Þjóðviljinn - 20.12.1987, Side 18
Gunni Þórðar að binda slaufu.
Gunnar Pórðarson:
í loftinu
Ólafur Haukur Símonarson sér
alfarið um textagerð fyrir Gunn-
ar á þessari plötu. Ólafur er
býsna gott skáld, eins og alþjóð
veit, og virðist jafnvígur á prósa,
dramatík og misbundið mál. Það
þarf því varla að koma á óvart þó
textarnir á plötunni í loftinu séu
með því besta sem boðið er uppá
fyrir þessi jól. Að þessu sinni
urðu allir textarnir til á undan
lögunum og þeir færðir Gunnari
til innpökkunar. t>að er svo ærið
misjafnt hvernig sú innpökkun
hefur tekist. Pappírinn er hvergi
látinn duga, enda þótt oftast sé
hann fullboðlegur einn og sér.
Allkyns slaufur og borðar,
bjöllur, blóm og annað snúllerí
prýða nú pakkana og það fer
þeim misvel. Reyndar finnst mér
Gunnar Hjálmarsson lætur rokkdrauminn rætast, S.H. Draumur með plötu ársins: Goð.
lendis, nema ef vera skyldi Sig-
tryggur Sykurmoli. Guðjón S.
Birgisson fer með hlutverk gítar-
leikara í þessari sveit og stendur
félögum sínum hvergi að baki. Ég
mér óþarfi að gera það með því
að draga þau niður á sama plan
og fyrrnefnt froðupopp. Það
vantar allan kraft í þetta, flest eru
þetta kraftmikil og/eða fjörleg
voðalega ungur ... Það er alveg
sjálfsagt að taka gamla klassikera
og hressa uppá þá með nýstár-
legum útsetningum en það er
hægt án þess að nota holan hljóm
lög, en á þessari plötu er búið að
draga úr þeim vígtennurnar,
klippa klærnar, jafna alla hóla og
hæðir og eftir stendur flatneskjan
ein. Það er hálfgerð synd, því ein-
hvern veginn finnst manni þeir
geta betur. Söngurinn sem slíkur
er ágætur, hins vegar er einhver
misskilningur ráðandi varðandi
raddsetningu a.m.k. sumra lag-
anna, sbr. Smaladrengurinn, ég
minnist þess ekki að hafa heyrt
þennan texta fluttan á jafnvæm-
inn hátt fyrr, en ég er auðvitað
trommuheila og endalausan
svuntuþyt. Besta dæmið um það
eru útsetningar Ríkarðs Arnar á
lögum Ingibjargar Þorbergs, sem
fjallað var um hér í síðustu viku.
Vandað umslag með góðum
upplýsingum er vel til þess fallið
að vekja áhuga túrhesta á sumri
komanda, en hálf er ég hræddur
um að þeir verði fyrir vonbrigð-
um með þjóðlegu nóturnar er
heim er komið og plötunni er
brugðið undir nálina - íslenska
náttúran er víðs fjarri.
upphafi
Jólin koma á fimmtudaginn.
Klukkan sex. Þetta gerist á hverju ári
og hefur gerst nokkuð lengi ef marka
má minni elstu manna og sögubækur
nútímans. Og þó ég teljist til hinna
trúlausu í þessum heimi, þá er ég samt
sem áður eindreginn fylgjandi jóla-
halds. Þar kemur margt til, en þyngst
vegur þó sú staðreynd að fjandanum
nískari menn (og konur) fyllast
gjarnan einhverri undarlegri góð-
mennsku og örlæti um þettaleyti árs.
Það er auðvitað spurning hvað þetta
ristir djúpt og endist lengi, en það er
þó viðleitni. Og víst er að ekkert er
auðveldara en að finna nútímajólum
flest til foráttu. Það má segja að þetta
sé orðin hátíð kaupmanna fremur en
barna, foreldrar, vinir, vandamenn
og vandalausir eru á þönum út um
allan bæ í leit að einhverju nógu fínu
og dýru til að gefa börnum sínum,
vinum vandamönnum og vanda-
lausum. Allavega verður það að líta
út fyrir að vera dýrt. Á meðan gamlir
og nýir popparar syngja um kerti og
spil, nýja sokka og flókaskó, auglýsa
kaupmenn geislamorðvopn (að vt'su
aðeins eftirlíkingu) til jólagjafa á „að-
eins“ þrjúþúsund og níuhundruð.
