Þjóðviljinn - 20.12.1987, Qupperneq 3
Ekki hægt að kynnast fólki nema að setja ímyndunaraflið í gang
Hringsól er nýjasta bók Álf-
rúnarGunnlaugsdóttur, en
hún hefur áöur gefið út smá-
sagnasafn og skáldsöguna,
Þel. Álfrún er bókmennta-
fræðingur og doktor í ridd-
arasögum. Hún býrútá Sel-
tjarnarnesi, og sjórinn leikur
við fugla í fjöruborðinu. Hér
hlýtur að vera gott að skrifa.
„Fyrstfannstmérgróðurs-
nautt hér um slóðir, en ég er
búin að skjóta rótum. Og það
er mikið líf svona nálægt sjón-
um.“
Hvaðan koma sögupersónur
þínar?
Þær einsog birtast mér og eru
hreinn tilbúningur. Sagan er ekki
byggð á eigin reynslu ef þú ert að
fiska eftir því. Persónurnar verða
til fyrst, í kjölfarið koma svo hug-
myndir. Ég þarf samt að hafa
fyrir því að kynnast þessum pers-
ónum, hugsa um þær og finna ná-
lægð þeirra. Pær mótast smám
saman. Tengsl milli þeirra eru
mikilvæg. En glíman við þær get-
ur verið erfið. Þæer eru ekki
gagnsæjar, ekki frekar en lifandi
fólk. Og fólki kynnist maður ekki
nema setja í gang ímyndunarafl-
ið. En skáldsagnapersónur lúta
þó öðrum lögmálum; þær þurfa
að vera mun samkvæmari sjálfum
sér en lifandi manneskjur. Skáld-
skapur verður að búa yfir sam-
ræmingu sem lífið hefur ekki.
Jafnvægi. Og listamenn gera það
almennt, að brjóta upp fyrra
jafnvægi til að búa til nýtt. Það
sést eftilvill best í málaralist.
En afhverju verður skáldskapur
til. Er það aðferð til að henda
reiður á lífinu? Búa sér til heims-
mynd?
Ýmsum höfundum líður vel í
heimi sem þeir skapa og þar sem
þeir ráða ferðinni. Ég vil síður
ráða yfir því sem ég er að gera.
Skáldskapur er ekki nema að
vissu leyti bandamaður rökhyggj-
unnar. Eins og oft er talað um,
taka persónur eða efni óvænta
stefnu.
Hvað gerist þá ef þú reynir að
kúga persónu þína?
Það myndast togstreita og ég
neyðist til að láta í minni pokann,
leyfa efninu að ná tökum á mér.
En það gerist hægt. Enda starfar
hugurinn mjög hægt. Það er þó
alltaf gert ráð fyrir hinu gagn-
stæða, samanber hvernig kennslu
er hagað. Nemendur eru látnir
taka við svo miklu á stuttum
tíma, að þeir geta ekki almenni-
lega unnið úr námsefninu og
tekið afstöðu til þess.
Þú notar tímann á sérstakan
hátt.
Tíminn er oft myndir og
skynjun sem maður man. Og um-
breytir. Maður nær svosem ekki
tökum á forstíðinni en neitar ef-
tilvill að viðurkenna það. Að
skrifa er líka tilraun til að sjá vissa
hluti í samhengi, jafnvel þó mað-
ur viti að það er ekki hægt. Tím-
inn er i raun óskapnaður. Við
búum sjálf til tímaviðmiðanir
okkar og rekumst svo harkalega á
þær, því við lifum tímann öðru-
vísi en við setjum hann upp. Allir
kannast við hvað tíminn líður
hægt þegar maður er barn,
geysist svo áfram eftir því sem
árunum fjölgar. Kannski viljum
við líka skipuleggja líf okkar of
mikið. Fæstir geta hugsað sér að
láta hverjum degi nægja sína
þjáningu. Við höldum að við get-
um komið skipulagi á lífið, en
erum svo ekki gerendur þegar til
kastanna kemur. Það er árátta
mannsins að skipuleggja og hon-
Sunnudagur 20. desember 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 3
um hættir til að lifa eftir skipulagi
og útiloka hið óvænta. Fólk er
líka svo upptekið af eigin lífi.
