Þjóðviljinn - 22.01.1988, Side 9
*5*JSii*
Fjölskyldan
stendur saman
áskíðum
Fátt er betra til ad efla samstöðu innan
fjöiskyidunnar en ad fara á skfði í BiáfjöUum og
njóta samverunnar í snjónum. Ungur nemur,
gamall temur eða öfugt - brekkur eru vid allra
hzfi.
Um helgar eru námskeið fyrir byrjendur og
lcngra komna. Ef einhver vill koma meö og prófa
er skfdaleiga í þjónustumiðstöðinni - allir geta
verið með.
BLÁFJALLA-
NEFND
Komið í BláfJöU
og standid saman
- það er heflbrigð
skeramtun.
Símanúmer í Bláfjalla-
skála: 78400
Simsvari: 80111
Sölustaðir:
Sportval, Hlemmtorgi og Kringlunni.
Markið Ármúla 40.
Útilíf, Glæsibæ.
Bókaverslunin Veda, Hamraborg og Engihjalla.
Sundlaug Kópavogs.
Hópferðabifreiðar Teits, Smiðjuvegi 46.
BYKO, Kópavogi og Hafnarfirði.
íþrótta- og tómstundaráð, Fríkirkjuvegi 11.
HEIMURINN
HEIMURINN
Starfsfræðslunefnd
fiskvinnslunnar
150 REVK^AVlK - .SlMI 686095
Verkstjóranámskeið
fiskvinnslunnar
hefjast að nýju í Hótel Borgarnesi að morgni 28.
janúar.
Kenndar verða samtímis fyrri og seinni önn.
Verkstjórar eru hvattir til að láta þessi námskeið
ekki framhjá sér fara og skrá sig hjá skrifstolu
Starfsfræðslunefndarinnar í síma 91 -686095 fyrir
þriðjudaginn 26. janúar.
2 OOO “
W
Framboðsfrestur
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat-
kvæðagreiðslu um kjör stjórnar, trúnaðarmanna-
ráðs og endurskoðenda í Félagi starfsfólks í
veitingahúsum fyrir árið 1988. Framboðslistum
eða tillögum skal skila á skrifstofu félagsins Ing-
ólfsbæ, Ingólfsstræti 5, 5. hæð, eigi síðar en kl.
12 á hádegi, föstudaginn 29. janúar 1988.
Kjörstjórn
Evrópuráðsstyrkir
Evrópuráðið veitir fólki sem starfar á ýmsum
sviðum félagsmála styrki til kynnisdvalar í að-
ildarríkjum ráðsins á árinu 1989.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í fé-
lagsmálaráðuneytinu, Hafnarhúsinu við
Tryggvagötu.
Umsóknarfrestur er til 18. febrúar nk.
Félagsmálaráðuneytið
18. janúar 1988
Afganistan
Fellur á hetjuljómann
Grimmileg innbyrðis átök andófsaflanna í landinu
Ef veiyulegur dagbiaðalesari
gerir sér einhverja mynd af
stríðinu í Afganistan þá sér hann
eflaust fyrir sér óárennilega,
hvassbrýnda stríðsmenn sem
skirrast ekki við að skjóta á so-
véska skriðdreka úr fjallabyrgj-
um sínum með úreltum hólkum.
Þetta segir fréttaritarinn Ge-
orge Arney í nýlegri grein í Guar-
dian, og máli sínu til stuðnings
minnir hann á plakat eitt sem Af-
ganistannefndin lét gera í fyrra,
en á könnu téðrar nefndar er
meðal annars fjársöfnun handa
flóttamönnum. Á plakatinu er
mynd af tveimur óttalausum
skæruliðum með riffla um öxl, og
textinn er svohljóðandi: „Það eru
einmitt áreiðanlegir náungar af
þeirra tagi sem þú getur treyst
fyrir þínu framlagi.“
Tvenns konar stríð
- Það er sannleikskorn í þess-
ari klisju eins og öllum öðrum,
segir George: það er ekki hægt að
fjalla um stríðið í Afganistan án
þess að hrífast af ótrúlegum
kjarki skæruliðanna sem eiga við
ofurefli að etja. En það eru fleiri
hliðar á þessu máli; Afganar geta
verið miskunnarlausir, klíku-
gjarnir og flærðarfullir. Skærulið-
arnir berjast fyrir þjóðfrelsi, en
þeirra á milli geisar einnig blóð-
ugt borgarastríð.
