Þjóðviljinn - 19.12.1987, Blaðsíða 1
Laugardagur 19. desember 1987 285. tölublað 52. órgangur
Alþingi
Heimsskákin
Kasparov sigur-
stranglegri
Lokaskákin í heimsmeistara-
einvíginu í skák fór í bið í gær-
kvöldi eftir 41 leik. Skákskýrend-
ur eru sammála um að
heimsmeistarinn Kasparov standi
betur að vígi í taflinu.
í skákinni í Sevillu á Spáni í gær
stýrði Kasparov hvítu mönnun-
um. Heimsmeistaranum nægir
jafntefli í skákinni til að halda
heimsmeistaratitlinum. Karpov,
- áskorandinn, þarf hins vegar að
vinna taflið ef hann á að hefna
fyrri ófara sinna gegn Kasparov
og endurheimta titilinn.
Biðskákinni verður framhaldið
laust eftir hádegi í dag. -rk
Sjá skákskýringu Helga
Ólafssonar á síðu 14
Preiitvillupúkinn í
stjómarandstöðu!
Húsnœðisfrumvarpið aftur til neðri deildar vegna
prentvillupúkans. „eða“ eða „og eða“?
Allt leggst á eitt gegn blessaðri
ríkisstjórninni og í gær
bættist stjórnarandstöðunni
óvæntur liðsmaður. Sjálfur
prentvillupúkinn lék aðalhlut-
verkið í umræðu um þingsköp í
upphafl fundar neðri deildar og
bendir nú allt til þess að húsnæð-
isfrumvarpinu verði að vísa aftur
til neðri deildar vegna viliu í
þingskjali.
Húsnæðisfrumvarpið hafði far-
ið í gegnum þrjár umræður í neðri
deild og var komið tii efri deildar
þegar Hjörleifur Guttormsson
uppgötvaði missögn í tveimur
þingskjölum. Annarsvegar er um
að ræða breytingartillögur meiri
hluta félagsmálanefndar, sem
samþykktar voru í neðri deild og
hinsvegar frumvarpið einsog það
kemur frá deildinni.
Hér er ekki um mikið misræmi
að ræða, í meirihluta álitið vantar
samtenginguna „og/“. Hér er um
að ræða breytingu á 12. grein lag-
anna sem fjallar um úthlutun lána
en samkvæmt meirihlutaáliti
hljóðaði málsgreinin svo „...og
skulu fyrrnefnd lán afgreidd í
sömu röð og umsóknir berast eða
íbúðir verða veðhæfar.“
í frumvarpinu með breytingum
frá neðrideild hefur þessi máls-
grein hinsvegar breyst og hljóðar
svo „...og skulu fyrrnefnd lán af-
greidd í sömu röð og umsóknir
berast og/eða íbúðir verða veð-
hæfar.“
En oft veltir lítil þúfa þungu
hlassi og Sverrir Hermannsson
sagði við umræðuna að ekki væri
nema um tvennt að ræða, annar-
svegar að samþykkja frumvarpið
einsog það var samþykkt í neðri
deild, án samtengingarinnar og,
eða vísa því aftur til neðri deildar.
Töluverður titringur er í stjórnar-
búðunum vegna þessa því merk-
ingarmunur er á milli álitsins og
frumvarpsins og gæti hann kostað
töluvert málþóf.
Forseti deildarinnar sagði að
málið yrði kannað.
-Sáf
Matarskattur
Aðför að
heimilunum
Launafólk með útifund
gegn matarskattinum á
Lœkjartorgi á mánudag
Fjölmargir launþegahópar
hafa boðað til útifundar á Lækj-
artorgi á mánudaginn kl. 17.00
þar sem mótmælt verður fyrir-
huguðum matarskatti ríkis-
stjórnarinnar sem á að taka gildi
um áramótin.
- Kjarasamningar allflestra
launþegasamtaka eru lausir um
áramótin og á sama tíma og 30%
álögur skella á heimilin, telur
ríkisstjórnin svigrúm til að hækka
laun um 7% á árinu. Við blasir
hrikaleg aðför að heimilum
landsmanna, segir í tilkynningu
frá undirbúningshóp mótmæla-
fundarins.
