Þjóðviljinn - 19.12.1987, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 19.12.1987, Qupperneq 7
MENNING PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Rafeindavirkjanám Samkvæmt heimild menntamálaráðuneytisins getur Póst- og símamálastofnunin nú boðið raf- eindavirkjanemum, sem lokið hafa 4. önn í iðn- skóla, til náms á 5. önn á fjarskiptasviði í raf- eindavirkjun. Útskrifast þeir þá með sveinspróf í rafeindavirkjun hjá Póst- og símaskólanum eftir 7. önn og eftir að hafa lokið starfsþjálfun. Ennfremur er hægt að bæta við nemum er lokið hafa 6. önn en þeir munu eftir nám og starfsþjálf- un útskrifast með sveinspróf í rafeindavirkjun eftir 13 mánuði. Starfsþjálfun, sem er fólgin í uppsetningu og við- haldi á mörgum og mismunandi tækjum og kerf- um, fer fram í ýmsum deildum stofnunarinnar í Reykjavík og víðsvegar um landið. Laun eru greidd á námstímanum. Umsóknir, ásamt prófskírteini eða staðfestu afriti af því, berist Póst- og símakólanum fyrir 8. janúar 1988. Gert er ráð fyrir að nám hefjist eigi síðar en 20. janúar 1988. Nánari upplýsingar eru veittar í Póst- og síma- skólanum í síma 91-26000. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Póst- og sím- askólanum, hjá dyravörðum Landssímahússins við Austurvöll og Múlastöðvar við Suðurlands- braut og ennfremur á póst- og símstöðvum. Reykjavík, 16.12.1987 Skólastjóri OA4/ Dregib uor í Jólahappdrætti SRR þ. 5. des. um 10 S0NV SRF-6 ferba- utuarpstæki. Upp komu eftirtalin númpi; 1144 13959 39787 44163 47552 48710 59856 103064 105376 115665 Þar sem útsending mlba dróst é langinn heíur stjórn Sflfl ékuebib, ab su regle giidi um þennan fyrsta drétt, ab dagsetning grefbslu skipti ekki mali. Ef míbi er greiddur uerbur tæklb afhent. Dregib uar suo í annab slnn þ.lO.des. um 10 stk. SOnv D-30 ferbageislaspilara. Upp komu eftirtalin númer. 19155 19581 78812 31263 39424 65772 85089 85659 98833 121327 Dreglb uar i þribja slnn þ.l7.des um 10 stk rafdrifna leikfangabila. Upp komu eftirtalin numer; 17770 26928 30853 41527 71187 78352 94343 99278 102790 108002 Numet gírósebilsins er happdrættisnúmerib og enn er eítir ab draga út 10 MITSUBISHI PflJERO jeppa. 5 stutta og 5 langa, á öbrum degi Jóla, þ.26 des. Dráttur fer fram í belnnl útsendlngu a STOt) 2 ofantalda daga í þættinum 19:19. Þokkum stubning nú sem fyrr. FLUGMÁLASTJÓRN Ritstjóri orðabókar Nefnd sem samgönguráðherra hefur skipað til þess að undirbúa útgáfu nýyrðasafns úr flugmáli óskar að ráða ritstjóra til að starfa með nefndinni að þessu verkefni. Gert er ráð fyrir að verkið taki a.m.k. tvö ár. Ritstjóri verður ráðinn frá 1. febrúar 1988. Umsækjendur um starfið þurfa að hafa góða há- skólamenntun í málfræði, vera sérstaklega vel að sér í íslensku og ensku og hafa reynslu af orðabókarstörfum og tölvuvinnslu. Skriflegar umsóknir ásamt greinargerð um menntun og starfsferil þurfa að berast flugmála- stjóra fyrir 1. janúar 1988. Nánari upplýsingar veitir Pétur Einarsson flug- málastjóri. Sverrir Guðjónsson, Sigurður Sigurjónsson og Lilja Þórisdóttir í hlutverkum sínum í brúðkaupsveislunni. Vesalingarnir Stórsýning hjá Þjóðleikhúsinu Fangar höggva grjót þang- að til