Talið er að breskur sjónvarps-
fréttamaður, Andy Skrzypkovi-
ak, hafi látið lífið í Afganistan
skömmu fyrir síðustu áramót, og
hefur þetta atvik orðið til að
draga athyglina að einum þeim
hópi sem hvað mest hefur haft sig
í frammi, bókstafstrúarmönnun-
um Hezbe Islami. Andy hafði
gert víðreist með skæruliðum og
var álitinn einn áreiðanlegasti og
hugrakkasti fréttamaðurinn sem
fjallaði um innanlandsátökin í
landinu.
Fréttamaður
hverfur
Hann hvarf fyrir þremur mán-
uðum, í nánd við fjallaskarðið
Kantiwar, en skarð þetta er í
landamærahéraðinu Nuristan. Á
undanförnum ófriðarárum hefur
Nuristan á stundum verið talið
handan við lög og rétt. Vitni sáu
hann í átökum við skæruliða Hez-
be Islami, og reyndu þeir að
hrifsa af honum myndavélina.
Byssuskot fylgdu í kjölfarið.
Ekkert hefur til Andy spurst síð-
an, og hvorki fundist af honum
tangur né tetur. Talið er að sami
hópur skæruliða hafi seinna sama
dag rænt franskan leiðangur sem
ætlaði að færa aðþrengdum
þorpsbúum föt og fé.
Kantiwarskarð og nágrenni
lýtur forystu Hezbe Islami, og
eru margar sögur á kreiki um
stjórnunarhættina; í fyrrahaust
var tveimur breskum blaða-
mönnum stungið inn og filmur
þeirra og segulbönd gerð upp-
tæk. Þá var afganskur leiðsögu-
maður þeirra lúbarinn, en um
síðir tókst þeim að flýja.
„Þjófar og
morðingjar“
Skömmu seinna voru hergögn
flutt um skarðið til annars hóps
skæruliða, Jamiat-i-Islami, en
þau voru gerð upptæk. Þá lögðu
Hezbeskæruliðar hald á hálft
þriðja tonn vestrænna lyfja, en
þau átti að flytja á yfirráðasvæði
Jamiat. Frönsk hjálparsamtök
staðhæfa að Hezbeherflokkur
hafi rænt Thierry Niquet sem
skipulagði hjálparstarf, og myrt
Gulbaddin Hekmatyar: fær bróðurpartinn af bandarfsku vopnasendingunum
en skammar eigi að síður þessa fjandvini sína kómeinskum skömmum.
Hermenn þurfa að óta eins og annað fólk.
nann síðan á þessum sömu slóð-
um árið 1986.
Chris Gregory, kona (ekkja?)
Andy Skrzypkoviak, heyr nú sitt
einkastríð. Hún vill fá að vita
hvers vegna milljónum banda-
ríkjadala sé ausið í samtök sem
hafi „þjófa og morðingja" innan
sinna vébanda. Sjö skæruliða-
samtök Afgana eru viðurkennd á
Vesturlöndum og njóta þaðan
fjárstuðnings, og er Hezbe Islami
þeirra elst og öflugast.
Kómeinskar
skammir
Á síðasta ári samþykkti Full-
trúadeild Bandaríkjaþings að
veita andófsöflum í Áfganistan
fjárstuðning upp á 600 milljónir
dala. Hezbe Islami samtökin
segjast ekki hafa fengið grænan
eyri. Allir aðrir, allt frá öðrum
skæruliðasamtökum til fyrrum
hershöfðingja í grannríkinu Pak-
istan, telja víst að Hezbe fái bróð-
urpartinn af bandarískum vopn-
um og fjárframlögum. Og það
þótt leiðtogi þeirra, hinn 36 ára
gamli, sléttmáli Gulbaddin Hek-
matyar, veitist oftlega að Sámi
frænda með orðfæri og heift sem
sjálfur Ayatolla Komeini gæti
verið fullsæmdur af.
