Þjóðviljinn - 19.12.1987, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 19.12.1987, Qupperneq 4
LEIÐARI Annir og appelsínur á alþingi, erill og ferill á verslunargötum, auglýsingaflóö í fjölmiölunum, glöggveislur á vinnustöðum, blessaöar bæk- urnar, og þessi sérstaki glampi í barnsaugum; það er ekkert um að villast og þarf ekki aö líta á dagataliö, jólin eru hinumegin viö horniö. Þessi myrkurhátíð hefur sérlegt gildi fyrir heimamenn á noröurslóöum sem - kristið fólk eöa miöur kristiö- reynum á sjálfum okkur þann grundvöll þeirra aö Ijósiö fer og Ijósið kemur aftur; hér á íslandi hafa jólin lengi veriö aöalhá- tíð ársins og stundum næstum sú eina. Nútíminn hefur gert jólin aö gríöarlegri versl- unarvertíö og í rauninni teygt þannig úr þeim aö viö liggur aö jólahátíöin gleypi allan desemb- ermánuð með ýmislegu brauki og bramli, fleiri og fjölbreytilegri uppákomum. Hátíðasiðir í samfélaginu eru auövitaö á hrey- fingu, - þannig hafa okkur bæst ýmsir jólasiöir síðustu ár sem sumir þeirra ná aö festast í há- tíðahaldinu, aörir eru tískualda sem sjálfsagt fjarar út. Til dæmis eru áóurnefndarglögg- veislur og sá nýi siður á mörgum heimilum aó skreyta gluggana meö sjöarma rafmagnskert- astjaka sem mun kominn frá Svíþjóö með fyrir- mynd úr Jerúsalemmusteri gyöinga. Viö nýjum siðum einsog þessum er ekkert aö segja, - meðan þeir höggva ekki í þann kjarna hátíðarinnar sem hérlendis hefur lengi verið sambræösla af kristilegri hugmyndafræöi og þjóðlegum arfi. Hinsvegar er erfitt að taka brosandi viö ensk- um og amerískum jólasiöum, jólaglingri og jól- aumbúöum sem ganga þvert á íslenskar venjur og flytjast „í skipsförmum völskunum meður“. Þaö er til dæmis engin ástæöa til annars en að halda áfram aö trúa því aö jólasveinarnir séu annaöhvort þrettán eöa einn og átta, þótt þeir hafi sumir fengiö hinn rauða búnaö heilags Nik- ulásar aö láni, - og við vitum vel aö þeir koma gangandi, í mesta lagi meö staf í hendi, ofanúr fjöllum og ekki á hreindýrasleöum af norður- pólnum. Eina samfylgdardýr jólasveinanna á Islandi er jólakötturinn, og sem betur fer meg- urri og megurri meö hverju árinu. Morgunblaðið Sem kunnugt er hefur Morgunblaöiö haft í alþjóð- amálum þá stefnu aö vera nokkrum gráðum til hægri viö algenga meöalskoöun í bandarískum ráöuneyt- um og gengur stundum alllangt af hinum þrengri vegum til að geta verið kaþólskari en páfinn. Morgunblaðið ver leiðara sínum í gær til aö fagna nýafstöðnum og vafasömum kosningum í Suður- Kóreu, og í rauninni væri engin ástæða til annars en að óska blaðinu til hamingju með sigur frambjóð- anda síns þar eystra, - ef ekki væri um leið gengið svo langt að falsa svo staðreyndir í samtímasögu að helst minnir á austræna loftfimleika fyrri ára. Moggi reynir að nota kjörið í Kóreu til að koma því höggi á vonda sandínista í Nicaragua að þar hafi ekki Það er heldur engin þörf á því fyrir verslunar- eigendur og útvarpsstöövar aö kyrja á ensku ofaní íslendinga um einhverja trommuslagara eöa dingilbjöllur til aö örva jólaverslunarskap. í íslensku jólagóssi er nóg af betri söngvum. Þau jól sem viö teljum alíslenskust hafa aö sjálfsögöu þegið ýmislegt kjarnagóss úr öörum stööum. Sjálft