Þjóðviljinn - 05.12.1987, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 05.12.1987, Qupperneq 2
F-SPURNINGIN Á að tengja kvóta byggð- arlögum? Þórhallur Bjarnason, verkamaöur: Það er ómögulegt að svara því af eða frá. En mér finnst fiskveiði- stefnan vera mislukkuð ef satt er að fiskurinn sem veiðist sé alltaf að verða smærri og smærri. RagnarJónsson, sjómaður Nei. Ég er þeirrar skoðunar að fiskveiðistefnan eins og hún er í dag, sé í góðum farvegi og engin ástæða til að hrófla neitt við henni. Arnar Guðmundsson, sjómaður: Nei, það finnst mér ekki. Það á að selja kvóta á uppboði hverju sinni. Það finnst mér vera eina lausnin á þessum málum. Guðmundur Haraldsson, útgerðarmaður: Þessu er erfitt að svara. Mér finnst bara fiskveiðistefnan, eins og hún hefur verið, það besta og ég er á móti því að henni verði breytt. Hákon Hákonarson, sjómaður: Nei. Ég er hlynntur því að veitt sé úr sameiginlegum kvóta og hver fái það sem hann uppsker hverju; sinni eftir því hvað hann er dug- legur að róa. ___________________FRETTIR__________________ Alþýðubandalagið Ný fiskveiðistefna Miðin óumdeilanleg sameign. Kvóta að stórum hluta úthlutað til byggðar- laga. Opnað fyrir nýja aðilaí útgerð. Endurskoðaðar stjórnunaraðferðir. Asérstakri sjávarútvegsráð- stefnu í gær voru kynntar til- lögur þingflokks og stjórnar AB um nýja fiskveiðistefnu. Tillögu- rnar verða lagðar fyrir miðstjórn í dag. Grundvallaratriði í tillögunum er hinn sameiginlegi eignarréttur þjóðarinnar á auðlindum hafsins. Þá er gert ráð fyrir því að kvóta sé úthlutað þannig að 1/3 fari beint á skip og fylgi þeim en 2/3 séu bundnir byggðarlagi, þótt þeir fari á skip, og geti ekki fylgt þeim við sölu. Fjórðungur byggðakvótans skal miðast við kvóta 1984-86 en þrír fjórðungar við kvóta í árslok 1987. Með byggðabundnum kvóta er brask takmarkað mjög og komið í veg fyrir að heilu byggðarlögin verði kvótalaus. Útfærðar eru hugmyndir um að kvótakerfið verði opnað mikið og að úthlutun á 10% heildarafl- ans verði nýtt til að tryggja að- gang nýrra rekstraraðila, til að leiðrétta hag byggðarlaga sem hafa orðið illa úti í kvótamálum síðustu árin og til að gera tilraunir með nýjar stjórnunaraðferðir. ÓP Fjórmenningarnirsemsátufyrirsvörumviðpallborðsumræðurásjávarútvegs- Skúli Alexandersson alþingismaður og Jakob Jakobsson forstjóri Hafrann- ráðstefnu Alþýðubandalagsins. Frá vinstri Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri sóknastofnunarinnar. (Mynd: Sig.) Dagsbrúnar, Árni Kolbeinsson ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, Sjávarútvegsráðstefna AB Smæð þorsksins áhyggjuefni Fjörugar og málefnalegar pallborðsumrœður. Framkvœmd og endurskoðunfiskveiðistefnunnar er og verður álitamál. Hafrannsóknastofnun telur rækjumiðinfullnýtt. Nýrra miða leitað á þessu ári að kom berlega í Ijós við þall- borðsumræðurnar á sjávar- útvegsráðstefnu Alþýðubanda- lagsins, sem haldin var í gær, að menn hafa ýmislegt við endur- skoðun fiskveiðistefnunnar að at- huga og einnig hvernig best sé að framkvæma hana. Þeir sem sátu fyrir svörum ráðstefnugesta við pallborðið voru Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri verkamann- afélagsins Dagsbrúnar, Árni Kol- beinsson ráðuneytisstjóri í sjávar- útvegsráðuneytinu, Skúli Alex- andersson alþingismaður og Jak- ob Jakobsson forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar, en stjórn- andi umræðanna var Svanfríður Jónasdóttir varaformaður