Þjóðviljinn - 06.01.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.01.1988, Blaðsíða 10
VIÐHORF Auglýsing frá ríkisskattstjóra Vísitala jöfnunarhlutabréfa Samkvæmt ákvæöum 5. og 6. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri reiknaö út vísitölu almennrar veröhækkunar í sambandi viö útgáfu jöfnunar- hlutabréfa á árinu 1988 og er þá miðað viö aö vísitaia 1. janúar 1979 sé 100 l.janúar 1980 vísitala 156 l.janúar 1981 vísitala 247 l.janúar 1982 vísitala 351 l.janúar 1983 vísitala 557 l.janúar 1984 vísitala 953 l.janúar 1985 vísitala 1.109 l.janúar 1986 vísitala 1.527 l.janúar 1987 vísitala 1.761 l.janúar 1988 vísitala 2.192 Viö útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar miöa viö vísitölu frá 1. janúar 1979 eða frá 1. janúar næsta árs eftir stofnun hlutafélags eöa innborgunar hlutafjár eftir þann tíma, en hins veg- ar viö vísitölu 1. janúar þess árs sem útgáfa jöfnunarhlutabréfa er ákveöin. Reykjavík 2. janúar 1988 Ríkisskattstjóri Skip til sölu Tilboð óskast í vitaskipið Árvakur, þar sem þaö liggur við Suöurhöfnina í Hafnarfiröi, í því ásig- komulagi sem þaö er í núna. Skipið verður til sýnis eftir nánara samkomulagi viö forstööumann vita hjá Vitamálastofnun og gefur hann jafnframt allar nánari upplýsingar: sími 27733. Tilboð leggist inn á skrifstofu vora eigi síðar en 20. jan. n.k. kl. 11.30 f.h. og veröa þau þá opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartúni 7, sími 26844 REYKJMJÍKURBORG JÍcut&vi Stödcvi Þjónustuíbúðir aldraðra, Dalbraut 27 Okkur vantar gott starfsfólk í eldhús og ræstingar nú þegar. Upplýsingar gefur forstöðumaöur í síma 685377. ALÞÝÐUBANDALAGK) Menningarnefnd AB Hittumst í Brekkunni klukkan 17 á morgun, fimmtudag 7. jan. 'ris''* Reaganisminn = Woodoo hagfræbi = endalok stórveldisdrauma U.S.fl. 160 -i---------—----------;--------- 3000 110 120 - 100 - 80 Raungengi dollara 2000 1000 Dotn Jones vísitala 19B2 .1983 .1981.1985.1986 .1987.1988 .1989 1982.1983.1981.1 985.1986.1987.1 988.1 989 200 i----------------------------------------- 250 150 -„ 100 - Vöruskiftahalli Fjárlagahalli 1982 1983 1981 1985 1986 1987 1988 1989 1982 1983 1981 1985 19BB 1987 1988 19B9 Viðhorf Nauðlendingin Bjarni Hannesson skrifar Ekki getur hjá því farið að mað- ur hugleiði nú um áramótin stöðu og hagi alþjóðaefnahagsmála og þá um leið það ríki sem er einn stærsti aðili að því kerfi þ.e. U.S.A. og það efnahagsöng- þveiti sem þar ríkir. Ég skrifaði talsvert um þau mál fyrir 3-5 árum og lagði fram ýmsa „spádóma" um líklega þróun í því landi og reyndist verða býsna sannspár um þá þróun er síðar varð og nú er það komið fram að mestu leyti. Fullyrða má að Reaganstjórn- in hafi brotið nálega öll „lögmál“ skynsamlegrar efnahagsstjórn- unar og þurfi því að „nauðlenda“ því „óstjórnarflugfari “ sem hún er nú staðsett í. Verður fróðlegt að sjá hvernig tekst til með „nauðlendinguna“ því það er fárra hagur að þeir „brotlendi“ með þeim afleiðingum að heims- kreppa verði í líkingu við árin 1930-40, það myndi einungis leiða af sér fasíslca stjórnunar- hætti í fjöldaríkja- þau eru nógu mörg fyrir - ásamt ennþá meiri ófriði en verið hefur. Það er þó ljóst af flestum líkum að þetta fjármálaævintýri mun kosta U.S.A. það forræði sem þeir áður höfðu í alþjóðamálum, það mun færast til Asíu- og Evrópuþjóða og er það framför miðað við það hvernig U.S.A. hefir beitt sínu valdi erlendis frá a.m.k. 1965. Þeir eru „sannan- lega“ algjörlega ófærir um af- skipti af öðrum þjóðum vegna skorts á skilningi á stöðu, högum og menningu annarra þjóða. Tek sem eitt dæmi af mörgum framkomuU.S.A. gagnvart Mið- Ameríku, E1 Salvador, Nicarag- ua o.fl. þar sem brotin eru öll þau lögmál sem í heiðri ber að hafa og kostað hefur allt að 90 til 120 þús. mannslíf síðustu 10 árin. Er það næsta ömurlegt að það skuli vera „síðustu" verk þessa fyrrverandi stórveldis að níðast þar á fátæku fólki með því að styðja „bófahjarðir“ til kúgunar og manndrápa, sbr. Contraliðið við landamæri Nicaragua, stuðn- ing við spillta stjórn í E1 Slvador o.fl. Endalok stórveldis Ljóst er að U.S.A. tekst ekki hin efnahagslega nauðlending án verulegra áfalla miðað við fyrri stöðu en aðaltjónið mun koma niður á viðskiptaþjóðum þeirra, því vegna væntanlegra forseta- kosninga í U.S.A. 1988 verða að líkum litlar efnahagsráðstafanir gerðar fyrr en 1989. Þessi fullyrðing er rökstudd með því að til þess að geta rétt af fjárhag ríkisins þarf að lækka út- gjöld til hermála um 40 til 60 milljarða $ og hækka skatta um 30 til 60 milljarða $. Þetta eru aðgerðir sem ekki munu verða gerðar á kosningaári, að líkum. Hinsvegar er ein leið fær og mun verða farin að líkum, en það er að láta dollar falla 15 til 30% undir raunverð, aðgerð sem er U.S. A. mjög til hagsbóta, en við- skiptaþjóðum þeirra til tjóns. Það ástand mun að líkum vara í 1-3 ár og valda verulegum sam- drætti í hagvexti ýmissa þjóða og gæti valdið verulegri kreppu ef ekki er skynsamlega tekið á þeim málum í heild sinni. Ritað 3/1 1988 Bjarni Hannesson Eiginmaður minn Ragnar H. Ragnar ísafirði verður jarðsunginn frá ísafjarðarkapellu fimmtudaginn 7. janúar kl. 2 síðdegis. Sigríður Jónsdóttir Ragnar , þlÓÐVIUINN Happdrætti Þjóðviljans 5 1. o 05 •i-. 50 Enn er hœgt að greiða gíróseðlana. 5“ Subaru | ~ _r\. - ... 1 Justy Helgasym —J Dregið verður 15. janúar. Styrkjum blaðið okkar. m «ínA - b.iAnvn .iinn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.