Að sögn Guðrúnar K. Ólafs-
dóttur verða á fundinum lesnar
upp ályktanir og samþykktir fé-
laga og samtaka launafólks gegn
matarskatti ríkisstjórnarinnar.
- Ég vil hvetja fólk til að fjöl-
menna á Lækjartorg á mánudag
og sýna samstöðu gegn þessari
aðför að heimilunum, sagði Guð-
rún.
-lg-
Stjórnarbylting í Þjóöleikhúsinu. Vesalingarnir, söngleikur eftir
samnefndri sögu Victors Hugo, verður jólaleikrit Þjóðleikhússins í ár. Þar segir
frá miklum þjóðfélagsandstæðum, fátækt og ríkidæmi, baráttu fólksins á göt-
unni við yfirvöld, og inní fléttast hugljúf ástarsaga. Það eru margir skrautlegir
persónuleikar sem koma við sögu. Með þessari sýningu Þjóöleikhússins er
ráðist í mikið stórvirki, um 30 leikarar taka þátt í sýningunni og hljómsveit. Egill
Ólafsson, Sverrir Guðjónsson, Jóhann Sigurðarscn, Sigrún Waage, Edda
Heiðrún Backman, Lilja Þórisdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Aðalsteinn Berg-
dal fara með aðalhlutverkin. Mynd Sig. _., . , _
1 * Sja bls. 6-7
Lánsfjárlög
Hækka um 369 miljónir
Erlendar lántökur hins opin-
bera verða 469 miljónum
króna hærri en ráð var fyrir gert í
frumvarpi fjármálaráðherra til
lánsfjárlaga. Innlendar lántökur
lækka hinsvegar um 100 miljónir
króna þannig að heildarlánsijár-
ráðstöfunin hækkar um 369 milj-
ónir króna, samkvæmt meiri-
hluta áliti fjárhags- og viðskipta-
nefndar.
Samkvæmt meirihlutaálitinu
hækkar lántökuheimild til
sveitarfélaga og fyrirtækja á
þeirra vegum um 44 miljónir en
erlendar lántökur um 144 miljón-
ir þar sem frumvarpið gerði ráð
fyrir að hundrað miljóna væri
aflað innanlands. Stærsti nýi
pósturinn hjá sveitarfélögunum
er Hitaveita Suðurnesja með
lántökuheimild upp á 150 miljón-
ir. Liðurinn Aðrar lántökur
lækkar hinsvegar úr 212 miljón-
um í 30 miljónir króna.
Lántökuheimildir til Byggða-
stofnunar hækka um 200 miljón-
ir, úr 350 miljónum í 550 miljón-
ir.
Þá hefur flóabátnum Baldri
verið bætt inn á lánsfjárlög með
heimild upp á 100 miljónir. 25
miljóna króna lántökuheimild
hefur einnig verið bætt við fyrir
Iðnlánasjóð. Framlag ríkissjóðs
til jarðabóta hækkar úr 100 milj-
ónum í 141 miljón og 9 miljónir
mun ríkið greiða vegna búfjárr-
æktarstyrkja en áður hafði verið
ákveðið að fella þann lið niður.
Skerðingarákvæði vegna vega-
mála er fellt burt, en samkvæmt
því átti framlag ríkissjóðs vegna
vegamála ekki að vera meira en
2,8 miljarðar króna á næsta ári.
Framlög í Jöfnunarsjóð sveitarfé-
laga hækka um 100 miljónir.
Inn í frumvarpið eru teknar
heimildagreinar sem gera Lands-
virkjun og Framkvæmdasjóði fs-
lands heimilt að nýta sér hagstæð
lánakjör á erlendum lánamörk-
uðum, til að skuldbreyta lánum.
Bætt er inn í frumvarpið heim-
ild fyrir ríkissjóð til að hafa milli-
göngu um 160 miljóna króna er-
lent lán fyrir Rafmagnsveitur
ríkisins.
-Sáf