Þjóðviljinn - 23.12.1987, Qupperneq 11
ERLENDAR FRETTIR
Nicaragua
Viðræðum
slitið
Erindrekar Kontraliða neituðu að
eiga orðastað við fulltrúa
Nicaraguastjórnar og slitu
vopnahlésviðrœðum
Leiðtogar Nicaragua. Vilja enn sem tyrr beinar viðræður við húsbændur
Kontraliðanna í Hvíta húsinu í Washington.
Garrí Kasparov og Anatólí Karpov
ræða saman í mesta bróðerni við
verðlaunafhendinguna í Sevillu á
laugardagskvöldið.
Skák
Kasparová
heimaslóð
Garrí Kasparov heimsmeistari kom
heilu og höldnu til Moskvu í gær eftir
að hafa heimt skákkrúnuna úr helju í
lokaskák einvígis þeirra Anatólís
Karpovs í Sevillu á Spáni um helgina.
Múgur og margmenni tók á móti
heimsmeistaranum þegar hann sté úr
flugvél sinni. Þar voru fremstir í
flokki broddar sovéska skáksam-
bandsins en sem kunnugt er vandar
Kasparov þeim ekki kveðjurnar í ný-
útkominni bók sinni, „Barn breyting-
anna“.
Fréttamaður Tass kom að máli við
skákkónginn á flugvellinum og ræddu
þeir meðal annars um maraþonviður-
eign þeirra Karpovs en þeir hafa nú
teflt 120 kappskákir á 40 mánaða
tímabili.
„Viðhorf mitt til skáklistarinnar
hefur vitaskuld tekið breytingum við
slíka eldraun. Þetta er orðið sambæri-
legt við æðri stærðfræði. En nú hef ég
unnið mér inn rétt til að Iifa eðlilegu
lífi í þrjú ár og mun njóta þess til hins
ýtrasta.“
Kasparov sagðist nú ætla að taka
sér gott frí og safna kröftum en því-
næst myndi hann hefja undirbúning
sinn fyrir þátttöku í tveim stór-
meistaramótum og skákþingi Sovét-
ríkjanna. _ks.
Obeinum friðarviðræðum
stjórnar Nicaragua og
Kontraliða í Santo Domingo, höf-
uðborg Dóminíkanska lýðveldis-
ins, var slitið í gær af hálfu full-
trúa málaliðanna. Þvertóku þeir
fyrir að eiga orðastað við fulltrúa
valdhafa í Managua um hugsan-
legt vopnahlé þar eð þeir eru ekki
bornir og barnfæddir Nicaragua-
búar.
„Við erum sigldir í strand,"
sagði milligöngumaður kaþólsku
kirkjunnar, Miguel Obando Y
Bravo kardínáli, í gær eftir að
ljóst var að þreifingar milli máls-
aðila um skipulagningu viðræðn-
anna höfðu farið út um þúfur í
fyrrakvöld eftir sjö klukkustunda
stapp.
Hann sagði erindreka Kontra-
liðanna hafa neitað að eiga nokk-
ur samskipti við vesturþýska
stjórnmálamanninn Hans-Jurgen
Wischnewski og bandaríska lög-
fræðinginn Paul Reichler nema
að minnsta kosti einn framámað-
ur sandinistastjórnarinnar yrði
með í viðræðunum. Stjórnvöld í
Nicaragua hafa hinsvegar ítrekað
lýst því yfir að ekki komi til
greina að fram fari milliliðalausar
samningaviðræður við málaliða
ráðamanna í Washington. Þau
vilji beinar viðræður við fulltrúa
Reaganstj órnarinnar.
Kardínálinn bætti því við að
hann gerði sér vonir um að báðir
aðila myndu endurskoða afstöðu
sína og hefja markvissar við-
ræður um vopnahlé. En þar sem
engir fundir væru á dagskrá í bráð
myndi sendinefnd kirkjunnar
manna snúa heim til Managua á
ný.
