Þjóðviljinn - 06.01.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.01.1988, Blaðsíða 9
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. janúar 1988 MENNING hjá skjólstæðingum sínum mjög greinilega merktirfarsanum: Stu- art Framington (Harald G. Har- alds), karlrembusvín sem þjáist af því að vera alltof fljótur að gera hitt og Charlotte Wallace (Valgerður Dan) sem trúir á út- rásina miklu og ruglar sífellt sam- an orðum og skjólstæðingum. Sagan er einkum af Prudencei (Guðrún Gísladóttir) sem helst illa á karlmönnum og er í með- ferð hjá dr. Framington. Hún svarar einkamálaauglýsingu frá Bruce (Kjartan Bjargmundsson) sem er í meðferð hjá Charlotte, hann rokkar á milli kynja - býr með Bob (Jakob Þór Einarsson) en vill gjarna hressa upp á tilver- una með sambandi við konu. Þar með er semsagt boðið upp á til- tölulega sjaldgæft tilbrigði við þríhyrninginn góða: hommi, kona, bísexúal karl. Síðar kemur við sögu Andrew þjónn (Pröstur Leó Gunnarsson), sem gerir sig líklegan til að taka við Bob áður en lýkur. En nóg um það. Þegar á heildina er litið er þetta um margt haglega skrifað verk, þar er ýms- um sæmilegum pillum skotið á meðferðartrúna. En skopið er, sem fyrr segir, ekki beitt, „alvar- an“ á bak við það verður ekki áleitin ( maður horfir á hana úr fjarlægð eins og hvert annað am- rískt sérmál, eins þótt við herm- um allt eftir Könum fyrr eða síð- ar) - og þar að auki hefur leikritið þann galla að þegar komið er hlé er búið að sprengja mestallt það púður sem í stöðunni felst. Það er svo bót í máli að sýning- in er um flest vönduð og áhorf- andinn á auðvelt með að trúa því að hún komi þeirri skemmtun til skila sem af leiknum má hafa. Bríet Héðinsdóttir leikstjóri hef- ur skynsamlega stjórn á sínu fólki, sættir dável fáránleikann og hvunndagsleikann, heldur uppi þeim dampi sem tilskilinn er. Sumt á þó eftir að smella bet- ur saman væntanlega eins og til dæmis návígi Prudence, Bruce, Bobs og símaskrattans undir lok fyrri hluta sem var í stirðara lagi á frumsýningu. Leikmynd Karls Aspelunds var vel við hæfi - kom til skila þeirri tilfinningu að þó við værum ýmist stödd á veitinga- húsi, í heimahúsum eða á sál- greiningarstofum þá værum við í rauninni alltaf á sama staðnum, í samkynja umhverfi. Þýðing Birgis Sigurðssonar lét vel í eyrum, teprulaus og ekki kauðsk. En það var stundum ver- ið að vitna í eitthvað sem Amrík- anar eiga allir að þekkja og kann- ski hefði átt að vinna öðruvísi úr þeim hlutum en láta þá barasta standa. Jakob Þór Einarsson og Þröstur Leó Gunnarsson sýndu tvær hommatýpur sem voru góð- ar svo langt sem þær náðu. Val- gerður Dan og Harald G. Har- alds drógu skýrt og vel fram þá þætti í sálfræðingunum tveim sem mest eru áberandi - en spyrja má hvort leikarar og leikstjóri hefðu ekki mátt draga fram fleiri fleti á þessu fólki. Eða er höfundur í þessum dæmum tveim of frekur með sína farsatakta til að það sé hægt? Kjartan Bjargmundsson fór um flest vel með Bruce, gerði hann álappalegan án þess að svipta hann tilkalli til samúðar. Mest upplyfting var svo að því að sjá Guðrúnu Gísladóttur í hlut- verki Prudence, sem er næsta ólíkt þeim sem þessi áhorfandi