- Ameríkanarnir liggja allir
hundflatir fyrir honum, segir ó-
nafngreindur evrópskur diplóm-
at um Hekmatyar og er aldeilis
hlessa: „Því meira sem hann ýfir
sig við þá, þeim mun hrifnari
verða þeir.“ Hekmatyar á það
líka til að ýfa sig við aðra hópa
skæruliða, en engum sögum fer af
hrifningunni úr þeirri átt.
Bylting innan frá
Sumir vilja meina að ætlun
Hekmatyars sé að ná tökum á
byltingarþróuninni innan frá. Að
sönnu er mikið upplausnarástand
rfkjandi í stríðshrjáðu landinu.
Þar við bætist að yfirmenn eiga
grimmsterkan trúnað sinna
manna og fyrir bragðið eru á-
rekstrar ólíkra hópa og herfor-
ingja daglegt brauð. En að áliti
Afgana sem sinnir hjálparstarfi
eiga Hezbe Islami upptökin að
því nær öllum illdeilum meðal
andófshópanna.
Óþarfi er þó að skella allri
skuldinni á Hezbe Islami. í fyrra-
haust var fólk drepið í hundraða-
vís í suðurhluta landsins, í
illvígum átökum Hezbe og skær-
uliðahreyfingar sem kallast Har-
akat, og nýtur sú drjúgs stuðnings
klerkdómsins. Bardagi þessi var
svo blóðugur að þorpsbúar
fögnuðu sovéskum skriðdrekum
með blómsveigum, loks er þeir
létu sjá sig.
Liðsmenn Hezbe Islami eru
fastheldnir á fornar dyggðir trúar
sinnar, og því kann það að koma
spánskt fyrir sjónir að margir
þeirra hafa hlotið menntun í
raunvísindum. Sjálfur er Hek-
matyar verkfræðingur, og stund-
aði nám við háskólann í Kabúl
snemma á síðasta áratug, en á
þeim tímum stóð mikil barátta
vinstrimanna og áhangenda spá-
mannsins, og beindist hún að því
að fylla það tómarúm er skapað-
ist þegar Afganistan losnaði úr
viðjum miðalda og varð skyndi-
lega að takast á við lífshætti þess-
arar aldar.
Bókstafstrú og
vísindamennska
í einu af ritum sínum, Andinn
sigrast á efninu, leitast Hekmaty-
ar við að afsanna kommúnism-
ann á vísindalegan hátt. Tals-
maður Hezbe í Peshavar, Nawab
Saleem, Ias til líffræðings í
Bandaríkjunum, en þótti ekki
mikið til veraldlegs rasjónalisma
prófessors síns koma: „F-16 og
jafnvel atómbombur geta ekki
stöðvað rauða flóðið," segir
hann, „það dugar ekkert minna
en byítingarsinnuð hreyfing mú-
hammeðstrúarmanna á Sovét-
menn.“
Það er ekkert blávatn sem svo
tæpitungulaust talar, en aðrir
andófshópar sem daufari eru til
yfirlýsinganna fella sig lítt við að
Hezbe séu álitnir eitthvert fyrir-
tak bókstafstrúarmanna: „Við
trúum á grundvallaratriði þau
sem trú okkar stendur fyrir,“
segir dr. Zabi Mojadedi, sonur
skæruliðaforingja úr annarri átt:
„Það eru samtök á borð við Hez-
be Islami sem eru öfgafull.“
Svipaðar skoðanir viðra ýmsir
stuðningsmenn stjórnarinnar í
Kabúl. Varaformaður Afganska
Kvennaráðsins, Shafika Raz-
minda, stundaði háskólanám um
leið og Hekmatyar. „Árið 1971
þegar konur vörpuðu blæjunni
fyrir róða, sprautuðu fylgifiskar
Gulbaddins sýru í andlit þeirra,“
segir hún. „Ef þeir voguðu sér út
á götu án þess að hylja fætur sína
var skotið á þær. Konur hafa alla
ástæðu til að hata þennan mann.“
Gömul og ný
tengsl við Pakistan
Hezbe Islami hefur nána sam-
vinnu við lögregluyfirvöld í Pak-
istan og fylgist grannt með flótta-
fólki og hugsanlegum skemmdar-
verkamönnum. „Hezbe handtek-
ur fólk í Pakistan hvað þá annað,
þeir eru með fangelsi í landinu og
þar hafa þeir jafnvel tekið fólk af
h'fi,“ segir dr. Zabi Mojadedi.
