Þjóðviljinn - 05.12.1987, Side 1
Laugardagur 5. desember 1987 273. tölublað 52. árgangur
Matarskattur
Torveldar samninga
25% söluskattur á allar neysluvörur. Niðurgreiðslur aukast um 1250 milljónir.
Ásmundur Stefánsson: Truflarog torveldar samningaviðræður
Rflrisstjórninni tókst á klukku-
tíma löngum fundi eftir há-
degi í gær að ná samkomulagi um
tekjuöflun rfldssjóðs, sem feist
m.a. í þvi að söluskattsprósentan
verður óbreytt, 25%, á allar
neysluvörur, en á móti koma
auknar niðurgreiðslur á hefð-
bundnar landbúnaðarafurðir og
kjarnfóðurskattur lækkar.
Niðurgreiðslurnar aukast um
1250 milljónir og sögðu þeir Þor-
steinn Pálsson, Jón Baldvin
Hannibalsson og Steingrímur
Hermannsson, á fréttamanna-
fundi í gær, að með því væri kom-
ið í veg fyrir verðbreytingu á þýð-
ingarmestu matvörum heimil-
anna.
Ásmundur Stefánsson sagði í
gær að það væri mjög slæmt og
óskynsamlegt að ríkisstjórnin
skuli ekki hafa tekið tillit til
þeirra mótmæla sem frá verka-
lýðshreyfingunni hafa komið og
sagðist persónulega enga trú hafa
á því að niðurgreiðsluaukning af
því tagi sem gert er ráð fyrir muni
haldast til frambúðar.
„Þó litið sé fram hjá því er al-
veg ljóst að allar aðrar vörur en
mjólk og kjöt hækka sem nemur
skattinum. Það eru ekki sömu
fjölskyldurnar sem njóta þess að
ýmsar aðrar vörur munu lækka
og bera það að maturinn hækkar í
verði. Skatturinn hlýtur því að
leiða til aukinnar misskiptingar.
Verkalýðshreyfingin hefur mót-
mælt þessu og það er ljóst að
þetta hlýtur að trufla þær samn-
ingaviðræður sem eru framundan
og torvelda þær,“ sagði Ásmund-
ur.
Ríkisstjórnin hafði boðað að
einföldun söluskattsins hefði í för
með sér lægri söluskattsprósentu
en nú er ljóst að hún mun ekki
lækka. „Matarskatturinn kostar
þetta,“ sagði Jón Baldvin þegar
hann var spurður um þetta atriði í
gær. Sagði hann að gert hefði ver-
ið ráð fyrir að söluskattsprósent-
an lækkaði í 22% en til að afla
tekna til að mæta niðurgreiðslun-
um hefði verið nauðsynlegt að
halda söluskattinum í 25%.
Auk söluskattsins fela tekju-
áform ríkisstjómarinnar í sér ein-
földun og lækkun á tollum og á
vörugjaldi. Samverkandi áhrif af
öllum þessum breytingum á
framfærsluvísitölu eru þau að
hún verður óbreytt, byggingar-
vísitalan mun hinsvegar lækka
um 2,3% og lánskjaravísitalan
mun lækka um 0,8%. Áhrif á
vöruverð er misjafnt. Sumar
vömr munu hækka en aðrar
lækka.
-Sáf
Hluti af nemendahópnum sem fyllti ganga og stiga fjármálaráðuneytisins í gær. Þar var þó fátt um svör. Mynd Sig.
Tækniskólinn
Kennarar í verkfall
Á þriðja tug kennara við Tækniskólann leggja niður vinnu vegna
samningsbrots launadeildar. Um 130 nemendur eiga á hœttu að missa
af prófum og þar með námslánum
Aþriðja tug kennara við frum-
greinadeild Tækniskólans
lagði niður vinnu klukkan 10
árdegis í gær vegna samnings-
brots launadeildar fjármálaráðu-
neytisins við Kennarafélagið.
Leysist deila þessi ekki skjótt eiga
um 130 nemendur á hættu að
missa af prófum fyrir árslok og
þar með rétt til námslána.
Pjóðviljinn
Mörður og Ottar taka við
Árni Bergmann, Mörður Árnason og Óttar Proppé ritstjórar Pjóðviljans
Þeir Mörður Árnason og Óttar
Proppé hafa tekið við störfum rit-
stjóra á Þjóðviljanum við hlið
Árna Bergmanns. Ráðningin var
samþykkt samhljóða á fundi f
stjórn Þjóðviljans sfðdegis f gær.
