Þjóðviljinn - 06.01.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.01.1988, Blaðsíða 5
Framtíðarverkstæði grasrótarinnar Danir hafa langa reynslu af starfrækslu lýðháskóla og eru fyrirmynd annarra Norður- landaáþvísviði. Síðastaára- tug hafa lýðháskólar þó verið í vaxandi kreppu; þeir hafa orðið geymslustaðir fyrir at- vinnuleysingja og fólk með fé- lagsleg vandamál. Skólastarf- ið snýst um að hafa ofan af fyrir fólki í stað þess að veita því vettvang fyrir leit að þekk- ingu og þroska. Leitað hefur verið ýmissa ráða við kreppu lýðháskólanna og m.a. veittu dönsk yfirvöld styrk til að reka „tdraunaháskóla fram- tíðarverkstæða“ veturinn 1986-7. Hópurinn sem rak þennan skóla heldur áfram núna starfi sínu, en í stað þess að reka formlegan skóla, mætir hópurinn til fólks og setur „framtíðarverkstæði“ á fót þar sem þess er óskað. Blaðamaður Þjóðviljans hitti einn úr þesSum fjögurra manna hópi að máli í Kaup- mannahöfn nýverið til þess að kynna sér þennan nýja sprota á meiði frístunda- og náms- starfs. Kurt Aagaard Nielsen lektor við Kaupmannahafn- arháskóla hefur sjálfur mikla trú á gildi framtíðarverkstæða og kynnir þau á svofelldan hátt: Hugarflugið til valda Framtíðarverkstæði er vinnu- aðferð sem þýsk-austurrískur maður að nafni Robert Junck mótaði í upphafi 7. áratugarins. í stúdentauppreisninni 1968 settu menn fram vígorðið „hugarflugið til valda“, en segja má að fram- tíðarverkstæðin séu kerfisbundin aðferð til að gera það vígorð að raunveruleika. Þegar litið er til framtíðar er vaninn að biðja sér- fræðinga um forspár, en við vilj- um svipta þá einokun þeirra á framtíðinni. Framtíðarverkstæði eru verkfæri venjulegs fólks til að efla félagslegt hugarflug sitt og konia því í tæri við raunveru- leikann. Við erum fjögurra manna hóp- ur sem hefur starfað að þessu í Danmörku í 3-4 ár. Við setjum upp framtíðarverkstæði með ýmsum hópum - íbúasamtökum, vinnustaðafélögum, áhuga- mannafélögum og fleiri slíkum sem búa að talsverðu leyti við sömu skilyrði og vilja efla sam- stöðu sína og hugmyndir um breytingar á þessum skilyrðum. Við setjum ekki upp verkstæði ef yfirmenn eru þátttakendur, en ýmsir aðrir aðilar hafa gert það eða hagnýtt sér aðferðina á stjórnunarnámskeiðum, en það teljum við misnotkun á henni. Venjulega er hvert framtíðar- verkstæði sett upp í nokkra daga og því er ávallt skipt í þrjú skeið, sem kennd eru við gagnrýni, framtíðarsýn og það hvernig gera megi sýnirnar að veruleika. Á fyrsta skeiðinu er beitt þeirri vinnureglu að vera ávallt nei- kvæður. Þar reynum við að ná því fram sem fólk er óánægt með, fá ... þessvegnakom „málsvari myrkra- höfðingjans'1 til sögunnar KurtAagaard Nielsen: Framtíðar- verkstæði eru verkfæri venjulegs fólks tilþess aðeflafélags- legt hugarflug sitt og koma því í tæri við raunveruleik- ann Draumsýnirnar urðu oft of bragð- daufar... ... það vantaði dramatísk átök... það til að lýsa vanlíðan og kúgun sem það þekkir af eigin raun. Á stjórnunarnámskeiðum er þess- ari aðferð líka beitt, en í því skyni að láta fólk „létta á sér“, svo því líði betur á eftir. Við beitum henni hins vegar til að menn geri sér skýra grein fyrir því sem það er á móti og geti beitt sér til að breyta því. Ánnað skeið framtíðarverk- stæðisins er kennt við „útópíur". Þetta orð er grískt og merkir „hvergi" eða „staðleysa". Hér brýnum við fyrir fólki að sleppa hugarflugi sínu lausu; maður á að ímynda sér að allt sé hægt. Á þessu skeiði byggir fólk skýja- borgir, þorir kannski að hugsa ýmislegt til enda sem því hefur áður dottið í htig, en vísað frá sér sem óframkvæmanlegu. Staðleysusafn Á þriðja skeiðinu reynum við að gera okkur ljóst hvernig „stað- leysur” okkar geta orðið að veru- leika. Reglan er ekki sú að vera raunsær og takmarka sig við það sem hægt er að framkvæma við núverandi aðstæður, heldur stöndum við fast á framtíðarsýn- um okkar og reynum að finna staðleysunum stað í samtíman- um. Mikilvægasti hluti verkstæðis- ins er á margan hátt skrefið frá öðru til þriðja skeiðs.. Hvernig framlengjum við drauma okkar inn í veruleikann og breytum hugarflugi okkar í aðgerðir? Við getum aðeins tekið lítil skref í einu, en við verðum að geta merkt það að hvert skref er í rétta átt. Þarna má segja að við störf- um í anda Rósu heitinnar Lúx- embúrg og fleiri félaga sem lögðu áherslu á að umbætur væru nauðsynlegar, en í þeim yrði ávallt að felast einhver vísir að heildarumbyltinu samfélagsins. Ekki síst yrðu aðferðirnar að fela slíkan vísi í sér. Þessi almennu atriði og ýmsar aðferðir sem beitt er, eru sam- Framhald á síðu 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.