Þjóðviljinn - 22.01.1988, Page 2
r^SPURNINGItm
Ætlar þú að blóta
Þorrann?
Þorvaldur Jónsson,
gangavöröur
Hvaö heldur þú? Auðvitað eins
og vant er. Ég borða allan þorra-
mat og kaupi hann alltaf tilbúinn.
Elínborg Bjarnadóttir,
húsmóðir
Ég hugsa það. Venjulega er
mér boðið í þorrablót.
Sigtryggur Árni Ólafsson,
bílstjóri
Nei, ég blóta ekkert sérstak-
lega mikið. Mér finnst allur súr-
matur vondur. Hákarlinn og
hangikjötið er gott og brennivínið
ómissandi.
Jóna Sæmundsdóttir,
meinatæknir
Já, íheimahúsi. Ég ervoða lítið
fyrir súrmat og sleppi alveg
brennivíninu.
Matthildur Gestsdóttir,
húsmóðír
Já ég reikna alveg eins með
því að fara á þorrablót.
FRETTIR
Langholts- og Holtavegur
Gloppótt brautarvarsla
Aðstandendur yngstu barnanna íLangholtsskóla uggandi.
Snjóruðningur byrgir sýn
Undanfarna daga hefur engin
gangbrautarvarsla verið á
mótum Langholts- og Holtaveg-
ar, og hefur það valdið aðstand-
endum yngri barnanna í Lang-
holtsskóla áhyggjum.
- Sex ára barnabarn mitt er í
skólanum, og svo ungir krakkar
eru ekki vanir öðru en vernduðu
umhverfi, sagði Sigrún Júlíus-
dóttir. Eftir snjókomuna síðustu
daga hefur snjóhaugum verið
mokað upp á öllum hornum, og
því eru krakkarnir hálfvegis í
hvarfi þegar þeir þurfa að komast
yfir, sagði Sigrún.
57 sex ára börn í þremur bekkj-
ardeildum eru nú í Langholts-
skóla, bæði fyrir og eftir hádegi,
að sögn skólastjórans, Erlings S.
Tómassonar. Hann sagði að lög-
reglan hefði hlaupið undir bagga í
gær og verið á vakt við gatna-
mótin á háannatímum.
Skýli fyrir gangbrautarvörð er
til staðar við gatnamótin. Sá sem
starfinu hefur gegnt síðan í haust
er nú frá vinnu að læknisráði, og
svo bagalega tókst til að stað-
gengill hans úr hópi stöðumæla-
varða fótbrotnaði nýskeð og er
því einnig úr leik.
Ásgeir Þór Ásgeirsson hjá
gatnamáladeild borgarverkfræð-
ings sagði að stöðumælavörslu
væri haldið uppi af mjög fá- nú starfsmaður úr vinnuflokkum sagðist Asgeir Þór vona að sú
skipuðu liði, og gætu þeir illa séð borgarinnar verið fenginn til að skipan mála héldist.
af manni til þessa starfa. Því hefði sinna gangbrautarvörslu, og HS
■%<
Umferð um Langholtsveginn er þung á annatímum, en gangbrautarvarslan hefur verið gloppótt að undanförnu, og hafa
aðstandendur yngstu krakkanna í Langholtsskóla að vonum verið hugsandi vegna þess. Gangbrautarvörður er nú aftur
tekinn til starfa. Mynd: E.ÓI.
Mývatnssveit
Riða skýtur upp kollinum
Afall eftir ítarlegar hreinsanir. Biblíuþykkir staflar afstaðgreiðslu-
pappírum hellast yfir bændur
Frá fróttaritara Þjóðviljans, Starra í Garði
Nú í þessum mánuði kom upp
riða í sauðfé hjá einum bónda
hér í sveit. Þetta er mikið áfall
fyrir sauðfjárbændur í hreppn-
um. Við höfðum gert okkur vonir
um að vera sloppnir fyrir horn í
þessum efnum eftir þær allar
hreinsanir hér og í nágrannasveit-
um sem fram hafa farið undan-
farin ár.