Hezbe Islami hafa notið mests
álits allra andófshópa í Afganist-
an, en sú óskastaða samtakanna
kom til á valdadögum fyrrum
stjórnvalda í Pakistan. Stuðn-
„Óárenniiegir, hvassbrýndir
stríðsmenn skjóta á sovéska
skriðdreka með úreltum hólkum.“
ingsmenn Hekmatyars hlutu
þjálfun og vopn að undirlagi Ali
Bhutto, en síðan var þeim hjálp-
að yfir landamærin til að grafa
undan stjórnvöldum heima fyrir.
Þegar Sovétmenn gerðu innrás í
landið vildu Bandaríkjamenn fá
að vita á hvern hátt þeir gætu best
orðið andspyrnuhreyfingunni að
liði. Leyniþjónusta Pakistans
veðjaði þá á Hekmatyar í þeirri
sælu trú að hún hefði ráð hans í
hendi sér.
Tvö ár eru nú liðin síðan her-
lögum var aflétt í Pakistan, og
þykir ýmislegt benda til þess að
Hezbe Islami njóti ekki jafn
óskoraðs stuðnings þar á bæ og
áður fyrr. Engin uppstytta er þó í
vopnasendingunum frá Banda-
ríkjamönnum. Fáir treysta sér til
að segja hve mikils raunverulegs
stuðnings samtökin njóta meðal
eigin landsmanna.
Magnað út-
lendingahatur
En Hezbe Islami beina sjónum
að næstu kynslóð, rétt eins og
stjórnvöld í Kabúl fyrir sitt leyti.
Skólar á yfirráðasvæðum samtak-
anna þykja semja sig að fyrir-
myndum úr hernaði. Vesturland-
abúi einn sem nýverið hefur dval-
ið í landinu segist merkja „ugg-
vænlegan" þankagang sem gangi
þvert á „mannúð og virðuleika"
múhammeðstrúar þeirrar sem
löngum hafi valerað meðal Af-
gana: Fasískur þankagangur
ræður ríkjum meðal þeirra, þar
sem rauði þráðurinn er magnað
útlendingahatur, segir hann.
Hekmatyar hefur oftlega verið
sýnt banatilræði en hingað til
síoppið með skrekkinn, þótt ekki
hafi alltaf mátt miklu muna. En
samtök hans njóta enn mikillar
aðstoðar frá Pakistan og Banda-
ríkjunum þrátt fyrir ásakanir um
að meðlimir Hezbe Islami beri
sök á dauða eins af einlægustu
stuðningsmönnum Afgana,
Andy Skrzypkoviak.
Guardian/HS
8 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. janúar 1987
Föstudagur 22. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 9
MENNVÐ
EIGIN REKSIUR EÐA
SJÁLFSL4ÐA SIARFSEMI
Sendið greinargerð um reiknað endurgjaldfyrirárið 1988 ítœka tíð.
Umsókn um að senda skilagrein um reiknað endurgjald
einu sinni á ári verðurþví aðeins tekin lil greina
að skattstjóra sé send greinargerð um reiknað endurgjaid
fyrirárið 1988 ásamtskattkortum.
Þeir sem vinna við eigin rekstur eða sjátfstasða starfsemi skulu reikna sér endurgjald (reiknuð laun)
fyrir þá vinnu. Sama gildir um maka ef hann vinnur við starfsemina.
Þetta endurgjald ber nú að áætla fyrirfram og senda þá áætlun til skattstjóra. Verði það ekki gert,
ber skattstjóra að áætla endurgjaldið og staðgreiðsla verður þá greidd af þeirri upphæð.
Eyðublöð vegna greinargerðar um reiknað endurgjald 1988 hafa verið send öllum þeim sem eru á
launagreiðendaskrá og ber að skila þeim til skattstjóra
25. JANÚAR 1988
Þeir sem falla undir þennan hóp en eru einhverra hluta vegna ekki á launagreiðendaskrá
og hafa því ekki fengið viðkomandi gögn snúi sértil næsta skattstjóra.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI