Þjóðviljinn - 10.01.1988, Page 12
TILBURÐIR
HÁTÍÐANNA
„Gleðilegt ár“ býr í manni að
segja á götum við gangandi
vegfarendur nú undir nýrri
fjögurra stafa tölu sem tívolí-
bomburnar sprengja út á
himni sem snöggtum síðar
verðuralmyrkvaður, þvíeins
og gáfaðir lesendur vita er
tíminn aðeins blekking, að-
eins mislöng ýluragetta úr
tómri flösku.
En þessi orð manns frjósa í
eyrum viðtakenda þannig að
klingir í þeim eins og í fölskum
kristal og öllum er ljóst að maður
meinar auðvitað ekkert með
þessu. „Árið“, þetta er ekkert
annað en lúmsk afsökun og
ímyndun okkar sem á að gefa
öllum séns, séns á einhverri nýrri
tilfinningu, leyfa fólki að halda
að það sé að byrja á einhverju
nýju og fersku, jafnvel „nýju og
betra lífi.“ En eins og gáfaðir les-
endur vita og skilja er tíminn ekk-
ert annað en blekking, ekkert
annað en önnur og ögn hærri tala
á sömu ávísun í jafn tómum
reikningi.
Það skiptir smáu þó staðnaðir
listamenn kroti ‘88 í stað ‘87 í
neðri horn sinna lyktandi verka,
ekki öðlast þau líftóru við það,
ekki verða þau ferskari við það.
Nær væri þeim að setja ‘78 við
nafn sitt eða jafnvel ‘58, til þess
að verk þeirra væru betri vitnis-
burðir síns tíma. Því hvað er tím-
inn í raun annað en blekking, eins
og ég er í sífellu að koma inn hjá
gáfuðum lesendum. Menn skulu
ekki halda að þeir sigli nú neitt
nær aldamótum og nýrri öld en
áður. Því lífið breytist ekki með
hraða tímans heldur hraða hugs-
unarinnar og sem kunnugt er
mun snúningur heilans vera heill
mannsaldur gegnt hinum fráa sól-
arhring jarðkringlunnar. Heim-
urinn breytist því ekki mikið þó á
gaddfreðnu gamlárskveldi „árinu
breyti breiddin hárs“, eins og
segir í þekku húmljóði, lína sem
þó seint mun sjást í nýársræðum
forseta framtíðarinnar.
En svo við hverfum í blekkingu
okkar aftur að liðnu ári og hátíð-
um þess voru manni margar sortir
bakaðar til höfuðs bæði og maga.
Það má marga smákökuna naga,
menningarlega sem og gyðing-
lega, í þessari sannkölluðu kúlt-
úrreisu manns út á gamla Garð-
skagann. Ættarglögg og júlefrú-
kost, rjúpur og randalín, hvell-
hettur og kviðfylli. Og inn á milli
er skotið endalausum dagskrár-
aukum og bókartitlum, maður
nartar í saurblöð og sýpur á
skaupi, hleypur í leikhús og bíður
við bari.
Á milli jóla og nýárs tjaldar
landinn öllu því sem best hann á,
köldu borði bókmennta og að
venju hinum sígræna pottrétti
sem sjónvarpsleikritin ávallt eru.
Frá því ég man sjónvarpslega
eftir mér hefur maður ropað úr
sér jólunum fyrir framan þetta
einkennilega íslenska sérfyrir-
bæri sem heitir sjónvarpsleikrit.
Ríkisútvarpinu hefur árvisst tek-
ist að klekja a.m.k. einu slíku
fjárveitingar-hænsni sem goggar
síðan á frost-flúraðan skjá þjóð-
arinnar um þetta einnig árvissa
leyti.
Og í ár varð heldur engin und-
antekning, tilburðurinn skreið úr
eggi óvenju vel undirbúinn, um-
talið var að þessu sinni flutt fram
fyrir frumsýningartíma og eftir-
væntingunni hleypt upp í áhorf-
endum. Til öryggis var höfundin-
um leyft að tjá sig í viðtali áður en
verk hans var sýnt svo hann gæti
hagað sér eins og meistari nokkra
stund, því að sýningu lokinni væri
það skiljanlega honum erfiðara.
En þó í þessu viðtali hafi höfu-
ndurinn í raun tæmt alla hugsan-
lega túlkunarmöguleika verks
síns og útlistað nákvæmlega hvert
hann væri eiginlega „að fara“
með því, var ekki hættandi á að
meiningar myndarinnar og
ástæður færu framhjá okkur, svo
því var hnýtt framan við hana
pottþéttum útlistunum á þvíhvað
„tilberi" væri. Þannig vorum við
fullkomlega í stakk búin að melta
gripinn.
Nú er þetta í sjálfri sér ekki
algalin hugmynd, þó e.t.v. full
banal-leg sé, að tengja nútíma-
viðburði við þjóðsögurnar. Hér
er allavega um kjötmeira efni að
ræða en hin inargþvældu og stór-
dramatísku ísskápakaup ungra
hjóna í kjallaraíbúð í Þingholtun-
um. En þegar gamanið er allt frá
manni tekið áður en upphafsstaf-
ir verma skerm og restin verður
aðeins til þess að velta því fyrir
sér hver leiki hvað og hvort hann
sé enn þá með þeirri sem sést
þarna í atriðinu við barinn þá
verður beli manns fljótt fullur af
einföldu innihaldsleysi.
Nútímamaðurinn handleikur
þjóðsöguna eins og hvert annað
forrit og sýgur úr henni allt seið-
magn með því að sýna manni allt
sem hægt er að sýna, svipta hinni
töfrandi hulu óvissunnar af öllum
atburðum í von um hrylling, sem
ekki verður, vegna þess að maður
er nýfullur af „semíólógískum
táknfræði“-útskýringum. Ekkert
er lengur dularfullt og óskiljan-
legt. Tilberi - Tilbury - Cadbury
- búið. Jafnvel hið erótíska afl
sögunnar er eyðilagt með ein-
hverjum plast-spena á módel-læri
með litað hár.
Svo ekki sé farið út í tæknileg
smáatriði, þá fjörmiklu hnökra
sem alltaf eru eitt það
skemmtilegasta við þessi sjón-
varpsleikrit; sautján klippingar í
kringum mjólkurglas, átján sand-
pokar á Arnarhóli og hippahár á
stríðsáradansleik, fyrir utan fölan
leik og fleira, þá verður varla sagt
að eftirtekja þessarar árs-vinnu
sé mjög dýr. Vonir leikstjórans
um sæti á Drakúla-bekknum
verða því ansi hlálegar. En áfram
lafir hann þó sjálfsagt á hinum
heitmjólkandi Ríkisspena og bíð-
ur þess að næst verði kallað „láttu
lossa sonur.“
En nú er samt komið árið 1988,
bústið og breiðleitt, og maður
gengst sæll þeirri sætu blekkingu
á hönd að nýtt ár sé nýr tími og
nýjum tíma fylgi nýir menn.
Listamenn.
Reykjavík 5. jan. ‘88
Hallgrímur
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. janúar 1988