Þjóðviljinn - 23.12.1987, Page 4
LEIÐARI
Óvirðing við þjóðina
„ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn" segir í
fyrstu grein stjórnarskrárinnar. Þetta þýðir að hér-
lendis á að ríkja þingræði, að sú stjórn sem forseti
skipar verður að njóta meirihlutastuðnings í þinginu,
að þingið á að setja þau lög sem farið er eftir, að
þingið á að fylgjast með athöfnum ríkisstjórnarinnar
og setja hana af, alla eða í pörtum, ef það telur hana
óhæfa.
ísland er allajafna talið lýðræðisríki, og verð-
skuldar vissulega þá nafngift þegar stjórnarfar hér er
borið saman við flest önnur ríki heims nú um stundir.
íslenskt lýðræði felst að formi til einkum í því að
landsmenn kjósa sér fulltrúa á þing og í byggðast-
jórnir. .
Lýðræði á íslandi er þó takmarkað á margvíslegan
hátt. Þráttfyrir lýðræðisformið tíðkast hér rótgróin
stéttskipting þarsem kjarnaandstæður eru auðstétt
annarsvegar, eignalitlir launamenn hinsvegar. Þessi
stéttskipting blandast hér áberandi ættaveldi, og í
fámenninu skiptir miklu máli að maður þekki mann;
þannig hafa dafnað hagsmunabandalög byggð upp
af fámennum valdaklíkum, hér og þar í efstu stigum
samfélagsins mótar fyrir skuggsælum kolkröbbum
sem teygja arma sína ótrúlega víða um stjórnkerfi,
viðskiptalíf, félagsvettvang, og skeyta litlu um settar
reglur, almannahag eða lýðræðisleg vinnubrögð.
Þarf að nefna dæmi eftir hafskip og flugstöð?
Þrátt fyrir alla sína galla og þrátt fyrir að kolkrabb-
arnir teygi inn arma sína er þjóðþingið ótrúlega dýr-
mætt því lýðræði sem hér þrífst. Það er dýrmætt
vegna þeirra upplýsinga sem það getur aflað sér og
komið á framfæri, vegna þeirrar umræðu sem þar er
í gangi milli pólitískra fylkinga, vegna þeirra áhrifa
sem það getur haft og á að hafa á ráðherra og
stjórnkerfi, vegna þess lýðræðislega mótvægis sem
þingið í sjálfu sér myndar gegn valdaklíkunum, smá-
kóngunum, hinum sjálfskipuðu ræðismönnum auðs
og valda.
Á þingið kýs þjóðin fulltrúa sína, - og þessvegna
er óvirðing við þingið jafnframt óvirðing við þjóðina.
Störf þess þings sem nú situr hafa verið með
eindæmum. Það kom saman á hefðbundnum tíma
snemma í október. Fyrstu tvo mánuði þingtímans
lagði ríkisstjórnin nánast ekkert fyrir þingmenn. Til
umræðu voru nær eingöngu mál frá stjórnarand-
stöðuþingmönnum. Frammundir miðjan desember
var varla nýttur hinn fasti vinnutími þingsins vegna
þess að ekkert var úr að moða. Síðan bregður svo
við að á hálfum mánuði skófla ráðherrarnir inná
þingið hverju stórmálinu eftir annað, og ætlast til að
þingmenn afgreiði í akkorði meiriháttar frumvörp
sem varða almenna lífsafkomu, stjórnskipan, fjármál
og atvinnulíf. Það eru haldnir þingfundir kvölds og
morguns, um helgar og á nóttunni, og mönnum gert
að kynna sér mikla langhunda í kaffitímunum og taka
til þeirra afstöðu yfir hádegissnarlinu.
Ráðherrarnir horfa yfir völlinn og sjá að meirihluti
þeirra er mikill á þinginu, þykir það harla gott, og
venja sig á það viðhorf að alþingi sé eingöngu af-
greiðslustofnun fyrirfrumvörpin sem þeir hafa komið
sér saman um, eiginlega einskonar lokastimpils-
deild í ráðuneytunum.