hugur þeirra er orðinn að steini, vændiskonurdingla einsog skrokkar í sláturhúsi og selja sig hæstbjóðanda, lítið barn hamast við að skrúbba gömul tréborð og stelst tíl að komast í burtu í söng. Á kránni safnast fólk úr ólíkum stéttum og veit ekki hvert af öðru fyrr en ölið svífur á það, götubardagar þarsem barist er uppá líf og dauða: Um brauðið. Götulíf þarsem vesalingar sjást ekki inní margvöfðum skítugum dulum og betlarar rétta fram afhög- gna hönd; ungirmenntamenn úrfínni hverfum gera sérferð til að stúdera mannlífið, leyni- fundirelskenda, líkræningjarí holræsum, ung konadeyrán þess að vita hvernig ungu barni reiðir af í þessum heimi; og efasemdir þess sem eftir lifði. Hver mynd geymir heila sögu og hver persóna er stór í smæð sinni. Inní umfangsmikla þjóðfé- lagslýsingu fléttast hugljúf ástar- saga og sagan um það, að það þarf að þora, til að vera maður. Skáldsagan Vesalingarnir, eftir Victor Hugo hefur verið færð í búning söngleiks, eða öllu heldur nútímaóperu. En sagan er með mest lesnu skáldsagnaverk- um og margar persónur leiksins vel þekktar: Afbrotamaðurinn Jean Valjean, sem er á stöðugum flótta undan fortíðinni, lögreglu- maðurinn Javert sem sífellt leitar hans, hin ólánsama Fantine og Cosette, dóttir hennar, ungu uppreisnarmennirnir og hörmu- leg örlög þeirra. Sagan er í senn glæpareyfari og víðfeðm þjóðfé- laglýsing. Höfundum söng- leiksins, Alain Boubil og Claude- Michel Scönberg, sem samdi tónlistina, þykir hafa tekist að halda aðalatriðum til skila. Og tóniistin er kapítuli út af fyrir sig. A annan dagjóla Pjóðleikhúsið frumsýnir á ann- an dag jóla, söngleikinn Vesal- ingana. Böðvar Guðmundsson gerði íslenska þýðingu. Benedikt Árnason er leikstjóri, hljóm- sveitarstjóri er Snæbjörn Jóns- son, Agnes Löve æfingastjóri tónlistar og dansahöfundur er Ingibjörg Björnsdóttir. Karl Aspelund gerir leikmynd og bún- inga, lýsing er eftir Pál Ragnars- son, en hljóðblöndun er verk eftir Jonathan Dean. Um þrjátíu leikarar koma fram í sýningunni og leikur hver um sig fjölda hlutverka, en með hlut- verk aðalpersónanna fara Egill Ólafsson, Jóhann Sigurðarson, Sverrir Guðjónsson, Sigrún Wa- age, Edda Heiðrún Backman, Sigurður Sigurjónsson, Aðal- steinn Bergdal, Ragnheiður Steindórsdóttir og Lilja Þóris- dóttir. Þá tekur hljomsveit Þjóðleik- hússins þátt í sýningunni. Vesalingarnir, úti um allan heim Vesalingarnir hafa vakið mikla athygli bæði í London og New' York á síðustu misserum og sýn- ast líklegir tilað slá öll fyrri að- sóknarmet, að Músagildrunni ignheiður Steindórsdóttir er fremst á myndinni, en í bakgrunni eru m.a. Tinna innlaugsdóttir, Lilja Þórisdóttir og Helga Jónsdóttir. Qr mundirr>or arn Eal/nor A oafinm i KAinriir Qin 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. desember 1987 Söngurinn um Kráarhaldarann. Það er kona hans sem syngur, leikin af Lilju Þórisdóttur. Aðrir á myndinni eru m.a. Tinna Gunnlaugsdóttir, Pálmi Gestsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Valgeir Skagfjörð, Guðrún Bjarnadóttir, Hákon Waage, Helga Jónsdóttir, Ása Svavarsdóttir og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. hugsanlega frátalinni, sem