Þjóðviljinn - 27.01.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 27.01.1988, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Karfa Stjömuleikur KKÍ og SÍ Bestu körfuknattleiksmenn landsins í Hlíðarenda í kvöld. Priggja stiga og troðslukeppni Þessi körfuknattleiksmaður er ekki meðal bestu íslansku körfuknattleiks-' mannanna sem leika í Hlíðarenda í kvöld en þar munu eigast við úrvalslið sem íþróttafréttamenn hafa valið. ogþetta líka... Skíði Skíðakappinn Marc Girardelli frá Luxemborg getur ekki keppt í svigi á föstudaginn vegna meiðsla sem hann hlaut í svigkeppni síðastliðinn laugar- dag þegar hann kastaðist í öryggisnet- ið í kringum brautina. Að sögn föður hans, sem einnig er þjálfari hans, kennir sonurinn eymsla í brjósti þótt röntgenmyndir sýni ekki neitt athug- avert. Zola Budd mun keppa í víðavangshlaupi sem fer fram í Auckland á Nýja-Sjálandi í mars, þrátt fyrir fyrirhuguð mótmæli andstæðinga aðskilnaðarstefnunnar. „Ég er orðin vön mótmælum enda er það vandamál mótshaldara en ekki mitt“ segir Zola og segist alveg óhrædd. Eftir leikana í Auckland mun hún síðan ákveða hvort hún keppir í 3.000 eða 10.000 metra hlaupi á ólympíuleikunum. Völsungur Stefán Aðalsteinsson, sem lék með Víkingi síðastliðið sumar, mun lík- lega hverfa til Húsavíkur til liðs við Aðalstein bróður sinn og leika með Völsungi nú í sumar ef hann verður orðinn góður af meiðslum sem hann hlaut síðasta sumar. Stjörnuleikur KKÍ og Samtaka íþróttafréttamanna verður í kvöld í íþróttahúsi Vals að Hlíð- arenda. fþróttafréttamenn velja bæði liðin sem eru annars vegar skipuð leikmönnum af Suður- nesjum og hins vegar úrvalslið annars staðar frá. Fyrir leikinn sjálfan verður keppt í þriggja stiga körfuskotum og í því að troða. Pað verða tíu mestu þriggja stiga skorarar úr- valsdeildarinnar sem eigast við og í troðslukeppninni verða tíu kunnir „troðarar“. Þegar hefur verið valið í keppninnar. í troðslukeppninni eigast við: Teitur Örlygsson UMFN, Valur Ingimundarson UMFN, Helgi Rafnsson UMFN, Ólafur Gottskálksson ÍBK, Jón Kr. Gíslason ÍBK, Magnús Guð- finnsson ÍBK, Guðmundur Bragason UMFG, Birgir Mika- elsson KR, Tómas Holton Valur og fvar Webster Haukum. Þeir leikmenn sem hafa verið valdir í 3-stiga skotkeppni eru: Karl Guðlaugsson ÍR, Valur Ingimundarson UMFN, Pálmar Sigurðsson Haukar, Hreinn Þorkelsson ÍBK, Guðjón Skúla- son ÍBK, Ástþór Ingason KR, Birgir Mikaelsson KR, Jóhannes Kristbjörnsson KR, Teitur Ör- lygsson UMFN og Jón Kr. Gísla- son ÍBK. íþróttafréttamenn hafa einnig valið bæði liðin sem munu leika í kvöld. Þau verða þannig skipuð: Landið: Jóhannes Kristbjörnsson......KR PálmarSigurðsson.........Haukum TómasHolton.................Val Henning Henningsson......Haukum BirgirMlkaelsson.............KR LeifurGústafsson............Val Torfi Magnússon.............Val ívarWebster..............Haukum Símon Ólafsson...............KR Björn Stefánsson.............ÍR Liö Suöurnesja: Guðjón Skúlason.............ÍBK ísak Tómasson..............UMFN Jón Kr. Gíslason............ÍBK HreiðarHreiðarsson.........UMFN Hreinn Þorkelsson...........(BK TeiturÖrlygsson............UMFN Valurlngimundarson.........UMFN Guðmundur Bragason.........UMFG Helgi Rafnsson.............UMFN Magnús Guðfinnsson..........ÍBK Dómarar leiksins verða Jón Ótti Ólafsson og Sigurður Valg- eirsson. Það er ástæða til að hvetja alla til að mæta í Hlíðarenda í kvöld og sjá stórsýningu íslensks körf- uknattleiks. Aðgangseyrir verð- ur kr. 300 fyrir fullorðna en kr. 100 fyrir börn. -ih Efri röðfrá vinstri: Garðar Vigfússon, Hreinn Erlendsson, Ólafur Unnsteinsson, Kristinn Sigurjónsson, Jóakim Pálsson, Haraldur Magnússon, Björg Þor- steinsdóttir og Ágúst Ásgeirsson formaður FR(. Fremri röð frá vinstri: Örn Eiðsson, Hafsteinn Þorvaldsson, Þórir Þorgeirsson, Jóhann Jóhannessson og Guðmundur Þórarinsson. Frjálsar FRÍ heiörar Alþjóðasambandið (IAAF) varð 75 ára á þessu ári og minntist stjórn sambandsins þess meðal annars með útgáfu sérstaks af- mælispenings og heiðursskjala. Fékk Frjálsíþróttasamband ís- lands 8 peninga af þessu tagi og skjöl, sem