Sök með ráðherrunum eiga líka forsetar þingsins
sem framar öðrum eiga að gæta heiðurs þess og
virðingar, og raunar einnig þeir þingmenn sem láta
handarbakavinnubrögð síðustu daga ganga yfir sig
möglunarlaust.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa hinsvegar
hreinan skjöld í þessu máli. Þeir hafa mótmælt yfir-
gangi ráðherranna og krafist lýðræðislegrar umfjöll-
unar um þau stórmál sem lögð hafa verið fram. Þeir
hafa einnig reynt að ganga til samninga við stjórnina
um störfin á þingi nú fyrir jólin, og tvisvar hefur verið
hafnað tilboðum þeirra um samvinnu um þau brýnu
mál sem sæmileg samstaða er um að klára fyrir
áramótin.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa tekið þá af-
stöðu að úr því ríkisstjórnin vill ekki samvinnu skuli
reynt að veita þessum stórmálum venjulega þing-
lega meðferð, ræða þau í botn, og andæfa þeim sem
andæfa þarf með hefðbundnum þinglegum áhöld-
um. Þetta er úthrópað sem málþóf af stuðnings-
mönnum ráðherranna, en í raun eru þingmenn í
stjórnarandstöðu að halda uppi vörnum fyrir þingið,
fyrir þingræðið, fyrir lýðræði í landinu.
Það hefur áður verið mikið að gera á þingi fyrir
jólin, en það sem nú fer fram við Austurvöll ein-
kennist af þvílíkri fyrirlitningu á hlutverki alþingis að
áhorfendum finnst furðulegt að þingmenn skuli ekki
taka á móti af fullri hörku, hvar sem þeir standa í
flokki. Þetta er óvirðing við þingið, og þetta er óvirð-
ing við þjóðina sem kaus þingið.
-m
KUPPT OG SKORIP
02-563 Tón-
listarfræðsla
Undir fjárlagaliðnum 02-563
Tónlistarfræðsla er undirliðurinn
1 20 Aðrir tónlistarskólar (aðrir
en Tónlistarskólinn í Reykjavík).
Jón Baldvin lagði til að á næsta
ári yrði ekki sett í þennan lið
hærri upphæð en svo að dygði til
að greiða helming af launum
tónlistarkennara til 1. september
og síðan ekki söguna meir. Nú
hafa þau gleðilegu tíðindi orðið
að fjárveitingarnefnd leggur til
að þessi liður hækki svo að ríkið
geti staðið við lögbundið framlag
út allt árið.
Forsjóninni verður seint full-
þakkað að ráðherrum skyldi ekki
takast að drepa tónlistarskólana.
í atganginum sem nú er á þingi
má teljast hending hvað er sett á
og hverju er slagtað.
Margur furðar sig á að ráðherr-
um skyldi detta í hug að ríkissjóð-
ur hætti afskiptum af tónlistar-
fræðsiu. Hefur mörgum þótt
þessar hugmyndir lýsa einstak-
lega mikilli fáfræði á þeirri upp-
byggingu sem orðið hefur í
tónlistarmálum hér á landi síð-
ustu áratugi. Einkum eru menn
hissa á að sjálfur menntamála-
ráðherrann, Birgir ísleifur Gunn-
arsson, skyldi ekki hafa kæft
þessar hugmyndir strax í fæð-
ingu.
Söguskýring
Hér skal varpað fram snemm-
búinni söguskýringu. Það er
auðvitað gert með fyrirvara því
að nú á tímum þykir ókurteisi að
tala um gjörðir þeirra sem ekki
hafa verið dauðir í a.m.k. eina
öld.
í meira en 40 ár hafa sveitar-
stjórnarmenn verið að jagast í
ríkinu út af verkaskiptingu,
kostnaðarskiptingu og ýmiss
konar uppgjörsmálum. Þessi mál
eru öll í mesta ólestri en ósköp
h'tið hefur í þeim gerst nema hvað
annað veifið eru skipaðar nefnd-
ir, gefnar út skýrslur og lagðar
fram margs konar tillögur.
T.d. kom í vor út eitt nefndará-
litið og er þar er farið vítt um
sviðið. í langri upptalningu um
verkaskiptingu kemur fram það
álit nefndarmanna að tónskólar
skuli heyra undir sveitarfélög.
Nýir sveitarstjórnarmenn skilja
ekki þetta tal. Það er helst að
menn á borð við Sigurgeir Sig-
urðsson bæjarstjóra á Seltjarnar-
nesi og Jón Gauta Jónsson fyrr-
verandi bæjarstjóra í Garðabæ
trúi að þetta fyrirkomulag geti
aukið sjálfstæði og frelsi
sveitarfélaga.
