Þjóðviljinn - 06.01.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Réttur til vitneskju
Við verðum vör við það á hverjum degi, að
háð er upplýsingastríð um rétt almennings til að
vita það sem satt er og rétt um ákvarðanir
stjórnvalda og hagsmunaerindreka, sem haft
geta víðtækar og alvarlegar afleiðingar fyrir um-
hverfi mannsins, líf hans og hag. Eða þá um
ótíðindi sem orðið hafa, orsakir þeirra og
hörmulegar afleiðingar. Það er tekist á um það,
hvaða upplýsingar fá að koma fram, um túlkun
áforma og framkvæmda og stórslysa og rétt
viðbrögð við þeim.
Gott dæmi um upplýsingastríð er það sem
háð hefur verið af kappi um SDI, Stjörnustríðs-
áætlun Reagans forseta. Þeir sem í því máli
eiga pólitískra hagsmuna að gæta eða ætla sér
að græða á öllu saman hafa lagt í gífurlegan og
samstilltan kostnað til að „selja" þessa áætlun,
láta hana sýnast bæði framkvæmanlega og lík-
lega til að efla öryggi í alvopnuðum heimi. Þeir
sem svo gagnrýna Stjörnustríðsáformin sem
háskaleg, rándýr og óraunsæ frá tæknilegu
sjónarmiði, eiga einatt undir högg að sækja -
ekki vegna þess að bann sé sett á viðhorf þeirra
heldur vegna þess að þeir hafa miklu lakari
stöðu í fjölmiðlum en útsmognir pólitískir sölu-
menn með fullar hendur fjár.
Rétturinn til vitneskju kemur enn og aftur á
dagskrá nú um áramót í tengslum við gamlar og
nýjar deilur um kjarnorkuver og slys í þeim.
Kjarnorkuslysið mikla ÍTsjernobyl í Sovétríkj-
unum í hitteðfyrra varð að sjálfsögðu til þess að
sovésk stjórnvöld sættu harðri gagnrýni. Bæði
fyrir að liggja á upplýsingum um slysið og svo
vegna þess að smíðisgallar á kjarnorkuverinu
þóttu sýna að í landinu hefði aldrei farið fram
heiðarleg umræða um hættur þær sem fylgja
kjarnorkuframleiðslu. Margir tóku mikið upp í
sig um að hér væri komið dæmi um það hvernig
lokað þjóðfélag stefnir sínum þegnum og öðrum
í háska með leynimakki um þýðingarmikil mál
og ritskoðun. Það reyndist þó nokkur huggun
harmi gegn, að eftir tilraunir fyrstu daga til að
gera sem minnst úr þessu stórslysi, sneru
stjórnvöld við blaði. Slysið varð til þess að
skerpa mjög og opna umræðu um umhverfis-
mál og það, hvað framfarir megi kosta og ýtti
undir þá „glasnost" sem var að sækja fram á
ýmsum sviðum sovésks þjóðlífs.
Nú um áramót fá menn svo nýjar fregnir af
kjarnorkuslysi sem varð fyrir þrjátíu árum í ekki
meira ritskoðunarlandi en Bretland ertalið. Op-
inberuð voru leyniskjöl frá árinu 1957 sem sýna,
að þáverandi forsætisráðherra landsins skipaði
svo fyrir, að þaggað skyldi niður mikið slys sem
varð þegar kviknaði í kjarnakljúfi í Windscale á
vesturströnd Englands og kemur nú á daginn
að hér var um að ræða næstmesta kjarnorku-
slys sem orðið hefur í heiminum. Þessar upplýs-
ingar hafa svo ýtt undir kröfugerð um að fyrir-
tækinu, sem nú er kennt við Sellafield og er
vinnslustöð fyrir kjarnorkuúrgang, verði lokað -
en verksmiðjan dembir geislavirkum úrgangi í
írlandshaf við lítinn fögnuð þeirra sem við
strendur þess búa, Breta sem (ra.
