Þjóðviljinn - 06.01.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.01.1988, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 6. janúar 1988 2. tölublað 53. árgangur Niðurgreiðslurnar Matarskattsstjömin ósammála Matarskatturinn samþykktur sem lög ígœr. Deiltum hvort niðurgreiðslur séu verðtryggðar. Fjármálaráðherra telur ekki en sjálfstœðismenn ogframsóknarmenn annarrar skoðunar „Matarskatturinn mun lengi loða við þá sem samþykkja hann og væri við hæfí að ríkisstjórnin dragi nafn sitt af honum og kallist Matarskattsstjórnin,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu í gær við atkvæðagreiðslu um söluskattsfrumvarp ríkis- stjórnarinnar eftir þriðju um- ræðu deildarinnar. Matarskatturinn var svo sam- þykktur eftir harðar deilur stjórnarliða í efri deild um hvort niðurgreiðslur væru verðtryggðar eður ei en frumvarpinu hafði ver- ið vísað þangað þar sem breyta þurfti ákvæði um gildistíma lag- anna. Svavar Gestsson benti á að hefðbundnar landbúnaðarvörur ættu ekki að hækka miðað við að forsendur fjárlagafrumvarpsins stæðust en í þeim er gert ráð fyrir innan við 10% verðbólgu. Nú væri hinsvegar verið að spá verð- bólgu allt frá 16% upp í 52% á árinu. Hækki niðurgreiðslurnar ekki í samræmi við aðra verð- lagsþróun munu því matvæli hækka verulega á árinu. Jón Baldvin sagði það réttan skilning hjá Svavari að niður- greiðslur væru miðaðar við á- kveðna krónutölu. Sagði hann að settar hefðu verið fram óskir um að niðurgreiðslurnar yrðu verð- tryggðar en því hefði verið hafn- að. Svavar spurði landbúnaðar- ráðherra hvort hann ætlaði að haga sínum Seglbúðum þannig að kratavindar réðu þar ríkjum. Jón Helgason sagði það sinn skilning að ákveðin verðbólguspá hefði verið lögð til grundvallar niður- greiðslunum og víki út af því hljóti ríkisstjórnin að taka tillit til þess og hækka niðurgreiðslurnar. Halldór Blöndal tók í sama streng og sagðist ekki sætta sig við túlk- un fjármálaráðherra, sagði hann stuðning sinn við söluskattsfrum- varpið háðan því að niður- greiðslur taki breytingum í takt við verðbólguna. Egill Jónsson benti á að skiln- ingur landbúnaðarráðherra væri skjalfestur í fylgiskjalí með nefndaráliti um breytingu á bú- vörulögum. Par komi ótvírætt fram að söluskattinn eigi að greiða til baka breytist verð- lagsforsendur. -Sáf Gengisfelling Jólin verða dönsuð út í dag. Þessi strákur og fleiri reyndar líka tóku þó forskot á gleðina á svellínu á Tjörn- inni í gær. Mynd Sig. Þrettándinn Jólin dönsuðút Eins og svo oft áður gcra lands- menn sér víðast hvar einhvern dagamun í tilefni af þrettándan- um, síðasta degi jóla, sem er i dag. I Reykjavík verður brenna við Ölduselsskóla í Breiðholti og verður kveikt í henni klukkan 20. Skátafélagið Segull í Seljahverfi hefur veg og vanda af henni. Kópavogsbúar byrja þrettánd- agleðina með blysför frá íþrótta- húsinu á Digranesi klukkan 20 og verður gengið undir blysum vest- ur Fífuhvammsveg að Smáravelli þar sem kveikt verður í bálkesti. Þar verður kötturinn sleginn úr tunnu, lúðrasveit leikur og flug- eldum skotið á loft. Skátafélagið Kópar sjá um framkvæmdina. Isfirðingar ganga frá skáta- heimilinu uppá Sjúkrahústún klukkan 20 þar sem kveikt verður í bálkesti. Þar verður stiginn álfa- dans og sungið. Umsjón með framkvæmdum hafa skátarnir og kvenfélagið Hlíf. Á Akureyri verður hopp og hí á íþróttavelli Þórsara og hefst gleðin klukkan 20. Þar verður ýmsu tjaldað til samkvæmt venju og í ár kemur meðal annarra í heimsókn sjálfur Eiríkur Fjalar og mun hann trúlega taka lagið eins og hann einn getur. - grh Óðaverðbólga fylgir Samkvœmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar leiðir gengisfelling sem œtlað er að viðhalda kaupmœtti launa og bæta stöðu útflutningsat- vinnuveganna til 46% verðbólgu Samkvæmt útreikningum um þróun verðlags launa og gengis á næsta ári, sem Þjóð- hagsstofnun hefur verið að vinna að fyrir ríkisstjórnina, eru líkur leiddar að því að gengisfelling gæti haft í för með sér allt að 46% verðbólgu á þessu ári. I dæminu er gert ráð fyrir þvi að hækkun launa verði um 39% á árinu sé gert ráð fyrir sama meðalkaup- mætti launa á þessu ári og í fyrra. Þjóðhagsstofnun stillti tveimur öðrum dæmum upp fyrir ríkis- stjórnina. Að sögn Þórðar Friðjónssonar forstjóra Þjóð- hagsstofnunar er annað dæmið í stórum dráttum það sama og fjár- lögin eru grundvölluð á, en sam- kvæmt því er gert ráð fyrir því að laun hækki á árinu um 7%, gengið verði óbreytt og verðbólg- an samkvæmt þessu frá upphafi til loka árs 7-8%. Samkvæmt þriðja dæminu er gert ráð fyrir 14% launahækkun á árinu og 15- 16% verðhækkun. í þessu dæmi er gert ráð fyrir því að gengið sé látið breytast eins og innlendur kostnaður frá og með áramótum, þ.e.a.s gengið breytist í samræmi við mun á verðþróun hér og er- lendis. „Meginniðurstöður þessara út- reikninga eru þær að það verður mjög erfitt á árinu að gera hvort tveggja í senn að viðhalda kaup- mætti launa og bæta stöðu út- flutningsveganna með gengisfell- ingu án þess að verðbólga fari úr böndum,“ segir í skýrslu Þjóð- hagsstofnunar til ríkisstjórnar- innar. -K.Ol. Skákin Þröstur Evrópumeistari röstur Árnason varð Evróp- umejstari unglinga 16 ára og yngri í skák í gær, eftir sérstakan úrskurð mótsstjórnar að honum bæri fremur titillinn en Frakkan- um Degrave sem hlaut sama vinn- ingsfjölda, sex og hálfan vinning. I síðustu umferð mótsins í gær tapaði Þröstur fyrir Skotanum Alex Gilles, þrátt fyrir að hafa haft betri stöðu framanaf í viður- eigninni. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir varð fjórða í stúlknaflokki og hreppti 5 vinninga, en hún tapaði einnig sínu tafli í síðustu umferð mótsins. Þröstur er núverandi íslands- meistari í skólaskák eldri flokki Þröstur Árnason hinn nýkrýndi Evr- ópumeistari unglinga 16 ára og yngri í skák. og Guðfríður Lilja er íslands- meistari kvenna í skák. -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.