Þjóðviljinn - 20.12.1987, Page 13

Þjóðviljinn - 20.12.1987, Page 13
I Ritstjóri: Gils Guömundsson. NÝ ÍSLENSKIR ATHAFNAMENNI Fyrsta bindi í þessum glæsilega flokki, Þeir settu svip á öldina, íslenskir stjórnmálamenn, hlaut afburðagóðar viðtökur lesenda og gagnrýnenda en fyrsta bókin er nú á meira en 10.000 ísienskum heimilum. Hér er haldið áfram þar sem frá var horfið og hafið að segja frá íslenskum athafnamönnum. Ógleymanlegir þættir um nítján mikilvirka athafnamenn. Sumir brutu sér leið úrfátækt,aðrir voru bornir til auðs og metorða. Framlag þeirra til mótunar íslensks nútímaþjóðfélags er ómælt. Athafnamennirnir sem sagt er frá í fyrsta bindi eru Ágúst Helgason, Ásgeir G. Ásgeirsson, Ásgeir Pétursson, Ásgeir G. Stefánsson, Einar Guðfinnsson, Hallgrímur Kristinsson, Hjalti Jónsson, Jóhannes Nordal, Jón Halldórsson, Knud Zimsen, Konráð Hjálmarsson, Magnús Sigurðsson, Pétur A. Ólafsson, Sigurður Kristjánsson, Stefán Th. Jónsson, Sveinn Jónsson, Tryggvi Ófeigsson, Þórarinn B. Egilsson og Þórarinn E. Tulinius. Johannes Mario Simmeí ÖRLAGASAGA Einstæð og eftirminnileg saga manns sem leggur allt undir í örvæntingarfullri baráttu sinni við óvægin örlög, bók sem oft hefur verið líkt við fræga ævisögu Martins Grey, Ég lifi, enda vekur hún sömu tilfinningar hjá lesendum. Mögnuð og átakanleg lýsing á grimmum örlögum og mannlegri þjáningu, saga sem grípur lesandann heljartökum. Saga manns sem er hrakipn út í ógæfuna af eigin ástríðum og örvæntingu, sjúkur á sál og líkama. Phyllis A. Whitney ALDREI OF SEINT Kynngimögnuö og rómantísk saga um unga konu sem kemur til friðsæls bæjar við Kyrrahafsströnd til að jafna sig eftir mestu hörmungar lífs síns, dauða sonar síns og upplausn hjónabandsins sem fylgdi í kjölfariö. En fyrr en varir er hún orðin þátttakandi í hringiðu ýmissa atburða sem þar hafa átt sér stað. Afdrifaríkir hlutir gerast, — ástir og óvænt atvik gefa lífinu tilgang á ný. — Bók sem beðið hefur verið með eftirvæntingu, lesendum Phyllis A. Whitney fjöigar stöðugt. Mary Stewart ÖRLAGASLÓÐIR Vanessa fer til Vínarborgar til að reyna að komast að því hvað eiginmaður hennar, Lewis, er eiginlega að gera í Austurríki, þegar hann hafði sjálfur sagst vera aö fara til Svíþjóðar. Eða var það kannski ekki hann, sem hún sá bregða fyrir i frétta- myndinni af fjölleikahússbrunanum? Hana grunar ekki, að leit hennar að Lewis á eftir að leiða hana á vit hættulegra glæpamanna . . . Þetta er rómantisk og spennandi saga um ástir og afbrot, sem hvergi gefur fyrri bókum þessa vinsæla höfundar eftir. IÐUNN BRÆÐRABORGARSTÍG 16 • SÍMI 28555

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.