hér man eftir henni í. Guðrún kann að slá marga strengi og það er í hennar persónusmíð sem fár- ánleikinn og hvunndagsleikinn ná best saman og með mestu lífi. Hitt kann svo að vera að Guðrún sé blátt áfram of heillandi til að áhörfandinn trúi því alminnilega að Prudence hennar eigi í ein- hverjum vandræðum með að leggja að fótum sér hvern þann karl sem hún kýs. Halldór Björnsson sem yngsti sonurinn, Joey og Ragn- heiður Elfa Arnardóttir sem tengdadóttirin, Rut, liggjandi í sófanum. Róbert Arnfinns- son, sem Max og Hjalti Rögnvaldsson sem Lenni, fylgjast áfjáðir með. Allar myndirnar eru teknar á æf- ingu. Hildarleikur .mannlegra samskipta Rúrik Haraldsson, sem Sam, leigubílstjórinn og bróðir Max, sem er leikinn af Róbert Arnfinnssyni. Hjalti Rögn- valdsson, (Lenni) og Ragnheiður Elfa Arnardótt- ir(Rut). ÞJÓÐVILJINN - RóbertArnfinnsson (Max)og RagnheiðurElfaArnardóttir(Rut). P-leikhúsið HEIM- KOMAN Það getur verið erfitt að fara og enn erfiðara að koma aftur - sagnir um öskufall við end- urfundi hefurmargur sannreynt, yrkir Stefán Hörð- ur. Að fara og koma. Er það ekki þannig sem hlutirnir ger- ast. Kvika mannlífsins. En maður getur dáið á einhvern hátt, en hlýtur að lifna við á annan. í Heimkomunni eftir Harold Pinter, gerist allt í gegnum eina hurð. Þar með er ekki öll sagan sögð. Einu sinni vargamall maðursem bjó með tveimur sonum sín- um og bróður í gömlu húsi. Konan hans er dáin. Besti vin- ur hans einnig. Yngri bróðir- innerboxari, en hinn lifirdul- arfullu lífi. Faðirþeirraerslátr- ari kominn á eftirlaun en virð- ist hafa eitthvaðfyrirstafni; altént eldar hann matinn. Bróðir hans er leigubílstjóri, sá besti í bænum, en það er með það einsog annað í þessu leikriti: maðurveit ekki alltaf hvað stenst og hvað ekki. Heimilislífið er nöturlegt, en þeir láta sig hafa það. Alla- vega dettur engum í hug að breyta nokkru og daglegt líf er kýtur um fortíðina og uppvask og veðreiðar. Svo eina nóttina kemur þriðji og elsti sonurinn heim frá Ameríku, með kon- una sína með sér. Það hefur ekkert frést af honum langa- lengi og aldrei talað um hann. Hann er prófessor í heimspeki (Það er að vísu á mörkunum að maður trúi því frekar en öðru sem gerist), og hann hef- ur „komist áfram" í lífinu... Síðast en ekki síst á hann yndislegafjölskyldu... í lokin hafa ótrúlegir atburðir gerst og ekki lengur víst að hann komist áfram. Hann kemst senni- lega aftur til Ameríku en alls- endis óvíst hvort hann kemst burt frá sjálfum sér. Enda óvíst hvort nokkur bjargast. Það er óþarfi að rekja sögu- þráðinn nánar. Sem er all reyf- arakenndur. En hvert er höfu- ndurinn að fara?. Er hann að sýna okkur hildarleik mannlegra samskipta? Hvernig fjölskyldu- lífið snýst uppí andhverfu sína? Með ofmikilli nálægð. Sem verð- ur fjarlægð. Fáránlega rökrétt fjarlægð. Og hvað lógíkin getur auðveldlega orðið fáránleg. Heimspekingurinn segist sjá í gegnum fjölskyldu sína, en hann sér ekki við henni. Bræður hans af götunni eru hann sjálfur og þeir kannski ekkert verri heimspekingar. Hann fer mörg skref afturábak við heimkom- una. En allt eru þetta manneskj- ur sem hafa ekkert að gefa en þrá að þiggja. Til að hugsanlega