undirrituð eru af Primo Nebiolo formanni IAAF, til ráðstöfunar. Ákvað stjórn FRÍ nú nýlega að heiðra ýmsa þá aðila sem hefðu unnið óeigingjarnt starf fyrir félagið með þessum skjölum og peningum. Heiðurspeninga fengu: Örn Eiðsson heiðursformaður FRÍ, Miðvikudagur 27. j: Guðmundur Þórarinsson ÍR, Hafsteinn Þorvaldsson HSK, Haraldur Magnússon FH, Har- aldur Sigurðsson KA, Helga Al- freðsdóttir UÍ A, Jóhann Jóhann- esson Ármanni og Þórir Þorgeirs- son HSK. Heiðursskjal fengu: Guðni Halldórsson fyrrv. formaður FRÍ, Sigurður Björnsson fyrrv. varaformaður FRÍ, Magnús Jak- obsson fyrrv. formaður FRÍ, Að- albjörn Gunnlaugsson UNÞ, Björg Þorsteinsdóttir og Jóakim Pálsson ÍR. -ste 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Landliðið í fimleikum í föstudagsblaði Þjóðviljans birtist grein um landslið íslands í fim- leikum. Henni átti að fylgja mynd en því miður var ekki hægt að koma því við þá. Við birtum því myndina af landsliðinu og tækninefndunum núna og biðjumst velvirðingar á seinkuninni. Handbolti Mistakaleikir Enginn mœtti í þrjá affjórum leikjum í handboltanum. Jafnthjá VíkingiogFH í 1. flokki kvenna Fjórir leikir voru fyrirhugaðir í fyrsta flokki handboltans í gær- kvöldi. í Seljaskóla áttu ÍR-ingar að leika gegn KR og Víkingar gegn Val en enginn lét sjá sig nema nokkrir áhorfendur sem urðu frá að hverfa. Ekki var nokkra skýringu að finna og ekk- ert tilkynnt til húsvarðar. Sama var einnig að segja um leik Fram og Hauka í fyrsta flokki kvenna í Höllinni. Aðeins einn leikur var leikinn í gærkveldi, það var leikur FH gegn Víkingi í fyrsta flokki kvenna. Hafnarfjarðarstúlkurn- ar byrjuðu vel og komust yfir, þrátt fyrir ágæta baráttu Víkinga. Var staðan í hálfleik 8-5 en í síðari hálfleik tóku Víkingsstelp- urnar sig á og náðu að jafna rétt fyrir leikslok. Var síðari hálf- leikur uppfullur af mistökum, oft voru dæmd skref, stúlkurnar misstu boltann alltof oft og mikið var um rangar sendingar. Einnig voru dómararnir í stóru hlut- verki. Virtust þeir þreytast og fóru að slá slöku við dómgæsl- una. Laugardalshöll 25. janúar FH-V(klngur 13-13 (8-5) England Áfrýjun hafnað Mark Dennis, OPR, kom fyrir áfrýjunardómstól í Englandi á mánudag vegna 50 daga banns sem hann hlaut fyrir 11 brottvikn- ingar á tímabilinu. Áfrýjun hans var hafnað og breytti dómstóllinn banninu úr 50 dögum í átta leikja bann. Handknattleikur Kvennalandsliðið fær dagpeninga HSÍ hefur ákveðið að þær stúlkur sem spila með landsliði íslands fái eftirleiðis dagpeninga á ferðalögum erlendis. Er þetta í fyrsta skipti sem kvennalandsliðið fær dagpeninga en þetta hefur tíðkast í karlalið- inu um nokkurn tíma. Er þetta gott framtak hjá stjórn HSÍ og sýnir að stúlkurnar eru ekki í minni metum þar heldur en strák- arnir. -ih 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 22. vika Aston Villa-Liverpool........ Barnsley-Birmingham.......... Bradford-Oxford.............. Brighton-Arsenal............. L.Orient-Nott.Forest......... Luton-Southampton............ Man.Utd.-Chelsea............. Mansfield-Wimbledon.......... Newcastle-Swindon............ Portsmouth-Sheff.Utd......... PortVale-Tottenham........... Q.P.R.-WestHam............... Getraunir Ein röð með 12 rétla Frammarar höfðu ríka ástœðu til að fagna um helgina Hópurinn Devon sem samanstendur af fjórum eldhressum Frömmurum áttu einu röðina sem kom fram með 12 rétta í síðustu viku. Frammararnir höfðu ærna ástæðu til að fagna þvi auk getraunavinningsins þá fögnuðu þeir líka Islandsmeistaratitli i innanhússknatt- spyrnu karla. Vinningspotturinn var yfir miljón að þessu sinni og var þetta fimmta söluhæsta vikan í vetur. Vinningsupphæðin sem hópurinn Devon hlaut var kr. 814.966. 121. leikviku þurfti að grípa til teningsins vegna úrkomu í Englandi og var kastað upp á 5 ieiki, má því segja að síðasta helgi hafi verið lukkuhelgi Frammara. -ih 2 xx22x222 x 1 1 1 1 x 1 1 X .2 1 x 2 X x 1 1 2 .2 22x222x2 222222222 .11111x111 .111x11111 .2 x 2 1 2 2 2 1 2 .1 1 1 1 1 1 1 1 X ,x 1 1 1 1 1 1 1 x 222222222 .1111x1111

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.