Bretar eiga öfluga fjölmiðla, kræfa
rannsóknarblaðamenn, sterka hreyfingu kjarn-
orkuandstæðinga - og samt eru nú sagðar nýj-
ar fréttir af Windscaleslysinu. Þetta sýnir hve
mörg úrræði valdhafar og hagsmunagæslu-
menn hafa til að snúa á almenning þegar þeim
þykir mikið í húfi. Þetta minnir og á það, hve
brýnt það er að menn haldi vöku sinni, hvar sem
þeir eru niður komnir í heiminum, séu reiðubúnir
að leggja á sig erfiði og einatt óvinsældir fyrir
framlag sitt til stríðsins eilífa um réttinn til að vita.
Þessum rétti til að vita mega menn að sjálf-
sögðu ekki blanda saman við slúðurbrask alls-
konar sem ótal fjölmiðlar draga sig niður á.
Kvennafar og drykkjusiðir höfðingja þessa
heims koma okkur næsta lítið við. En sigrar í
upplýsingastríði um vígbúnað, kjarnorku,
mengun og fleira þesslegt eru blátt áfram
lífsnauðsyn.
áb.
KIIPPT OG SKORIÐ
Vaknað upp
við vondan
draum
Framsóknarmenn hafa loks
vaknað til lífsins og séð að ekki er
allt í lagi í efnahagsmálum þjóð-
arinnar. Það eru einkum háir
vextir sem þeir hafa áhyggjur af.
Vissulega er það af hinu góða
að menn skuli loksins vera farnir
að sjá þann vanda sem er að sliga
hefðbundinn atvinnurekstur og
splundrar heimilum og fjöl-
skyldum. Aftur á móti er það dá-
lítið skrýtið að talsmenn Fram-
sóknar fóru ekki að hafa hátt um
áhyggjur sínar af þessum málum
fyrr en forstjóri SIS hafði bent á
það í blaðaviðtali við Tímann að
háir vextir væru að fara með allt
til fjandans.
Það er líka dálítið undarlegt að
að framsóknarráðherrarnir, og
þá einkum Steingrímur Her-
mannsson utanríkisráðherra, tala
um þá þróun sem leitt hefur til
alfrjálsra okurvaxta eins og
Framsóknarflokkurinn hafi þar
hvergi nálægur verið. Engu líkara
en menn eigi að gleyma því að
Framsóknarmaddaman hefur átt
og á enn aðild að ríkisstjórn sem
hefur lögmál frjálshyggjunnar,
og þar af leiðandi alfrjálsa vexti,
að leiðarljósi. En menn skyldu
ekki láta undrun sína á því hve
sumir vakna seint koma í veg fyrir
gleðina yfir því að þeir skyldu þó
vakna.
í áramótaávarpi Steingríms
Hermannssonar, sem birtist í
Tímanum á gamlársdag, segir
m.a:
„Þegar allt er dregið saman er
fjármagnskostnaðurinn ekki 10
af hundraði heldur líklega nær 20
til 30 af hundraði umfram verð-
bólgu hjá fjölmörgum fyrirtækj-
um og einstaklingum.
Að sjálfsögðu er það mikill
misskilningur að slíkur fjár-
magnskostnaður auki ekki verð-
bólgu. Kenningin segir að háir
vextir eigi að draga úr eftirspurn
eftir fjármagni og því úr þenslu.
Eflaust er það svo, þar sem efna-
hagslífið er í jafnvægi og verð-
bólga sáralítil. Hér á landi er á-
standið annað. Hér spyr enginn
um vexti, aðeins hvort hann fái
lánið. Fjármagnskostnaðinum er
síðan velt jafnóðum út í verð-
lagið. Reyndar hafa sérfræðingar
nú loks viðurkennt að vaxta-
bremsan „virðist ekki virka" hér
á landi.“
Rödd
umbótamannsins
Og Steingrímur lætur sér ekki
bara nægja að lýsa vaxtafárinu,
sem blossað hefur upp í stjórnart-
íð Framsóknarflokksins, hann
bendir einnig á leiðir til úrbóta.
Það er eftirtektarvert að hug-
myndir hans um eftirlit með
verðbréfamarkaðinum eru mjög
keimlíkar frumvarpi þingmanna
Alþýðubandalagsins um skrán-
ingu á verðbréfum og framtals-
skyldu vaxtatekna. Má því búast
við góðum stuðningi frá Fram-
sóknarflokknum og sér í lagi for-
manni hans þegar það frumvarp
verður tekið til afgreiðslu á al-
þingi.