Venjulegt launafólk er á hlaupum í
margar vikur í eltingaleik sínum við
gullkálfa kaupmanna og liggur svo
fram á vor og sötrar glóðvolga skulda-
súpuna. Og svo við snúum okkur að
kirkjunni sem stofnun, þá er það hinn
mesti misskilningur að sú tfð sé fyrir
bí að ofbeldisverk ýmiss konar séu
framin í hennar nafni. Við þurfum
ekki að líta lengra en til frænda okkar
Ira til að sjá að sú tíð er allt annað en
liðin. Maður á bágt með að trúa að
margt það sem framið hefur verið í
guðs nafni sé honum þóknanlegt ef
hann er jafngóður og af er látið. Og
ekki held ég þeim feðgum lítist betur
á það hvernig við dauðlegir höldum
uppá afmæli júníorsins. En ég vona
þó að menn haldi því áfram um ók-
omna tíð en með þeim formerkjum
sem gefin voru í upphafi, þ.e. að jólin
verði hátíð ljóss og friðar en ekki kre-
ditkorta og kaupmanna ... Amen.
S.H. Draumur: Goð
Ég veit satt að segja ekki hvað
skal segja. Af nógu er svo sem að
taka. Orð eins og „frábært",
„meiriháttar", „meistarastykki"
og önnur svipaðrar merkingar
koma strax upp í hugann þegar
hlustað er á þessa fyrstu breið-
skífu S. H. Draums. En þetta eru
jú bara orð og þó orð séu til alls
fyrst, þá duga þau varla í þessu
tilfelli. Þetta er einfaldlega besta
rokkplata sem út hefur komið á
klakanum í háa herrans tíö. Ein-
hverjum kann að finnast ég taka
stórt uppí mig en ég er á því að
þessi plata standi fyllilega undir
stóru orðunum. Það er nokkuð
sama hvar gripið er niður, alls
staðar er sami krafturinn fyrir
hendi. Og ferskt er það. Ég veit
ekki um margar þriggja manna
hljómsveitir sem náð hafa jafn
mögnuðum hljómi, krafti o.s.frv.
Gunnar Hjálmarsson er það sem
kalla má aðalsprauta hljóm-
sveitarinnar, hann plokkar bass-
ann, syngur og semur auk þess öll
lög og texta. Birgir Baldursson
nefnist sá ungi sveinn sem húð-
irnar lemur og ferst honum það
vel úr hendi, reyndar svo vel að
mér er til efs að hans jafningi
finnist á rokkmarkaðnum hér-
held ég hætti þessari lofgjörð
áður en hún verður leiðinleg, en
svona í lokin verð ég bara að ít-
reka að hér er um klassagrip að
ræða, plötu ársins og ekkert ann-
að. Og þó ég hafi ekki haft það
fyrir vana að taka einstök lög
fyrir þá get ég ekki stillt mig um
nefna hér tvö lög sérstaklega,
þótt hin tíu séu allt annað en lé-
leg. Þetta eru lögin Sýrubælið
brennur og Helmút á mótorhjóli,
sem ótvírætt teljast til bestu rokk-
laga allra tíma hérlendis - að
mínu mati, nota bene ...
Ríó Tríó: Á þjóðlegum
nótum
Platan heitir „Á þjóðlegum
nótum” og framan á umslagi
hennar er mynd af langspili og
öðru fornmeti. Hvað þetta langs-
pil er að gera þarna er mér hulin
ráðgáta, því ekki kemur það
neins staðar við sögu annars stað-
ar. Það er gamli synþinn sem
ræður ferðinni hér, frá upphafi til
enda og er það miður. Það er
virðingarvert að reyna að hefja
þessi gömlu, ágætu lög aftur til
vegsemdar nú á tímum froðu-
poppsins, en hins vegar finnst
Ríó Tríó ásamt stjórnanda svuntuþeysimála.
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. desember 1987