Þjóðviljinn - 19.12.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.12.1987, Blaðsíða 2
nSPURNINGIN Ertu meö nagladekk undir bílnum? Jóhannes Kristinsson byggingamaður: Nei, tíöin er svo góö aö þeirra er ekki þörf. Ég á þau samt sem áður til. Guðbjörg Árnadóttir flugfreyja: Nei, ég er ekki með nagladekk heldur snjódekk. Hörður Guðmundsson málari: Nei, ég er ekki maö þau, það er ekki kominn tími á þau. Ragnheiður Kristjánsdóttir auglýsingateiknari: Já, ég er meö nagladekk. Ég set þau alltaf undir á haustin. Helga Baldvinsdóttir nemi: Já, ég bý nefnilega úti á landi og set þau alltaf undir á haustin. FRETTIR Annríkið á þingi Misbeiting forsetavalds Jón Kristjánsson sleit umrœðum um launaskatt áfyrirtœki þráttfyrir að Hjörleifur Guttormsson hefði kvattsér hljóðs. Hjörleifur fékk svo orðið eftir að hlustað hafði veriðá upptöku af fundinum Hjörleifur Guttormsson og Steingrímur J. Sigfússon mót- mæltu því harðlega í gær þegar Jón Kristjánsson, forseti neðri deildar Alþingis, sleit umræðum um launaskatt á fyrirtæki, þrátt fyrir að Hjörleifur hefði kvatt sér hljóðs áður en umræðu var slitið. Atvik þetta gerðist um hálfeitt leytið í gær en ákveðið hafði verið að fresta fundi deildarinnar til klukkan tvö. Bæði Hjörleifur og Steingrímur, sem og Oli Þ. Guð- bjartsson, höfðu lagt spurningar fyrir fjármálaráðherra, auk sjáv- arútvegsráðherra og iðnaðarráð- herra. Eini ráðherrann sem gerði sér ómak að svara fyrirspurnum var Friðrik Sophusson. í máli Friðriks kom fram að 1 % launaskattur á útflutningsiðnað- inn skipti ekki sköpum fyrir af- komu greina einsog ullariðnaðar- ins, það sem skipti iðnaðinn mestu máli væri að jafnræði væri milli útflutningsgreina einsog sjávarútvegs og útflutningsiðnað- ar. Friðrik sagði að vandi ullar- iðnaðarins væri mikill og ljóst væri að nokkur fyrirtæki í greininni hlytu að gefast upp. Þá sagði hann að ríkisstjórnin myndi koma saman eftir áramót til að taka ákvarðanir um ráðstafanir í efnahagsmálum. Steingrímur J.Sigfússon spurði þá hvort iðnaðarráðherra væri að gefa í skyn að ríkisstjórnin biði þess að Alþingi gerði hlé á störf- um sínum til að grípa til gengisfel- lingar. Þegar Steingrímur hafði lokið máli sínu tilkynnti forseti að eng- inn hefði kvatt sér hljóðs en áður en honum hafði tekist að slíta umræðum kvaddi Hjörleifur sér hljóðs. Forseti gaf honum orðið utan dagskrár en sagði umræðum um launaskattsfrumvarpið lokið. Því mótmælti Hjörleifur og sömuleiðist Steingrímur. Sagði Hjörleifur að þetta væri mis- beiting á forsetavaldi og Steingrímur sagði að hingað til hefði skeiðklukkustjórnun ekki verið tíðkuð á Alþingi. Forseti lofaði að láta hlusta á upptöku af fundinum til að kanna hver hefði á réttu að standa. Það kom svo í ljós að Hjörleifur hafði kvatt sér hljóðs áður en forseti sleit umræðum og þegar fundur hófst aftur klukkan tvö fékk Hjörleifur orðið og kallaði enn einusinni eftir svörum fjármála- ráðherra. Jón Baldvin Hanni- balsson gaf þá það svar að 1% launaskatturinn skipti ekki sköpum fyrir útflutnings- greinarnar. -Sáf Alþýðubandalagið Nýtt frétta- bréf Nýtt innanflokksrit á tveggja mánaðafresti til allra flokksmanna. Markmiðið betri upplýsingar, opnari og