Þjóðviljinn - 20.12.1987, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 20.12.1987, Qupperneq 19
þeir pakkar álitlegastir sem minnst hafa af slaufunum og borðunum og eru alveg lausir við bjöllurnar og allt hitt. Þar má nefna Ljósvíkinginn, sem er í alla staði hinn skemmtilegasti, en er í bráðri hættu vegna ofspilunar nafna hans á útvarpsstöðvunum. Aðalpakkinn, í loftinu, er sömu- leiðis ágætur og einnig Hláturtíð- in. Aðrir pakkar eru minna spennandi, reyndar svo rækilega pakkaðir að maður veigrar sér við að opna þá. Sem paródía á útvarpsmennsku nútímans og froðupoppið sem þar ræður ríkj- um, missir platan nokkuð marks, einfaldlega vegna þess að Gunn- ar fellur sjálfur nokkuð oft í gryfju nútímapopparans glys- gjarna sem Ólafur beinir skeyt- um sínum að að nokkru leyti. En í sjálfu sér er þetta alls ekki hræði- legur gripur ... Strax: Face the facts Sú var tíðin að mér þóttu Stuð- menn stuðmenni hin mestu og skemmtilegust sveita á landi hér. Ég er reyndar enn sömu skoðun- ar, sem sýnir best hversu íhalds- samur ég er. Stuðmenn á góðum degi eiga sér enga jafningja. Þess vegna er það kannski ósanngirni að hugsa nokkuð um þá þegar hlustað er á þessa plötu Strax. Og örugglega ekki til þess ætlast. En einhvern veginn er það óhjá- kvæmilegt í hausnum á mér. Rétt eins og ég hugsa til Grýlanna, Jobba Maggadon, Jack Magnet, Fugls Dagsins o.s.frv. Og þegar ég, í ósanngirni minni, hugsa til þessara hluta, þá verð ég óneitan- lega fyrir nokkrum vonbrigðum með Strax. Mér skilst að þeir Bromham og Gomersall (pródús- ent og upptm) hafi ráðið hér ferð- inni að verulegu leyti, valið lögin á plötuna og farið með þau að vild - svona nokkurn veginn. Ég verð að segja það eins og er, að mér finnst þetta skrítið val, því ég á bágt með að trúa að þríeykið (reyndar á Jóhann Helgason helming í nokkrum lögum) Jak- ob, Valgeir og Ragnhildur hafi ekki átt skemmtilegri lög í fórum sínum en hér getur að heyra. Þetta er hálf andlaust tölvupopp, svona yfirleitt, og er mér til efs að það skeri sig nægilega úr til að ná eyrum fjöldans, hvort heldur er hérlendis eða erlendis. Það sem upp úr stendur er söngur Ragn- hildar, hið eina sem hugsanlega getur fengið menn til að leggja við hlustir stundarkorn. En það eitt og sér dugar skammt. Fyrri plata Strax var skömminni skárri og ég vona að sú næsta verði jafngóð og hún getur verið með þessa tónlistarmenn innanborðs, þ.e.a.s. mjög góð. En ef við horf- umst í augu við staðreyndir, þá blasir það við að Face the facts fer inn um annað og út um hitt án þess að staldra við ... The Young Gods: The Young Gods Þetta er eina erlenda platan sem fjallað er um í dag. Reyndar var ætlunin að fjalla eingöngu um íslenskt efni, því af nógu er að taka, en ég varð bara að koma þeim að þessum. The Young Gods er svissnesk sveit sem að mestu syngur á frönsku, en lætur sig þó ekki muna um það að taka gamlan Glitter-slagara uppá arma sína í leiðinni. Það er lagið Did you miss me, og er eitt það skemmtilegasta á plötunni. Ann- ars er svolítið tvíeggjað að tala um að þessi plata sé skemmtileg. Hún er það eiginlega ekki, en með því er ég ekki að segja að hún sé leiðinleg. Alls ekki. Bara hreint ekki. Onei. En hvað þá? Ég bara veit það ekki, svei mér þá. Þetta er ákaflega drungaleg tónlist, og þótt The Young Gods hafi verið líkt við Einsturzende Neubauten, þá er ég ekki frá því að stemmningin í tónlistinni sé í ætt við Joy Division. Eða stemmningin sem hlustandinn kemst í er svipuð... eða þannig. Það sem ég er að reyna að böggla útúr mér er, að þrátt fyrir að lítill skyldleiki sé með tónlist Young Gods og Joy Division (hann er þó vissulega fyrir hendi, ef vel er hlustað), þá kemst ég í sama sál- arástand við að hlusta á þessa plötu og þegar ég hlustaði sem mest á Closer með J.D. Hvort það er eftirsóknarvert sálará- stand er svo álitamál. En ég verð allténd að mæla með þessum grip, og sérstaklega við þá sem þjást af óhóflegri bjartsýni á lífið og tilveruna. Þetta er nefnilega óvenjulegt, kraftmikið og magn- að rokk, og ekki að ástæðulausu sem Bretarnir telja þessa sveit með þeim efnilegustu um þessar mundir, ásamt hinni