Al- þýðubandalagsins. Meðal þess sem spurt var um og beint til fjórmenninganna sem sátu fyrir svörum, var stefnan gagnvart smábátum og sérstaða þeirra byggðarlaga sem eiga allt sitt undir smábátaútgerð, skipt- ing kvóta milli útgerðar og vinnslu, stærð fiskiskipastólsins og afkastagetu hans, veiðieftirlit og kvótalögreglu sjávarú- tvegsráðuneytisins, rækjuveiðar og um starfsemi Hafrannsókna- stofnunarinnar, ásamt fjölmörg- um öðrum spurningum sem snerta fiskveiðistefnuna og fram- kvæmd hennar. Skúli Alexandersson alþingis- maður sagðist vel skilja sérstöðu hinna ýmsu sjávarplássa sem ættu allt sitt undir smábátaútgerða og nefndi sem dæmi Grímsey og Borgarfjörð eystri. En í kerfi eins og fiskveiðistefnan væri, reyndist mjög erfitt að taka einstök pláss út úr þó svo að sérstaða þessara plássa væri mikil. Þá gagnrýndi Skúli seinagang sjávarútvegs- ráðuneytisins við að taka afstöðu til kærumáls hans vegna meints kvótamisferlis sem fyrirtæki sem hann veitir forstöðu er sakað um, en vildi ekki tjá sig mikið um það að öðru leyti á þessum vettvangi. Árni Kolbeinsson ráðuneytis- stjóri sagði það vera nauðsynlegt fyrir sjávarútvegsráðuneytið að hafa með höndum veiðieftirlit og ákvörðun um hvað gert væri þeg- ar fyrirtæki væru staðin að því að taka við meiri afla en skýrslur gefa til kynna. Mótmælti hann þeirri skoðun að þetta ætti að vera í höndum dómsmálaráðu- neytisins, eins og bent var á. Sagði Árni að til þess að kerfið virkaði skilvirkt og fljótt, þyrftu þessi mál að vera í höndum við- komandi fagráðuneytis. Hann var sammála því að flotinn væri of stór og að afkasta- geta hans væri alltaf að aukast með nýjum skipum sem kæmu í stað þeirra sem úreltust eða væru seld úr Iandi. Þrátt fyrir að reynt væri að stemma stigu við að skip sem koma ný væru ekki of stór miðað við þau skip sem áður voru, þá fleygði tækninni það mikið fram að nýju skipin afkasta oft á tíðum miklu meira en þau gömlu. Þetta er vandamál sem erfitt er að glíma við, sagði Árni Kolbeinsson ráðuneytisstjóri í sj ávarútvegsráðuneytinu. Þröstur Ólafsson framkvæmda- stjóri Dagsbrúnar sagði að sigl- ingaskatturinn svokallaði væri skref fram á við til að tryggja meira hráefni til fiskvinnslunnar, en hún ætti undir högg að sækja, þrátt fyrir að 60-70% af útgerð og fiskvinnslu væru rekin af sömu fyrirtækjunum. Sagði Þröstur hugmynd sína um kvóta handa fiskvinnslunni vera tilkomna til að vernda atvinnuöryggi fisk- vinnslufólksins. En við ramman reip væri að draga þar sem tekju- möguleikarnir væru miklu meiri þegar aflinn væri seldur á mark- aði í Evrópu. Ástæðan fyrir því væri að gengi Evrópumynta hefði á undanförnum misserum verið mun hagstæðara en á Banda- ríkjamarkaði. Jaicob Jakobsson forstjóri Haf- rannsóknastofnunarinnar sagði að mesta vandamálið sem steðj- aði að fiskveiðunum væri hvað fiskurinn sem veiddist væri alltaf að verða minni og minni. Sagði hann það mál vera mun alvar- legra en þrætuna um kvótann, > hvað hann ætti að vera mikilí hverju sinni. Jakob sagði það vera sína persónulegu skoðun að afkastageta fiskiskipastólsins ætti að vera í samræmi við styrkleika fiskistofnanna hverju sinni. Á næsta ári mun Hafrann- sóknastofnunin leggja höfuð- áherslu á að leita nýrra rækju- miða, þar sem núverandi mið eru talin fullhýtt. Verður leitað nýrra miða út af Vesturlandi, Vest- fjörðum og fyrir sunnanverðum Áustfjörðum. - grh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.