Þjóðviljinn - 27.01.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 27.01.1988, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓÐVILIINN Miðvikudagur 27. janúar 1988 20. tölublað 53. árgangur Yfirdráttur á tékKareiKninga launafblKs SAMVINNUBANKI ÍSLANDSHF sís Gengisfélling? Stjórn Vinnumálasambands samvinnufélaga, sem er að'ili að Vestfjarðasamningunum, telur ekki unnt að staðfesta þá fyrr en vitað er til hvaða efnahagsað- gerða ríkisstjórnin grípur. í ályktun stjórnarinnar segir að óskað verði „eftir viðræðum við ríkisstjórnina um mögulegar að- gerðir í efnahagsmálum til að styrkja stöðu atvinnurekstrarins í landinu. Ljóst er að rekstrargrundvöll- ur atvinnulífsins hefur versnað mjög verulega á síðustu mánuð- um, m.a. vegna verðfalls Banda- ríkjadollars, hækkunar vaxta og almennrar þenslu í efnahagslíf- -rk ínu. Hœkkun barnabóta Fáeinir hundraðkallar Útgjöld vísitölufjölskyldunnar hækka um 4,000 krónur á mánuði vegna matarskattsins, samkvœmt útreikningum ASI Stjórnvöld hafa ákveðið að hækka barnabætur frá upphaflegu frumvarpi til að vega upp á móti áhrifum matarskatts- ins, en samkvæmt útreikningum ASÍ nemur þessi hækkun fáeinum hundraðköllum þegar best iætur. Þannig hækka barnabætur á mánuði fyrri hluta þessa árs með fyrsta barni um 126 krónur. Upp- haflega frumvarpið gerði ráð fyrir 1,365 krónum til þess arna, en að meðtalinni viðbót vegna matarskatts hækkar þessi upp- hæð í 1,491 krónu. Þá hækkar barnabótaauki á barn um 284 krónur, bætur með hverju barni umfram eitt um 189 krónur, og viðbót vegna barns undir sjö ára aldri um 126 krónur. Hver og einn getur metið hvort hann telur þessa hækkun vega upp þau áföll sem hann verður fyrir daglega vegna matarskatts- ins, segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, í athugasemd í Morg- unblaðinu í gær. Hann telur tekjuskattsbyrðina hafa aukist um 25% milli ára 1987 og 1988 með nýjum skattalögum. „Þar að auki hækka útsvör um 7 tií 9% og stórhækkun verður á fasteigna- gjöldum um allt land," segir Ás- mundur. Heildarútgjöld vísitölufjöl- skyldunnar voru 114,523 krónurí ívar Valgarðsson og Steinþór Sigurðsson bera sjálfsmynd Helga Þorgils Friðjónssonar inn á Kjarvalsstaði. Mynd - E.ÓI. janúar, en voru 99,590 krónur í júlí. Þau hafa því hækkað um 14,933 krónur á mánuði á hálfu ári. Af þessari hækkun má rekja 5,399 krónur til hækkunar mat- vöru, en þau útgjöld hækkuðu úr 22,798 krónum í júlí í 28,197 krónur í janúar. Af matvöru- hækkuninni má rekja um 4,000 krónur til matarskattsins í ágúst og janúar, segir Ásmundur. HS Sýning á Kjarvalsstöðum Sjálfsmyndir iistamanna Hvernig sjá menn sjálfa sig? Hvernig sjá menn sjálfa sig? Það vill oft bera við að hugmynd- ir fólks um sjálft sig stangist á við skoðun umhverfisins, hvort held- ur sem spurt er um útlit eða innræti. Á sunnudaginn gefst mönnum kostur á að sjá hvernig íslenskir myndlistarmenn lýsa sjálfum sér, en þá verður opnuð á Kjarvalsstöðum sýning sem ber yfirskriftina Sjálfsmyndir. Þar verður til sýnis úrval sjálfsmynda eftir íslenska myndlistarmenn og er stiklað í gegnum íslenska myndlistarsögu allt frá 19. öld og fram á okkar daga. Sýningunni er ekki ætlað að vera sögulegt yfirlit eða fræðileg úttekt, heldur hefur verið reynt að velja margbreyti- leg og góð verk, listunnendum til skemmtunar og yndisauka. Jafn- framt er fólki gefið tækifæri til að hugleiða sannleiksgildi sjálfs- mynda, hvort raunveruleikinn sleppi ávallt úr greipum þess sem málar, og hvernig myndmálið getur gripið in.n í málverkið þó svo að gerandinn og myndefnið séu það sama. LG Verðlagsráð Fundur um brauð- og fiskverð Fundur í Verðlagsráði á morgun. Krafa um tafarlausa lœkkun á brauði ogfiski. Bensínverð trúlega lœkkað Verðlagsráð mun að öllum lík- indum, á fundi sínum á morg- un, skipa bökurum að lækka verð á brauðum og kökum til þess sem var fyrír álagningu 10% sölu- skatts og reikna síðan söluskatt- inn ofan á það verð. Tillaga um slíkt liggur fyrir frá fulitrúum launþega í ráðinu. Bakarar hafa alfarið neitað að verða við óskum Verðlagsráðs við verðlækkun og bera fyrir sig ýmsar kostnaðarhækkanir á síð- ustu vikum og mánuðum. Ný verðkönnun, sem Verðlagsstofn- un lét gera í bakaríum í þessari viku, staðfestir að verð á brauðum og kökum hefur ekki lækkað, þrátt fyrir samþykkt Verðlagsráðs í síðustu viku. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans mun einnig verða lagt til á fundi Verðlagsráðs að áður sam- þykkt 15% hækkun á útsöluverði ýsu frá því um áramót verði tekin til baka, vegna villandi upplýs- kemur einnig til umræðu á fundi inga til ráðsins um verð á fisk- Verðlagsráðs en vegna lækkunar mörkuðum í lok sl. árs. á Rotterdammarkaði hefur stað- Útsöluverð á bensíni og olíu an á innkaupajöfnunarreikningi olíufélaganna batnað verulega og því allt sem bendir til þess að út- söluverð á bensíni verði lækkað um tæpar 2 kr. hver lítri. -Ig. Húsnœðisstofnun Biðtími forgangshóps lengist Biðtími þeirra sem eru í for- gangshópnum hjá Húsnæðis- stofnun lengist vegna þeirra breytinga á lögum um húsnæðis- lánasjóði ríkisins sem samþykkt- ar voru fyrir áramót. Ástæðan er sú að forgangshópurinn stækkar. Nú teljast ekki eingöngu til hans þeir sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn, heldur einnig þeir sem þurfa að stækka við sig vegna fjölskyldustærðar, eða annarra ástæðna. Þá má einnig búast við því að biðtími þeirra sem ekki eru í for- gangshópnum lengist einnig, þar sem lögin gera ráð fyrir að bið- tími þeirra sé helmingi lengri en þeirra sem tilheyra forgangs- hópnum. Onnur breyting sem nýju lögin hafa í för með sér er að þeir sem eiga skuldlitla íbúð fyrir fá ekki lán. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans voru það um 40 manns af þeim 6000 sem eiga umsóknir liggjandi inni hjá Húsnæðisstofn- un. Samkvæmt upplýsingum í Húsnæðisstofnun má búast við að fyrstu lánsloforðin síðan í mars á síðasta ári, verði send út um og uppúr næstu helgi. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.