góðkunnu sveit The Sugarcubes ... Geiri Sœm: Fíllinn Geiri Sæm ku fullu nafni heita Ásgeir Sæmundsson. En Geiri Sæm er hann kallaður og það nafn mun falla betur að markaðn- um og þeirri tónlist sem hér er boðið uppá. Geiri Sæm er nefni- lega svolítið töff nafn, en ekki að sama skapi jafn kjarngott og Ás- geir Sæmundsson. Þetta er svo- lítið í stfl við tónlistina á Fflnum, sólóplötu hins fyrrverandi Pax Vobis manns. Þetta er svolítið kraftlaust og stutt í annan endann. Stutt í merkingunni grunnt. Nú er sjálfsagt ekki ætlast til þess að þetta risti djúpt eða veki nokkurn til vitundar um nokkuð. Þetta er jú bara hver önnur poppplata til að spila í út- varpinu og á góðra vina fundi. Og víst er um það að hún truflar ábyggilega engan þessi plata. Hún er ekki einu sinni leiðinleg. Það er ekkert lag á henni sem fær mann til að stökkva að útvarpinu og skipta snarlega um rás heyrist það spilað á þeim vettvangi. En það er heldur ekkert lag sem fær mann til að hækka í viðtækinu. Rauður bfll heitir eitt þessara laga og er líklega það eina sem á sér viðreisnar von á dansæfingum framhaldsskólanema, nokkuð grípandi viðlag og jafnvel hægt að fá það á heilann ef maður er ekki var um sig. Og þrátt fyrir ágætan hljóðfæraleik og söng hér og þar, er flatneskjan of mikil til þess að hægt sé að búast við því að menn muni eftir þessari plötu næsta vor. Sorrí. Ýmsir: Jólagestir Ýmsir: Jólastund Þessar tvær jólaplötur eru nokkuð dæmigerðar fyrir íslensk- ar jólaplötur síðustu ára. Það verður þó að segjast eins og er, að þrátt fyrir að róið sé á sömu mið, held ég að Jólastundinni veitist róðurinn eitthvað léttari. Það er fyrst og fremst af þeirri ástæðu sem að flest lögin á henni eru samin sérstaklega fyrir þessa út- gáfu, mörg þeirra af flytjanda sjálfum. Á Jólagestum eru flest lögin erlend, við texta ýmissa höfunda, og eru þessi lög yfirleitt lítt spennandi. Það eru lögin á Jólastund reyndar líka, en ég held þau virki samt sem áður bet- ur á íslenska plötukaupendur. Og þar eru þó allténd tvö verulega skemmtileg lög. Það er ekki oft sem mönnum tekst að gera jóla- lög um nútímajólin án þess að vera annað hvort yfirmáta væmnir eða fáránlega ófyndnir í gríni sínu, en þetta tekst þeim með gæsibrag félögunum í Sniglabandinu og Bjartmari Guðlaugssyni. Lag Sniglabands- ins Jólahjól hefur reyndar komið út áður, var á fyrstu plötu Snigla- bandsins sem út kom fyrir jólin ’85. Eða var það ’84? En það er ekki laust við að mér þyki það heyra undir flokkinn „mistök" að hafa Sverri Stormsker með á þessari , plötu. Sverrir hefur löngum haft það að sínu æðsta markmiði að hneyksla fólk með textum sínum og hefur helst sótt efnið niður í eigin nærföt og ann- arra og jafnvel alla leið inní. Honum finnst þó greinilega ekki nóg að gert og tekur nú til við trú manna. Ég tel mig ekki hneykslunrgjarnan mann, enda er ég ekki hneykslaður á Sverri. En mér finnst yfirleitt afskaplega lítið til um tippapíkuprumpog- pisshúmor. Það er nú það. GÆÐATÓNUST A GOÐUM STAD MEGAS: LOFTMYND □ LP □ KA □ GD Frískasta og fjölbreytilegasta plata Megasar til þessa. í textunum dregur Megas upp skemmtilegar myndir af mannlífinu í Reykjavík, fyrr og síðar. Og með hljóðfærum á borð við harmóniku, Hammondorgel, óbó, kontrabassa o.s.frv. undirstrikar Megas sérstöðu Loftmyndar sem ferskustu, hnyttn- ustu og bestu Reykjavíkurplötu sem gerð hefur verið. □ LP □ KA □ GD „Besta plata Bubba hingað til." Á.M. Mbl. „Skotheld skífa, hvort sem litið er á lagasmíðar, útsetningar eða annað." Þ: J.V. DV. „Ljóst er að Bubba hefur tekist að gera plötu sem er að mínu mati betri en Frelsið." ___________ G.S. HP. GRAMMLISTINN 10% AFSLÁnUR! BUBBI: DÖGUN Leyft verö 899 Gramm verð 810 MEGAS: LOFTMYND 899 810 SNARL2 Ýmsir flytjendur 349 943 SYKURMOLARNIR BIRTHDAY 499 404 THE SMITHS: STRANGEWAYS HERE WE 799 719 NEW ORDER: SUBSTANCE 1399 1259 SYKURMOLARNIR: COLD SWEAT 449 404 DEPECHE MODE MUSIC FOR THE MASSES 799 719 BJARTMAR GUÐLAUGSSON: i FYLGD MEÐ FULL- ORÐNUM 899 810 DOM DIXON ROMEO AT JUILLIARD 799 719 gramm Laugavegi 17 101 Reykjavík Sunnudagur 20. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.