Þjóðviljinn - 05.12.1987, Page 5

Þjóðviljinn - 05.12.1987, Page 5
MENNING Ferð inní Hver maður á að gera það sem hann vill. út hvað er rétt ísalnum stendur stytta úrtorfi og drýpur vatnyfirhana alla. Ljósmyndirá veggjunum sýna hvernig auga erristí torf- hellu eða maðurinní hring risturígrassvörð, barn ísói- skini, stórgerðarfígúrursem minnaágoðamyndir, kúluhús og álfabyggðirí hraungrýttu umhverfi, ósjaldan með Snæfellsjökul í bakgrunnin- um. Það eru Tryggvi Hansen og Sigríður Eyþórsdóttir sem hafa sett upp sýningu sína Jarðarvit- und, í Ásmundarsal við Freyju- götu. Sýningin er afrakstur 7 ára vinnu með hefðbundin íslensk byggingarefni og menningararf- leifð, þ.e. torf, reiðing, mó o.fl. Bak við þetta er ákveðin lífss- peki, sem að vísu virðist enn í mótun. En allt var býsna spenn- andi, jafnvel þó leigubflstjórinn sem ók mér á staðinn, segði með sannfæringarkrafti: Að aldrei aft- ur skyldi hann rista mó... „í trúarbrögðum, t.d. kristni, er guð í miðjunni. Við viljum setja manninn í miðjuna, og lítum á lífsspeki okkar frekar sem náttúrufræði en trúarbrögð. Við notum gildi úr fortíð og náttúru til að skapa þessi verk og finna okkur farveg fyrir framtíðina," sagði Tryggvi. „Það er mest þessi klofningur milli hugheims og til- finningaheims, sem aftur sprettur af efnishyggju og óttanum, sem setur okkur á villigötur. Tilfinn- ingaheimur er inní fólki, þetta er ekki bara kirtlastarfsemi, heldur heimur sem tengist tilfinningalífi okkar, alheimi, og óþekktum hlutum í vitundinni eða hlutum sem fólk vill ekki kannast við eða þorir ekki að ræða eða hugsa. En það vantar tengingu milli hug- heims og tilfinningaheims, svo við getum lifað fullnægjandi lífi.“ / glugganum hanga trommur gerðar úr selskinni. Heldurðu að Islendingar hafi spilað d trommur í gamla daga? „Ég veit ekki, en Grænlendingar, samar og írar gerðu það og áttu sína sérstöku takta. I dansinum þar sem oft var spilað undir á trommur gátu menn upplifað samkennd, gleymt óttanum og gleymt sjálf- um sér. Á þennan hátt geta menn farið í ferðalag, farið í gegnum holu, helli, og á þann hátt farið djúpt inní sig. Holan er náttúr- lega líka táknræn. En sumir menn geta lýst lykt og hljóðum á innri ferðalögum sínum, og þegar þeir koma út, sjá þeir allskonar landslag, og geta jafnvel fundið dýrið í sjálfum sér. Það er hættu- legt að týna dýrinu í sér. En skáld gera þetta, fara mjög djúpt inní sig. Édduskáldin hljóta að hafa gert það. Og ég held að þjóð- sögur íslendinga spretti af því þegar þeim tekst að upplifa til- finningaheiminn í þriðju vídd. Ég held að til að viðhalda lífs- helli Þannig finnur hver orku okkar, verðum við að taka mið af allavega tveimur element- um. Það eru tvö element í mann- inum, maður og kona, vitund og veruleiki. Og við verðum að rækta barnið í okkur.“ Verðum við þd ekki að eiga for- eldra? „Stærsta vandamál hverrar kynslóðar er að ala upp börn. Ég þekki mann sem sagði að maður ætti að koma fram við börn eins- og hesta: Klappa þeim og tala við þá á meðan, og ekki dekra þá of mikið. Við verðum að rækta í okkur bæði Dimmalimm og Litla Prinsinn. Hver maður á rétt á öllu því sem lífið hefur uppá að bjóða. Og gera það sem hann vill. Þann- ig finnur hver út hvað er rétt.