enn gengur í London, orðin fertug. Þetta þykir einhver besti söng- leikur sem fram hefur komið í langan tíma. Annars er ekki rétt að tala um söngleik í þessu sam- bandi, en óperu þarsem, allt er sungið og auk þess nýtist höfund- um verksins hið klassíska óperu- form og allur hefðbundinn tón- listargaldur þess forms til að skapa margslungna og áhrifa- mikla sýningu. Það gerir Vesal- ingana að óvenjulegum söngleik, ásamt kraftmikilli tónlist og heil- landi sögur og þykir ástæðan fyrir gífurvinsældum verksins. Þessi söngleikur kom fyrst fram í París 1980 og var sýndur þar í íþróttahöll og áhorfendur urðu um hálf milljón. 1985 var verkið svo frumsýnt af The Royal Shakespeare Company í Barbican-leikhúsinu í London í nýrri og breyttri gerð. Sú útgáfa er að koma á dagskrá leikhúsa Egill Ólafsson og Ragnheiður Steindórsdóttir í hlutverkum Jean Valjean og um allan heim. eKÍ Faúne. Byltingin í fullum gangi Benedikt Árnason er leik- stjóri Vesalinganna. En hann er að góðu kunnur, bæði fyrir leikog leikstjórn. Benediktvar tekinn örspjalii. „Þaðergam- an að stjórna svona stórri sýn- ingu. En kostar þolinmæði og andvökunætur. Þetta hefur verið ómæld vinna, hjá öllum, sem koma við sögu, og kost- að angistarfulla daga og næt- ur. En nú þegar sýningin er næstum í höfn, held ég að öll þessi vinna hafi margborgað sig. Það eru ótrúlega margir þræðir sem þarf að hnýta saman; í söngleik hvílir geysi- mikið á músíkinni og hjálpartil með túlkun. Agnes Löve hefur undirbúið það í hendurnar á hljómsveitarstjóra. Lýsing, leiktjöld, búningar, hljóðsetn- ing, leikur; allt þarf að bera að samabrunni." Erþessi uppfœrsla hin sama og í London og New York? „Nei, við förum okkar eigin leiðir, þó hún sé um margt svip- uð. í upphafi áttum við að hafa „pakkadíl", einsog ekki er óal- gengt þegar um svona stykki er að ræða, en við losnuðum undan ákveðnum kvöðum. En tónlist- inni fylgja útsetningar á lögum og hljóðmaður sem starfar við sýn- inguna, fylgir með. Ég vil líka vekja athygli á þýðingu Böðvars Guðmundssonar, sem er meistar- avel gerð. Og hefur náð anda verksins, sem einkennist af róm- antík, baráttugleði og húmor." Viltu segja eitthvað umpersónu- legar áherslur í leikstjórn? „Ég reyni að vera upphaflega höfundi trúr og koma sögunni til skila á sem skilmerkilegastan hátt. Reyni að draga fram skil milli skugga og birtu. Ég skoðaði mikið af málverkum frá þessum tíma, til að fá andann yfir mig.“ Hvaða erindi eiga Vesalingarnir til okkar? „Það stórkostlega er, að þessi franska bylting er í fullum gangi enn, þó hún sé mýkri. Meirihluti heimsins býr við sult og seyru og misrétti afskaplega víða. Það hef- ur ekki svo mikið breyst þegar á allt er litið. Og rómantíkin og aðrar grundvallartilfinningar mannlegs lífs eru alltaf samar við sig og höfða til fólks. Þetta verk vekur okkur til margra hugsana, bæði þeirra sem liggja nálægt okkur og þeirra sem eru yfir- gripsmeiri. Lífið er stöðug bar- átta. Menn eru enn dæmdir fyrir jafn lítinn hlut og að stela brauði. Og þeir eru margir sem hleypa ekki að einum einasta efa um að þeirra hugsun sé þeirra eina rétta.“ ekj.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.