Þjóðviljinn - 20.12.1987, Page 21

Þjóðviljinn - 20.12.1987, Page 21
Elízabet Jökulsdóttlr Á fiðrildaveiðum Fiðrildavængir. Hugsaði hún. Og greip höndum fyrir augun. Fiðrildavængir. Hugsaði hún. Og tók höndum utan um sig. Með lokuð augun. Fiðrildavængir. Hugsaði hún. Og dró fæturna uppað höku. Þá gat hún byrjað að hugsa. Um dans. Stelnunn Siguröardóttir Heilsárs morgunljóð Morgunninn lofar góðu án þess að láta nokkuð uppi um daginn sem fer í hönd. Það er mannlegt að binda vonir við hnöttinn rauða þcgar hann gægist framundan fjallstindi. Kolringlaður af syfju, glóandi af áhuga um leið. Það er í eðli okkar að undrast áframhald skýhnoðranna á óskipulegri ferð milli höfuðátta þvers og kruss. Á hvaða leið þeir eru. Ónýt spurning. Við fylgjum þeim eftir. Krlstján Þórður Hrafnsson Til meistara minna Eftil vill ekki undarlegt að þögnin skuli vera ykkur hugleikin eldurinn sem þið horfið í sá hinn sami og brann í baðstofum forfeðranna cina ljósið vetrarkvöldin löng Nálægð ykkar við hjartslátt horfinna kynslóða ijársóður sem ykkur hefur verið látinn í té nálægð sem fylgir ykkur í einmanaleikanum gerir ykkur kleift að umberá tómleika daganna gefur þögninni líf og eldurinn... hvers má hann sín gegn áðuróþekktu myrkri sem þrátt fyrir rafljósin leggst sífellt þyngra á meðbræður ykkar nálægðin þögnin eldurinn gegn nýju helköldu myrkri Sunnudagur 20. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.