Þjóðviljinn - 22.01.1988, Side 5
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. og Þorsteinn Gíslason fiskimálastjóri eru meðal íslensku Þingmennirnir Guðrún Helgadóttir og Eiður Guðnason voru áheyrnarfulltrúar á ráðstefnunni
fulltrúanna. 9™- Myndir Sig.
Gagmyni á hvalveiðiráðið
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, sagði að Alþjóðahvalveiðiráðið vœri að breytast ísamtök
um verndunar sjónarmið án hliðsjónar afstaðreyndum vísindarannsókna.
Hvatt til stofnunar alþjóðlegra svœðasamtaka
í setningarávarpi sínu á ráð-
stefnu „um skynsamlega nýtingu
sjávarpspendýra,“ einsog íslensk
stjórnvöld hafa kosið að kalla
ráðstefnu hvalveiðiþjóða, sem
sett var í Borgartúni 6 í gær,
gagnrýndi Halldór Asgrímsson,
sjávarútvegsráðherra, Alþjóða-
hvalveiðiráðið harðlega og sagði
að helsta kveikjan að þessari ráð-
stefnu hefði verið óánægja ís-
lensku ríkisstjórnarinnar með
störf Alþjóðahvalveiðiráðsins á
fundi þess í Bournemouth á síð-
asta ári.
Halldór sagði að óánægjan eigi
rætur að rekja til þeirrar stefnu
sem Alþjóðahvalveiðiráðið hefur
fylgt á undanförnum árum og
benti hann á að tímabundin
stöðvun hvalveiða sem ráðið
samþykkti 1982 hefði ekki verið
byggð á ráðum vísindanefndar-
innar. Þá sagði hann að mikilvægt
ákvæði í samþykktinni hefði ver-
ið að heildarmat á hvalastofnun
ætti að fara fram fyrir 1990 en nú
virtist útilokað að þetta mat liggi
fyrir 1990.
Seinna í ávarpi sínu sagði Hall-
dór:
„Undanfarin ár hefur það orð-
ið deginum ljósara að Alþjóða-
hvalveiðiráðið er reiðubúið að
fórna lögmætum vísindahags-
munum aðildarþjóða í pólitísk-
um tilgangi.
Allir vita að umræður á fund-
um Alþjóðahvalveiðiráðsins fara
fram með það í huga að ríkis-
stjórn Bandaríkjanna geti beitt
aðildarþjóðir þvingunum til að
framfylgja ákvörðunum ráðs-
ins.“
Þá greindi Halldór frá við-
ræðum íslendinga við Banda-
ríkjamenn og samkomulaginu
sem þessar þjóðir gerðu sín á
milli sl. haust, en einn þáttur í
samkomulaginu fóist í því að það
ætti að auka trú manna á starf
vísindanefndar Alþjóðahval-
veiðiráðsins. „Nokkuð hefur ver-
ið unnið að þessu og ætlum við að
halda þeirri viðleitni áfram. Því
miður eru niðurstöður aukafund-
ar vísindanefnarinnar í Cambri-
dge í desember síðstliðnum ekki
til þess fallnar að auka mönnum
bjartsýni.“
Halldór sagði Alþjóðahval-
veiðiráðið ekki fært um að takast
á við málefni sem snerta
vistkerfið í stærra samhengi og
því þyrftu menn að íhuga í alvöru
hvort það hefði rækt skyldur
sínar um samvinnu á viðunandi
hátt.
„í stað þess að aðlaga sig nú-
tímaviðhorfum og taka tillit til
viðurkenndra vísindaaðferða við
nýtingu sjávarauðlinda sem oe
Hafréttarsáttmála Sameinuðu
þjóðanna hefur Alþjóðahval-
veiðiráðið verið að breytast í
samtök með verndunar-
sjónarmið að markmiði án hlið-
sjónar af staðreyndum vísinda-
rannsókna.“
Meðal þeirra hugmynda sem
íslenska sendinefndin mun kynna
á ráðstefnunni er svæðisbundin
stjórnun sem gerir ráð fyrir
ábyrgð á vísindarannsóknum á
öllu svæðinu, ábyrgð á stjórnun
utan fiskveiðilögsögu og stofnun
viðeigandi alþjóðlegra samtaka á
hverju svæði um sig, að sögn
Halldórs Ásgrímssonar.
-Sáf
íslenska sendinefndin
21 manna nefnd
Tveir af þremur fulltrúum Sovétríkjanna fylgjast af athygli með setningarávarpi
Halldórs Ásgrímssonar.
Föstudagur 22. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Tveir ráðherrar og ellefu starfsmenn ráðuneyta. Tveir Bandaríkja-
menn í íslensku sendinefndinni. Guðrún Helgadóttir og Eiður Guðna-
íslendingar eru með iang
stærstu sendinefndina á ráðstefn-
unni, eða 27 manna nefnd auk
þess sem einhverjir Islendingar
sitja ráðstefnuna sem áheyrnarf-
ulltrúar, þar á meðal tveir þing-
menn, þau Guðrún Helgadóttir
og Eiður Guðnason.
Aðrar þjóðir senda mun minni
sendinefndir. Norðmenn eru
næst fjölmennastir með 12
manna nefnd, þá Japanir með 7
manna nefnd, þar af einn þing-
maður. Rússar, Kanadamenn og
Færeyingar eru með þriggja
manna nefndir og Grænlendingar
senda tvo áheymarfulltrúa.
Suður-Kórea og Samtök Alaska
son áheyrnarfulltrúar
eskimóa afþökkuðu boð á ráð-
stefnuna.
Tveir ráðherrar em í íslensku
sendinefndinni, þeir Steingrímur
Hermannsson og Halldór Ás-
grímsson. Auk þeirra er fjöldi
fulltrúa frá utanríkis- og sjávar-
útvegsráðuneytum. 5 manns frá
utanríkisráðuneytinu og þrír úr
sjávarútvegsráðuneytinu. Þá er
einn fulltrúanna úr landbúnað-
arráðuneytinu og tveir frá
menntamálaráðuneyti.
Fimm fulltrúanna eru frá Haf-
rannsóknastofnun og einn frá
Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-
ins og frá Fiskifélagi íslands.
Blóðbankinn á einnig sinn full-
trúa á staðnum og sömuleiðis
Raunvísindastofnun að ógleymd-
um Kristjáni Loftssyni fulltrúa
Hvals hf.
Frá Bandaríkjunum koma þrír
íslensku fulltrúanna, Hörður H.
Bjarnason, sendifulltrúi við
sendiráð íslands í Washington og
Bandaríkjamennirnir Theodore
G. Kronmiller og Charles R. Pu-
ice, sem hafa unnið að málstað
íslenskra stjómvalda í hval-
veiðimálinu á bandarískri grund.
Milligöngumaður fyrir þá hér á
landi er Jón Hákon Magnússon
og situr hann einnig ráðstefnuna.
-Sáf