetta
á jafnt við eftir að veikindi og
vanlíðan Svans ágerðust.
Við viljum ljúka þessum fátæk-
legu orðum með því að votta
konu hans, börnum og barna-
börnum, móður hans og systrum,
okkar dýpstu samúð. Minningar
um góðan dreng munu lifa áfram
og verða öllum vandamönnum og
vinum huggun harmi gegn.
Frændsystkini
6 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 20. nóvember 1987