En gefum utanríkisráðherra
aftur orðið:
„Eins og ég hef áður sagt, tel ég
bætta stjórn á peningamarkaðn-
um hvað mikilvægasta. Vil ég í
því sambandi, m.a. leggja
áherslu á ítarlegt eftirlit með
fjármagnsmarkaðnum öllum,
einnig þeim hluta, sem er utan
bankakerfisins, glöggar upplýs-
ingar um umsvif og kjör á þeim
markaði, samræmda skattheimtu
og hert skattaeftirlit, að Iög verði
sett um þær greinar fjármagns-
viðskipta, sem eru án laga, eins
og t.d. um notkun greiðslukorta,
kaupieigur o.fl. og að reglur og
aðgerðir verði samræmdar og nái
til fjármagnsmarkaðarins alls.
Eðlilegt er að gera þeim að greiða
vexti og ailan kostnað af notkun
greiðslukorta, sem slík lán taka.
Seðlabankanum ber einnig að
sjálfsögðu að gera tillögu til ríkis-
stjórnarinnar um aðgerðir til
lækkunar vaxta til samræmis við
vexti í okkar helstu viðskipta-
löndum, eins og lög gera ráð
fyrir. Þá tel ég einnig mjög athug-
andi, að Seðlabankinn ákveði þá
hámarksvexti, sem hæstir verði
löglegir. “
Markaðstrú
forsætisráðherra
Þorsteinn Pálsson virðist síður
en svo sammála utanríkisráð-
herra um nauðsyn á aðgerðum til
að lækka vexti. í áramótaávarpi
Þorsteins segir Þorsteinn svo:
„Ég hygg að það verði æ ljósara
að efnahagsráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar séu teknar að hafa
tilætluð áhrif. Ýmsar raddir
heyrast frá þeim sem telja að
nærri sér sé gengið. Vextir eru
sannarlega of háir um þessar
mundir, nafnvextir jafnt sem
raunvextir. Til eru þó undan-
tekningar, t.a.m. eru vextir á lán-
um byggingarsjóða ríkisins á lán-
um til húsbyggjenda og íbúðark-
aupenda stórlega niðurgreiddir.
En vextir eru verð á fjármagni og
háir vextir nú endurspegla m.a.
harða samkeppni á lánamarkaði
bæði vegna mikillar almennrar
eftirspurnar og fjárþarfar ríkisins
og annarra opinberra aðila.
Hallalaus ríkisbúskapur
skapar því skilyrði til að vextir
megi lækka. Fleira þarf þó að
koma til. Óvissa um verðlagsþró-
un á næstunni hefur getið af sér
hærri vexti en ef stilla ríkti í verð-
lagsmálum. Hófsamleg lausn í
kjaramálum og hjöðnun verð-
bólgu í framhaldi af því er önnur
forsenda þess að nafnvextir lækki
á ný. Raunvextir munu fylgja fast
á eftir. “
Hér kveður heldur betur við
annan tón en hjá Steingrími utan-
ríkisráðherra. Það er allt í lagi
þótt einhverjir æpi meðan mark-
aðurinn er að jafna sig, jafnvel
þótt þeir heiti Guðjón. Eina
vandamálið er að fá verkalýðs-
hreyfingu inn á hófsamlega lausn
í kjaramálum.
Það verður fróðlegt að sjá
hvaða stefna verður ofan á í ríkis-
stjórninni. Meinar Steingrímur
eitthvað með því sem hann er að
segja eða ætlar Framsókn að
halda áfram að stjórna í anda
frjálshyggjunnar? Ér hugsanlegt
að Steingrímur láti plata sig einu
sinni enn? ÓP
þJOÐVIUINK
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, ÓttarProppé.
Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir,
KristóferSvavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir). Magnús H.
Gíslason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ.
Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir.
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrót
Magnúsdóttir.
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist-
insdóttir.
Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiðslu-ogafgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson.
Útbreiðsla: G. Margrét Óskarsdóttir.
Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson.
Útkoyrsla, afgroiðsla, ritstjórn:
Sfðumúla 6, Roykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verðílausasölu:55kr.
Holgarblöð: 65 kr.
Askriftarverð á mánuði: 600 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 6. janúar 1988