Nú vofir þessi hætta enn yfir
öllum sauðfjárbændum hér um
slóðir og bætist ofan á allan þann
samdrátt í búgreininni sem
stjórnvöld beita sér fyrir meir af
kappi en forsjá. Fé bóndans var
öllu slátrað í gær. Bætur fær
bóndinn svo sem lög standa til.
Okkur bændum berast nú með
hverri póstkomu svellþykkir
pappírsstaflar frá ríkisskattstjóra
varðandi staðgreiðslu skatta.
Þessi pappírsstafli nær því
bráðum að verða á þykkt á borða
við biblíuna. Allt er þetta á stofn-
anamáli, illskiljanlegu venjulegu
fólki.
Nái menn að ráða þær rúnir,
tekur ekki betra við þ.e. að skilja
innihaldið. Ég held að skattstjóri
hér og aðrir sem að þessum mál-
um starfa, standi algerlega ráð-
þrota gagnvart þessum ósköpum.
Hitt held ég þó að þetta leiði þeg-
ar í ljós að þótt staðgreiðsla
skatta launafólks geti verið fram-
kvæmanleg og jafnvel til bóta þá
er hún óframkvæmanleg
gagnvart þeim sem taka laun sín
af eigin atvinnurekstri, eins og
t.d. bændur. Slíkt er dæmt til að
verða óskapnaður og hringavit-
leysa. Því hefðu lagasmiðir og
embættislýður betur áttað sig á í
upphafi.
Hér er ekki ýkja mikill snjór og
vegir færir í héraði, þokkalegt
vetrarveður og mannlíf skikkan-
legt.
-Starri í Garði.
Kvótinn
Leyfin á leiðinni
Reglugerðin birt í dag
N
ý reglugerð um fiskveiðar
landsmanna, sem byggð er á
nýsamþykktum kvótalögum,
mun væntanlega sjá dagsins ljós á
morgun að öllu óbreyttu.
Að sögn Kristjáns Skarphéð-
inssonar í sjávarútvegsráðuneyt-
inu mega útgerðarmenn búast við
því að fá valbréf inn um bréfa-
lúguna hjá sér í næstu viku, þar
sem þeir ákveða hvort þeir velja
afla- eða sóknarmark. Kristinn
sagði að útgerðarmenn hefðu um
tveggja vikna frest til að senda
umbeðnar upplýsingar um út-
gerðarmáta til ráðuneytisins.
- grh
MjÓlk
Neyslan
stóreykst
Neysla íslendinga á mjólkuraf-
urðum á sl. ári jókst um 3.5% frá
árinu 1986. Hefur ekki verið
meiri síðan metárið 1980. Neysla
á rjóma jókst um 6.5%, á létt-
mjólk um 17.4%, á ostum um 9%
og á viðbiti um 21%
Innanlandsneysla á mjólk og
mjólkurafurðum árið 1987 varð
alls 102.213.769 ltr. og er um
3.5% aukning frá árinu 1986. Þá
var neyslan 98.711.233 ltr.
Aukningin nemur því 3.502.536
ltr. Hún samsvarar rúmlega öllu
mjólkurinnleggi hjá Mjólkur-
samlaginu í Búðardal, en þangað
berst mjólk af Snæfellsnesi og úr
Dölum. Aðeins á árinu 1980 var
meiri neysla á mjólkurafurðum,
eða 105.461.498 ltr. En þess ber
að geta að þá stóð útsala á smjöri
mánuðum saman.
Aukning varð á sölu súrmjólk-
ur, AB-mjólkur, G-mjólkur,
undanrennu og kókómjólkur.
Aftur á móti minnkaði nýmjólk-
umeyslan úr 34.493.000 ltr. í
32.739.000 ltr. eða um nærfellt
5.4%.
Mest var mjólkurvöruneyslan í
desember - og fór það að venju -
en minnst í maí. - mhg
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. janúar 1987