Þjóðviljinn - 20.12.1987, Síða 2
------SPURNING----
VIKUNNAR
Er gaman aö vera jóla-
sveinn?
Askasleikir: Það er alveg dá-
samlegt - 352 daga á ári. Liggja í
leti og gera ekki nokkurn skapaö-
an hlut. Svo þarf maður að
dressa sig upp og koma í bæinn
og leika einhevrn hálfvita....
Gluggagærgr: Hvernig fyndist
þér að leika heimskan, hlægi-
legan kall? Ha?
Þorsteinn, fertugur: Á þessu
stigi málsins get ég ekkert um
það sagt fyrren ríkisstjórnin í
heild hefur tekið afstöðu til máls-
ins á breiðum grundvelli....
4 dagar
til jóla!
Enn eru jólasveinar aö koma
til byggða og hér styðst einn
þeirra ferðalúinn við stafinn
sinn. Sú sem teiknaði heitir
Salka Guðmundsdóttir og býr
á Kirkjuteigi í Reykjavík.
Dándimaður vikunnan
SKAÐI SKRIFAR
Skaðinn skeður - œsispennandi
enduiminningar
Ég, Skaði, verð seint þreyttur á því að rifja upp fyrir lesendur
mína endurminningabrot úr bernsku minni í túninu heima, gras-
aferðunum uppí hlíðina þar sem dálitlir spörfuglar vöppuðu um
glaðir í bragði. Þetta var á þeirri tíð þegar allt var óbreytt, fjöll og
menn, frá því í árdaga, og uppgjörið víðsfjarri. Þegar ég, Skaði,
var lítill drengur og hafði ekki kynnst þeim brimöldum sem gera
svo vandratað í veröldinni; þegar aldnir höfðu ennþá orðið og
mannkærleikurinn var í aðalhlutverki. Þá var nú gaman að vera
til í annríki fábreyttra daga, þegar litríkt fólk og fleiri kynlegir
kvistir sóttu okkur heim í fásinnið.
Svo óx ég úr grasi með glitrandi vonir, einsog gengur, hleypti
heimdraganum og fór út í hinn stóra heim. Og nú, öllum þess-
um árum síðar hef ég, Skaði, komist að þeirri niðurstöðu að
tímabært sé að skrifa endurminningar mínar.
Þessvegna er ég sjálfur dándimaður vikunnar að þessu
sinni.
Ég hef sosum aldrei verið gefinn fyrir hið talaða orð, ekki fram
úr hófi a.m.k. ég læt verkin tala, eins og ég segi iðulega við
félaga mína í heita pottinum þegar þeir hafa þrasað heila
morgunstund, t.d. um innflutning á vatnsbílum eða vaxtarlag
konunnar hans Lúlla.
Þannig hef ég alla mína tíð reynt að fylgja þeirri gullnu
lífsreglu sem ég nam við kné langalangömmu minnar: Þegiðu
drengur minn og farðu að vinna! Þetta sagði nú gamla konan og
hún vissi hvað hún söng. Lífsskoðun mín mótaðist af þessari
gullnu reglu langalangömmu minnar, plús það sem ég lærði
síðar í bréfaskóla Heimdallar um einstaklingsfrelsi, menningar-
arfann og föðurlandið.
En ævisaga mín verður alveg áreiðanlega nógu krassandi til
að þjóðin vilji kaupa hana: Ég hef þegar afráðið að gifta mig,
skilja, gifta mig aftur, flytja til útlanda, ganga í frönsku útlending-
ahersveitina, skilja aftur, kynnast frægu fólki, gerast kvik-
myndaleikari, aflakóngurog athafnamaður, hugsanlega giftast
í járiðja skipti, ræna banka, halda við Díönu prinsessu, flytja
fyrirlestra um hormónabreytingar kvenna og drykkjusýki þjóð-
arinnar, synda yfir tjörnina, fara út í pólitík...
Og titill bókarinnar er líka ákveðinn eins og innihaldið og
hann er svo sannarlega byggður á áreiðanlegum heimildum:
Þegar ég var rétt kominn úr móðurkviði, stundi móðir mín
þunglega: Ojæja, þá er skaðinn skeður.
Skaðinn skeður, lífssaga Skaða, mun fara sigurför um allar
sveitir landsins, gagnrýnendur halda ekki vatni, Valgerður á
Stöð 2 á loksins ekki eitt einasta orð og Skaðinn skeður verður
tilefnið til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Skaðinn skeður mun fjalla um allt það sem ég, Skaði, hef
hugsað mér að gera í ellinni. Hún verður tímamótaverk.
Eg mun ekki fara með löndum, heldur úthúða öllum þeim
skíthælum sem ég hef kynnst um ævina, dásama fegurðardís-
irnar; skrifa bersöglislýsingar af ástamálum mínum og loksins,
loksins viðurkenna allt um fjárglæfri mína.
Vitanlega mun ég gæta þess að hafa endurminningar mínar í
a.m.k. tíu eða ellefu bindum, enda verður ævi minni ekki gerð
skil með öðru móti, eftir öll þau ævintýr og ævintýr ekki sem ég,
Skaði, hef upplifað.
Það mun hrikta í mörgum tanngarðinum þegar Skaðinn
skeður kemur út, fjölmargar blómarósir roðna í vöngum og
ýmsir krimmar panta sér far út.
Þessi pistill er uppspuni höfundarins. Engir atburðir eða per-
sónur sem þar er lýst eiga sér stoð í veruleikanum. Ef einhver
þykist kannast við sjálfan sig eða aðra er það fullkomin tilviljun.
„Það var lagið, Lúlli! Þú ert að ná því!!! Ekki „Vitaskuld hefur það sína ókosti að bua i gler-
gefast upp!“ húsi... en þú ættir að sjá fuglana þegar peir
lenda á því!“
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. desember 1987