Þjóðviljinn - 19.12.1987, Side 8

Þjóðviljinn - 19.12.1987, Side 8
Helga Einarsdóttir skrifar um barnabækur Spenna með boðskap Iðunn Steinsdóttir Olla og Pési Búi Kristjánsson gerði myndir Rv., AB, 1987 Sagan segir frá Ollu, sem er yfirgefin af móður sinni og alin upp hjá þrem feðgum, og Pésa vini hennar. Hann er blakkur kjörsonur efnaðra, menntaðra og „meðvitaðra“ hjóna. Einnig koma fjölskyldur þeirra beggja við sögu, svo og fleira fólk. Við fylgjumst með Ollu, leikjum hennar innan túngirðing- ar á býli „afa“ síns, fyrsta skóla- degi, kynnum við hrekkjusvín og þorpara o.s.frv. Ævintýrin gerast allsvakaleg er á líður, en allt endar vel. Bókin er skrifuð í einhverskon- ar ýkjustíl. Persónur og atburðir í bókinni eru stórkostlegir í meira lagi. Margar persónur bókarinn- ar eru fáránlega ljótar, eða „týp- ur“ án persónueinkenna, nema hvort tveggja sé. Sem dæmi má nefna Bessa skúffukjaft, Skálda, trúuðu konuna með hreinlætis- æðið og bófana. Jafnaðarmerki er þó alis ekki sett milli þess að vera ljótur og vera vondur og sumir þeir slæmu eru það e.t.v. fyrst og fremst vegna erfiðra að- stæðna í bernsku og geta jafnvel átt til skárri hliðar. Mér finnst dálítið erfitt að átta mig á þessari. Hún er ekki öll þar sem hún er séð. Við fyrstu sýn fannst mér hún vera spennusaga fyrir krakka með hálf groddalegri fyndni og mannlýsingum. Við nánari athugun leynist þó sitth- vað annað í henni. Höfundur hef- ur ákveðinn boðskap að flytja. Borgarlíf og meðvitaðar menntakonur (sbr. mamma Pésa og vinkonur hennar) eiga ekki upp á pallborðið hjá höfundi. Hið einfalda gamaldags sveitalíf þar sem menn lifðu af því sem landið gaf í nánum tengslum við náttúruna er höf. að skapi. Meira að segja hinn forni klæðnaður, þæfð lopapeysa og vaðmálsbux- ur, er tekinn góður og gildur, þótt það sé nú á flestra vitorði að hann er ákaflega óhentugur í íslenskri veðráttu. Og m.a. kemur það vel fram í sögunni að góð móðir þarf ekki endilega að vera kvenkyns, og að dálítill sóðaskapur og drasl er ekkert lakara en hreinlæti, röð og regla. Bókin um Ollu og Pésa er mjög spennandi og lífleg, og áreiðan- lega finnst börnum hún fyndin. Höfundur kemur líka ýmsum góðum boðskap til skila. Mér finnst þó stundum skotið yfir markið, og lýsingar og frásagnir verða einum of grófgerðar og yfirborðskenndar. Hvers vegna þarf t.d. konan sem fer til Amer- íku endilega að skrifa svona vit- lausa starfsetningu? Og því er bófinn með svona ógurlega grófa rödd? Myndir Búa Kristjánssonar eru svo sem ekki grófari en text- inn gefur til kynna. Það er að vísu enginn fallegur nema hesturinn. En mikið skelfing leiðist mér hvernig augu hann teiknar í fólk. Það færi betur á að hann setti hestsaugu í mannfólkið og hætti að hafa mannsaugun eins og í hundinum sem var með augu eins stór og Sívaliturn (H. C Ander- sen). Pappír, prent og prófarkalest- ur eru í besta lagi. Bókin er fyrir um það bil sex til ellefu ára. ÞRJU URVALS UTSJONVORP FRA SAMSUNG A SERSTOKU JOLAVERÐI SEM GILDIR w jr AÐEINS TIL ARAMOTA CB-528 20 TOMMU MEÐ ÞRÁÐLAUSRI FJARSTÝRINGU Monitor útlit. Tvöfalt hátalarakerfi Sjálfvirkur stöðvarleitari. Heyrnartólsútgangur. Bein videotenging (monitor eiginleikar). Og margt fleira. 29.850,- stgr. CB-38916 TOMMU MEÐ ÞRÁÐLAUSRI FJARSTÝRINGU in-line myndlampi Rafeindastýrður sjálfleitari. Snertitakkar. Heyrnartólsútgangur. Þráðlaus fjarstýring. 24.980,-stgr. JAPIS8 BRAUTARHOLT 2 • KRINGLAN • SlMI 27133 CB-347 14 TOMMU in-line myndlampi Monitor útlit. Bein video-/tölvutenging Heyrnartólsútgangur. Sjálfvirk fínstilling. 19.900,-stgr. ■c •2,

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.