það geti ræst eru notaðar (eða ekki notaðaf) æsikenndar aðferðir. Og konan er þungamiðja alls þess. Fjölskyldan virðist enginn sæl- ureitur en þannig eiga fjölskyldur samt að vera. Fjölskyldan er tabú. En getur það gerst sem gerist í fjölskyldu Pinters, í Heimkom- unni? Það er svo ótrúlegt að þú situr úti í sal og horfir á það gerast. Málið er að þú ert líka í leikritinu. Enda herma fornar sagnir að bæði voveiflegir og furðulegir hlutir hafi gerst innan vébanda fjölskyldunnar. Eftirá hallast maður helst að því að Pinter hafi heyrt þessa sögu á pöbb og ákveðið að reyna hvort hún gengi upp. Akveðið að reyna áhorfendur sína. Pinter er einsog snjall stærðfræðingur sem ákveður að sanna það að 2+3 séu 4. Og tekst það. Pinter er ekki stærðfræðingur, en hann er óneitanlega leikritaskáld. Og mér leikur hugur á að vita hversu góður hann er í skák... Pé-leikhópurinn frumsýnir Heimkomuna eftir Harold Pinter í kvöld, í íslensku óperunni. Har- old Pinter er einn af helstu leikrit- ahöfundum Breta og Heimkom- an löngum verið talin eitt af hans bestu verkum. Og að eigin sögn, það leikrit sem hann er einna ánægðastur með. Enda er Heimkoman einstaklega vel skrifað verk og forvitnilegt. Leikritið var frumsýnt í Lundún-1 um 1965 og hefur ekki áður verið I sýnt á íslandi. Pé-leikhópurinn er stofnaður í kringum sýninguna en í forsvari er Andrés Sigurvinsson leik- stjóri. Hann fékk til liðs við sig leikara úr Þjóðleikhúsinu og Iðnó. Leikendur eru Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson, Hákon Waage, Halldór Björns- son, Ragnheiður Elva Arnar- dóttir og Hjalti Rögnvaldsson. En Hjalti starfar nú við leikhús í Danmörku. Af þeim sökum geta aðeins orðið 13 sýningar á Heimkomunni í Gamla bíói. Eru leiklistarunnendur hvattir til að láta þann hvalreka, sem Pinter er, ekki framhjá sér fara. Leik- mynd gerir Guðný B. Richards, en Dagný Guðlaugsdóttir sér um búninga og lýsingu annast Alfreð Böðvarsson. Sýningar verða allar í janúar. - ekj. Kjörbókin brást ekki lesendum sínum frekar en fyrri daginn: Ávöxtun í hæsta þrepi 1987 jafngilti verðtryggðum reikningi með 6,1% ársvöxtum Áriö 1987 var hagstætt ár fyrir þá sem áttu sparifé sitt á Kjörbók í Landsbankanum. Það kom reyndar ekki á óvart því Kjörbókin ber háa grunnvexti, sem hækka í tveimur afturvirkum þrepum eftir 16 og 24 mánuði, auk þess sem ávöxtunin er reglulega borin saman við ávöxtun verðtryggðra reikninga. Reynist ávöxtun verðtryggðu reikninganna hærri er greidd uppbót sem því nemur. Eftir uppbót á fjórða ársfjórðung var grunnávöxtun á Kjörbók 1987 26,6%, 16 mánaða þrepið gaf 28,0% og hæsta þrepið 28,6%, sem jafngilti verðtryggðum reikningi með 6,1% ársvöxtum. Þrátt fyrir þessa háu ávöxtun er innstæða Kjörbókar algjörlega óbundin. Retta var Kjörbókarsagan á síðasta ári. Núgildandi grunnvextir eru 33,0%, 34,4% eftir 16 mánuði og 35,0% eftir 24 mánuði. í maí n.k. hefst svo nýr og spennandi kafli þegar fyrsta vaxtaþrepið kemur til útreiknings. Þá munu Kjörbókareigendur kætast. Tryggðu þér eintak sem fyrst. ,<\VÖ Landsbanki íslands Banki allra landsmanna UA 9 Mlóvlkudagur 6. lanúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.