“ Þú notar elementin fjögur íþín- um verkum. Geturðu upplifað jörðina sem eina lífveru? „Já, ég geri það. Jörðin er ein lífvera. Einsog fruma í hafsjó. Ef vel tekst til í framtíðinni ætti mannkynið að geta orðið einsog taugavefur og uppgötva þannig lífverur í geimnum. Eins og Helgi Pjeturss sagði, að ef margt fólk kæmi saman gæti skapast þannig samkennd og ef fólki tækist að beisla þessa orku, þá gæti það fundið fýrir verum annarsstaðar í geimnum. Þetta er bara hugar- orka. Hugarorkan getur ferðast langt handan við ljóshraðann. Einsog í sögunni um það, þegar Þór keppti við hugann." -ekj Torfskúlptúr á sýningu Tryggva og Sigríðar. Strákurinn er í sturtu sagði lítill pjakkur, sem var á ferð með barnaheimilinu sínu á sýningunni. Mynd Atli. tndurreisn / Hallgrímskirkju Fyrsta sunnudag í aðventu hélt Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar tónleika í kirkjunni á Skóla- vörðuholti. Þar var flutt kórlist frá lokaskeiði endurreisnartím- ans og byrjun barokkaldar. Mér finnst sjálfsagt að líta á trúarlega tónlist eins og hverja aðra músik, en ekki guðsþjón- ustu eða helgistund. Gildi henn- ar, sem annarrar listar, felst fyrst og fremst í listafegurð en ekki hugmyndalegu innihaldi. Músik er músik og trú er trú og þessu má ekki rugla alltof mikið saman þó trú og músik fléttist á ýmsa vegu. En kirkjunnar menn hræra þessu einlægt saman í einn helgikennd- an heilagraut. Þegar listin er ann- ars vegar virðast þeir einblína á trúgildið, en sýnast blindir og heyrnarlausir á listgildið. Sigur- björn Einarsson biskup skrifaði nokkur eftirvæntingarorð í efnis- skrá þessara tónleika. En þetta var athöfn þar sem verið var að syngja verk innblásinna lista- manna, en ekki þess konar at- höfn þar sem flutt var messugjörð presta, sem gera allt væmið og meiningarlaust sem þeir koma nálægt. Biskupinn, sem allir segja að sé svo vitur, minnist hvergi á listina og gildi hennar fyrir mannlegt líf og víkur ekki einu orði að þeim snillingum er voru á söngskrá. En hins vegar gat hann ekki lokið örfáum orð- um sínum, án þess að vitna í ein- hvern H.P., sem ég tel víst að sé Helgi Pé á Stöð 2 í hressu stuði. Ekki dettur vígðum mönnum nokkuð í hug frá eigin brjósti. Alltaf skulu einhverjir aðrir tala í gegnum þá; heilagur andi og Ronald Reagan, H.P. og B.P., brjálaði opinberarinn Jóhannes og bara Pétur og Páll. Kenningin verður því ekki síður fjölhæf og fyndin en hjá Baldri og Konna. Það var uppgangur kapítalism- ans er skóp menningu og listir endurreisnartímans. Þá var hann á þróttmiklu æskuskeiði, en nú er hann að kafna í eigin saur, og nam ný lönd í landfræðilegum, vísindalegum og listrænum skiln- ingi. Og ekki síst í upplifun mannsins á sjálfum sér og stöðu sinni í heiminum. Á þessum tíma gerðist tvennt í tónlistinni. Fjöl- röddunin eða pólýfónían rann skeið sitt á enda. En ný list varð til í Flórens og Feneyjum og breiddist þaðan um álfuna. Það var einröddunin eða mónódían sem var andóf nýrrar hugsunar við gömlu pólýfóníunni. Framan af var blómaskeið fjölröddunar á Niðurlöndum og reis hæst í