Þjóðviljinn - 19.12.1987, Page 3
Ríkisútvarp
Bönnuðu
auglýsingu
HPfékk ekki að auglýsa
bandarískar skýrslur um
StefánJóhann. Formann
útvarpsráðs og ritstjóra
HPgreinir á
Afundi útvarpsráðs í gær var
rætt hvort leyfa ætti svohljóð-
andi auglýsingu frá Helgarpóstin-
um:
„Vildi reka kommana! HP
birtir leyniskýrslur um ráðabrugg
Stefáns Jóhanns og bandaríska
sendiráðsins."
Að sögn Ingu Jónu Þórðar-
dóttur, formanns útvarpsráðs,
var ákveðið að neita að birta
þessa auglýsingu og var sú
ákvörðun byggð á reglum Ríkis-
útvarpsins um efni auglýsinga.
Þær reglur, sem settar voru 1983
samkvæmt útvarpslögum, voru
samdar af útvarpsstjóra og sam-
þykktar af útvarpsráði.
Bannið sagði hún að hefði
einkum verið byggt á tveimur
greinum í reglunum: Annars veg-
ar banni við að í auglýsingum
komi fram menguð ádeila eða
hlutsöm frásögn um stofnanir eða
félagsheildir, hins vegar ákvæði
um að efni tímarita, blaða og
bóka skuli vera með öllu laust við
áróður.
Halldór Halldórsson, ritstjóri
Helgarpóstsins, sagði í samtali
við Þjóðviljann í gærkvöld að
þetta væri ekki í fyrsta sinn sem
auglýsing frá Helgarpóstinum
væri bönnuð í Ríkisútvarpinu.
Hann sagði að tekið hefði verið
við auglýsingunni á auglýsinga-
deild útvarpsins í fyrradag.
Skömmu síðar hefði verið upp-
lýst að hún yrði ekki birt. HP
hefði þá boðist til að þurrka út
setninguna „Vildu reka komm-
ana!“ en það hefði ekki dugað til.
Ekki kannaðist Inga Jóna við
að HP hefði viljað breyta auglýs-
ingunni. Hún hafði eftir útvarps-
stjóra að lagt hefði verið að HP
að breyta auglýsingunni en
stjórnendur hans hefðu ekki vilj-
að það. Þarna stendurstaðhæfing
gegn staðhæfingu.
Halldór á HP gat þess að aug-
lýsingin hefði birst í ríkissjón-
varpinu fyrir fréttir, að vísu ein
og yfirgefin á eftir kyrrum skjá-
auglýsingum, en engu að síður
hefði hún birst óskert.
ÓP
Helgarveðrið
Svipaður hiti
Hjá Veðurstofunni fengust þær
upplýsingar að helgarveðrið
verði svipað veðrinu að undan-
förnu, þ.e. hiti víðast hvar á
landinu.
Að vísu verður austanstrekk-
ingur sunnanlands og jafnvel
slydda fyrir norðan, en hiti verð-
ur á bilinu 5-7 stig, altént sunnan-
og vestanlands. Líkast til mun
enginn landshluti sleppa við ein-
hverja vætu. -ns.
Gullbringa
Þórarinn
allur
Bókaforlagið Gullbringa hefur
nú leyst til sín allar bækur Þórar-
ins Eldjárns utan eina; Ijóðabók-
ina Ydd. Fæst sú bók enn hjá For-
laginu, en upplagið mun senn á
þrotum.
Upplag annarra bóka Þórarins
fer og ört minnkandi hjá bóksöl-
um og eru flestar orðnar illfáan-
legar. HS
Reiðir hafnarverkamenn niðri við Sundahöfn sem hunsuðu árlegt jólaboð urðsson, Sigurður Rúnar Magnússon, Pétur Duffield, Hannes Jónsson og
stjórnar Vöruafgreiðslu Eimskips. Frá vinstri Hilmar Sveinsson, Olafur Sig- Kristján Bernódusson. (Mynd: Sig.).
Hafnarverkamenn
Hunsuðu áriegt jólaboð
Stjórn Vöruafgreiðslu Eimskips telur ekki ástœðu til að greiða þeim jólabónus í ár.
Sigurður Magnússon, trúnaðarmaður: FengumlO þúsund krónur í fyrra.
Pessar aðgerðir okkar upphafið að því sem koma skal
Hátt í tvö hundruð hafnar-
verkamenn sem vinna hjá
Eimskip niðri við Sundahöfn
hunsuðu jólaboð sem stjórn
Vöruafgreiðslunnar hélt starfs-
mönnum félagsins í hádeginu í
gær í Glæsibæ. Þetta gerðu
verkamennirnir í mótmælaskyni
við þá ákvörðun stjórnarinnar að
greiða þeim ekki jólabónus í ár
eins og gert var í fyrra en þá fékk
hver maður 10 þúsund krónur.
Að sögn Sigurðar Rúnars
Magnússonar, aðaltrúnaðar-
manns Dagsbrúnar í Sundahöfn,
er mikill urgur í hafnarverka-
mönnum út af þessari framkomu
stjórnarinnar í garð verkamann-
anna, þrátt fyrir að jólabónusinn
sé ekki í samningum. Ennfremur
sýður í verkamönnunum vegna
þess að þeir starfsmenn sem
fengu kuldagalla eftir 1. sept-
ember í ár, hafa fengið rukkun
upp á tvö þúsund krónur fyrir gal-
lann í þessum mánuði. Telja
verkamennirnir það sýna best lít-
ilsvirðingu stjórnarinnar að
rukka gallagjaldið inn núna, ein-
mitt þegar verkamennirnir þurfa
hvað mest á sínum aurum að
halda í jólamánuðinum sem er út-
gjaldafrekastur allra mánaða á
árinu.
