Þjóðviljinn - 20.12.1987, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 20.12.1987, Blaðsíða 20
Gunnar Hersveinn Jóla- tré astin mín ef þú skreytir þetta jólatré vcrður það fallegra en nokkurt annað og á jólunum klæðist þú bláum kjól og hefur síða ljósa hárið þitt slegið og eftir jólagæsina opnar þú pakkana og frá mér færð þú citthvað óvænt og frá þér fæ ég kannski leynipakka cn hvað það verður veit nú enginn og um nóttina elskumst við í dúnmjúku englahári alveg fram á morgun ef þú skrcytir þetta jólatré leggst ég undir það vafmn inní rauðan pappír einsog jólagjöf til þín og bíð eftir að þú opnir mig Kristín Bjarnadóttir fró hafi stundum cr eyjan eins og ísjaki á reki milli drauma meðan ég sarga í kaldan klakann tel ég mér trú um að hann sé strönd veruleikans svo kaldur svo takmarkaður svo hulinn sæ Kristín Bjarnadóttir af fiöllum úr sólarlandaferðinni kom ég með fjall í farangrinum þú sást það ekki en með haustinu gekkstu í gegnum það Sigfús Daðason Spekingarnir gömlu Krlstfn Bjarnadóttir úr þoku ég sé drenginn í þokunni sem ég fæ aldrei séð í gegnum því þokan er eins og amma manns sagði drengurinn löngu fyrr og hann alltaf í nýju ljósi og þokan alltaf á sínum stað bak við augu mín Steinunn Sigurðardóttir Tímaskekkjur Mínúturnar á gömlu klukkunni eru hættar að tölta áfram réttsælis. Nú hoppa þær og dansa aftur og fram um skífuna flírulegar einsog mongólítar. Áðan sá ég eina stökkvandi afturábak svo fram tvö skref. Missýn segir blindinginn sem knýr vísana. Ljóðiö er úr bókinni Kartöfluprinsessan sem út kom hjá Iðunni fyrir skömmu. Spekingarnir gömlu og slitnu sem ég þekkti þegar ég var ungur þeir komu stundum langa leið heiman frá sér til að létta mér lífið og telja í mig kjark með óágengri vizku sinni hljóðlátu tali. Nú koma þeir ekki lengur. Heimurinn fer batnandi hann verður sléttari og beinni. Bráðum kunna allir allt bæði þarft og óþarft og enginn mun nauðsynlega þurfa að hugsa með sjálfum sér. Spekingarnir kurteisu eru hættir að koma. Lítið var pund þeirra. Sífellt þurftu þeir að vera að brjóta heilann! Umluðu hæglætislega. Engir tilviljunarkenndir lærdómar úr spjaldskrá voru þeim tiltækir og ekki neinar siðfræðikenningar upp úr skáldsögu eða prótokolli... Ég veit að sönnu að þarfleysa er um slíkt að yrkja. Merkingin er tæp. Framlenging út í Söguna getur engin orðið. Borgirnar og ríkin sokkin og ósokkin eru utan sjónarhrings. Og verðgildin þau réttu og stöðugu látin lönd og leið. Þetta Ijóð er úr bók Sigfúsar, Útlínur bakvið minnið, sem kom út hjá Iðunni fyrir skömmu. 20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.