jólatréð kom hingaö frá Dan- mörku og heimsumbóliö er þýskt. Hinsvegar er rétt aö gæta fullrar og fastrar íhaldssemi í jóla- siöum og jólaumstangi. Þetta er mikilvægur hluti af sameiginlegum arfi okkar, og þann frum- burðarrétt eigum viö ekki aö selja fyrir amerísk- an baunadisk. og Nicaragua farið fram lýðræðislegar kosningar síðan þeir byltu Somoza árið 1979. Þetta er rangt. Kosningar fóru fram í landinu 4. nóvember 1984. Daniel Ortega var kosinn forseti með 67% atkvæða, og um leið var kosið þjóðþing þarsem fylking sandínista fékk 61 þingmann af 96, og sex önnur samtök skiptu með sér 35 þingsætum. Sérstök alþjóðleg eftirlitsnefnd, sem meðal annars var skipuð fulltrúum frá alþjóðasambandi jafnaðar- manna, úrskurðaði kosningarnar svikalausar og lýðræðislegar. Það er frumskilyrði að hægt sé að rökræða um alþjóðamál án þess að gripið sé til ómerkilegra lyga einsog áðurnefndrar fullyrðingar í leiðara Morgun- blaðsins í gær. _m KUPPTOG Lengi er von á einum Sem betur fer gera sífellt fleiri sér grein fyrir því að starfsemi tónskóla getur kollvarpast ef fjár- lagafrumvarpið fer í gegnum al- þingi óbreytt. í því eru ákvæði um að ríkissjóður hætti að greiða helming kennslulauna tónlistark- ennara og má ætla að án þessa ríkisstyrks þyki rekstur tónskóla of þungur baggi fyrir margan sveitarsjóðinn. Leiðarahöfundur Tímans í gær hefur áttað sig á að ekki er allt með felldu og að kannski sé ríkis- stjórnin á villigötum. Að vísu leiðist honum að menn skuli ræða þessi mál upphátt í stað þess að hvíslast á í skúmaskotum: „Framtíd tónmennta í skóla- kerfinu hefur skyndilega orðið að almennu umrœðuefni, og satt að segja með óvœntum hœtti og þess háttar ákafa sem slettir í allar átt- ir. “ En þrátt fyrir óánægju með há- væra umræðu, sem Þjóðviljanum finnst reyndar vera aílt of veikburða, þá er í Tímaleiðaran- um tekið undir þau sjónarmið að breytingunum skuli frestað: „Þótt þetta atriði sé að sjálf- sögðu liður í stœrra máli sem er heildarsamkomulag um verka- skiptingu ríkis oig sveitarfélaga, þá er ekki þar með sagt að það sé besta lausnin fyrir málefnið sjálft að svo komnu, að ríkið leggi ekk- ertfram til tónlistarskólanna með beinum hœtti eins og verið hefur. Því er rétt, og þarf engu að raska í heildarsamkomulaginu, að beðið sé með að láta þetta ákvæði koma til framkvœmda. Þetta mál þarf nánari athugunar við áður en látið er á það reyna. “ Ogleði her- stöðvaandstæðinga Matthías Á. Mathiesen, núver- andi samgönguráðherra en utan- ríkisráðherra í síðustu stjórn, kom mörgum á óvart á alþingi þegar hann ræddi í fyrradag um flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Margir höfðu búist við að sá ráð- herra, sem bar manna helst pólit- íska ábyrgð á byggingu stöðvar- innar, kæmi með veigamikil rök fyrir því að byggingarkostnaður fór tæpan miljarð fram úr áætlun. Menn urðu hissa að hann skyldi í upphafi ræðu sinnar ráðast að herstöð vaandstæðingum: ,AUt frá upphafi framkvœmda við byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli hafa heyrst gagnrýnisraddir um stöðina. Einkum hafa það verið óánœgðir vinstri menn sem virðast syrgja það einna helst að með flugstöð- inni verður í fyrsta skipti