„Við höfum alltaf gengið út frá
því að félagið sjái sóma sinn í því
að gera vel við okkur í lok ársins
eftir vel unnin og giftusamleg
störf á árinu. En það er heldur
betur annað uppi á teningnum í
ár. í fyrra voru rúturnar kjaftfull-
Vaxtaokrið
Skuldimar
tvöfaldast
Háir vextir leggjast við skuldir þeirra sem ekki geta greittþœr
niður. Höfuðstóllinn tvöfaldast á fáum árum
Algengt er að fólk, sem er að
byggja eða kaupa íbúð, taki
verðtryggð bankalán. Þau bera
nú 9,5% vexti. Lánstími er sjald-
naast lengri en 2 ár en ekki er
fátítt að fólk taki ný lán til að
greiða þau gömlu. Geti menn
ekkert lækkað höfuðstól skulda
sinna á sjö og hálfu ári þá hafa
lagst ofan á höfuðstól og verðbæt-
ur vextir sem nema verðgildi
allrar skuldarinnar.
Með öðrum orðum: Á innan
við 8 árum er búið að greiða
jafnvirði skuldarinnar í vexti eða
tvöfalda hana að verðgildi sé ekk-
ert greitt niður af láninu.
Stöðugt hækka vextir og þá
líka vextir á lán eftir að búið er
reikna ofan á þau verðbætur mið-
að við vísitölu. Vextir á verð-
tryggð lán eiga þó að vera óháðir
verðbólgu.
Samkvæmt hagfræðikenning-
um eiga háir vextir að leiða til
minnkandi sóknar í lánsfé. En
þrátt fyrir háa vexti vilja íslend-
ingar stöðugt ný lán. Margir
mega til; fengju þeir ekki peninga
færu þeir yfir um og misstu eignir
sínar á uppboð.
Vextir hærri en 9,5% eru ekki
óalgengir. T.d. bjóða verðbréfa-
salar 14% ávöxtun eða meir og
hljóta því að lána út fé á enn hærri
vöxtum. Hafi menn tekið verð-
tryggt lán á 14% vöxtum og greiði
það 5 árum og 3 mánuðum síðar lánsupphæðina miðað við fast
þá þurfa þeir að greiða tvöfalda verðlag. ÓP
Gullplata í Hallgrímskirkjuturni. Forsvarsmenn Grammsins afhentu
í gær tvöfalda gullplötu uppi í turni Hallgrímskirkju og viðtakandi var
Loftmyndarstjarnan Megas, en plata hans hefur nú selst í 6000 eintökum.
Tuminn þótti við hæfi af ýmsum ástæðum, vegna plötunafnsins, til að tákna
sérstöðu Megasar í heimi dægurlaga og vegna þess að Hallgrímuf Pétursson
og kirkja hans hefur haldið vöku fyrir Megasi og aðdáendum með ýmsum hætt.
Er þess skemmst að minnast að í einni smásögu meistarans tekur turninn á rás
niður Skólavörðuholtið ... (Mynd: KGA)
Laugardagur 19. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
ar af starfsmönnum á leið í þetta
árlega jólaboð, en nú voru þær
tómar, ef undanskildir eru fáeinir
skólastrákar sem skilja það ekki
að verkamenn þurfa að sýna sam-
stöðu ef þeir eiga einhverja að
hafa von um að ná fram sínum
kröfum," sagði Sigurður Rúnar.
Sigurður sagði þessar aðgerðir
hafnarverkamanna aðeins vera
upphafið að enn meiri átökum
sem framundan væru í kjarabar-
áttunni.
- grh
Strœtisvagnar
Góð reynsla
af miðbæjar-
vögnunum
Miðbæjarvagnarnir svoköll-
uðu, þ.e. strætisvagnarnir scm
ganga niður Laugaveginn um
miðjan daginn fólki að kostnað-
arlausu, hafa verið mjög vinsælir
að sögn Harðar Gíslasonar skrif-
stofustjóra Strætisvagna Reykja-
víkur.
í byrjun var aðeins um tilraun
að ræða og var áætlað að vagn-
arnir gengju ganga til áramóta,
en núna er óljóst hvort það verð-
ur eða hvort vagnarnir verða not-
aðir áfram. Þeir hafa létt mjög
undir með hinum vögnunum sem
ganga niður Laugaveginn, því oft
er þvílíkt umferðaröngþveiti að
aksturstími vagnanna hefur
margfaldast.
Að sögn Harðar eykst kostn-
aður Strætisvagna Reykjavíkur
nokkuð við þetta, en öryggis
eykst að sama skapi, þ.e. vagn-
arnir gera hinum kleift að stand-
ast tímaáætlanir.
-ns.
Verslanir
Opið til 22
íkvöld
Sennilega er dagurinn í dag og
Þorláksmessa mestu annadagar í
verslun fyrir jólin. Verslanir
verða opnar til kl. 22 í kvöld, á
mánudag og þriðjudag verður
venjulegur opnunartími, eða til
kl. 18 og á Þorláksmessu verður
opið til kl. 23. Þá verður hægt að
versla til hádegis á aðfangadag.
-ns.