Þjóðviljinn - 20.12.1987, Side 6
Eru þau að leita að sjómannabókinni í ár, eða læknabókinni eða flugmannabókinni eða bændabókinni.
Að eignast minnisvarða
Sigurdór Slgurdórsson
Spaugsami spörfuglinn
Þröstur Slgtryggsoon sklpherra
lýslr lífshlaupi slnu I léttum dúr
Orn og Örlygur 1987.
Brlmöldur
Frésögn Haralds Ólafssonar s|ó-
manns. Jón Guðnason skráði.
Mál og menning 1987
Jóhannes R. Snorrason flugstjóri
Skrifað í skýln
Mlnnlngar III
Snæljós 1987
Eins og allir vita er það eitt af
sérkennum íslenskrar bókafram-
leiðslu, hve æfisögur eru fyrir-
ferðarmiklar, bæði þær sem
menn skrá sjálfir eða fá aðra til að
hjálpa sér við. Ástæðurnar fyrir
þessu eru nokkrar: Fámennið
bindur menn saman um áhuga á
persónusögu, þjóðin hefur lifað
mikil umskipti svo að það sem
núlifandi menn muna er undarleg
forneskja í augum hinna yngri og
þar efftir spennandi kannski. Þar
fyrir utan er okkar bókaheimur
ekki eins stéttskiptur og víðast
hvar annarsstaðar - hér segja
menn miklu síður en í öðrum
samfélögum: nei það er ekki fyrir
mig að skrifa bók. Og náttúrlega
erum við öll alin upp við það að
orðstír deyr aldregi, og hvar er
betra að koma honum fyrir en á
bók?
Hér á eftir verður vikið að
þrem bókum úr þessum flokki -
tveim sjómannabókum og einni
flugmannabók, en þau tegundar-
heiti vísa til þess að bækur af
þessu tagi hafa í vaxandi mæli
verið stflaðar fyrir vissa mark-
hópa.
Nú er að segja frá bókum þess-
um.
Togarasjómaðurinn
„Brimöldur" er lífssaga Har-
aldar Ólafssonar sjómanns sem
Jón Guðnason sagnfræðingur
hefur skráð. Haraldur er á þeim
aldri að hafa lifað íslensku bylt-
inguna. Hann missir snemma
móður sína og fer til vandalausra
Um sjálfsœvísögur og samtalsbœkur
og lýsir búskaparháttum sem
lengi höfðu lítt breyst: baðstofu-
lffi, kaupstaðarferðum, eilífu
striti, einnig grimmd við lítil-
magna. Hann kemur sér ungur
maður til Reykjavíkur í þeirri
von að togaralíf muni gera hann
frjálsan, hvað sem líður gegndar-
lausu striti á þeim skipum: hann
byrjar sinn feril um það bil sem
fyrstu vökulögin eru að komast
um borð. Haraldur segir síðan frá
sjómennsku og öðru erfiði á
kreppuárunum og stríðsárunum.
Einnig nemur hann staðar við
ýmis minnisverð tíðindi úr stétta-
baráttu, Gúttóslaginn og fleira -
hann er stéttvís sjómaður en ekki
beinlínis róttækur og þótt hann
virði granna sinn Héðin Valdim-
arsson fylgir hann honum ekki úr
Alþýðuflokknum í uppgjörinu
1938. Málfar og frágangur er
vandaður, frásögnin læsileg en
ekki átakamikil. Og er það ekki
lýgi að hver og einn geti verið
fullsæmdur af þessu „tilbrigði við
ferðasögu hinna mörgu frá gamla
íslandi til nýja íslands“, eins og
það heitir í bókarkynningu.
Hœstróðandi
ó varðskipi
Spaugsami spörfuglinn geymir
frásögn Þrastar Sigtryggssonar
skipherra sem Sigurdór Sigur-
dórsson blaðamaður hefur skráð.
Það væri að sönnu misskilningur,
að skilja heiti bókarinnar sem svo
að þessi bók sé einskonar brand-
arasafn af sjónum. Hitt er svo rétt
að Þröstur skipherra tekur sjálf-
an sig ekki alltof hátíðlega og
lætur ýmislegt skemmtilegt
fjúka, ekki síst í þáttum um upp-
vaxtarár sín fyrir vestan, fyrstu
skref í sjómennsku og svo í sög-
um af sérstæðum mönnum og til-
svörum. Sumar sögurnar eru svo
næsta dapurlegar eins og vonlegt
er. Þröstur kemur til lífsbarátt-
unnar á allt öðrum tíma en Har-
aldur Ólafsson sem fyrr var
nefndur og er það fróðlegt út af
fyrir sig að bera saman baslið á
Haraldi og tiltölulega greiðan veg
Þrastar: af hverju eru menn alltaf
að segja að heimur versnandi
fari? Bókin ber nokkur merki
hraðsuðu (prófarkalestur einn-
ig), en heildarsvipur hennar býð-
ur upp á umsögn af því tagi að hér
fari heldur góðkynjuð blaða-
mennska sem hefur teygt sig í
bókarlengd. Fróðlegast er nátt-
úrlega að skoða það sem Þröstur
Sigtryggssson hefur að segja um
fræg þorskastríð, en hann var
einn þeirra sem stóðu í að klippa
vörpur aftan úr breskum togur-
um og snúa á freigátur þeirra og
dráttarbáta. Laus er sú frásögn
við yfirlæti - Þröstur hefur meira
að segja einlæga samúð með
andstæðingunum vegna þess að
þeim hefur verið bannað að gera
það eina sem þeir hafa lært til: að
skjóta íslensku varðskipin í kaf.
