Þjóðviljinn - 19.12.1987, Qupperneq 13
Sveinn Bergsveinsson
Smásögur
eftir Svein
Bergsveins-
son
Eylönd heitir safn smásagna eftir
Svein Bergsveinsson sem höf-
undurgefurútsjálfur.
Dr. Sveinn Bergsveinsson er
kunnur fræðimaður og starfaði
um langt skeið við kennslu í ís-
lenskum fræðum við Humb-
oldtháskólann í Berlín. Hann
varð áttræður á þessu ári.
í bókinni eru smásögur skrif-
aðar á um það bil fjórum ára-
tugum, sú elsta frá árinu 1939.
Sumar sagnanna gerast á erlendri
grund, aðrar kannski í íslenskum
afdölum og jafnan er stutt í kímni
í stflnum - en þess má geta að
Sveinn hefur lagt mjög stund á
gamanmál, skrifaði m.a. árum
saman í skopblaðið Spegilinn.
Árið 1982 gaf Sveinn út
„Stuttljóð" - heimspekileg og
gamansöm smáþjóð.
Dúi Másson
Guli
jakkafata-
madurinn
Ævintýri gula jakkafata-
mannsins, heitirnýútkomin bók
eftir Dúa Másson. Bókin skiptist í
tvo hluta og inniheldur sá fyrri
„Ævintýri gulajakkafatamanns-
ins“, þrjár litríkar furðursögur um
títtnefndanjakkafatamann, en
hinn „Bensínljóð", sem saman-
stendur af þremur Ijóðum um
draumkenndan borgarveruleika.
Dúi Másson er tuttugu og fimm
ára gamall Reykvíkingur og
leggur stund á söngnám og leik-
list. „Ævintýri gula jakkafata-
mannsins" er fyrsta bók höfund-
ar. Hún er myndskreytt af Guð-
rúnu Lilju Gunnlaugsdóttur.
Bókin er 32 blaðsíður að stærð,
gefin út af „Skellandi hurðum
slamm h/f“ og unnin í Prents-
miðjunni Stensli h/f.
MINNING
Hrólfur Ingólfsson
Fæddur 20. desember 1917 - dáinn 31. maí 1984
Mín elsta minning um Hrólí
frænda er trúlega úr frum-
bernsku: Þeir standa í hálfhring
við orgelið heima íTungu, Hrólf-
ur, Kiddi heitinn bróðir hans og
Heimir bróðir, varla nema tán-
ingur, í jakkafötum eins og hinir.
Pabbi stígur hljóðfærið og syngur
ótrúlega háan en þó hæverskan
tenór. Hrólfur drynur bassann
með hökuna undir og hendur á
bak og efst gellur Kiddi frændi
sinni tæru og þróttmiklu röddu
sem er full af innlifun. Þeir syngj a
hvert lagið eftir annað: Inga Té,
Fúsa, Fjárlögin - Stein Stefáns-
son sjálfan.
Og svo koma mamma og Olla
heitin hans Hrólfs blaðskellandi
inn í minninguna með kaffið. I
stofunni ríkir eftirvænting og
gleði; menn eru heitir eftir söng-
inn og háværir.
Frændfólkið kom öðru hvoru í
heimsókn í dentíð fyrir 1960. Ég
hlakkaði sérstaklega til heim-
sókna Hrólfs. Þau Olla áttu 4
krakka og við Bryndís vorum
mestu mátar, hún bara árinu
yngri en ég. Auðvitað voru þess-
ar heimsóknir alltof fáar enda bjó
fólkið í Vestmannaeyjum. Én
það er einhver birta yfir þeim í
minningunni, næstum einsog að
fá sólina beint í augun. Og mikill
söngur inni á skrifstofu, söngur
sem ennþá ómar inni í kollinum á
mér.
Seinna varð Hrólfur frændi
bæjarstjóri heima á Seyðisfirði.
Það mun hafa verið laust fyrir
upphaf bítlaaldar. Ég man hvern-
ig hann smeygði sér úr bæjar-
stjórajakkanum, hengdi upp
bæjarstjórahattinn og skaut sér
inn í eldhúskrókinn með kaffið
og laus axlaböndin. Þá sagði
hann sögur, fór með vísur, sagði
brandara, hló svo að skríkti í hon-
um, góðlega stríðinn, húmorísk-
ur andi. Frændi var þá giftur
seinni konu sinni, hinni góðu
konu Hrefnu Sveinsdóttur. Þau
höfðu sest að á Túngötunni og
bjuggu þar allan tímann sem þau
gistu Seyðisfjörð. Við Bryndís
vorum ennþá mestu mátar, nú í
stretsbuxum og bítlaskóm.
En tíminn leið og beið ekki
eftir neinum.
