Þjóðviljinn - 19.12.1987, Page 12
J &
Vér íslands böm flytur efni af
sama toga og fsienskt manniíf:
listrænar frásagnir af íslenskum
örlögum og eftirmínnílegum at-
burðum, sem reistar eru á
traustum, sögulegum grunni og
ítarlegri heímildakönnun.
Jón Helgason kunní öðmm
betur að glæða líðna sögu lífi, og
gilti þá einu hvort viðfangsefni
hans vom æðstu valdsmenn
þjóðarinnar eða umkomulausir
kotungar.
Jón Helgason „fer listamanns-
höndum um efni sítt, byggir eíns
og lístamaður af þeim efnivið,
sem hann dregur saman sem
vísíndamaður," eins og dr.
Kristján Eldjárn komst að orðí í
ritdómí.
Fyrir fáum ámm kom út
fyrsta bindi þessa glæsilega
bókaflokks, og fjallaði það um
íslenska stjórnmálaskömnga
sem sett höfðu svip á öldina.
Bókin hlaut afburða góðar við-
tökur lesenda jafnt sem gagn-
rýnenda. Hér er haldið áfram
þar sem frá var horftð og hafið
að segja frá íslenskum athafna-
mönnum. Sumir brutu sér leið
úr fátækt, aðrir vom bornir til
auðs og metorða.
En hvetjir vom þessir menn?
Hvað var það sem greindi þá frá
fjöldanum og gerði þá að um-
svifamiklum kaupsýslu- og at-
hafnamönnum, framvörðum
nýrra tíma til sjávar og sveíta?
Þeir settu svip á öldina er
ómetanlegt framlag til íslenskr-
ar atvinnusögu.
Ritstjóri: Gils Guðmundsson
Með þessari bók lýkur þriggja
binda safní heimildaþátta þess-
ara. Hannes Pétursson þræðir á
margslungínn hátt örlagavegu
kynslóðanna og segir frá at-
burðum og lífshlaupi, sem
fáum hefði komið í hug að fyrir-
fyndust meðal íslendinga. Lesa
má um hermann í sveitum sem
börðust gegn Napóleoni, fátæk-
an pilt sem dó í hárri elli auðug-
ur hóteleigandi í Vesturheimí,
Skúla Bergþórsson á Meyjar-
landí á Reykjaströnd, eitt síð-
asta rímnaskáldíð og ótal fleíri
einstaklinga, sem vekja jafnt
aðdáun lesandans sem forvitni.
Hannes Pétursson fylgir af
festu kröfum heimíldarþáttarins
um nákvæmní og trúleik við
sannfræði. En um leið kann
hann að gæða nöfn og þurrar
staðreyndir Hfi og lit. í þáttum
hans stíga fram úr rökkri tímans
karlar og konur fyrri kynslóða,
hver með sínum sérkennum.
Þetta fólk verður lesandanum
ofi; engu síður minnilegt en
samferðamennírnir hér og nú.
Sem fyrr kennir margra grasa
í safni Gests. íslenskur fróðleik-
ur gamall sem nýr er hér færður
í búning ritleikní og smekkvísi
undir ritstjórn Gils Guðmunds-
sonar.
Hér má Iesa um Bessastaða-
ferð Þorsteíns Erlingssonar
skálds, forna trú á byggð úti-
legumanna í „huldum pláss-
um“, lífið á Hornströndum fyrr á
öldinni og störf lögreglunnar í
Reykjavík í upphafi aldar svo
stiklað sé á stóru.
Það er óhætt að segja að í
frásögnum þessa bíndis kenni
margra grasa. Við kynnumst hér
hversdagslffi fólks og lífsbaráttu
og fáum líka ávæning af sögu-
Iegum tíðindum í Iandinu. Þætt-
ir af þessu tagi verða mörgum
hugtækur lestur og þeir kunna
að reynast því verðmætari sem
lengra líður og þjóðlífið tekur
meíri stakkaskiptum.
’ ^'sskípt
'&sf*
!ÐUNN
s