lýðrœðislegri um- rœða Nýtt Fréttabréf Alþýðubanda- lagsins fer um þessa helgi í póst til allra flokksmanna og er ætlunin að blaðið komi út sex sinnum á ári. í inngangsorðum segist flokksformaðurinn Ólafur Ragn- ar vona að fréttabréfið verði „vettvangur okkar allra. Þá mun útgáfa þess festast í sessi og um- ræðan í flokknum verða lýðræð- islegri og opnari. f spjalli við helstu vinnslumenn blaðsins, þá Kristján Valdimars- son og Þröst Haraldsson, kom fram að þótt meginefni fyrsta tölublaðs sé eðlilega tíðindi og samþykktir frá landsfundi flokks- ins í nóvember sé ætlunin að inni- haldið verði fjölbreytt, auk sam- þykkta og ályktana frá forystu, einstökum flokksfélögum og af þingi eiga þarna að vera fréttir af flokksstarfinu vítt og breitt um landið, fundum, skemmtunum og ferðalögum, tíðindi af málefn- um byggðarlaga, starfi í sveitar- stjórnum, samtökum launafólks og öðrum félagslegum vettvangi, pistlar og ádrepur um líðandi stund, - og auk þess er lögð áhersla á auglýsingar sem snerta áhugaefni flokksmanna. Fréttabréfið er gefið út í fram- haldi af ýmsum ályktunum flokksfunda síðustu ár og sérstak- lega starfsháttaályktun lands- fundarins síðasta. Það er brotið um í tölvu, keyrt út á geislaprent- ara og offsetfjölritað í Letri, fyrsta tölublaðið 28 myndskreytt- ar síður í a-fjögur broti. Þjóðviljinn fagnar þessum ný- fædda frænda sínum meðal blaða og tímarita og óskar honum langra lífdaga. -m Mál og menning Tímamóta prentgripur Fuglar í náttúru íslands, er ný- komin út hjá Máli og menningu, og þykir þar á ferðinni einhver sá mesti prentgripur sem sést hefur á íslandi. Og þykir vel við hæfi á flmmtíu ára afmæli forlagsins að gefa slíka bók út. Það er Guð- mundur Ólafsson, sem hefur unn- ið verkið, hann skrifar allan texta, teiknar skýringarmyndir, notar skáldskap og þjóðtrú til að gefa efninu sem mesta fyllingu og sjálfur tekur hann allar Ijós- myndir í bókinni, sem margar eru listaverk og þá séstaklega vel unn- ar af hálfu prentsmiðjunnar. „Það liggur í bókinni margra ára vinna og það sem þykir mesta afrekið í þessu tilviki, er að allt skuli vera eins manns verk,“ sagði Halldór Guðmundsson hjá Máli og menningu. „Bókin hefur verið í vinnslu í mörg ár, og Guð- mundur starfað samfellt hjá okk- ur undanfarin tvö ár. Mál og menning vildi gefa út eitthvert virkilega stórt og vandað verk um náttúru íslands, á afmælisárinu og þykir hafa tekist mjög vel. Prentarar mega vera mjög stoltir af því verki sem hér hefur verið unnið, þetta er með því albesta sem gerist. Fyrsta bókin sem kom út hjá Máli og menningu var einnig um náttúru íslands, sést- aklega um Vatnajökul og prýdd einstæðum ljósmyndum. En eftir því sem prentarar hafa sagt mér er þetta stærsta litmyndaverk sem hefur verið unnið á íslandi, hvað varðar brotið, síðufjölda og ljósmyndir. Fuglabókina er auðvitað hægt að fá á afborgun- um. Ég held að hún komi til með að höfða til mikils fjölda fólks, vegna þess hvernig hún er upp- byggð. Bæði vegna ljósmynd- anna og hvernig tökum Guð- mundur tekur efnið. Sjálfur hafði ég takmarkaðan áhuga á fuglum áður en ég kynntist þessari bók,“ sagði Halldór. ekj 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.