fullur aðskilnaður milli almennrar um- ferðar um flugvöllinn og starfsemi varnarliðsins. Aðstœðurnar fyrir opnun flugstöðvarinnar gáfu þeim tækifœri til að draga upp ranga mynd af sambýli varnar- liðsins og þjóðarinnar. Eftir að- skilnað almennrar flugumferðar og starfsemi varnarliðsins verður ekki unnt að skírskota til þeirrar röngu myndar lengur í áróðri svokallaðra „hernámsandstæð- inga“. Þessu fagna vitaskuld allir aðrir en þeir sem höfðu pólitíska hagsmundi af óbreyttu ástandi. “ Þeim, sem eru nógu stórir í sniðum, tekst oft að lyfta sér upp fyrir dægurþrasið og sjá hlutina í nýju ljósi. Hverri kynslóð er nauðsyn að eiga andlega leiðtoga sem geta greint kjarnann frá hisminu og hjálpað mönnum að ná áttum. Auðvitað þarf óvenju- lega andlega hæfileika til að sjá áð miljarður til eða frá skiptir ekki máli þegar til lengri tíma er litið. Tíminn mun leiða í Ijós að mestu skiptir að úr öllu braskinu og bramboltinu spratt upp flug- stöð en ekki t.a.m. fjós eða haf- skipabryggja. Hér þarf engan helgan Pétur til að hjálpa til við að færa skinnlaust kvikindi í húð- ina. „Eftir að í Ijós kom á síðast- liðnu vori að kostnaður við flug- stöðina var kominn fram úr upphaflegri áætlun var Ríkis- endurskoðun falið að gera úttekt á SKORHÐ byggingarkostnaði og öðrum þáttum í sambandi við fram- kvæmdina. Ein helsta niðurstaða þeirrar könnunar er sú að það markmið hafi náðst að byggja flugstöð sem uppfyllir allar eðli- legar starfrænar og útlitslegar kröfur. Þetta er mergur málsins og það tókst á aðeins 4 árum. Það er á hinn bóginn gagnrýnt í skýrslu Ríkisendurskoðunar hve mikill munur er á raunkostnaði og kostnaðaráœtlun 1981 og það er rót þeirrar umræðu sem nú á sér stað um málið. “ Úrtölumenn sjá ofsjonum í lokin mátti skilja á ræðu- manni að hann væri bara býsna lukkulegur með flugstöðina sína. Það væru bara úrtölumenn sem væru að væla um einn miljarð til eða frá. „Hér er um að ræða fram- kvæmd þar sem unnið var eftir sérstakri samþykkt ríkisstjórnar og á grundvelli sérstakra laga sem sett voru um bygginguna og gerði ráð fyrir sérstakri fjármögnun hennar. í Ijósi framangreinds tel ég það miður að í kringum málið hefur verið þyrlað upp pólitísku mold- viðri þar sem tilgangurinn virðist vera sá að sverta alla þá sem að verkinu hafastaðið. Að hluta tiler hér um að ræða aðgerðir and- stæðinga byggingarinnar, úrtölu- manna sem sjá ofsjónum yfir byggingu flugstöðvarinnar sem þó horfir til heilla fyrir þjóðina. “ Einn miljarður, þúsund milj- ónir! Hvað munar okkur svo sem um einn kepp í miðri sláturtíð- inni? óp þJÖÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, ÓttarProppé. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir). MagnúsH. Gíslason, ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar:EinarÓlason,SigurðurMarHalldórsson. Útlitsteiknarar: SævarGuðbjörnsson, GarðarSigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Utbreiðsla: G. MargrétÓskarsdóttir. i u6i 8*a: Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. nnheimtumenn^BrynjólfurVilhjálmsson.ÓlafurBjörnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 65 kr. Askriftarverð á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.