Mörður og Óttar hefja rit-
stjórastörf strax. Þeir taka við af
Össuri Skarphéðinssyni, sem
sagði upp störfum í vikunni, og
Þráni Bertelssyni, sem hætti fyrir
skömmu.
Þjóðviljinn væntir sér góðs af
hinum nýju ritstjórum og býður
þá velkomna til starfa.
Sjá bls. 3.
Óttar Proppé
Mörður Árnason
Ólafur Jens Pétursson,
deildarstjóri frumgreinadeildar,
sagði við Þjóðviljann í gær að
deilan snerist um það að launa-
deildin bryti samkomulag sem
hefði verið gert við fjármálaráðu-
neytið 27. október sl. Áður hafði
verið gerður samningur við
menntamálaráðuneytið um að öll
kennsla yrði metin til vinnu-
stunda en launadeildin gat ekki
fallist á það samkomulag. Kenn-
arar slógu þá af kröfum sínum og
var slakað á kennslumatinu um
10% tii 1. september á næsta ári.
Nú er 10% skerðingin hinsvegar
látin ganga yfir allt, en samkvæmt
samkomulaginu átti skerðingin
bara að ná til vinnustunda.
„ Við getum ekki sætt okkur við
þetta,“ sagði Ólafur Jens. Það al-
varlegasta við þessa deilu er að ef
hún leysist ekki strax þá er hætta
á að próf verði ekki haldin, en
þau byrja í lok næstu viku, og þá
missa nemendur af námslánum.
Þrátt fyrir það standa nemend-
ur heilshugar með kennurum í
þessu réttindamáli og fjölmenntu
í fjármálaráðuneytið í gær til að
mótmæla vinnubrögðum launa-
deildar. Varð þar fátt um svör,
sagt að málið væri í athugun.
„Þeir töluðu um fund með okk-
ur eftir helgi, en þetta mál verður
að leysast strax,“ sagði Ólafur
Jens að lokum. -Sáf
ÁTVR
Lítil og
hógvær
ríki
Útsala í miðbœ
Hafnarfjarðar innan tíð-
ar
Áform hafa verið uppi um
stóra áfengisútsölu i Hafnarfirði
sem þjónaði íbúum grannbyggð-
anna, Garðabæ og Kópavogi, auk
heimamanna. Líkur benda nú til
að ríkin verði fleiri og smærri,
eða eitt á hverjum stað.
- Það stefnir allt í það að við
munum reyna að fá inni í miðbæ
Hafnarfjarðar ef einhverjir vilja
gefa okkur kost á húsnæði, sagði
Höskuldur Jónsson, forstjóri
Áfengis- og tóbaksverslunar
ríkisins, er hann var spurður hvað
liði áformum um áfengisútsölu í
Firðinum.
Höskuldur hefur átt í við-
ræðum við forvígismenn bæjar-
félagsins, og segist eiga von á því
að málið skýrist á næstu vikum.
Hann sagði í gær að fyrirhugað
Hafnarfjarðarríki yrði ekki
stærra en svo að það dygði bæjar-
búum.
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans er talið líklegt að Kaupfé-
lag Hafnfirðinga við Strandgöt-
una skjóti skjólshúsi yfir útsö-
luna.
Þá sagði Höskuldur að útsala
yrði opnuð í Neskaupstað um
miðjan febrúar að öllu forfalla-
lausu. „Við erum búnir að skoða
þá staði sem þar buðust og teljum
málið leysanlegt. Hitt er svo ann-
að mál hvort samningar takast,“
sagði hann.
HS
A Iþýðubandalagið
Ný fisk-
veiðistefna
Á fundi miðstjórnar Alþýðu-
bandalagsins í dag og á morgun
verður m.a. mörkuð stefna í fisk-
veiðimálum en þingflokkur AB
lagði fram drög að nýrri stefnu á
ráðstefnu um sjávarútvegsmál
sem haldin var í gær.
Sjá bls. 2
Skák
Jafnteffli
í höricuskák
Heimsmeistarinn Garrí Kasp-
arov hristi nýjung fram úr erm-
inni í 20. skák þeirra Anatólís
Karpovs áskoranda.
Viðureignin var spennandi en
eftir japl og jaml og fuður og 32
leiki skiptu þeir vinningnum með
sér.
Sjá skýringu
Helga Ólafssonar
á bls. 11.