Hver hugsar um sig. Eigingirni og
samkeppni allsráðandi og tími
samstöðu virðist vera liðinn, alla
vega í bili.
Hvaða þýðingu hefur það fyrir
þig sem skáld að vera bókmennta-
frœðingur.
Ég veit ekki. Skáldskapur og
bókmenntafræði eru minni and-
stæður en margur ætlar. Bók-
menntafræði er ekki bara kenn-
ingar, í henni er tekist á við skáld-
skap og reynt að kanna eðli hans.
Hið skemmtilega við skáldskap
og önnur ritstörf er, að sá sem við
þetta fæst, sér að hann er stöðugt
að breytast. En skáldskapur er
fjársjóður og í honum er fólgið
Ieyndarmál, sem aldrei er hægt
að höndla alveg.
ÍHringsóli ert þú að reyna nýjan
stU. Dagur Sigurðarson sagði ein-
hverntíma að íslenskan vœri
hroðalegt sagnorðamál. En þú
leitast við að sleppa sögnum.
Stíll og efni eru auðvitað háð
hvort öðru, vont að greina þar á
milli. Erfiðast er að finna þann
„tón“ sem hæfir, finna samræmi
milli stíls og efnis. En allt gengur
betur þegar þessi tónn er fund-
inn. Náttúrlega glími ég töluvert
við orðin. Þau renna ekki. Stund-
um leitast ég viðað þjappa hugs-
uninni, reyni á þanþol tungu-
málsins, sem setur manni
skorður, en innan þess ramma er
gaman að leita eftir því hvað hægt
er að gera við málið.
Núer einsog nýr stUl sé að skjóta
upp kollinum í íslenskum skáld-
skap. Hann minnir mig á stíl kvik-
myndahandrita.
Slíkur stfll getur veitt nálægð
og er á sinn hátt ljóðrænn. Ýmsir
nútímahöfundar íslenskir hafa
fært sagnahefðina nær ljóðinu,
fást við stfl og formtilraunir, eins-
og raunar má sjá á nýútkomnum
bókum.
Hvernig líður þér þegar þú ert
búin að skrifa skáldsögu og hún
er komin út?
Það fylgir því tregi, fögnuður.
Og léttir. Tómleikinn yfirþyrm-
andi. Hann verður að vera fyrir
hendi, svo hægt sé að fylla þetta
tóm á nýjan leik. Maður er að
sumu leyti nýr og ferskur, tilbú-
inn til að taka við ýmsu sem
eitthvað gæti orðið úr ein-
hverntíma.
Þú ert þá ekki hrœdd við tómið?
Nei. Ég er ekki hrædd við það.
ekj.
Eg œlla að syngja
Ég ætla að syngja heitir nýút-
komin hljómplata Magnúsar
Sigmundssonar handa börn-
um. Þettaersjötta barnaplata
Magnúsar, sem hefur gert garð-
inn frægan með söngvum um
Óla prik og Palla póst.
„Ég ætla að syngja var unnin í
samvinnu við börnin á barna-
heimilinu Marbakka, svo við
gleymdum okkur ekki í fullorð-
insleiknum. Börnin tóku hljóm-
plötunni mjög vel og óhætt að
segja að hún hafi siegið í gegn á
þessu barnaheimili. Ég syng
þekkt lög sem allir kannast við á
hlið eitt, en í nýjum útsetningum.
Á hlið tvö eru lög eftir mig sjálf-
an. Það er mjög gefandi að syngja
fyrir börn. Þau eru gagnrýnin og
ekki hægt að búa til neitt tískuæði
handa þeim. Ég hef lært mjög
mikið af að vinna með þeim.
Sjálfum finnst mér þetta best
heppnaða platan til þessa. Enda
var ekkert til sparað og lagt mikið
kapp á að fá hljóminn góðan. Það
er valið lið tónlistarmanna sem
leggur mér lið,“ sagði Magnús í
stuttu spjalli.
Ég ætla að syngja kemur enn-
fremur út á kassettu og geisladisk
og er fyrsta barnaplatan sem
kemur á disk. Gítargrip fylgja
textunum. Umslag er hannað af
fóstru á Marbakka, sem er jafn-
framt eins konar myndagáta fyrir
eitt laganna. Örn og Örlygur gefa
plötuna út.