Þjóðviljinn - 23.12.1987, Blaðsíða 6
Söngur
umferðarstjórn
Auglýst er eftir umsækjendum til náms í flugum-
ferðarstjórn. Inntökuskilyrði til námsins eru að
umsækjendur hafi lokið stúdentsprófi, tali skýrt
mál, riti greinilega hönd, hafi gott vald á íslenskri
°g enskri tungu, fullnægi tilskildum heilbrigðis-
kröfum, séu 20-30 ára gamlir, leggi fram saka-
vottorð og fullnægi ákvæðum laga og reglugerða
um loftferðir.
Umsóknareyðublöð fást hjá móttökudeild flug-
málastjórnar, 1. hæð flugturnsbyggingarinnar á
Reykjavíkurflugvelli og þangað skal skila um-
sóknum fyrir 12. janúar 1988.
Flugmálastjóri
VILT MJ GEFA
GÓÐA 0G EINFALDA GJÖF?
Þetta hjartanlega plakat sem Æskulýðsfylk-
ingin gefur út kostar aðeins 300 kr., hvar sem
er á landinu.
Hafið samband við Alþýðubandalagið,
Hverfisgötu 105, sími 17500, og fáið, eða
pantið eintök.
Ath. Sendum í póstkröfu.
ÆFAB
þJómnuiNN
óskar eftir blaðamanni
Okkur vantar í hópinn einn blaðamann eða fleiri.
Reynsla af blaðamennsku eða svipuðum starfa
æskileg. Sendið umsóknir (nám, fyrri störf
o.s.frv.) til Halls Páls Jónssonar framkvæmda-
stjóra fyrir 10. janúar.
Ritstjórn Þjóðviljans
Áfram veginn
Heildarútgáfa með söng
Stefáns Islandi á fjórum
hljómplötum
Alls 62 lög og aríur - nær allar
upptökur sem þekktar eru með
Stefáni íslandi - eru komnar út á
fjórum samstæðum hljómplöt-
um, og mun um að ræða ítarleg-
ustu útgáfu sem nokkurn tíma
hefur verið gerð með íslenskum
söngvara.
Upptökurnar spanna rúmlega
20 ára tímabil eða frá 1936 til
1958. Á plötunum er fjölbreytt
tónlist, íslensk og erlend, einkum
ítölsk, ásamt óperutónlist. Þar er
að finna perlur tónlistarinnar í
einstökum flutningi Stefáns.
Reynt hefur verið að gera út-
gáfu þessa sem veglegasta og vel
hefur verið vandað til allra verk-
þátta. Mikil vinna fór í að safna
saman öllum upptökum sem
þekktar eru með Stefáni og tók
nokkra mánuði að ná þeim öllum
saman. Margar upptökurnar
voru upphaflega gefnar út á 78
snúninga plötum, en 25 upptökur
hafa ekki komið út áður.
Þeir Trausti Jónsson, veður-
fræðingur og Þorsteinn Hannes-
son, söngvari og fyrrum tónlistar-
stjóri útvarpsins, hafa valið uppt-
ökurnar á plötunni, en Þórir
Steingrímsson tæknimaður sá um
alla tæknivinnu.
Útgefandi er TAKTUR hf. í
samvinnu við Ríkisútvarpið.
Stefano Islandi eða Stefán Guðmundsson í Konunglega leikhúsinu í Höfn á
fimmta áratugnum - í hlutverki Don José í Carmen eftir Bizet. Úr greinargóðu
fylgiriti um ævi Stefáns og söng í plötukassanum.
Sjónvarpið/barnaefni
Nær helmingur
með erlendu tali
Á þessu ári er um 58% af barn-
aefni í sjónvarpinu með íslensku
tali, en 42% með íslenskum
texta. Um fjórum milljónum hefur
verið varið til innlends barnaefnis
á árinu, en í þeim efnum er sjón-
varpið einungis hálfdrættingur á
við hljóðvarpið.
Þessar og fleiri upplýsingar
komu fram í svari menntamála-
ráðherra við fyrirspurn Þórhildar
Þorleifsdóttur, Kvennalista, í
sameinuðu þingi í síðustu viku en
Þórhildur lagði fram fyrirspurn
um barnaefni í fjölmiðlum.
Áætlað hlutfall barnaefnis af
heildarútsendingum sjónvarps er
16,7% á vetrardagskrá 1987.
Þetta hlutfall var 10,5% í hitti-
fyrra, en 6,8% árin 1982 og 1983.
fhljóðvarpi er hlutfall barnaefnis
af dagskránni hins vegar um það
bil 5%.
Þá spurði Þórhildur hve mikill
hluti barnaefnisins væri íslensk-
ur. í svari menntamálaráðherra
kom fram að áætlað er að þetta
hlutfall verði um 27% í sjónvarp-
inu í ár. Hvað hljóðvarpi viðvíkur
er tekið fram að öll þáttagerð sé
innlend, en bókmenntaefni um
það bil til helminga.
Helstu flokkar barnaefnis í
sjónvarpi eru teiknimyndir,
Ieikið efni og leikið tónlistarefni.
hljóðvarpi eru bókmenntir
fyrirferðarmestar. Þá kemur,
eftir hlutfalli, tónlist, leikrit, við-
töl, fréttir, vísindi, íþróttir,
menningarmál, umhverfi, samfé-
lag og aðrar þjóðir og menning
þeirra.
HS
Þorgeirsboli
Þjóðsögur á finnsku
Komið hefur út í Finnlandi safn
íslenskra þjóðsagna og ævintýra
í umsjón Hallfreðar Arnar Eiríks-
sonar, þjóðsagnafræðings
Stofnunar Árna Magnússonar á
Islandi, og hefur Marjatta ísberg
annast þýðinguna.
Þetta er í fyrsta sinn sem ís-
lenskar þjóðsögur birtast á
finnsku. Útgefandi er Suoma-
laisen Kirjallisuuden Seura - Hið
finnska bókmenntafélag - sem
gegnir í Finnlandi svipuðu hlut-
verki og Stofnun Árna Magnús-
sonar á íslandi. Bókin er 200
blaðsíður að stærð og vandað hef-
ur verið mjög til útgáfunnar,
enda er hún skreytt fjölda
mynda. Nafn sitt „Thorgeirin
hárke“ - Þorgeirsboli - dregur
bókin af kápumyndinni, sem er
eftir málverki Jóns Stefánssonar
af Þorgeirsbola frá árinu 1929.
Útgáfan hefur notið styrks úr
Norræna þýðingarsjóðnum.
Langur formáli er að bókinni
og er þar rakin stuttlega saga
lands og þjóðar og ýtarlega ritað
um íslenskar þjóðsögur og söfn-
un þeirra. í lok bókarinnar er
heimildaskrá.
Um fjórum milljónum varið til innlends barnaefnis það sem afer árinu
í
Blóðbankinn
sendir öllum blóðgjöfum
og velunnurum sínum
bestu jóla- og nýjársóskir
með þakklæti fyrir hjálpina
á undanförnum árum. BLÓÐBANKI