verk- um Joasquin des Prez (1440- 1521), fyrsta stóra snillings end- urreisnarinnar í músík. John Ta- verner (1495-1545), sem fæddist rétt eftir að Kólumbus fann Am- eríku, lærði margt af þessum meisturum Niðurlanda, en var þó sjálfstæður og frumlegur, þó hann hafi sennilega staðið í þeirri sælu trú að jörðin væri marflöt eins og íslenskar nútímabók- menntir. Þessi maður átti elsta verkið á söngskrá tónleika Mót- ettukórsins. Það var „Alleluia“. Þegar Taverner dó stóð Pierluisi Palestrina á tvítugu. En hann og Orlando di Lasso, sem voru ein- hverjir mestu risar tónlistarsög- unnar, hófu fjölröddun til hinstu fullkomnunar. Þeir voru afar ól- íkir. Palestrina (1525-94) var skáld kaþólsku kirkjunnar og engan veginn dæmigerður fyrir samtíð sína. List hans er fjarri heimsins glaumi, fálát og hlutræn tíðargerðalist, sem kyrrlát og streymandi leitar hæstu hæða. Meistarinn di Lasso (1532-94) speglaði aftur á móti grósku endurreisnarinnar betur en nokkur annar. Hann var mótaður af frelsi og víðsýni aldarinnar og var hafinn yfir öll landamæri og alla skóla. í list sinni var hann glæsilegur heimsborgari. Verk hans eru ókyrr, dramatísk og kröftug, en jafnframt djörf og sterk. Og þó hann sé eitthvert af- kastamesta tónskáld sem sögur fara af, er þar flest með sömu ágætum. Á tónleikunum í Hall- grímskirkju voru flutt verk eftir þessa menn. Það var aðventu- mótettan „Skreyt híbýli þín Síon“ eftir di Lasso og mótettan „Milda móðir lausnarans" fyrir tvo kóra eftir Palestrina. En aðrir tímar fóru í hönd. í Flórens og Feneyjum spratt fram ný list. Það var einröddunin eins og áður er getið. Músíkin var hugræn og hljómræn og beindi at- hyglinni að mennlegum tilfinn- ingum. Ný form urðu til svo sem ópera, óratóría og kantata. Hljóðfæratónlistin hófst til virð- ingar og vaxtar og kirkjutónteg- undir miðalda viku smám saman fyrir nýju dúr- og mollkerfi. Þetta var eitthvert æsilegasta skeið tónlistarinnar. Þá breyttist renis- ansinn í barokk. Helstu forvígis- menn þessara breytinga í Fen- eyjum voru Andrea Gabrielli (1510-86) og frændi hans og fóst- ursonur, Giovanni Gabrielli (1557-1612). Hinir nýju straumar bárust fljótlega norður á bóginn. Andrea var kennari org- elsnillingisins Jan Sweelink (1562-1621) sem var síðastur í langri röð niðurlenskra tónmeist- ara og hafði mikil áhrif á þýska orgellist. Eftir hann flutti Mótett- ukórinn fimm radda snilldarverk sem heitir „Syngið drottni nýjan söng“. Cantate Domino cantic- um novum. Hans Leo Hassler (1564-1612) nam einnig hjá And- rea í Feneyjum og auðgaði Þý- skaland af þeim lærdómi. En þar höfðu siðaskipti Lúthers endur- skapað tónlistarlíf þjóðarinnar. Hassler, sem var raunar kaþólsk- ur, fórnaði kröftum sínum í þágu lútersks kirkjusöngs og hóf lúter- ska kóralinn til mikillar tignar. Hann gerði lagið við sálminn „Ó, höfuð dreyra drifið", sem Bach notaði á svo áhrifamikinn hátt í Mattheusarpassíunni. En lag Hasslers var samið við annan tex- ta, sem líka var ógnarlegt sorgar- kíf, þó ekki út af ljúfum Jesú heldur út af stelpuglennu: Svona voru þeir stórir listamenn þessir gömlu kallar. Fluttir voru í Hallgrímskirkju, þennan fyrsta dag