Skrafað
úr skýjum
Skráð í skýin er þriðja bindi
endurminninga Jóhannesar R.
Snorrasonar. í þeim fyrri hefur
margt það helsta komið fram sem
Jóhannes, einn frægastur flug-
stjóri landsins, hefur fram að
færa um eigin sögu, sögu sína í
fluginu og þá um leið sögu flugs-
ins - þeirrar starfsgreinar sem
hefur á undanförnum árum verið
að taka við þeirri virðingu sem
skipstjórn áður naut. Þetta bindi
hér geymir nokkuð sjálfstæða
kafla um eitt og annað. Þar hefur
sögu að greint er ítarlega frá ferð
íslenskrar áhafnar með flugvélina
Gullfaxa alla leið suður til Jó-
hannesarborgar, en hún hafði
verið seld suðurafrísku félagi.
Margt það helsta sem bókin hefur
að segja um Jóhannes R. Snorra-
son kemur strax fram í þessum
þætti: nákvæmni hans, áhugi á
sögu og náttúru og sú algenga af-
staða þegar menn sjá fyrir sér
eymd og óréttlæti út í heimi að
fagna því að vera fæddur íslend-
ingur. Aðrir kapítular segja frá
reisum til Grænlands, uppákom-
um í sjúkraflugi, fylliröftum um
borð og fleiru. Þar eru og vanga-
veltur um nægjusemi fyrri kyn-
slóða og neikvæðar hliðar fram-
faranna. Einna forvitnilegastur
er kaflinn um þá prívarthjátrú
sem flugmenn koma sér upp, eins
og svo margir þeirra sem eiga
margt undir duttlungum örlag-
anna. Jóhannes er vel pennafær
maður fyrir sinn hatt.
Tegundin í vanda?
Þessar bækur eru að sjálfsögðu
hver annarri ólíkar. Ef menn
spurðu blátt áfram hver væri
mestur skemmtilestur þá hefði
saga skipherrans vinninginn, en
saga Haraldar ef spurt er um heil-
lega mynd af tilteknu tímaskeiði.
Bók flugstjórans er svo mest
„innanhússmál" þessara bóka -
þ.e.a.s. þar er mjög margt sem
hlýtur að hljóma öðruvísi og að-
gengilegra í eyrum flugfólks en
annarra dauðlegra manna.
Enga þessara bóka er rétt að
kalla ómerkilega eða óvandaða.
Engu að síður bera þær hver á
sinn hátt vitni um vissa kreppu í
gerð slíkra bóka og gætum við
eins búist við því (m.a. af þeirrra
dæmi) að þær muni í vaxandi
mæli eiga í vök að verjast.
Ástæðurnar eru nokkrar.
í fyrsta lagi: það er búið að
fleyta rjómann, það eru til nú
þegar ansi drjúgar bækur þar sem
lífshlaup manna sem lifa tímana
tvenna er haft til að lýsa lífshátt-
um, atvinnuháttum og menning-
arástandi tilekins tímaskeiðs.
í öðru lagi eru höfundar slíkra
bóka ekki barasta að fara svipað-
ar slóðir og aðrir hafa gert í
bókum, þeir eiga í erfiðri sam-
keppni við aðra tegund frásagnar
eða fjölmiðlunar: til dæmis eru
ferðasögur Jóhannesar flugstjóra
í ætt við skýrslur sem menn gerðu
áður en sjónvarpið fór að teyma
menn um heim allan.
í þriðja lagi sannast á þessum
bókum (eins og reyndar ýmsum
öðrum sem skoðaðar hafa verið á
þessu méli) að hafi menn ekki
sjaldgæft minni eða skrásetjarinn
til að bera sjaldgæfa ýtni eða þá
að menn hafa skrifað eitthvað hjá
sér meðan atburðir gerðust - þá
verður útkoman einatt mjög á-
gripskennd. Það er margt nefnt
til sögunnar, menn og skip og
flugvélar- en við alltof fátt staðar
numið. Um þennan galla má að
öðru leyti vísa þess sem Þórberg-
ur Þórðarson fann að á sínum
tíma við höfund Hornstrendinga-
bókar.
f fjórða lagi: sögumenn allir
eru góðir menn og gegnir og ekki
sjáum við svik í þeirra munni. En
þeir hafa helst til hvunndagslegt
sjónarhorn á veruleikann. Þá er
ekki átt við það að þeir ekki
kunni að hrífast á góðri stund -
heldur blátt áfram það að þeir
eins og stilla sig um að leggja
eitthvað til mála að heitið geti frá
sinni persónu. Og þegar á allt er
litið (og hvað sem líður vissum
tilhlaupum hjá Þresti skipherra)
eru þeir varfærnir mjög í umtali
um menn og málefni og hleypa
engum sérlega nálægt sér. Állt
þetta kemur svo saman í þeirri
aðfinnslu, að sjálfsæfisögur og
viðtalsbækur séu, með fáum
undantekningum, helst til lítil-
þægar.
En allt um það: ekki ber að
lasta það að slíkar bækur eru enn
saman settar. Þetta er ein grein á
okkar sérstöðutré, á okkar
þjóðmenningu, sem við viljum
helst ekki saga af, enda eins víst
að einhver óþarfi sprytti þar á í
staðinn.
6 SfÐA- ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. desember 1987