Þjóðviljinn - 10.01.1988, Page 5

Þjóðviljinn - 10.01.1988, Page 5
JL li leysist úr álögum U fyrir tilstilli ástarinnar og hoppar hærra en allir aörir Setum viö ekki bara skellt okkur svona á llið? viö erum allavega alveg æðislegar... iltu sjenna. lilli, hulla og villa súpa andköf við að sjá jöklu, sveitastúlkuna frá fjalladal súpa á ballundirbúningi yfirvaldið á staðnum tilkynnir útgerðaraðlinum að nýir erfingjar skuli erfa slldarplanið Islenskur veruleiki Leitast við að skapa alþýðlegt og nútímalegt leikhús Þórunn Siguröardóttir, leik- stjóri, var spurð að því hvernig hefði gengið að koma þessu öllu heimog saman: „Ég las leikritið fyrst í upp- runalegri gerð og langaði þá strax til að láta frumsemja alla tónlist, til að gefa verkinu nýja vídd. Þannig að það yrði ekki bara nostalgía, heldur meira leikhús. Þessi leikgerð hefur verið unnin í samvinnu við Iðunni og Kristínu og Valgeir sem hlýtur að teljast einn af höfundum. Ég var á Spáni í sumar og Valli sendi mér spólur þangað; sumu hefur verið hent og annað stokkað upp. Svo kom Sig- urjón leikmyndateiknari inní samvinnuna, en hann er senni- lega með þeim mönnum, sem þekkir hvað best til síldaráranna. Hann er frá Siglufirði, og byrjaði sem smápjakkur að vinna í síld og endaði sem sfldarmatsmaður. Sigurjón hefur kennt okkur réttu handtökin. Við notum ekki ein- ustu síld, þannig að það þarf að nota látbragð. Hreyfingar elta því efnið og styðja verkið. Hlíf Svavarsdóttir og Auður Bjarna- dóttir hafa unnið hreyfingar út og svo er mikið dansað. Þá eru slagsmál á ballinu einsog vera ber, sem þurfti að æfa mjög vel. En það kom samt ekki í veg fyrir það að fólk slasaðist og við þurft- um að panta sjúkrabíl hingað um daginn. Þá hefur Jóhann G. unn- ið mikla vinnu við útsetningar. Hér hefur verið um mikla og góða samvinnu að ræða. Enda er þetta mjög góður hópur sem stendur að baki allri sýningunni og rjóminn hjá LR, hvað varðar söng- og leikkrafta, sem hér leggur hönd á plóginn. Við höf- um leitast við að skapa alþýðlegt nútímalegt leikhús. Það er mikiil sjarmi í þessu verki frá hendi höfundanna og góður húmor. Skemman, sem á því miður að rífa í sumar, hentar líka vel fyrir Síldina. Hér var unnið í fiski og sungið ofaní tunnur." Nú heyrast alltaf þœr raddir að söngleikir séu léttmeti og óœðra leikhús. Hvað segir þú um það? „Mér finnst ekkert sérstaklega gaman að gamanleikritum. Éftir æfingar fer ég oft útí bíl og spiia Beethoven. En mér finnst mjög gaman að vinna með alla þessa tónlist og söngleikir eiga rétt á sér. íslenskir söngleikir verða heldur ekki til á hverjum degi. Sfldin er komin, er söngleikur uppúr íslenskum veruleika, sem hálf þjóðin þekkir og tími til kominn að þeir sem hafa ekki verið í síld fái tækifæri til að kynn- ast þessu makalausa lífi.“ ekj. j ^kullinn er að þenjast út... óléttumálin útskýrð á dulmáli I gegnum hringnót-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.