Eftir að mamma dó varð Tún-
gatan mitt annað heimili. Þar var
ég alltaf velkominn og ég sótti í
Túngötuna. Hjá Hrólfi var dá-
lítið svipuð stemmning og í kring-
um mömmu - enda systkin. Það
var þulurinn sem spinnur
stemmninguna eins og gamlar
konur spunnu band - áreynslu-
laust, ósjálfrátt.
Einu sinni sagði frændi við mig
í eldhúsinu í Túngötunni:
„ Já, það er nú með þig frændi
sagð'ann, „þú ert svona eins og
kötturinn sem fór sínar eigin
leiðir.“
Ég hló, því að glettnin var
komin í augun á frænda mínum
aftur.
En oft varð mér hugsað til þess-
ara orða hans síðar. Hann skildi
svo vel þörfina fyrir að breyta til,
stokka upp, reyna nýjar leiðir, yf-
irgefa allt - nema óöryggið.
Seinna þegar undirritaður var
að látast vera listamaður og þótti
allóborgaralegur orðinn, sagði
Hrólfur frændi og skellti í góm:
„Uss, strákurinn er bara að gera
það sem okkur langaði alla til að
gera!“ Og þarmeð var það af-
greitt mál.
Löngu seinna þegar ég var að
fara mínar eigin leiðir undir tíð-
armerkjunum: Friður og ást, þá
var ég mikið til hættur að
heimsækja frændfólk mitt og
raunar fjölskyldu yfirhöfuð. Það
var einsog maður hefði einhverja
þörf fyrir að losa sig undan áhrif-
unum. Að leita að sjálfum sér
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
hefur þetta stundum verið kallað.
Æ síðan hefur samband mitt við
skyldfólkið sem eitt sinn bjó á
Túngötunni verið í öfugu hlutfalli
við væntumþykju mína í þann
garð.
Þegar ég hitti Hrólf frænda á
ættarmótinu í fyrra lét sú hugsun
mig ekki í friði að þetta væri síð-
asta tækifærið mitt að tala við
hann í þessu lífi. Og ég lét það
ganga mér úr greipum.
Þegar ég var að kveðja hann
langaði mig til að faðma hann að
mér þar sem hann sat óbugaður í
hjólastólnum og þakka honum
fyrir allt. En hver vill vera með
hrakspár? Þess í stað muldraði ég
eitthvað, líklega að við ættum nú
eftir að hittast oft aftur. Frændi
glotti stríðnislega og nikkaði til
mín.
Og nú er hann farinn. En mynd
hans stendur í spegli mínum.
Myndin af litlum dreng á Vak-
ursstöðum í Vopnafirði sem er að
kljást við Stóra bola, þann sem
mamma sagði mér svo oft frá.
Myndin af ungum bankamanni
á Seyðisfirði sem stífgreiðir upp
og er spretthlaupari, fljótastur
allra að hlaupa.
Myndin af forstjóranum í
Eyjum sem kom í heimsókn með
fjölskylduna og söng við orgelið
heima.
Myndin af bæjarstjóranum á
Seyðisfirði sem tók lítinn móður-
lausan frænda undir sinn vernd-
arvæng og lagði það á sig að
tjónka við hans torræðu kenjar,
alltaf í góðu - merkilegt nokk.
Myndin af sveitarstjóranum í
Mosfellssveit sem missti heilsuna
og lá fyrir dauðanum dögum og
vikum saman en náði sér aftur -
þó aldrei alveg.
Ertu nú farinn, frœndi minn,
fyrirgefðu rœktarleysið.
Er nú horfinn andi þinn,
yfir í holds og jarðarleysið.
Eilífðin þykir ekki verst,
attdans vegir tnargir, breiðir.
Þar mun frœndum finnast best
að fara sínar eigin leiðir.
San Francisco, sumarið 1984
Ingólfur Steinsson
P.S. Þessi grein komst aldrei til
skila en í dag, 20. desember, hefði
Hrólfur átt 70 ára afmœli og því
birtist greinin nú.
Ég veit hvar
jólagjöfin
fæst
Gefðu vandaða gjöf sem kemur að gagni
■elecbnc
ps-xi
Pela- og barnamatshitari
Litir: rauður/blár. Kr. 1.650.
Vöflujárn með hitastilli.
Kr. 3.170
Kaffivél, 1-10 bolla.
Fallegt útlit. Kr. 2.590
Eggjasjóðari. Kr. 1.660
Krullujárn með blæstri.
3 gerðir. Verð frá kr. 2.195
Kraftmiklir 1000 watta
hárblásarar.
Verð kr. 1.315
Einar Farestveit&Co.hf.
BORGARTUN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BILASTÆÐI
I m inarHa/m* ■*