Nýr fjármálaráðherra vill gera
eitthvað sniðugt og tekur gömlu
íhaldsjálkana á orðinu. Það er
sko ekki nema sjálfsagt að ríkið
hætti að greiða helming kennslu-
launa. Menntamálaráðherra
segir ekki neitt. Ekki er vitað
hvaða ráðgjöf hann fékk hjá
starfsmönnum í menntamála-
ráðuneytinu, þeim mönnum sem
sinna eiga málefnum tónskól-
anna samkvæmt sérstökum
lögum.
Ráðherrar láta vaða og skera
tónskólana niður í frumvarpi til
fjárlaga. Kannski hafa þeir ætlað
að rökstyðja miðurskurðinn með
tilvísun til þess að verið væri að
auka frelsi sveitarfélaga.
En þá heyrist hljóð úr horni.
Tónlistarkennarar, nemendur,
aðstandendur þeirra og fjöldi
tónlistarvina rís upp og andmæl-
ir. Og þá ranka ráðamenn loksins
við sér og sjá að þessi tillögugerð
var hið mesta gönuhlaup.
Betur að þeir sæj u að sér á fleiri
sviðum.
Tímaþröng
Leiðari Morgunblaðsins í gær
heitir „Tímaþröng á þingi“ og er
þar meðal annars rakið að alþingi
mun sitja á fundum milli jóla og
nýárs. „Það hefur ekki skeð síðan
1958. Þá baðst vinstri stjórn Her-
manns Jónassonar lausnar í des-
embermánuði, að fjárlögum óaf-
greiddum. “ Það er engu líkara en
Morgunblaðið sýni vísvitandi ó-
kurteisi með þessari samlíkingu.
Síðar segir í leiðaranum:
„Enginn vafi er á því að nýjar
þingskapareglur, sem þetta þing
starfar eftir, skapa skilyrði til
bættra þingstarfa. Þær hafa þó
ekki dugað til þess að starfshættir
þingsins, það sem af er vetri, geti
talizt eftirbreytniverðir. Orsökin
er margþætt. í fyrsta lagi er
nauðsynlegt að stjórnarfrum-
vörp, sem fá eiga afgreiðslu fyrir
áramót, séu lögð fram fyrr á
starfstíma þingsins en raun varð á
nú. Spurning er jafnvel hvort
ekki þurfi að binda í starfsreglur
Alþingis að frumvörp, sem fá
eiga afgreiðslu fyrir áramót, skuli
lögð fram fyrir einhvern tilskilinn
tíma, til dæmis 20. nóvember."
Sökudólgurinn
fundinn
„Orsökin er margþætt,“ segir
Morgunblaðið en Alþýðublaðið
velkist ekki í vafa. í fréttaskýr-
ingu sem birtist þar í gær undir
heitinu „Stál í stál" segir:
„Stjórnarandstaðan gagnrýnir
auðvitað ríkisstjórnina fyrir að
skapa ófremdarástand á Alþingi
með því að leggja fram aragrúa
flókinna frumvarpa á síðustu
dögum fyrir venjulegt jólaleyfi
þingmanna. Þessi gagnrýni á að
flestra mati rétt á sér. Frumvörp
sem bíða afgreiðslu eru sannar-
lega flókin og þurfa vandaða
meðferð, undir öllum kringum-
stæðum ...
Léleg verkstjórn svarar eflaust
að einhverju leyti þessari spurn-
ingu. Það hlýtur að skrifast á
reikning Þorsteins Pálssonar for-
sætisráðherra að ekki skuli hafa
betur tekist til um skipulag og
framsetningu mála íþinginu. Það
skrifast ennfremur á reikning
verkstjórans í ríkisstjórninni að
ennþá skuli stjórnarþingmenn
koma hlaupandi í bakið á ríkis-
stjórninni með sérálit í hinum og
þessum málum á sama tíma og
stjórnarandstaðan heldur uppi
sífelldu málþófi. “
Þá vitum við það. Þorsteinn
Pálsson heldur ekki uppi húsaga.
OP
þJOÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, óttarProppé.
Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaöomenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir,
Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir) Magnús H.
Gíslason.ÓlafurGíslason, RagnarKarlsson.SigurðurÁ.
Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir.
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrót
Magnúsdóttir.
Framkvæmda8tjóri: Hallur Páll Jónsson.
SkrlfstofustjórhJóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Auglysingastjórl: Sigríður HannaSigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist-
insdóttir.
Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Utbreið8lu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson.
Útbreiðsla: G. Margrótóskarsdóttir.
Afgreiösla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson.
Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrotog setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 55 kr.
Helgarblöð:65 kr.
Askrlftarverð á mónuðl: 600 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlftvikudagur 23. desember 1987