Það var Daníel Ortega, forseti
Nicaragua, sem skipaði Wisch-
newski og Reichler fulltrúa
stjórnar sinnar í viðræðunum
eftir að Bravo hafði lagt hart að
honum að koma að máli við
fjendur sína. Að auki bauð hann
Roger nokkrum Fisher, banda-
rískum prófessor við Harvardhá-
skóla, að vera báðum aðilum til
ráðgjafar í viðræðunum.
Tilraunin til vopnahlésvið-
ræðna var gerð í samræmi við
ákvæði friðaráætlunarinnar frá
sjöunda ágúst sem aflaði Oskari
Arias, forseta Costa Ricu, friðar-
verðlauna Nóbels í ár. Fimm
forsetar ríkja í Mið-Ameríku
lögðu nöfn sín við þá áætlun en
henni er ætlað að binda enda á
borgarastyrjaldir í álfunni.
Strax í fyrradag þegar viðræð-
urnar áttu að hefjast var ljóst að
ekki fylgdi hugur máli hjá
Kontraliðum því þá réðust hópar
þeirra á þrjú þorp í Nicaragua,
steinsnar frá landamærunum að
Honduras þar sem þeir hafa
bækistöðvar sínar. Foringjar
þeirra í Bandaríkjunum létu
drjúgum yfir árangri herferða
þessara en þegar síðast fréttist
voru málaliðarnir á hröðum
flótta undan stjórnarher Nicarag-
ua.
-ks.
ísrael og hernumdu svæðin
BÖRH GEGN BYSSUKÚJUM
Meðalaldurpalestínsku mótmælendanna á herteknu svœðunum er 15 ár.
Yngstafórnarlamb ísraelshers varll ára gamalt
Yfirgnæfandi meirihluti palestínskra mótmælenda er á táningsaldri. Myndin er frá Gazasvæðinu.
að eru börn og unglingar sem
bera hitann og þungann af
átökunum við skotglaða ísraelska
hermenn á hernumdu svæðun-
um, Gaza og vesturbakka Jór-
danár. Meðalaldur mótmælend-
anna sem hætta lífi og limum með
því að beita frumstæðum mólót-
ovkokteilum og grýti gegn byss-
ukúlum og táragassprengjum
kvað vera fimmtán ár. Þorri
þeirra tuttugu og tveggja Palest-
ínumanna sem vitað er með ó-
yggjandi vissu að hafa verið
skotnir til bana að undanförnu
hafði ekki fyllt annan áratug ævi
sinnar. Sá yngsti var aðeins ellefu
ára gamall.
Bernard Mills, yfirmaður
hjálparstarfs Sameinuðu þjóð-
anna á Gazasvæðinu hefur orðið:
„Þetta eru hernámsbörnin, ung-
menni sem fædd eru eftir að sex
daga stríðinu lauk árið 1967. Þau
hafa alla sína ævi búið undir járn-
hæl ísraelskra hermanna en það
sem er svo ógnvekjandi nú er að
þau óttast þá ekki lengur og tefla
óhikað lífi sínu í tvísýnu.“
Að sögn Mills hafa óeirðirnar
undanfarinn hálfan mánuð verið
hatrammastar í niðurníddum
flóttamannabúðum á Gaza þar
sem örbirgðin er slík að íbúarnir
hafa enjgu að tapa.
Fáir Israelsmenn þora núorðið
að taka sér ferð á hendur út á
Gaza strandlengjuna. Þeir 3 þús-
und harðsoðnu gyðingar er tekið
hafa sér bólfestu á svæðinu búa í
sérstökum nýlendum sem þekja
um 30 af hundraði þess og girtar
eru af með gaddavír. Fari þeir út
fyrir þetta afmarkaða svæði eru
þeir iðulega margir saman og vel
vopnum búnir.
Bragð er að...
