Þjóðviljinn - 10.01.1988, Qupperneq 20
SQJl W/V3Q9
Um fúsk og önnur
skyld fyrirbœri...
Auðvitað er þetta rómt rugl
alltsaman. Ég er ekki viss um að
nokkur maður trúi þessu. En þó
eru til bæði tölur og prð, allt sam-
an skjalfest í votta viðurvist, sem
sýna okkur, svo ekki verður um
villst, að hér er ekkert húmbúkk
á 'ferðinni. Ég veit vel að svona
lagað hefur oft verið reynt áður
með litlum árangri. Og að það
voru mun reyndari og fjársterkari
aðilar sem að þeim tilraunum
stóðu. Það er því ekkert að undra
þó mönnum sárni. Ég lái þeim
það ekki. Ég trúi ekki að nokkur
maður geri það. Auðvitað sárnar
atvinnumönnum í faginu, með
margra ára reynslu að baki, þegar
einhverjir amatörar ryðjast
alltíeinu fram og gera þá hluti að
því er virðist áreynslulaust, sem
þeir voru sjálfir búnir að marg-
reyna með ærnum tilkostnaði um
áraraðir. Ég meina, eru ekki til
einhver lög um svona lagað?
Hvað segir stéttarfélagið til dæm-
is? Nei, ég bara spyr svona.
Lítum á þetta frá sjónarhóli raf-
virkjans, til dæmis. Hann hefur
gengið í gegnum sitt nám og gert
við þúsundir eldavéla og ísskápa í
gegnum tíðina. En engum finnst
nokkuð til koma. Hann sigrar
ekki heiminn með þrjúþúsund
eldavélar uppá vasann. Sama
hvað hann reynir. Svo kemur ein-
hver fúskari í faginu, sem aldrei
hefur sett kló á ketilsnúru, hvað
þá meira, og er bara hafinn upp
til skýja. Þvflíkt og annað eins á
auðvitað ekki að geta gerst. Og
Húsmóður
skrifar
„Hann sigrar ekki heiminn
með þrjúþúsund
eldavélar uppd vasann"
gerist auðvitað ekki. Ekki hér
heima allavega. Hér þurfa menn
að hafa sína ísskápa á hreinu. Það
er það sem fólkið vill. Ekki ein-
hvern fúskara, sem ekki bara ger-
ir hlutina illa, heldur Hrfeykir sér
hreint og beint af vankunnáttu
sinni. Hver heldurðu að vilji fá
rafvirkja til starfa, sem hefur Iýst
því yfir opinberlega að hann sé
ekki, og verði líklega aldrei góð-
ur rafvirki? Nei, ég veit að þetta
er kannski ekki alveg sambæri-
legt, ég segi nú bara svona. Og
það er ekki nóg með að þeim tak-
ist að blekkja pöpulinn þarna í
Bretlandi. Mér þætti það svo sem
ekki fréttnæmt, svona útaf fyrir
sig. En þegar þetta lið nær að fífla
þeirra helstu sérfræðinga á ein-
mitt því sviði, sem þau starf a - j a,
starfa, það er nú kannski full-
mikið sagt, sem þau stunda sitt
fúskerí á, væri nær lagi, já þegar
svo er komið, þá er mér nóg boð-
ið. Og ég veit að ég er ekki einn
um þessa skoðun. Fjölmargir
kollegar mínir hafa sagt það
sama. Ekki opinberlega, neinei,
ég veit það vel, en svona í mín
eyru og annarra, sem svipað er
innanbrjósts. Og svo á að halda
vitleysunni áfram á nýja árinu!
Ég segi bara fyrir mig, ég veit
ekki hvar þetta endar alltsaman.
Fúskarar allra landa sameinist!
Það er kannski mottóið hjá þeim
þarna í útlöndum. Ég veit það
ekki. Kannski maður hætti bara
að æfa sig í tvö þrjú ár, skipti um
nafn og byrji svo uppá nýtt.