aðventu, nokkrir þættir úr messu eftir Has- sler, en trúarleg músík hans önnur en sálmarnir er einnig frá- bær tónlist. Michael Pratorius (1571-1621) var meistari hins lút- erska kórals eða sálmalags og gerði fegursta sálminn sem við heyrum á jólunum, „Það aldin út er sprungið“. Mótettukórinn söng eftir hann átta radda þýskan dýrðarsöng. Síðasta verkið hét „Himnarnir segja frá dýrð guðs“ eftir Heinrich Schutz (1585-1672), en hann er mesta tónskáld heimsins. Bach er hlægilegur sveitalubbi við hlið þess hugljómaða vitrings. Hann sameinaði þýska arfleifð og ítölsk áhrif, suðrænan og norræn- an anda, en bætti við því er mestu skipti: Snilld sinni og einstæðum hreinleika í hugsun og tilfinn- ingu. Hann var kominn yfir átt- rætt er hann gerði fullkomnasta verk sitt. Það var Mattheusarp- assían sem er einn hæsti tindur tónlistarinnar. Þar stígur gamli Schutz, sem nú hafði séð beint inn í sál sannleikans, út úr tíman- um, inn í heiðríkju einfald- leikans. Þetta er ekki lengur „list“. Það er orðið eitthvað ann- að en „list“. Guð má vita hvað það er. Kannski eins konar djúp- hugun (contemplation). í slíkar hæðir hefjast aðeins örfáir menn. Beethoven var þar í síðustu verk- um sínum. Og Þórbergur í bókum þeim er bera safnheitið í Suðursveit, þó flestir láti sér fátt um þær finnast. Og Schutz er svo sem ekki eístur á vinsældalistan- um hér á landi. Það er til hreinnar skammar að stærri verk hans skulu aldrei heyrast. En það þýð- ir víst ekki að tala við íslenska tónlistarmenn um það. Þeir heyra ekkert. Þessi mótetta Schutz var ekki eins vel sungin og annað á efnis- skránni. Mér fannst jafnvægi og nákvæmni nokkuð ábótavant. En að öðru leyti var söngskráin ágæt- lega flutt af skírri stfltilfinningu og músikaliteti, góðu samræmi og fögrum tónblæ. Á dagskrá voru einnig kórlög ýmissa minni spámanna sem hér hafa ekki ver- ið nefndir. Og Camilla Söderberg og Snorri Örn Snorrason léku listilega á blokkflautur og lútu nokkur smálög frá endurreisnar- tímanum. Loks er skylt að geta þess að hljómburður Hallgríms- kirkju hefur talsvert skánað, en ekki verður þessi sementskumb- aldi, er þjóðin reisti yfir vanmeta- kennd sína í húsagerðarlist og skort á góðum smekk, minna við- bjóðslegur fyrir það. Og ekki fer okkur fram eins og sést á ráðhús- inu og fyrirhugaðri nýbyggingu alþingis. Um þessar mundir er engin endurreisn íslenskrar menningar. Það eru því miður engir peningar til nema ofurlítið í smá flughöfn, nett ráðhús, smart þinghús og eitt glaðvært karúsel á Öskjuhlíð og poppstöðvar út- varps og sjónvarps eru orðnar svo margar, að bráðum veit enginn hve þær eru margar. Enda heyrist ekki lengur mannvit í landinu. Sá hluti íslenskrar borgarastéttar, er átti nokkrar rætur í þjóðlegri menningu, er nú að missa mátt sinn og áhrif í þjóðfélaginu. En hin nýríka stétt, sem á hvergi menningarlegt land undir fótum, er að taka við völdum og hennar er framtíðarríkið. The New Ice- land: Popplúðrar Austurstrætis kveða upp dómsdag yfir íslenskri þjóðvirðingu, manndáð og æðri menningu. Sigurður Þór Guðjónsson Laugardagur 5. desember 1987; ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.