Þjóðviljinn - 22.01.1988, Síða 16

Þjóðviljinn - 22.01.1988, Síða 16
 Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þlÓÐVIUINN I Föstudagur 22. janúar 1988 16. tölublað 53. örgangur Yfirdráttur á téKKareiKninga launafólKs SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Þjóðhagsstofnun Launaspánni kippt út Þórður Friðjónsson: Ekki ráðlagtað birta launaspá eins og samningamálin standa nú að hefur verið ákveðið að birta ekki með þjóðhags- spánni spá um launaþróunina á árinu. Eins og samningamálin standa nú þá teijum við það ekki þjóna neinum tilgangi að birta slíka spá sem væri hugsanlega úr- elt eftir nokkra daga, sagði Þórð- ur Friðjónsson forstjóri Þjóð- hagsstofnunar í samtali við Þjóð- viijann í gær. Ríkisstjórnin fór þess á leit við stofnunina að hún sleppti að birta spá sína um launaþróun á árinu en þjóðhagsspáin verður lögð formlega fram í dag. Telja ráð- herrar að það myndi ekki flýta fyrir samningum ef birtar væru tölur meðan samningaviðræður eru í gangi víða um land. Þjóðhagsstofnun lagði fyrir áramótin fram útreikninga um verðlagsþróun á árinu þar sem ýmist var reiknað með 10 til 50% verðbólgu á árinu. - Það er erfitt að velja þarna á milli fyrr en menn sjá hver verður niðurstað- an í samningum. Ef það dregst hins vegar á langinn að samning- ar takist þá verðum við að gefa okkur einhverjar forsendur, því það er óheppilegt ef langtímaspá um launaþróun liggur ekki fyrir, sagði Þórður. -•g- Hvalveiðiráðstefnan Hvalur í mat Kristján Loftsson í Hval hf bauð fulltrúum á ráðstefnu hval- veiðiþjóða í kvöldverð í gær- kvöldi samkvæmt heimildum Þjóðviljans. , Já þeir verða í mat hér í kvöld, en bíddu aðeins,“ var svarað á Gaflinum þegar blaðamaður hringdi í gær. „Nei, kokkurinn kannast ekkert við það.“ Á öðru veitingahúsi í Hafnar- firði fengust þær upplýsingar að nokkrir ráðstefnugestir hefðu snætt hádegisverð í gær og ein- hverjir þeirra hefðu fengið sér hvalkjöt, sem er á föstum mat- seðli hússins. -Sáf Verðlag Auglýst eftifkaupmætti Verðkönnun Jökuls á Höfn: Verkamaðurinn 10 klst. lengur að vinna fyrir matnum í dag en í maí1983. Matvara hækkað um 22,56% fráþví íoktóber-kaup aðeins 7,23%. Björn Grétar Sveinsson: Kaupmáttaraukningin finnst ekki á Austurlandi Lánskjör Vísitalan þýtur upp Lánsbyrðin þyng- istum2,35%. Byggingarvísitalan um0,46%. Vegur lítið upp á móti hœkkunfram- fœrsluvísitölu. Loforð ríkisstjórnar- innarfarin í vask- inn Gagnstætt heitsrengingum stjórnvalda hækkaði lánskjara- vísitalan um 2,35%, eða 45 stig frá janúar til febrúar og fór úr 1913 í 1958 stig. Á ársgrundvelli jafngildir þessi hækkun 32,2%. Það er því orðið fullljóst að láns- byrði þeirra sem hafa vísitölu- tryggð lán á bakinu þyngist enn. Á sama tíma lækkaði vísitala byggingarkostnaðar um 0,45%, í stað 2% eins og ríkisstjórnin var búin að lofa. Spá Þjóðviljans fyrr í vikunni fór því nærri hinu sanna. Samkvæmt útreikningum Hagstofunnar er byggingarvísi- talan nú 107,4 stig eða 344 stig, eftir því hvort miðað er við yngri eða nýrri grunn. síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 16,2%. Lækkun vísitölu byggingar- kostnaðar núna um tæpt hálft prósentustig er að rekja til breytinga á tollum og vörugjaldi, en áhrif þeirra breuytinga mat ríkisstjómin til tveggja prósenta lækkunar. Þrátt fyrir að vísitala bygging- arkostnaðar lækki lítillega vegur það lítið til að hægja á hækkun lánskjaravísitölunnar, þar sem framfærsluvísitalan, sem vegur mun þyngra í grunni lánskjaravísitölunnar, fór úr böndunum vegna matarskattsins og hækkaði um 3,71%. Þessi hækkun lánskjaravístölu- nnar þýðir að einnar miljónar króna lán sem tekið var fyrir réttu ári hefur hækkað um 251.000 krónur. -rk Verðkönnun okkar sýnir ber- lega að verkamaður á lægsta taxta Verkamannasambandsins er þremur klukkustundum lengur að vinna fyrir mat sínum nú en í desembermánuði 1985 og 10 klukkustundum lengur ef farið er aftur til maí 1983. Svo er okkur sagt að kaupmátturinn hafi aukist svo og svo mikið á sama tíma. Við höfum leitað að honum á Austurlandi og hér er hann augljóslega ekki að finna, sagði Björn Grétar Sveinsson, formað- ur verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Hornafirði, en undanfarin ár hefur Jökull athugað reglulega vöruvcrð á ýmsum algengum matvörutegundum í verslunum á Höfn. í maí 1983 var verkamaður á lægsta taxta 21,24 klukkustund að vinna fyrir matarpakkanum, sem inniheldur kíló af súpukjöti, lambahrygg, læri, kótilettum og hakki, kjúklingi, nautahakki, ýs- uflökum, kartöflum, eggjum og lítra af mjólk, súrmjólk, rjóma og skyri. í desember 1985 þurfti verka- maðurinn að strita í 24,85 klukkustundir fyrir sama skammti af nauðþurftum og í dag er vinnustundafjöldinn kominn uppí 26,64 stundir. Til marks um kaupmáttarrýrn- un undanfarinna vikna hefur vöruverð 60 almennra matvöru- flokka, sem valdir voru af handa- hófi hækkað um 25,56% frá því fyrr í vetur og til 20. þessa mánað- ar, en á sama tíma hefur kaup verkafólks aðeins hækkað um 7,23% frá því í október s.l. - Það þýðir ekkkert fyrir Jón Baldvin Hannibalsson og hans kórdrengi að segja það að matar- skatturinn hafi ekki beina kjara- skerðingu í för með sér. Jón kann að ala þann draum með sér að honum verði þakkað síðar meir fyrir einföldun á söluskattskerf- inu, en sá draumur á eftir að breytast í martröð fyrr en varir, sagði Björn Grétar. -rk Sókn Mjóttá Nýr kjarasamningur Sóknar var samþykktur með naumum meirihluta á tæplega 300 manna fundi í félaginu í gærkvöldi. Á fundinum kom fram hörð gagnrýni á launalið samningsins og var mál margra að ekki tæki því að semja um minna en 40.000 króna lágmarkslaun, en starfs- maður með 23 ára starfsreynslu fær nú 36.108 krónur á mánuði. Að sögn formanns Sóknar, munum Þórunnar Sveinbjörnsdóttur, var það mat samninganefndarinnar að fjárhagsstaða Sóknarfélaga leyfði ekki að samningar drægj- ust á langinn uppá von og óvon. Samkomulagið færir Sóknarfé- lögum sjálfkrafa sömu hækkanir og BSRB-félagar fá, - 5% og síð- an um 2% 1. júlí. Sömu uppsagn- arákvæði eru á samningnum og BSRB-samningnum. -rk

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.