Þjóðviljinn - 23.12.1987, Page 2
rSPURNINGIN-n
Ætlarðu að borða skötu í
dag?
Ólafur Hreiðarsson
verkstjóri:
Já, það geri ég eins og venjulega
á þessum degi. Skatan er af-
bragðsmaður, sé hún vel kæst
svo manni sortni fyrir augum.
Jóhanna Guðmundsdóttir
húsmóðir:
Nei, að þessu sinni borða ég
enga skötu. Mér finnst hún ekki
góð þó svo skata hafi verið borð-
uð á mínu heimili. En það verður
ekki í ár.
Auðunn Bragi Sveinsson
rithöfundur:
Já, það geri ég og hef gert lengi.
Mér finnst hún mjög góður matur
sé hún vel kæst og bragðsterk.
Svanhildur Vilbergsdóttir:
nemi:
Já, það geri ég tvímælalaust.
Hún er svo ógeðslega góð. Sér-
staklega þegar hún er vel kæst
og lyktandi.
Hafsteinn Gunnarssoi.
verkstjóri:
Nei, trúlega ekki að þessu sinni.
Það kemur eingöngu til vegna
vinnu minnar. Að öðru leyti finnst
mér hún góð og borða hana þeg-
iar ég hef færi á.
_______________FRÉTTIR_____________
Vörur og þjónusta
Miklar verðhækkanir
síöustu 12 mánuði
Algengustu kjöt- og brauðvörur hafa hœkkað um ogyfir 40%
Verð á ýmsum algengum mat-
vælum hefur á síðustu 12
mánuðum hækkað að jafnaði um
og yfir 30% og sumar vöruteg-
undir hafa hækkað hátt í 70% en
algengt er að kjöt- og brauðvörur
hafi hækkað yfir 40%. Á sama
tíma hefur vísitala framfærslu-
kostnaðar hækkað um 24,4%,
eða frá nóvember 1986 til síðustu
mánaðamóta.
Yfirlit yfir verðbreytingar á
matvörutegundum og ýmiss kon-
ar þjónustu á þessu tímabili eru
birtar í nýjasta tölublaði Hagtíð-
inda sem Hagstofan gefur út.
Matvöruverðið sem Hagstofan
gefur upp er vegið meðaltal af
vöruverði í 14 matvöruverslunum
á höfuðborgarsvæðinu.
Hamborgar-
hryggur
47% dýrari
Umtalsverð hækkun hefur orð-
ið á kjötvörum á þessum tíma.
Þannig hafa lærissneiðar hækkað
um 51% hvert kg. eða úr 432,73
kr. í 656,58 kr. Svínalæri hefur
hækkað um 46% og kjúklingar
um 52%. Svínahamborgarhrygg-
ur er 47% dýrari að meðaltali
fyrir þessi jól en í fyrra en nauta-
hakk hefur hækkað minnst eða
um 15%. Hins vegar hafa vínar-
pylsur hækkað um rúm 30%.
Brauðvörur hafa einnig hækk-
að verulega á árinu. Niðursneitt
franskbrauð kostar nú 122.79 kr.
hvert kg. og hefur hækkað um
42% frá í nóvember í fyrra.
Mjólkurkex frá Fróni hefur
hækkað um 38% og stórar tví-
bökur um 43%.
Fiskur hefur hækkað nokkuð
mismikið. Ýsuflök eru nú 26%
dýrari en í fyrra en niðurskorinn
lax var 40% dýrari en í fyrra og
harðfiskur hefur hækkað um rúm
37% á þessu ári. Mjólkurvörur
hafa að jafnaði hækkað um 20%
á árinu og eins hefur verð á græn-
meti ekki hækkað umfram al-
mennar verðlagshækkanir nema
hvað verð á tómötum er nú 40%
hærra en í fyrra.
Kaffi og haframjöl
lœkkað
Einstaka vörutegundir hafa
lækkað í verði og sumar töluvert
eins og kaffi. Verð á kaffi hefur
lækkað um 16% frá í fyrra en það
ræðst að mestu af uppskeru og
heimsmarkaðsverði. í>á hefur
verð á haframjöli einnig lækkað
örlítið.
Smávörur og sælgæti hefur
hækkað verulega í verði. Þannig
kostar pylsa með öllu nú 90 kr. en
kostaði fyrir ári síðan 55 kr. Pyls-
an hefur því hækkað um rúm
63%. Svipaða sögu er að segja
um Nougatís frá MS sem hefur
hækkað um 62%. Pizza með
nautahakki hefur hækkað um
30% og lítil kókflaska einnig um
30%.
Áfengi og tóbak
hœkkað um 40%
Áfengir drykkir hafa hækkað
töluvert meira en kókið. Vodka
hefur hækkað um tæp 40%,
whisky og rauðvín um rúm 40%.
íslenska brennivínið hækkaði
töluvert minna á árinu eða um
19%. Tóbak hefur hækkað svip-
að eða um 40% á síðustu 12 mán-
uðum.
Samkvæmt upplýsingum Hag-
tíðinda hefur fatnaður hækkað
um rúmlega 20% nema hvað ein-
faldur kvenkjöll úr gerviefni hef-
ur hækkað um rúm 45%. Fata-
hreinsun hefur hins vegar hækk-
að töluvert meira en fötin sjálf, -
því nú er um 50% dýrara að láta
hreinsa fötin sín en fyrir jólin í
fyrra.
60% dýrara
í leikskólann
En það er ekki bara fæði og
klæði sem hafa hækkað verulega í
verði. Ýmis þjónusta, ekki síst á
vegum hins opinbera hefur stór-
hækkað. Þannig kostar nú 60%
meira að hafa börn á leikskóla í
Reykjavík en fyrir ári síðan og
dagvistargjöldin hafa hækkað um
nær 53%. Fargjöld með Flug-
leiðum til Akureyrar hafa hækk-
að um 36% og fargjöld með SVR
eru 25% dýrari en í fyrra. Einna
mest hefur hækkunin hins vegar
orðið á bíómiðum. Nú kostar
hver miði fyrir fullorðinn 238 kr.
og hefur hækkað um hvorki
meira né minna en 70% á einu
ári. Hins vegar er greinilegt að gjöld á myndböndum hafa hækk-
samdráttur hefur orðið hjá að töluvert minna eða um 27%.
myndbandaleigunum, því leigu- -lg-
Matarreikningur fjölskyldunnar hefur stórlega hækkað á síðustu 12 mánuðum
og á oftir að hækka enn frekar þegar matarskatturinn tekur gildi um áramótin.
Mynd-Sig.
Uppeldi
Siðleysi að gefa
stríðsleikföng
Fjölmörgfélagasamtök skora á Barnaverndarráð að það beiti sérfyrir banni á
auglýsingum um stríðsleikföng
Við getum seint komið í veg
fyrir að börn leiki spennu-
leiki, en við teljum það siðlaust að
láta eftirlíkingar morðvopna í
hendur barna. Það er skylda
uppalanda að beina þörf fyrir
hasar og spennu í heillavænlegri
farveg, til dæmis íþróttir, segja
Árný Birna Hiimarsdóttir og Sig-
urhanna Sigurjónsdóttir, fóstrur,
en fyrr í mánuðinum skoruðu
mörg samtök á Barnaverndarráð
íslands að beita sér fyrir banni á
auglýsingum um striðsleikföng,
þar á meðal Fóstrufélag íslands.
í yfirlýsingu Barnaverndarráðs
af þessu tilefni er því fagnað að
hafin sé umræða um áhrif auglýs-
inga á börn. Ráðið telur jafn-
framt að umfjöllun um stríðsleik-
föng sé hluti af stærra máli, og
hvetur til þess að umræðan snúist
meira um hvernig hægt sé að
stuðla að bættum uppvaxtarskil-
yrðum og andlegri vellíðan
barna.
„Það er eindregin skoðun ráðs-
ins að ef börn fá þá grundvallar-
tilfinningu í uppeldinu að þau séu
elskuð og virt og geti treyst öðr-
um, hafi þau ekki eins mikla þörf
fyrir að fá útrás fyrir neikvæðar
tilfinningar og börn sem verða
þessa ekki aðnjótandi," segir í
yfirlýsingunni.
Þær Árný Birna og Sigurhanna
segja það skoðun sína að stríðs-
leikfangaauglýsingar beri að
banna: „Foreldrar sem gefa
börnum sínum stríðsleikföng eru
um leið að viðurkenna leik sem
einkennist af ofbeldi, vald-
beitingu og árásum.“
HS
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 23. desember 1987