Kannski það gangi í liðið. En það
er bara hægara sagt en gert. Mað-
ur fer nú varla að kasta margra
ára æfingu og farsælu starfi fyrir
róða, að nú ekki sé minnst á þær
hefðir, sem gilda hjá okkur fag-
mönnunum, til þess eins að kom-
ast í einhver bresk blöð. Ég held
ég láti mér nægja þau íslensku,
takk fyrir. Hér eru mínar rætur
og þessu landi á ég allt að þakka.
Það er bölvað vanþakklæti og
ekkert annað að vera að rjúka til
útlanda með sína þekkingu og
list. Ég veit að ég reyndi eitthvað
við þetta sjálfur hér í eina tíð, en
það var bara barnaskapur og
núna veit maður betur að sjálf-
sögðu. Látum þau bara flytja sitt
fúsk út í friði. Þeim er það varla of
gott greyjunum. Auðvitað er
þetta engin tónlist þessi ósköp.
Ég veit að menn skrifa fallega um
þetta, en hvað er að marka þessa
stráka á blöðunum hérna. Þeir
hafa tildæmis engan skilning á
því, sem við félagarnir erum að
gera. Það er ekki nema einstaka
menn, einsog hann Árni Jo-
hnsen, sem raunverulega gera sér
grein fyrir gildi verka okkar. Og
svo auðvitað almenningur. Við
seljum alltaf vel, enda er almenn-
ingur á íslandi vel upplýstur og
með einfaldan, en vandaðan,
taktu eftir því, vandaðan smekk á
þessu sviði. Þetta er einsog með
rafvirkjann, sem ég talaði um
áðan. Reyndar er fólk eitthvað
farið að leggja eyrun eftir þessu
núna, eftir að þau fóru að koma í
blöðin þarna úti, en það er eins
og hvert annað tískufyrirbæri,
bara bóla sem springur þegjandi
og hljóðalaust, fyrr en nokkurn
varir. Við blífum hinsvegar
áfram, höfum staðið fyrir okkar í
tuttugu ár og eigum eftir að
endast í bransanum í annan eins
tíma. Það er ekki nokkur vafi.
Enda hefur það sýnt sig að al-
menningur í landinu vill ekkert
fúsk, fólk vill vandaða vinnu,
þrjúþúsund eldavélar eru kann-
ski ekkert nýnæmi, ekkert afrek,
en það ber vott um áreiðanleika
og vönduð vinnubrögð. Og al-
menningur í landinu vill hafa
þetta þannig. Ég er svo sem ekk-
ert að kvarta, ég segi nú bara
svona...
Húsmóður
Maggi Kjartans yfirflugstjóri og áhöfn hans hafa viðkomu í
mörgum bestu dægurlöndum endurminninganna - og þeir
Páimi Gunnarsson, Jóhann G. Jóhannsson, Rúnat Júl,
Engilbert Jensen, Einar Júlíusson, Anna Vilhjálms, Magnús
Þór Sigmundsson og fleiri listamenn skapa stemninguna.
SÝNINGIN SEM SLÓ í GEGN Á NÝÁRSDAG!
Flugglaðir hf. tilkynna brottförflugs SAG 66 til dægurlanda öll
iaugardagskvöld í janúar. Ýmsar helstu stórstjörnur íslenskrar
poppsögu síðustu tveggja áratuga verða um borð og bera fram
hugljúfar og bráðfjörugar tónlistarkræsingar meðan kokkarnir
á Sögu sýna listir sínar.
Góður matur, fyrsta flokks skemmtun, danshljómsveit
í sérflokki og frábærir gestir gera laugardagskvöldið í Súlnasal
að frábærri byrjun á nýja árinu.
Verð á þessu öllu er aðeins kr. 2.900. Og munið: Þessi dagskrá
verður aðeins í janúar!
Tryggið ykkur far í tíma. Flugfarseðlapantanir í síma 29900.
Brottförkl. 19:00
GILDIHF