Sumir fsraelsmanna blygðast
sín fyrir ástandið á herteknu
svæðunum og meðferð ráða-
manna sinna á íbúum þeirra. í
hinu vinsæla dagblaði Hadashot
var ástandinu þar nýlega lýst með
þessum hætti í leiðara: „Frá því
árið 1967 hafa Gazastrandlengj-
an og hlutar vesturbakkans borið
sama svipmót og Soweto blökku-
mannabyggðin í Suður-Afríku,
lífskjörin eru jafnvel verri þar en í
Afríkuríkinu.“ í leiðaranum
kemur fram að á Gaza búi alltof
margir á of litlu landssvæði, fá-
tækt sé landlæg og lífskjör fyrir
neðan allar hellur og af því leiði
að hatur íbúanna á herraþjóðinni
sé slíkt að engum þurfi að koma á
óvart þótt upp úr hafi soðið. „Það
er kunnara en frá þurfi að segja
að ísraelskir hermenn eru laf-
hræddir við að hætta sér inná
þessi svæði.“
ísraelskir og palestínskir frétt-
askýrendur eru á einu máli um að
orsök mótmælaöldunnar hafi
verið atburður er átti sér stað
þann áttunda þessa mánaðar. Þá
ók ísraelskur herflutningabíll á
fjóra palestínska verkamenn sem
biðu samstundis bana. Þetta hafi
verið kornið er fyllti mælinn.
Einn hinna fyrrnefndu bætir
því síðan við í stórblaðinu Jerú-
salem Post að leiðtogar Frelsis-
samtaka Palestínumanna hafi
fært sér uppþotið í nyt og kyndi
óspart undir kötlunum í því
augnamiði að beina sjónum um-
heimsins að vanda þjóðar sinnar.
En erlendir starfsmenn hjálp-
arstofnana á herteknu svæðunum
staðhæfa að íbúarnir láti ekki
stjórnast af fyrirmælum að utan
enda séu þeir síst þurfi fyrir eggj-
un til uppreisnar. Fyrir nokkru
fórust einum þeirra svo orð um
ástandið: „Hér um slóðir liggur
ógæfan í leyni og bíður færis.
Tendrist örsmár neisti mun allt
springa í loft upp á Gazasvæð-
inu.“
Ber er hver aö baki
nema sér bróður eigi
Það sem ísraelskir ráðamenn
óttuðust öðru fremur hefur gerst.
Palestínumönnum í Ísraelsríki
sjálfu rennur til rifja harka vald-
hafa á herteknu svæðunum og
hafa þeir víða efnt til mótmæla.
Vitaskuld eru Palestínumenn
innan og utan endimarka ríkisins
ein þjóð en þeir fyrrnefndu hafa
notið allnokkurra lýðréttinda
sem þegnar frá árinu 1966. íbúar
herteknu svæðanna eru réttlausir
með öllu.
Ef ekki verður lát á mótmælum
Palestínumanna á herteknum
svæðum og í ísrael hlýtur hug-
mynd sem Shimon Perez, utan-
ríkisráðherra og formaður
Verkamannaflokksins, hreyfði
fyrir nokkru að fá byr undir báða
vængi meðal málsmetandi
stjórnmálamanna. Hún er sú að
ísraelskir hermenn verði kallaðir
heim frá Gazasvæðinu og allir
íbúar af ættkvísl Davíðs fluttir á
brott.
Hann sagðist velkjast í vafa um
tilgang þess að ríkja yfir 300 fer-
kílómetra landsspildu þar sem
búa 650 þúsund svarnir fjendur
Ísraelsríkis.
Rannsókn sem stjórnvöld í
Jerúsalem létu gera fyrir skömmu
leiddi í ljós að ef ísraelsmenn þrá-
ast við að skunda á brott frá her-
teknu svæðunum og innlima þau í
ríki sitt munu þrjár miljónir Pal-
estínumanna búa við hlið fjög-
urra miljóna gyðinga í ísrael um
aldamótin. Verði samskipti þjóð-
anna með sama sniði þá og nú
telur Abba Eban, fyrrum utan-
ríkisráðherra, einsýnt að ísraels-
menn verði fyrr en síðar að velja
á milli þess að búa í lýðræðisríki
eða „gyðingaríki“.
-ks.
Miðvikudagur 23. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11